Morgunblaðið - 24.03.1959, Page 1

Morgunblaðið - 24.03.1959, Page 1
14 stfnr Fundum Eisenhowers og Maemillans lokiö: Fallizt á reglubundna ríkisleiðtoga- fundi ef árangur verður af fundinum i sumar WASHINGTON og LONDON 23. marz. — Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að þeir Eisenhower og Macmill- an hafi komizt að samkomu-, lagi um það, að vænlegt gæti orðið að koma á ríkisleiðtoga-1 fundum reglulega á hálfs árs fresti, ef fundurinn með Krúsjeff í sumar hæri ein- hvern árangur. Það mun því Ijóst, að fullt samkomulag I hefur náðst með leiðtogunum um að bjóða Krúsjeff til fundar að loknum utanríkis- ráðherrafundi Austurs og Vesturs. ★ Jafnframt munu leiðtogarnir hafa náð samkomulagi um það að efna beri til utanríkisráðherra- fundar austurs og vesturs í maí- mánuði nk., og mun 11. maí hafa verið nefndur í því sambandi. Þá munu þeir Eisenhower og Mac- millan hafa verið sammála um það, að ekki væri að svo stöddu að ákveða fundardag ríkisleið- toganna enda þótt fundir utan- ríkisráðherra og ríkisleiðtoganna verði nátengdir að þeirra áliti. Þá mun júlí eða ágúst hafa ver- ið nefndir sem heppilegasti tim- inn tU ríkisleiðtogafundar — og þykir eðlilegt, að fulltrúar aust- urs og vesturs noti tímann frá lokum utanríkisráðherrafundar- ins til viðræðna og undirbúnings að þeim tíðarL ★ Macmillan og Eisenhower ræddust við í dag í Washington. Var einkum rætt um verzlunar- mál og vaxandi veldi kommún- istaríkjanna í viðskiptaheimin- inum. Macmillan, Lloyd utanrík- jsráðherra og annað fylgdarlið for sætisráðherrans heldur heimleið- is með Comet-þotu í fyrramálið. ★ Þeir Eisenhower og Macmillan hafa gengið sameiginlega frá upp kasti að svari til Ráðstjórnar- innar og munu aðalatriði svars- ins vera þau, sem frá var greint að framan um hugsanlega fundi austurs og vesturs. Frönsku stjórn inni og þeirri v-þýsku voru af- hent uppköst þessi í dag — og munu þau verða rædd í fastaráði Atlantshafsbandalagsins í miðri vikunni. Er þess vænzt, að bandalags- ríkin fallizt á samkomulag þeirra leiðtoganna — og mun svarorð- sendingin þá væntanlega verða afhent í Moskvu í byrjun næstu viku. Allslierjar uppreisn WASHINGTON, 23. marz. — Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í dag, að ráðuneytinu hefðu borizt gögn sem sönnuðu það, að í Tíbet hefði brotizt út allsherjar uppreisn gegn kúgunarstjórn kínverskra kommúnista. Myndin var tekin í Walter Reed-sjúkrahúsinu í Washington, er þeir Macmillan og Selwyn Lloyd heimsóttu Dulles ásamt Eisenhower skömmu eftir að brezku gestirnir komu til Washington. Myndin, sem hangir á veggnum ofan við þá Eisenhower og Macmillan er af Churchill. Kommunistum hefur ekki tekist crð kúga Tibetbúa: Ætla oð flytja inn Kínverja þar til T íbetbúar verda í minnihluta NÝJU DEHLI, 23. marz. — Einu heimildirnar um átökin, sem að undanförnu hafa átt sér stað milli kínverskra kommúnistahcrja og Tíbet- búa í Lhasa, hafa borizt um ioftskey tastöð indverska sendi ráðsins í hinni tíbetsku höf- uðborg. Þetta er og eina þráð- lausa sambandið, sem Tíbet hefur við land utan járntjalds ins. —• ★ Nehru skýrði svo frá í indverska þinginu í dag, að foringjar kin- verskra kommúnista í Lhasa hafi beðið indverska sendiherrann þar að flytja sendiráðsfólk og allt þeirra skyldulið úr sendiráðsbú- staðnum í stjórnarbyggingu hinna kínversku í Lhasa. Kiínverjar gáfu þá ástæðu, að