Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 12
MORCTJrffíLAÐlÐ Sumnudagur 23. des. 1956 / HEIMSÓKN HJÁ GUNNARI GUNNARS3YNI OG RÆTT VIÐ SKÁLDIÐ UM LÍF HANS CUNNAR GvHUkWseon skáld segist — Við gera þennan litla gl«gga ttí þess að við gætum séð vatna ttndír Esjumi. En nú er svo komið að við sjáum lítið nema þökin á næstu húsum fyrir norð- an. Okkur þykir samt vænt um gluggann, já og útsýnið, þó að það sé ekki mikið. Við eru*n staddir í skrifstofu skáldsins og umræðurnar snúast um lítinn, einkennilegan glugga í vinstra horni norðurveggjarins. Skáldum hlýtur að vera nauðsyn- legt að hafa vítt útsýni og fagurt, hugsa ég með mér, en hér er á- gætt dæmi þess, hversu erfitt er að hitta á gott og óspillt útsýni í nútíma veröld og fá að njóta fjalla, víðernis, ótruflaður af ágangi tækni og tiilitsleysis. En auðvitað verða menn að fá að byggja; borgin vex og landið minnkar, hjá því verður ekki komizt. Eitt fjall, hvaða máli skiptir það? O—sei, sei, nei. En manni dettur þá líka ósjálfrátt í hug olnbogarúmið í fásinninu fyrir austan, fjöllin, víðsýnið og litirnir. Og hann Örlygur á Borg! Áreiðanlega hefði hann heldur viljað ganga þar með húsum, en að þurfa að horfa í þakskeggið á steinhöllum ókunnugra nábýlis- manna. Ekki svo að skilja að hann komi þessu máli beinlínis við, en það er nú samt svo að manni dettur hann ósjálfrátt i hug í þessu húsi, í þessu vinnu- herbergi, því að e.t.v. voru örlög hans einmitt ráðin við þetta skrif- borð og saga hans hreinskrifuð í þessari ritvél. — Jú, ég hreinrita allt í ritvél- inni, segir skáldið, þegar ég ynni hann eftir því, get ómögulega séð, hvernig þetta lítur út, fyrr en það er komið í þokkalegan búning. En venjulega handskrifa ég þó uppkastið. Við ræðum um stund saman í vinnuherberginu og ég ympra á því, hve stórt það sé. — Hann segir að það sé næstum því eins stórt og fyrsta íbúðin þeirra ytra, en vafalaust hefir hún líka haft sér eitthvað til ágætis, þó að stærðinni væri ekki fyrir að fara og kuldablá Esjan blasti ekki við, frekar en hér. 2. VIÐ GÖNGUM niður aftur og sonardóttir skáldsins ber á borð fyrir okkur kaffi og kökur. Hún er sýnilega mjög hænd að afa sínum, sem kallar hana „Litla mín“, þótt hún sé orðin fjórtán ára, og í hvert skipti sem hann kallar er hlýtt á augabragði. >au hafa líka farið í margar göngu- ferðir saman fyrir austan og allt- af verið mjög samrýnd frá því hann sagði henni Hrafnkelssögu, já og gerði hana svolítið hrædda um leið. Því er ekki að neita. Afi karlinn var ekkert að skafa ut- an af því, en það skipti engu máli, hún vildi alltaf fá meira að heyra, enda hefir afi sennilega kunnað að segja skemmtilega frá og áreiðanlega legið einhverjir ósýnilegir þræðir milli hans og Freysgoða. En hvað um það. Skáldið lítur á sonardóttur sína; ég sé að andlitið ljómar og ein- hver óljós innri gleði brýzt upp á yfirborðið og kemur e.t.v. skýr- ar í ljós en ætlazt er til, ég gríp setningaslitur á lofti: — Það er meira vit í því að eiga barnabörn en börn— maður kann betur að meta börnin á gamals aldri — maður er svo ungur, þegar eigin börn eru að vaxa úr grasi — svo margt sem þá glepur fyrir. VIÐ HELLUM í bollana og er- um farnir að ræða