Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1957, Blaðsíða 3
SMSTEIM Miðvikudagur 16. okt. 1957 MORCVTSBlAÐIÐ Héraðsfundur Yeshir-Skaftafelb blaðateiknari H. Bendix teiknar mynd af Páli ísólfssyni „Jag álsker fáster“, af H. K. L. eftir — Teikning H. Bendix. amerísk, að það er nauðsynlegt að fara vestur um haf til að kynnast einhverju öðru. — En hvað um ísland í þessu sambandi? Nú komið þér hingað í fyrsta sinn. — Já, það er rétt. Mér þykir ekki gæta ýkjamikilla banda- Danskur blaðateiknari í heimsókn hér á landi Hans Bendix kann ekki að mefa íslenzka vafnið EINN þekktasti blaðateikn- ari Dana, Hans Bendix, dvald- ist hér á landi yfir helgina, ásamt konu sinni. Þau voru á leið til Bandaríkjanna, en ákváðu að koma hér við og skoða sig dálítið um á Sögu- eyjunni. itans Bendix teiknaði nokkrar myndir hér á landi og hyggst nota þær í kjallara- grein, sem hann skrifar um íslandsdvöl sína í Politiken. Er hann vinsæll „króníku- höfundur“ og ekki að efa, að íslandslýsing hans verði góð landkynning, eins og það er kallað. — Bendix sagði > stuttu rabbi við blaðamann Mbl., að hann saknaði teiknimyndanna í íslenzkum dagblöðum. í Danmörku væru þær mjög snar þáttur af blaðamennskunni og ákaflega vinsælar. Þær eru yfirleitt persónulegri en fréttamynd- irnar og góður teiknari get- ur dregið upp skemmtilega svipmynd, hvar sem geirinn gellur, sagði hann ennfremur. Auk þess hefur fólk meiri á- huga á því, sem mannshönd- in vinnur en myndavélin, þótt góð sé. Síðan barst talið að Islands- förinni. Bendix sagði, að vinur sinn og skólabróðir, Kaj Lang- vad verkfræðingur, hefði hvatt sig eindregið til að heimsækja ísland og hefði þeim hjónum lit- izt vel á þá uppástungu hans. — Eg hef farið dálítið um bæ- inn og austur fyrir fjall og teikn- að ýmislegt sem fyrir augun hef- ur borið, svo sem Dómkirkjuna í Reykjavík, hesta á beit í Þing- vallasveit og hús Laxness, svo að minnzt sé á nokkur viðfangsefni. Eitthvað af þessum myndum birtist svo í grem minni í Poli- tiken. Annars erum við hjón á leið til Bandaríkjanna. Við vor- um þar í fimm ár í stríðinu, en nú komum við ekki sem flótta- menn, heldur ferðamenn. Eg fer ekki þangað til að þéna peninga, þótt ótrúlegt sé, — það getur nefnilega verið gaman að kynn- ast því, hvernig er að dveljast í Bandaríkjunum án þess að vera í fjármálahugleiðingum. — Annars er Evrópa orðin svo og sýnir honum síðan árangurinn. — (Ljósm. G. Rúnar) rískra áhrifa hér á landi, en þó er eins og þau séu að byrja. — ísland er frábrugðið öllum öðr- um löndum sem ég hef séð, nátt- úran fjölbreytileg og magnan í lofti. Eg get vel skilið, að hér hafi verið gott að skrifa sögur. Eg hef byrjað hér á minni litlu „sögu“, sem á að birtast neðan- máls í Politiken. Eg get látið yður fá handritið strax, ef þér viljið. Eitt handrit frá Danmörku, góð byrjun. En ég veit ekki, hve lengi þið mynduð láta ykkur það lynda, sennilegá ekki mjög lengi! — Já, við vorum að tala um landið. íslenzk náttúra er ákaf- lega sérstæð og einkargóður efniviður fyrir landslagsmálara ykkar. Eg þekki Ásgrím og Jón Stefánsson, þeir eru stórkostleg- ir málarar og kunna að nota liti landsins. En Kjarval þekki ég ekki. Það er kannske bezt, mér er nefnilega sagt, að hann vilji ekki þekkja útlendinga. Hann um það. í framhaldi af náttúruum- ræðunum fórum við að ræða um íslenzka vatnið. Frúin sagði, að það væri mjög gott, en Bendix gretti sig, um leið og hann sagði: — Já, Jón Stefánsson hefur sagt mér, að hér sé gott vatn. Ég | veit það ekki, hef engan áhuga ! á að vita það. Eg drekk ekki vatn, ef ég kemst hjá því — Og íslenzki bjórinn, uss .... Á náttborðinu stóð flaska með mynd af hvítum hesti. prófaslsdæmis KIRK JUBÆJ ARKL AUSTRI, 14. okt. — Síðastliðinn