Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 1
20 síður •» Krúsjeff skrifar jafnaðarmönnum margra Evrópulancfa Segir Bandaríkin og Tyrkland undirhúa árásarstríð Tyrkir uggandi og saka kommúnista um stríðsógnanir Magnús Jónsson Útvarp frá Alþingi í kvöld í KVÖLD kl. 8,15 verður útvarp- að upphafi 1. umræðu um fjár- lagafrumvarpið. Eysteinn Jóns- son mun flytja framsöguræðu og jafnframt gera grein fyrir af- komu ríkissjóðs á sl. ári, Síðan tala fulltrúar annarra flokka en Framsóknarflokksins. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins tekur Magnús Jónsson, þingmað- ur Eyfirðinga, þátt í umræðunum. Talar hann síðastur af fulltrúum flokkanna. Fjármálaráðherra hef ur síðan rétt til að flytja stundar- fjórðungs ræðu í lok útvarps- tímans. Umræður eins og þær, sem fara fram í kvöld, hafa hingað til farið fram á öðrum tíma dags — laust eftir hádegi. Þeim er hagað þannig, að fjármálaráð- herra hefur ótakmarkaðan tíma í fyrri ræðu sinni, og hefur hún venjulega staðið um klst. Síð- an hafa fulltrúar flokkanna % klst. hver. Er því líklegt, að út- varpshlustendur fái að heyra í stjórnaliðum í 2 klst. og 3 stundar fjórðunga í kvöld, en ræðumað- ur Sjálfstæðisflokksins má ekki tala lengur en hálftíma. LONDON, 15. október. — Stjórnum jafnaðarmannaflokkanna í fjölmörgum Evrópulöndum hefur borizt bréf frá miðstjórn rúss- neska kommúnistaflokksins, undirritað af ritara flokksins, Nikita Krúsjeff. í bréfum sínum segir Krúsjeff, að friðaröflin verði að standa saman til þess að takast megi að varðveita friðinn í lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Sakar hann Bandaríkjamenn og Tyrki um að hyggja á vopnaða árás á hendur Sýrlendingum. Slíkar fyrirætlanir verði að stöðva. Friðarsinnar verði að láta til sín taka. — Á sama tíma og skýrt var frá því, að slík bréf hefðu borizt stjórnum jafnaðarmannaflokkanna í V-Þýzkalandi, Noregi, Danmörku, Frakklandi, ftalíu, Belgíu, Hollandi og Bretlandi, af- henti fulltrúi Tyrklands hjá S. Þ. aðalritara samtakanna, Dag Hammarskjöld, orðsendingu tyrknesku stjórnarinnar þess efnis, að liún væri mjög uggandi vegna liðssafnaðarins í Sýrlandi, við Ianda mæri Tyrklands. Tilkoma egypzka herliðsins hefði ekki orðið til þess að bæta horfurnar nema síður væri. í bréfum sínum segir Krúsjeff , um það hvernig bezt verið komið nánar tiltekið, að nýlenduveldin I í veg fyrir að fyrirætlanir heims- ætli sér að reyna að hneppa valdasinnanna nái fram að ganga. Arabaríkin í þrælafjötra á nýjan Ráðstjórnin muni taka allar slík- leik. Sýrlandi, Egyptalandi og ar tillögur til náinnar athugun- öðrum löndum sé nú mikil hætta ar og styðja hverja þá tilraun, búin vegna áforma heimsvalda- sinnanna. Bandarísku olíufélögin séu verkfæri þessara afla og Arabaþjóðunum stafi mikil hætta af þessum félögum. Sú staðreynd, að Atlantshafsbandalagsríkin Bandaríkin og Tyrkland hyggi á árásarstríð á hendur Sýrlandi stofni öllum löndum heims í hættu, jafnvel hinum fjarlæg- ustu — svo sem Noregi o. fl. löndum, því að ekkert sé líklegra en að þjóðirnar (allra þeirra landa, sem bréfin voru send til) berist inn í styrjaldarátökm gegn vilja sínum. í bréfunum eru stjórnir jafn- aðarmannaflokkanna kvattar til þess að koma fram með tillögur Mykle sakaður um ritstuld Er9í!Sangen om den röde rubiri44 samin eftir bandarískri fyrirmynd ? sem gerð verði til þess að koll- varpa áformum illvirkjanna. —o— Mbl. snéri sér í gærkvöldi til formanns Alþýðuflokksins, Emils Jónssonar, og innti hann eftir því hvort Alþýðu- flokknum hefði borizt svip- að bréf frá miðstjórn rúss- neska kommúnistaflokksins. Kvað formaður nei við. —o— í orðsendingu tyrknesku stjórn arinnar til Hammarskjölds segir, að alger ósannindi séu, að Tyrkir KAUPMANNAHÖFN, 15. okt. — Því hefur nú verið dróttað að Agnar Mykle, að hin umdeilda saga hans, „Sangen um den röde rubin“ sé að meira eða minna leyti ritstuldur. Mál þetta hefur vakið feikilega athygli í Noregi — og þykir nú mörgum sem gam- anið fari alvarlega að grána — fyrir Mykle. Hann er nú í London og hefur enn sem komið er ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Það var bókmenntaáhugamað- ur, Arne Omvik, sem leiddi at- hygli manna fyrst að þessu í „Morgenbladet“. Kvað hann bók Mykle svipa mjög til verka bandaríska rithöfundarins Thom- as Wolfe. Síðan hafa fleiri blöð tekið mál ið til umræðu og hefur verið gerð ur samanburður á verkum banda ríska skáldsins og bók