Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 8
32 Sunnndagur 23. des. 1956 MORCVNBT AÐtf>' TRYPPASKÁL Smásaga eftír HANNES PÉTURSSON DRENGURINN hrökk upp úr svefninum þegar einhverju var ýtt þétt í vinstra gagnuagað. Hann opnaði augun í felmtri. Ekkert nema rökkrið. Svo fór að móta fyrir stórri hendi og stóð einn fingur fram úr hnefanum. Drengurinn lá grafkyrr andar- tak, hendinni var kippt burt og sagt hröslulega í skipunartón: Framúr. Það var bóndinn. Og rétt á eftir sá hann breitt bak hverfa út um baðstofudyrnar. Hann horfði litla stund í átt til gluggans, hlustaði á hroturnar frá næstu rúmum, neri augun og bjóst til að rísa upp. Þá fann hann fyrir sömu þreytunni í fót- unum og um kvöldið þegar hann háttaði. Það getur ekki verið kominn morgunn, hugsaði hann með sér, ég er aldrei svona lúinn á morgnana og ennþá er bjart- ara þá en þetta. Hvað er á seyði? Af hverju fæ ég ekki að hvíla mig, sofa? Hann settist fram á rúmstokk- ’ inn. Það var kalt, hann byrjaði að skjálfa. Fötin lágu á kistli. Sokkarnir voru blautir og leir- ugir með mýrarrauðaslettum. Hann fór í þá og kuldahrollur læstist um fæturna. Allt í einu varð hann gripinn sárri einmana- kennd. Þessi eilífa þrælkun, sagði hann við sjálfan sig, og það lá við hann fengi grátkökk í háls- inn. Þegar hann var alklæddur smeygði hann á sig rökum skón- um og fór fram í eldhús. Þar hékk veik tíra í stoð og brá fölri birtu á borðið þar sem húsbónd- inn sat álútur yfir mat. Hann sýndist ennþá stærri vexti og sverari i þessari döpru skímu. Drengurjnn gekk rakleiðis að hlóðunum og hélt höndunum yfir volgri öskunni drykklanga stund. Hvorugur sagði orð. Það var eng- in nýlunda. Húsbóndinn var fá- máll en gagnorður, og ósveigj- anlegur strangleiki hvíldi að baki þegjandahættinum. Því var líkast sem hann fengi óhaggan- leg fyrirmæli annars staðar frá og ekki stæði annað í hans valdi en framkvæma þau. Ræða hans var já já og nei nei. Drengurinn stóð við hlóðirnar ©g hlustaði á sötrið í bóndanum og dró að sér launheita ösku- lyktina. Hann kom sér ekki að því að spyrja hvers vegna hann hefði þurft á fætur, var búinn að venja sig af slíku málæði. Hann vissi að hann var ekki þar á bæn- um til að tala við fólk, heldur til að framkvæma skipanir. Og þá heyrðist kveða við: Farðu að koma í þig matnum. Hann neri höndunum nokkrum sinnum fast saman, bar þær svo að andlitinu og strauk þeim upp og niður kinn arnar. Honum hitnaði dálítið. Á gisnu borðinu stóð skál með skyrhræringi og slátursneið úti í, kanna af kaldri mjólk við hlið- ina. Hann fór að borða. Húsbónd- inn var hættur, hann stangaði seinlega úr tönnunum og horfði niður í gaupnir sér. Drengurinn leit annað kastið upp frá matnum og sá gegnt sér þykkan hárlubb- ann og sverar herðar bóndans. Tíran sló bjarma á hægri vang- ann svo stórt ör kom í ljós á kinnbeininu. Það var gamalt og eftir ljá. Bóndinn ýtti frá sér matarílát- unum, stóð upp og sagði: Þú nærð í brúnu klórana, þeir eru suður og niður; og gekk fram að dyr- unum. Hvað er klukkan margt? hrökk aldrei þessu vant upp úr drengnum. En ekkert svar, og bjöguð hurðin seig ýlfrandi að stöfum. Drengurinn lauk við að borða. Hann slökkti á tírunni og gekk fram í göngin. Þar var myrkur og hráslagi og moldarlyktina lagði á móti honum. Hundurinn spratt upp og rak trýnið í fætur hans. Beizlin hengu á nagla út úr veggnum. Hann þreifaði sig áfram og stangirnar glömruðu