sunnudag var héraðsfundur Vestur-Skaftafells- prófastsdæmi haldinn í Litla- Hvammi í Mýrdal. Guðsþjónusta fór fram í Skeiðflatarkirkju, önn uðust hana þeir séra Vaigeir Helgason í Ásum og prófasturinn séra Gísli Brynjólfsson. í upphafi fundarins flutti pró- fastur yfirlit um störf kirkjunnar í prófastsdæminu á sl. ári. En að því loknu flutti Eyjólfur Eyjólfs- son frá Hnausum í Meðallandi erindi fyrir fundarmenn og kirkju gesti er hann nefndi „Minningar um séra Sigurð Sigurðsson í Hlíð í Skaftártungu". Fundurinn fjallaði um hin venjulegu héraðsmál, kirkjureikn inga og fleira og samþykkti auk þess tillögu um Skálholt, sem birt verður annars staðar. Samtímis héraðsfundinum var haldinn aðalfundur kirkjukóra- sambands Vestur-’Skaftafells- sýslu. Var á báðum fundunum samþykkt tillaga um það, að hald inn verði almennur kirkjudagur í héraðinu næsta sumar. Formað- ur kirkjukórasambandsins er Ósk ar Jónsson, bókari í Vík í Mýrdal. Fundarmenn nutu mikillar gest- risni hjá húsbændunum í Litla- Hvammi þeim Ástríði Stefáns- dóttur og Sigurði Gunnarssyni oddvita. — Fréttaritari. A að byggja yfir handrilin í Skáiholti! KIRKJUBÆARKLAUSTRI, 14. okt. — í Skálholti fer nú fram uppbygging staðarins eins og al- þjóð er kunnugt. En hvaða stofn- un eða starfsemi á að hafa par aðsetur í framtíðinni? Þeirri spurningu er í raun og veru ósvar að enn. Tillaga hefur komið fram um það, að gera Skálholt að biskupssetri á ný, en ekki hefur hún fengið almennt fylgi. Telja margir fjarstæðu að biskup lands ins sitji annars staðar en í Reykja vík. í þá átt fer tillaga sem sam- þykkt var á héraðsfundi Vestur- Skaftafellsprófastsdæmis og getið er annars staðar í blaðinu. Hins vegar setur fundurinn fram skoð- un sína á því hvaða hlutverki hið endurreista Skálholt á að gegna. Tillagan sem samþykkt var er svohljóðandi: Héraðsfundur Vestur-Skafta- fellsprófastsdæmis, 1957 telur ekki koma til mála, að biskup íslands hafi búsetu í Skálholti. Hins vegar ber að gera Skálholt að miðstöð kirkjulegra og þjóð- legra mennta með því, 1. að þar verði sköpuð aðstaða til kirkjulegrar starfsemi og fundahalda; 2. að þar verði reist bygging yfir íslenzku fornhandritin. — Fréttantari. Nýr bátur til Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI. — Aðfaranótt sunnudagsins kom hingað nýr bátur, sem fshús Hafnarfjarðar hefir keypt frá Austur-Þýzka- landi. Hefir verið samið um kaup á 5 slíkum bátum fyrri íslend- inga, og er einn þeirra, Húni, auk Álftaness, en svo heitir hinn nýi bátur. kominn til landsins. Álaftanes er smíðað ef tir teikn- ingu Hjálmars R. Bárðarsonar og er 75 tonn, 23 m langur, 5,60 á breidd og dýptin er 2,78 m. Aðal- vélin er 280 hö. af MWM gerð. Á bátnum eru vökva-, tog- og línuvindur. Þá er hann og bú- inn öllum helztu öryggistækjum, svo sem ratsjá og dýptarmæli. Rafmagnshitun er í öllu skipinu og einnig er eldað við rafmagn. íbúðir áhafnar eru í lúkar og káetu, en íbúð skipstjóra er fyrir aftan stjórnpall. Mælir, sem sýn- ir halla skipsins, er í brúnni, og er það alger nýjung. Álftanes fékk vont veður á leið inni heim, en reyndist hið bezta sjóskip. Skipstjóri er Guðmund- ur Ársæll Guðmundsson. — Verður báturinn gerður út á rek- net núna fyrst um sinn. — G. E. „Tannhvöss tengda- mamma” sýnd í 70. sinn „TANNHVÖSS tengdamamma“ verður sýnd í 70 sinn í kvöld. Leikurinn var tekinn upp i Iðnó í haust að nýju, eins og kunnugt er, og heíur verið húsfyllir á öllum sýningum. Leikfélagið hefur sýnt fá leikrit, sem hafa hlotið meiri aðsókn en „Tengda- mamma“ — og má geta þess, að „Kjarnorka og kvenhylli*', sem hlaut mjög góða aðsókn, eins og kunnugt er, var sýnt 71 sinni. Sýningum á „Tannhvassri tengdamömmu" lýkur nú serm, því að Leikfélagið er í þann