heims- málin, áður en við vitum af. At- burðir síðustu vikna eru mjög ofarlega í hugskoti Gunnars Gunnarssonar og Ungverjaland ber á góma, fyrr en varir. Hann er ekkert myrkur í máli, taiar jafnvel um að það sé betra að deyja en horfa aðgerðarlaus wpp á rússne&ka oftoeldið traðka frelsisþrá smáþjóðanna í svaðið, en bætir því við, að ekká hefði verið unnt að búazt við öðru úr þeirri átt. Kommúnisminn á öfi- ugan andstæðing, þar sem Gunn- ar Gunnarsson er, ekki sízt vegna þess að hann er óhræddur að láta skoðanir sínar uppi og hálf- velgja hefir honum aldrei verið að skapi: — Hún hefir dauðann í för með sér, segir hann ,ekkert annað en dauðann. Ég finn að Gunnar Gunnars- son er vel heima í sögu síðustu áratuga. Hann segist alltaf hafa fylgzt með heimsmálunum af Kfi og sál og bætir því við að ekkert skáld geti staðið utan við atbUrða rás liðandi stundar og skorizt undan því að taka skelegga af- stöðu með eða móti þeim stefn- um sem uppi eru hverju sinni. En hann bætir því við að ekkert skáld megi gera sig sekan um að ánetjast neinni sérstakri stjórn- málastefnu og gerast þræll henn. ar — og allra sízt ofbeldisstefn- um nútímans sem hafa leikið marga rithöfunda grátt á undan- förnum árum og leitt aðra á villustig. — Hér gildir að glata ekki drengskap sínum, segir hann, og fer að minnast á Hávamál, heim- spekigildi þeirra og háttvísi- reglur: — Lærdómar þeirra hafa aldrei átt eins vel við og einmitt nú á tímum, segir hann ennfremur, og vitnar í kvæðið máli sínu til sönnunar: Gáttir allar, áður gangi fram, um skoðask skyli, um skyggnask skyli, því at óvíst er at vita, hvar óvinir sitja á fleti fyrir. — Og hvenær, bætir hann við, hefur lausung verið goldin eins við lygi og nú? Hávamál eru orð- in siðabók aldarinnar. 4. VIÐ FÖRUM að ræða um ævi skáldsins og rithöfundarfer- il, og þótt ýmislegt sem okkur fór á milli hafi komið fram áður hjá skáldinu, læt ég það fljóta með, ef það mætti verða ein- hverjum til nokkurrar ánægju. Ég spyr, hvort ekki sé réttast að byrja á árinu 1906. — Ja, hvers vegna það? Skáld- ið hugsar sig um augnablik, seg- ir svo: — 1906 var óskaplegt ár. Mig minnir það rigna allt sumarið! — Já, en þér fóruð til Dan- merkur það ár, flýtti ég mér að bæta við. — Nei, það var ekki fyrr en ár- ið eftir. Ég er ekki viss um, hvað Stein. grímur prófessor mundi segja, en skáldið lét sér ekki bregða, leið- rétti mig aðeins, eins og það skipti engu máli, hvenær hann hefði farið utan, þó að það sé auðvitað öllum kunnugt að utan- för Gunnars Gunnarssonar mark- aði mikilverð þáttaskil í íslenzkri bókmenntasögu. Öllum hindrunum var nú rutt úr vegi fyrir því, að við gætum byrjað samtalið af fullum krafti, en skáldið sagði að okkur lægi ekkert á, ég hefði komið á góð- um tíma og við hefðum allan dag- inn fyrir okkur og skyldum bara fara rólega í sakirnar. Hann bætti því við, að hann hefði allt- af haft illan bifur á blaðaviðtöl- um og væri það óbreytt enn í dag; þau gæfu oft og einatt mjög einhliða mynd af þeim sem við er rætt, skoðunum hans og hug- arfari. En, bætti hann við, stund- OG STÖRF Gunnar Gunnarsson: „í listinni má ekki segja allt“. um tekst þetta, og við skulum sjá til, hvernig fer. Ég tók