Mykle. Söguþráðurinn er sagður minna mjög á verk Thomas Wolfe og jafnvel hafa fundizt setningar, sem gætu verið teknar frá Bandarikjamanninum, því að þar er um hliðstæður að ræða. Norsk- ur blaðamaður, sem ásamt öðr- um hefir ritað um þetta mál, gen ir t. d. einn samanburð: Wolfe skrifar: „Hvert andartak er ávöxtur 40,000 ára. Dagurinn líður áfram mínútu eftir mínútu eins og flugur, sem fljúga suð- andi heim til að deyja, og hver mínúta er eins og gluggi út i Framh. á bls. 19 Droltmng; fer til Bnndaríkíamia í dag OTTAWA, 15. okt. — Elísabetu Englandsdrottningu og Filip prins hefur verið tekið með kost- um og kynjum í Kanada. í fyrra- málið halda þau flugleiðis til Bandaríkjanna. Munu þau koma við í Jamestown og Williamsburg og verða þar viðstödd minningar athöfn um komu fyrstu brezku landnemanna vestur um haf. Þaðan munu þau fljúga til Was- hington til fundar við Eisen- hower forseta. búist til árásar á Sýrlendinga. Jafnframt sé það hreinn upp- spuni, að tyrkneskir landamæra- verðir hafi verið uppvöðslusam- ir við landamærin og hafið skot- hríð á sýrlenzka hermenn. Þá sé það og hreinn uppspuni, að tyrk- neskar herflugvélar hafi flogið inn yfir sýrlenzkt land, eins og sýrlenzka stjórnin hefur gefið i skyn. Allar hernaðarlegar fram- kvæmdir á tyrkneskri grund séu innanríkismál Tyrklands — og engum þjóðum stafi hætta af þeim. Ástandið sé nú ískyggilegt og Rússar hafi gert allt, sem þeirra valdi hefur staðið, til að auka viðsjárnar. Verður hægt að skipta um hjarta oj» lungu? ATLANTIC CITY, 15. okt. — Tveir bandarískir vísindamenn skýrðu frá því í dag, að þeir væru komnir langt með að fullkomna aðferð til þess að skipta um lungu og hjarta í lif- andi verum. Tilraunir þeirra og rannsóknir miða að því, að hægt sé að taka lungu og hjarta úr látnum og geyma síðan í frysti. Síðan, ef slys eða eitthvað annað það ber að höndum, sem veldur sköddun á þessum aðallíffærum — á að verða hægt að fjarlægja sködduðu líffærin og græða ný í þeirra stað. Segjast vísinda- mennirnir hafa gert margar til- raunir á dýrum — og hafi þær tilraunir gefið góða raun. Pinay vongóður um stjórnarmyndun Inflúenzan LONDON, 15. okt. — Inflú- enzan breiðist nú ört út um Evrópu. í mörgum löndum horfir til vandræðaástands. Fjölda skóla hefur verið lok- að, samgöngur hafa lamazt og dregið hefur úr iðnaðarfram- leiðslu vegna veikindanna. PARÍS 15. október — Pinay, sem er úr hópi franskra íhaldsmanna, gerir nú tilraun til þess að mynda ríkisstjórn, sem yrði hin 24. í röðinni í Frakklandi síðan styrj- öldinni laúk. Kvaðst hann ekki geta sagt með vissu hvort honum mundi takast að mynda stjórn fyrr en annað kvöld. Hann mundi ekki renna á vaðið í fylkingar- brjósti nýrrar stjórnar nema að hann hefði tryggt það, að sú stjórn yrði samtaka, enginn ágreiningur væri innan hennar um lausn höfuðvandamálanna. Pinay lét og svo um mælt, að Alsírmálið yrði á dagskrá hinnar nýju stjórnar. Hann hefði ein- sett sér að bægja kommúnisman- um frá yfirráðasvæðum Frakka í Afríku, sem væru óaðskiljan- legur hluti Frakklands. Talið er, að hann muni strax bera fram frumvarp um takmarkaða sjálf- stjórn Alsír, ef honum tekst að mynda stjórn. Franskir sósíalistar hafa ákveð ið að ganga ekki til stjórnar- samstarfs við Pinay, en bíða hins vegar átekta og taka enga ákveðna afstöðu til tilrauna hans að sinni. Miklar líkur eru taldar á því, að Pinay takist að mynda stjórn — sérstaklega þar eð sósíalistar hafa ekki tekið ákveðna afstöðu gegn honum. Getur fallið þá og þe^ar LONDON, 15. okt. — Rússneski gervihnötturinn sást sex sinnum frá Bretlandi sl. nótt. Brezkir sérfræðingar eru þeirrar skoðun- ar, að hnötturinn geti haldið á- fram hringferðinni í nokkrar vikur, en sennilegt sé, að rakett- an falli til jarðar þá og þegar. Sást hún í Bretlandi með berum augum einu sinni sl. nótt. Árökstólum WASHINGTON, 15. okt. — Eisen hower Bandaríkjaforseti hélt í dag fund með fremstu vísinda- mönnum á sviði eldflaugatækni í Hvíta húsinu. BlaðafuIItrúi for- setans lagði á það áherzlu, er hann ræddi við blaðamenn, að fundur þessi hafi verið ákveðinn áður en Rússar skutu gervihnett- inum út fyrir gufuhvolfið. Brezku konungshjónin, Elísabet drottning og Filippus hertogi, eru nú í opinberri lieimsókn I Vesturálfu. Mynd þessi var tekin af þeim ásamt börnum þeirra tveim í garðinum við Bucking ham Palace, rétt áður en þau lögðu af stað í förina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.