þegar hann tók þau niður. Úti var ekki eins rökkvað og innan dyra. Hlaðið var hrímgað og hem í hófsporum þar sem vatn hafði setzt. Hann heyrði suðið í ánni neðan við tún þegar hann lagði af stað ofan varpann með beizlin um öxl og hundinn vapp- andi í kringum sig. Engin voru bliknuð. Það var andsvalt svo hann gekk rösklega. Hér og hvar röltu stóðhross um grónar skrið- urnar; þeim fjölgaði daglega því Öxnadalsheiði var orðin nöguð og köld. Seppi stökk annað veifið út í hálfmyrkrið og gelti að þeim. Þá þustu þau út undan sér í bóp og hófadynurinn hvíldi lengi í loftinu. Stundum skipti hundur- inn sér ekki að þeim. Þá fitu þau upp sem snöggvast þegar þau heyrðu hringlið í beizlunum, námu staðar og horfðu með for- vitni á drenginn, hissa á svo skyndilegri mannaferð um hljóð- an dalinn. Svo röltu þau áfram með hangandi höfði. Brúnu klárarnir voru á sínum stað og svo gæfir að drengurinn gat gengið beint að þeim og lagt við þá beizlin. Hann lét þá skokka heimeftir, og marrið í haustkaldri jörðinni lét vel í eyrum. Bóndinn stóð á hlaðinu. Hann var mikið búinn, með þykkan trefil, húfu og vettlinga. Farðu inn og klæddu þig betur, sagði hann við drenginn. Þegar hann kom aftur út var bóndinn seztur á bak og skimaði gaumgæfilega í allar áttir, sagði svo: Þú nærð saman stóðinu hér fyrir utan; ég ríð suður og upp og rek það sem ég finn niður eftir. Við mætumst úti á grund- inni. Að því mæltu sló hann und- ir nára og hvarf suður troðnmg- inn. Drengurinn reið af stað. Hanr. skildi strax hvað fyrir húsbónd- anum vakti. Hann ætlaði að reka skagfirzka stóðið upp á heiði svo það níddist ekki framai á land-! areigninni. En honum var hulin ráðgáta hvers vegna þessi tími sólarhringsins varð fyrir valinu Þegar hallaði sumri ár hvert tók stóðið að rása til byggða, en aldrei hafði slíkur fjöldi lagt leið sína niður í Öxnadai. Oft hafði drengurinn heyrt húsbónda sinn bölva grimmilega þegar sást til nýrra hópa ofar í dalnum, og Gloppa var ekki stór jörð, þoldi tæpast mikinn ágang. Drengurinn reið fyrir þau hross sem hann kom auga á og náði > saman á milli tíu og tuttugu. Bóndinn var með nokkru stærri hóp þegar þeir mættust. Fannstu ekki fleiri- spurði hann stuttur í spuna. Nei, svaraði drengurinn. Við rekum þau vestur fyrir Grjótá, bætti bóndinn við. Þú lætur ekkert sleppa. Já, svaraði drengurinn. Svo héldu þeir af stað. Stóðið brokkaði á undan þeim og gerði enga tilraun til að hlaupast burt. Það hneggjaði við og við og hund- urinn gelti annað slagið; annars ekkert nema hófadynurinn í rökkrinu og svæfandi niður ár- innar. Drengurinn var þreyttur. Hann reyndi að gizka á hvað tímanum liði. Það gat naumast verið kom- ið langt fram yfir miðnætti. Hann langaði mest til að sofna, leggj- ast fram á makka hestsins, láta höfuðið hvíla í þykku faxinu og sofna. Augnalokin þyngdust, höf- uðið seig niður í bringu, hátt- bundnar hreyfingar hestsins, hófa slögin fjarlægðust, komu á ný nær, nær, og aftur burt....Svo bylmingshögg í bakið. Reyndu að halda glyrnunum opnum, var þrumað inn í eyrað á honum. Bóndinn hafði lagt sínum hesti fast upp að drengnum. Ætlarðu að missa stóðið út úr höndunum á þér, eða hvað. Af stað. Og hann sló í hinn hestinn sem tók snöggt viðbragð. Drengurinn greip með báðum höndum í hnakknefið til að halda sér því enn var hann hálfvegis milli svefns og vöku. Hann áttaði sig þó fljótlega og sigaði hundinum fyrir hrossin. Brátt