Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. des. 1956 MORCUNBLAÐlfí 41 „Dichtung und Wahrheit11 og hef- ur honum vafalaust oft orðið starsýnt á þær í æsku. Næst við er herbergi móður Goethes og er þar mynd af henni. Þar eru skáp- ar með miklu af postulíni og ýms málverk og skrautmunir. Það kemur víða fram, að móðir Goethes hafi verið óvenjuleg kona. Hún var jafn lífsglöð og maður hennar var skapþungur og 21 ári eldri var hann en hún. Hún var hinn bezti félagi barna sinna og frjálslyndur uppalandi. Þegar hún sagði börnunum sögur hafði hún oft þann sið að láta þau botna sögurnar sjálf. Fekk hugarflug þeirra þá að njóta sín Þegar sjö ára stríðið geisaði tóku Frakkar, sem voru banaamenn Austúrríkis gegn Friðrik mikla, Frankfurt. Æðsti maður setuliðs- ins settist að í húsi Goethes. Fjöl- skyldan var mjög vinveitt Friðrik mikla en faðir frú Goethe, sem var æðsti maður Frankfurt, var á bandi Austurríkismanna. Hér steðjuðu að ýmsir örðugleikar og lá við stórvandræðum vegna stirðleika Goethes gamla. Það var heldur ekki þægilegt að hýsa franskan hershöfðingja. En frú Goethe komst léttilega yfir þetta og ungi Goethe taldi sig síðar hafa orðið fyrir miklum menning- arlegum áhrifum af setugestinum, Thorane greifa. Frú Goethe lifði lengi í ekkjudómi eftir dauða manns sins en Cornelia dóttir hennar dó á unga aldri og son- urinn var víðs fjarri. En ef á móti blés sagði gamla konan: „Ef ég hugsa til sonar míns verður allt að gulli“. Þegar hin fræga skáld- kona Frakka, Madame de Stael hitti gömlu konuna kynnti hún sig fyrir henfii með orðunum: „Ég er móðir Goethes". Þegar hún lá banaleguna bað hún um, að son- ur sinn yrði ekkert látinn vita um alvöruna fyrr en seint og loks sá hún um allt varðandi sína eigin útför — allt frá því stærsta til kökurnar, sem bera ætti fram í erfinu. k Til hliðar við herbergi hús- móðurinnar er svo stofa sú þar sem Goethe fæddist. Eru þar ýmsir munir, sem hafðir voru til skreytingar við útför hans. Þar er einnig í glerkassa fæðingar- vottorð hans frá 2. sept. 1749 svo- hljóðandi: „S. T. Hr. Joh. Caspar Göthe, Ihro Röm. Kayserl Majestát wiircklicher Rath, einen Sohn, Joh. Wolffgang“. Eldhúsið. Foreldrar Goethes. Á sömu hæð er herbergi Corne- líu systir Goethes en þar er safn ýmsra skjala varðandi hana en ekki húsmunir, því þá tók hún alla með sér við giftingu, eins og áður getur. Á þriðju hæð er hið svonefnda „skáldaherbergi“ og er mynd af hluta af því með þessari grein Þar er skrifborð Goethes, seni hann hafði erft eftir ömmu sína og skuggamyndir af honum og Lotte Buff. Lotte er hin sama og kvensöguhetjan Lotte í „Þján- ingum unga Werthers", sem gerði Goethe heimsfrægan. í „húsi skáldsins“ eru fjölda- mörg önnur herbergi, stærri og smærri, sem of langt yrði upp að telja, enda er húsið mjög stórt og gengur álma aftur úr því. I garðinum fyrir aftan húsið er vatnsker, og var Goethe þar oft að leik á æskuárum sínum. k Meðan gengið er um húsið skýr ir ungur maðúr, sennilega há- skólastúdent, það sem fyrir augun ber. Hann heldur sér hæversk- lega fyrir aftan „pílagríma"- flokkinn, sem labbar forvitnis- lega um herbergin. Einhver kynni aS halda að þeim, sem skoðar þetta hús þyki minna í varið, vegna þess að það sé ekki hið upprunalega hús, heldur nýleg eftirgerð þess. En svo er ekki. Sú staðreynd að þýzka þjóðin, ný- komin úr hörmungum stríðsins, skuli hafa sameinast um að byggja þetta hús að nýju eykur aðeins gildi þess. Og það gengur undri næst, að slík enduibygg- ing skyldi hafa tekizt. En um allt Vestur-Þýzkaland eru svona endurbyggingar og viðgerðir merkra húsa, sem skemmdust 1 stríðinu, annað hvort á döfinni eða þeim er lokið. Það þarf mikla þolinmæði og kunnáttu til að reisa úr rústum aldagömul hús, hallir og kirkjur. En með slíkri starfsemi er menningarlegu Grettistaki lyft. Það sýnir líka ást þjóðarinnar á hinum gömlu menningarverðmætum að við- reisn þessi skuli vera látin gerast jafnhliða annari uppbyggingu eft ir styrjöldina. Einhverjir kynnu að halda, að þetta væri látið sitja á hakanum vegna þess að það verði ekki látið í askana. En svo er ekki og ber það menningu þýzku þjóðarinnar fagurt vitni. Endurbygging Goethe-hússins í Grosser Hirschgraben í Frankfurt er skýrt dæmi um þetta. GLEÐILEG JÓL! Gott og farsælt nýár. Þökkum viðskiptin á liðnu árL Hárgreiðslustofan PÍRÓLA Grettisgötu 31 S GLEÐILEG JÓL! Kristján G. Gíslason & Co. h.f. f 1 I f í 1 1 & GLEÐILEG JÓL! i I Í og farsælt komandi ár! Timburverzlunin Völundur h.f. GLEÐILEG JOLl REYKHÚSre, Grettisgötu 50 GLEÐILEG JÓL! H.F. OFNASMIÐJAN j) Einholti 10 (f’ GLEÐILEG JOL! Verzlunin ÁRNES j! GLEÐILEG JÓL! Verzlun Benónýs Benónýssonar, Hafnarstræti 19. P>íQ=^(p>CQ=^CP>5Q=r<Cra<Q=<CP<Q=<<J=,tQ=<CP<Q=><CP<Q=<ö=^Q=<C J GLEÐILEG JÓL! farsælt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Smjörbrauðsstofan BJÖRNINN, Njálsgötu 49. — Sími 5105 GLEÐILEG JOL! HÓTEL BORG vinum beztu jólaóskir. > I i* ' I GLEÐILEG JÓL! Við sendum öllu okkar verkafólki og viðskipta- JÓN GÍSLASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.