veg- inn að hefja sýningar á öðru leik- riti. Valur í vígahug NOKKRIR starfsmenn rannsókn- arlögreglunnar sáu í fyrradag hvar fálki kom fljúgandi inn yfir Tjörnina. Var eins og mink- ur hefði birzt í Tjarnar- hólmanum, sem var grár af hettu mávi, hólminn tæmdist á svip- stundu og komst brátt allt fugla- lífið í uppnám á Tjörninni. Fálk- inn var með fugl í klónum, en missti hann ofan í tjörnina. — Hann gat ekki náð fuglinum upp aftur. Þá renndi hann sér nokkru síðar á hettumáv, sem var á sundi og laust hann banahöggi, en tókst ekki að ná honum upp, og líklega hefur komið að honum styggð, því hann flaug á brott rétt á eftir. PARÍS, 15. okt. — Hluthafar í Súez-skurðarfélaginu gamla komu saman í París í dag og gerðu samþykkt þess efnis, að starfsemi félagsins skyldi færð út og aðaláherzlan lögð á starf- rækslu fjármála og iðnaðarstofn- ana. Gjaldeyrisskortnr — vöruskortur Þegar Hræðslubandalagið gaf út stefnuskrána hinn 19. apríl í fyrra um „alhliða viðreisn efna- hagslífsins“ var því lýst hvernig ástandið væri þá og var það mál- að með eins svörtum litum og unnt var og víða ýkt. Síðan komu svo loforðin um úrbætur á þessu hörmungarástandi. Ein klausan í Hræðslubanda- lagsskránni var á þessa leið: „Skortur er á gjaldeyri til kaupa á brýnustu nauðsynjum“. Þenn- an skort átti auðvitað að afnema. En rösku ári eftir að V-stjórnin er búin að sitja að völdum, er svo komið að daglega berast fréttir af vöruskorti, sem stafar af gjald eyrisþurrð. í gær voru birtar fregnir um að til stórvandræða horfði, vegna þess að efni til raf lagna væri ekki fáanlegt. Það stafaði af tregðu hjá gjaldeyris- yfirvöldunum að veita leyfi en sú tregða stafar aftur af gjaldeyris- skorti. Sama var um rúðugler. Vegna skorts á gjaldeyri er ekki hægt að gera hús fokheld fyrir veturinn. Þetta eru aðeins fá dæmi af mörgum. Hærri styrkir — hærra verðlag f hræðslubandalagsskránni sagði ennfremur: „Höfuðatvinnuveg- um landsins er haldið uppi með beinum styrkjum af opinberu fé og gífurlegu álagi á neyzluvör- ur almennings“. Það var eitt af höfuðloforðum núverandi ríkis- stjórnar að afnema þetta ástand. En aðeins fáum mánuðum eftir valdatökuna var styrkjakerfið fært meira út en nokkru sinni áður og það var gert með því að bæta enn ofan á hið „gífur- lega álag á neyzluvörur almenn- ings“. Jólagjöfin fræga var að miklum hluta skattar á vörur, sem almenningur notar. Stefnan hefur verið sú að halda verðlagi á vísitöluvörum niðri með öllum hugsanlegum ráðum, en velta byrðinni yfir á almenning í stór- hækkuðu verðlagi á öðrum vör- um. Atvinnuvegirnir hafa sokk- ið dýpra og dýpra niður í „styrkjafenið“ og almenningur orðið að borga hærra verð fyrir hinar margvíslegustu nota- og neyzluvörur. Ríkisstjórnin er nú situr hefur hækkað skatta, hækk- að verðlag og hækkað styrki í meira mæli en áður hefur þekkst Ferill ríkisstjórnarinnar í verð- lagsmálunum er ekkcrt annað en svik við hin stóru loforð fyrir kosningarnar. Það finnur ai- menningur á sjálfum sér. „Römmustu gjaldeyris- höft“ í loforðaskrá Hræðslubanda- bandalagsins sagði ennfremur: „Þjóðin býr við römmustu gjald- eyrishöft, þótt frelsi sé í orði“. Því var lofað að frelsi skyldi verða meira en í orði, þegar bandalagið sæla kæmi til valda. Reyndin hefur orðið sú, að gjald- eyrishöftin hafa orðið enn „ramm ari“ en þekkst hefur hér um langa hríð. Hér er því allt á eina bók lært, hærri styrkir, hærra verðlag, meiri vöruskortur og meiri höft en var áður en V-stjórnin sett- ist að völdum. Hræðslubandalagsskráin er fróðlegt plagg. Þar er gerð eins konar úttekt á búskap okkar — sú eina, sem stjórnin hefur gert — og lofað að bæta úr. Útkom- an hefur svo orðið tóm svik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.