var rekstur- inn kominn í fastar skorður. Þeir voru komnir á móts við Bakkasel. Bærinn stóð í heiðar- sporðinum á vinstri hönd og varð tæplega greindur í rökkrinu. Og nú fóru þeir að síga á brekkuna. Með öðru eyranu heyrði drengur- inn svipuskellina í húsbónda sín- um, með hinu hófaslög stóðsins og más þar sem það rann í stórri breiðu á undan, ruddist stundum hvað fram með öðru, beit og fnæsti. Hann reyndi að halda sér vak- andi, einbeitti sér, og fór að rifja upp gamla atburði, veru sína í Gloppu og samband sitt við hús- bóndann. Upp í hugann komu þau fáu ár þegar hann átli heima frammi í Eyjafirði áður en for- eldrar hans dóu. Uppboðið stóð honum ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum, hvernig hlutir sem hon um þótti vænt um hurfu hver á fætur öðrum út um bæjardyrnarl um þótt eins vænt um nokkra skepnu og þennan luralega jálk. Drengurinn leit upp. Stóðið hljóp í þyrpingu fyrir framan hann, þanið af orku. Folarnir ruddust fram, bitu í þriflegar hryssurnar og föxin bærðust í hægum næturvindi. Þetta eru yndislegar skepnur, hugsaði hann. Og skammt frá hvein svipa bónd- ans. Drengurinn fann hversu fram- andi honum var þessi maður, hve lítið þeir þekktu hvor annan. Og þó var þetta fjórða árið hans í Gloppu. Tveir einir höfðu þeir staðið dögum sainan við slátt, en aldrei hafði húsbóndi hans mæli aukatekið orð fram yfir það sem vinnan nauðsynlega krafðist, aldrei sagt neitt af sjálfum sér eða fólki í nágrenninu, aldrei haft yfir vísu eða munnmæli. En oft lét hann í ljós ánægju sína ef vel var unnið. Þá átti hann til að klappa honum á öxlina og dá- iítið bros færðist yfir andiitið. Engin orð fylgdu. Drengurinn kostaði alltaf kapps um að gera honum til geðs og undirniðri var honum hlýtt til hans. Þessi harð- neskjulegi karl hafði reynzt hon- um vel þegar hann stóð uppi einn | og fátækur. En honum hraus hug- Po or^eir <? • f- ~~Jvem farnat'Aon ; & œn um Á hátíð drottins er dimmt af ótta í augum barnsins. Gjóstur þúsund nótta næðir um drauminn og drepur hatri í barminn. Á hátíð ljóssins er ljósið á flótta. Á hátíð barnsins við biðjum ljósgjafar, biðjum dagheims, þar sem drottins birta Ijómar. Skuggavilt skammdegisveröld við dyr okkar stendur með tvær hendur tómar. þar sem ókunnugar hendur biðu' sem köstuðu þeim á miIJi sín eins og ónýtu skrani, bundu á sleða og óku þeim burt. Og tóm bæjarhúsin! Eða viðskilnaðurinn við skepnurnar. Bak við fjóshlöð- una stóð Rauður gamli í troðn- um snjónum, þreytulegur og ó- hreinn. Hann teymdi þennan vin sinn lengra afsíðis þar sem eng- inn gat séð til þeirra og gældi lengi við hann, lagði vangann að heitri snoppunni. Heiman frá hlað inu bárust uppboðsköllin. Vot- eygur teymdi hann hestinn aftur að hlöðunni, skreið þar inn og reif tuggu úr heystálinu og fleygði henni út til hans. Bleik taðan lá á dreif í snjónum og hesturinn gæddi sér á henni með ró. Hann virti klárinn fyrir sér, slitinn af erfiði. Aldrei hafði hon- ur við kaldrana hans og dulu skapi. Og vald hans var furðu- legt. Hann taldist ekki til þeirrar manntegundar sem þarf að ráska bak við tjöldin til að ná taumun- um í sínar hendur, engum datt annað í hug en beygja sig orða- laust undir vilja hans, það lá í loftinu þar sem hann fór. Þau augnablik lýstu frá sér í hugskoti drengsins þegar þessi tilfinningalausi risi hafði komið til hans og þakkað honum fyrir eitthvað sem hann hafði vel gert. Eitt sinn voru