upp blað og blýant, ákveðinn í að missa ekki af neinu. Skáldið lék á alls oddi: — Já 1907, það er einmitt það. Það er orðið langt síðan; veröld- in hefur breyzt og við líka. Ekki sízt við. — Ég fór beina leið til Askov, gisti ekki nema eina nótt í Kaupmannahöfn, hafði ekkert að gera þar. Þetta var í október og ég hélt ég væri orðinn of seinn í skólann. Þegar ég kom til Askov, voru menn að halda há- tíðleg n.k. töðugjöld þeirra Dan- anna; fólk dansaði og skemmti sér, eins og bezt það gat og gáska fullur hláturinn ómaði nágrenn- ið. Ég var handviss um að ég væri orðinn allt of seinn. En þegar ég gætti nánar að, var ég kominn mánuði of snemma! Skólinn byrj. aði ekki fyrr en í nóvember. Ég gat þó komið mér fyrir á búgarði skólastjórans og var þar, þang- að til að skólinn tók til starfa. Fyrstu nóttina sem ég var á bú- garðinum vaknaði ég klukkan 4 eða 5 um morguninn við það, að fólkið var að fara á fætur. Ég snaraðist í fötin, því að ég hélt að það væri kviknað í húsinu, en komst að raun um, þegar niður kom, að svo var ekki, heldur var ástæðan fyrir fótaferðunum að- eins sú að Danir rísa úr rekkju á skikkanlegum tíma. — Hvað voruð þér gamall, Gunnar, þegar þér réðust til ut- anfarar og hver var ástæðan? — Ég var 17 ára gamall, þegar ég fór utan. Mig hafði alltaf lang- að í Latínuskólann, sem svo var kallaður, og var það fyrirhugað, en af því gat ekki orðið, þegar til kom, og sá ég því að ég yrði að láta sjálfur til skarar skríða. Ég hafði lesið um lýðháskólana í gamalli Eimreið og það hafði á- reiðanlega sín áhrif. — Ja, fyrir mér vakti auðvit- að ýmislegt meira og minna skýrt Ég hafði kynnzt norrænum bók- menntum í föðurgarði og vildi mennta mig betur á því sviði, enda fór Askovdvölin aðallega í bókalestur. Ég las þar feiknin öll af bókmenntum, var alltaf að skipta um bækur og líkaði bóka- verðinum það svo vel að með okkur tókst vinátta sem hélzt, á meðan hann lifði. Auðvitað skrif. aði ég líka eitthvað dálítið á þess- um árum, það var mér áskapað frá byrjun, eins og sjá má af því að ég hafði gefið út tvær bækur, þegar ég fór utan. Fyrsta bókin hét Vorljóð og hafði ég auðvitað sent Oddi Björnssyni handritið svo lítið bar á. Á útmánuðum kom frá honum böggull. Þegar ég opnaði hann, datt út úr honum gult kver, óskaplega skrautlegt fannst mér þá. Um vorið 1906 skrapp ég norður til Odds með handrit að tveimur bókum, ljóða bók og sögusafni. Hann var fús að gefa út ljóðabókina og prentaði hana á þeim tveimur dögum sem ég staldraði við hjá honum og gaf hana út undir nafninu Móð- urminning. Hún var ekki marg- ar arkir! En sögurnar freistuðu hans ekki, sem betur fór. Það handrit sá ég ekki aftur fyrr en seint og síðarmeir. — Og yður hefur ekki litizt á það? — O, það var ekki á að lítast. Jæja, ég held nú samt að eitt- hvað af því sem prentað var síð- ar í Sögum hafi verið þarna með. Sögur komu út 1912 á vegum Þorsteins Gíslasonar sem greiddi mér m.a. með ávísunum á danska auglýsendur í Lögréttu og þar var m.a. kaupmaður nokkur í Höfn sem seldi Kína-lífs-elexír. — Hvað vilduð þér segja frek- ar um æskuheimilið fyrir austan? — Ja, ekki neitt sérstakt. En þess má þó geta að ég hafði á- gæta stoð í stjúpu