þeir t. d. á leiðinni út í mýri að rista torf á fúlgu. Bóndinn þrammaði stórstígur yf- ir keldurnar spölkorn á undan og sveiflaði torfljánum í þykkri hendinni. Allt í einu nam hann staðar. Drengurinn hljóp til og sá að kind lá þar niðri í djúpu jarðfalli. Hún var brotin og mjög aðframkomin, augsýnilega búin að liggja þarna nokkur dægur. Hún var frá Gloppu. Bóndinu horfði í kringum sig sem snöggv- ast, sagði svo: Hér eru engir hest- ar. Þú verður að hlaupa í hend- ingskasti fram í Bakkasel og fá lónaða kindabyssuna. Þú ert létt- ur á þér. Drengurinn tók undir eins til fótanna. Aldrei hafði hann hlaup- ið annað eins; vindurinn vætti augun og svitinn rann úr hárinu niður yfir andlitið svo hann fór að svíða í augnakrókana. Blessuð kindin, tautaði hann í sífellu fyr- ir munni sér. Bóndinn í Bakkaseli var úti f skemmu þegar drengurinn kor.a moður og másandi beira í hlaðið. Hann tók bys-suna slrax upp úr kistu og n jkkur skot og fékk hcnum; og drengurinn aftur af stað. Leirsletturnar gengu yfir hann allan og bleytan sullaðist upp úr skónum. Tilsýndar sá hana húsbónda sinn sem stóð grafkyrr. Drengurinn hugsaði um það eitt að binda sem allra fyrst enda á kvalir skepnunnar og reyndi að herða meira og meira á sprett- inum. Kominn að niðurlotum rétti hann bóndanum byssuna og skotin og fleygði sér í þurra laut. Hann hlustaði á hann hlaða skot- færið og sá þegar hann smeygði sér niður í jarðfallið. Svo kvað við daufur hvellur og dynkur skömmu síðar þegar skrokkurirm skall niður á barminum. Hús- bóndinn kom, klappaði honum á öxlina og brosti svo skein í hvít- ar tennur og sagði: Ágætt. Svo héldu þeir heimleiðis rntð kindina. Þeir voru komnir með rekstur- inn upp á heiði. Nú fer þetta óðum að styttast, varð drengnum á að segja hálf- hátt; og hann rifjaði upp daginn þegar hann reið hér norður yfir síðastliðið vor. Hann var einn á ferð vestan frá Kotum. Flóinn norðan við Grjótána var iðja- grænn og hvít fífusund hér og hvar, engir fuglar. Upp yfir heið- arbrúnina fram undan risu dökk blá öxnadalsfjöllin og lágu sól- skinsblettir víða í klettunum. Hann lét hestinn fara fetið yfir skriðurnar. Á hægri hönd hvíldi þögul mýrin og þar rápaði stóð- ið. Það gljáði á stinna skrokk- ana í sólskininu, margar hryssur og folöld, og yfir hverjum lióp ríkti stoltur foli. Hrossin óðu í störinni. Hvílíkt áhyggjuleysi og frið- sæld, engir menn, hafði hann hugsað með sér, bara eigra svona um kyrrlátan afréttinn, háma í sig safarík grös, móka í hlýrri laut .... Nú heyrði hann suðið í Grjót- ánni. Æ, þá erum við að koma karl- inn minn, sagði hann í gælutón við hestinn og klappaði honum á hálsinn. Við rekum þau upp norðan ár- innar, kallaði húsbóndi hans þá með festu utan úr rökkrinu. Hvað skyldi hann nú hafa f huga, hugsaði drengurinn. Lík- lega ætlar hann að hafa vaðið fyrir neðan sig, reka stóðið svo langt að því gefist ekki tími til að rása aftur niður í dal fyrir göngur. Þreytan sótti æ fastar á hann, innan stundar gæti hann ekki lengur haldið sér vakandi. Þeir héldu áfram lengra og lengra, endalaus hófaslög í fjalls- hlíðinni, gelt, hnegg. Alltaf beið drengurinn eftir skipun frá hús- bónda sínum um að nema staðar og snúa við, þetta væri nóg. Nú fer hann ábyggilega að kalla, rétt strax kemur kallið, endurtók hann hvað eftir annað með hálflokuð augun. Og svo rann honum í brjóst. Hana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.