minni, Mar- gréti Eggertsdóttur, þegar til ut- anfarar kom. Hún hafði kennt mér kverið og ég skilað kafla á dag; það þótti henni bera vott um einstakar gáfur! Eitt er víst: Vel entust mér ullamærfötin, sem hún bjó mig út með. — Þér sögðust ekki hafa skrif að mikið á Askov? — Nei, tíminn þar fór mest í lestur, eins og ég sagði áðan. Þar kynntist ég líka ágætum laga- smið og varð það til þess að ég fór líka að semja lög og hann setti þau á nótur fyrir mig. Þar var heljarmikið samspil og söng- ur í þá daga. — Nú, manni dettur Borgar- ættin ósjálfrátt í hug. Er eitt- hvert samband þar á milli? — Ja, þetta er nú auðvitað saman ofið. Efni í bækur kemur úr öllum áttum. En ég byrjaði ekki á Borgarættinni fyrr en 1912. Ég hafði skrifað aðra skáld- sögu á undan henni. Sendi hana öllum tiltækum útgefendum, en hún kom alltaf aftur. Sem betur fer. Ég hef alltaf verið óskaplega heppinn. í Árósum bjó ég til leik. rit og lá við borð að það yrði leikið bæði þar og á Folketeatret í Höfn. En þeir vildu að ég breytti smáhlut — og þar stóð hnífurinn í kúnni. Ég hef líka alltaf verið óskaplega þrjózkur. Það var mikið lán. Ómögulegt að vita, út á hvaða braut maður hefði lent, ef leikritið hefði ver- ið sýnt. — Að lagfæra það? Nei, mér hefur aldrei dottið það í hug. Þegar það kemúr í leitirnar ætla ég að gefa honum Andrési Þorm- ar það. Hann safnar leikritum. Já, það er alveg rétt, nú dettur mér annað í hug. Ég skrifaði lítið leikrit áður en ég fór að heiman, ég held Andrés sé búinn að fá það. Það var gamanleikrit. Hitt var drama, óskaplega sorglegt. 5. VH) FÓRUM nú að rabba saman um þessi fyrstu ár Gunnars Gunnarssonar í Danmörku, við- horf hans til lífsins og hið stóra spurningarmerki framtíðarinnar. Hann sagði að þetta hefðu í raun og veru verið sæmilegir tímar og nokkur ástæða til þess að vera bjartsýnn á framtíðina og skap- leg örlög mannkynsins. Samt var yfir aldamótunum fram til stríðs. ins einhver deyfð — tjarnarvatni hættir við að fúlna, sagði skáld- ið varlega og leit á mig til á- herzlu. — En hvað um bjartsýnina, spurði ég. — Bjartsýnina, svaraði skáld- ið og hristi höfuðið. Síðan bætti hann ákveðinn við: — Nei, ég hafði enga ástæðu til að vera bjarsýnn á þeim ár- um. Annars hef ég alltaf litið sömu augum á svartsýni mína og bjartsýni. Þessar tvær ólíku hlið- ar á tilverunni hafa alltaf farið saman hjá mér. Og skáldið bætir við: — Jafnvel þótt maður líti dökk um augum á ýmis fyrirbrigði í tilverunni, án trausts á lífið og mennina er ekki hægt að una henni. Annars er erfitt að átta sig á þeim árum. Heimurinn er gerbreyttur. Þegar maður las Is- lendingasögurnar og Sturlungu í gamla daga, datt manni ekki í hug annað en atburðirnir sem þar er sagt frá heyrðu sögunni einni til. Reynslan er önnur. Skáldið sekkur sér niður í hugs anir sínar og heldur síðan áfram: — Já, þetta var allt annar heimur og allt aðrir menn. Og sjálfur er maður annar, þó að eitthvað bindi mann föstum bönd um við þessi friðsömu ár. — Ann ars hefur afstaða mín raunar oft- ast verið sú, að allt væri að fara norður og niður — en mundi þó bjargast. Ef maður hefði aðra trú, væri efeki hægt að draga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.