þannig væri betra að verja Indverjana gegn ónotum af ábökum þeim, sem verið hafa í borginni. Enda þótt indverska sendiráðið hafi orðið fyrir nokkrum hvssu- skolum hafnaði sendiherrann. — Honum var fyrst og fremst urn- hugað um að niissu ekki loft- skeytastöð sína — og vildi því ekki hreyfa sig. ★ Nehru upplýsti og, að hin vopn- uðu átök í Lhasa hefðu hafizt h. 20. þ. m. Tvisvar áður hafði mik- ill f jöldi tíbetskra kvenna safnazt saman utan við sendiráð Indverja þar. Höfðu fulltrúar kvenna gengið á fund sendiherrans og beðið hann að koma með og vera vitni að kröfum, sem bomar yrðu fram við foringja kínverskra bommúnista um réttarbætur. Voru þessar kröfur í sambandi við orðróm, sem gekk um borgina Beirut, 23. marz. — Það er haft fyrir satt, að Shehab, forseti Libanons, hafi stungið upp á þvá við Nasser, að Libanon gengi í Arabíska sambandslýðveldið á svipaðun hátt og Yemen, þ. e. land ið héldi stjórnarfurslegu og efna- hagslegu sjálfstæði gagnvart sam- bandslýðveldinu, en styrkti alla sumvinnu við Arabíska sumbands- lýðveldið. Mun Sliehab óttast þess efnis, að Dalai Lama væri hætta búin. Neitaði sendiherrann og kvaðst ekki geta blandað sér í innanríkismálefni Tíbets. ★ Nehru var þungorður í garð kínverskra kommúnista, enda þótt hann segði Indverja ekki mundu hafa afskipti af innan- ríkismálum Kína né Tíbets. En vegna fornra menningartengsla væri Indverjum sári um það hvernig kínverskir kommúnist- ar hefðu leikið hina friðsömu Tíbetbúa. Kvað hann hegðun Framh. á bls. 23 mjöð ágang kommúnista. Uppreisn in í Irak er sögð hafa haft mikil áhrif á liann, svo og hin ótvíræða stefna Nassers gagnvart kommún- istum. Lögð er áherzla á það í fregn- inni, að það hafi verið Shehab, en ekki Nasser, sem átti uppá- stunguna — og þeir muni eiga fund um málið einhvern daginn í vikunni. Líbanon í Arabíska sambandslýðveldið? Ráðherra- fundur í Washington LONDON, 23. marz. — Það var tilkynnt í dag, að utan- ríkisráðherrar Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og V-Þýzkalands mundu koma saman í Washington 3L marz og 1. apríl til þess að skiptast á skoðunum til und- irbúnings hugsanlegum funda höldum við leiðtoga Ráð- stjórnarinnar. Ekki er vitað hvort Dulles muni sitja fund- inn fyrir hönd Bandaríkjanna. ★ I opinberri tilkynningu þar að lútandi í dag sagði, að þessi fjór- veldi teldu sig bera ábyrgð á Þýzkalandsmálunum öðrum Vest urveldum fremur. Þessi vænt- anlegi fundur mundi gefa utan- ríkisráðherrunum gott tækifæri til þess að skiptast á skoðunum og efla gagnkvæman skilning. Gefið var í skyn, að fyrirhugað- ur væri utanríkisráðherrafundur Bretlands, Bandaríkjanna, Frakk lands og Ráðstjórnarríkjanna. ★ Talsmaður pólsku stjórnarinn- ar lýsti því yfir í dag, að það yrði hin mesta móðgun fyrir land sitt, ef því yrði ekki boðið að senda utanríkisráðherra sinn á þennan fyrirhugaða fund. Þjóð- verjar hefðu engum valdið jafn- miklum búsifjum og einmitt Pól- verjum og Tékkum. ★ I kjölfar Washingtonfundar utanrikisráðherra Vesturveld- anna kemur utanríkisráðherra- fundur Atlantshafsbandalagsins í Washington — og mun á þessum fundi einkum minnzt 10 ára af- mælis bandalagsins, en stofn- skráin var undirrituð í Washing- ton 4. apríl 1949. Mikil hátíða- höld verða í því tilefni og verða aðalræðumenn afmælishátíðar- innar þeir Norstad, yfirhershöfð- ingi bandalagsins, Paul-Henri- Spaak, framkvæmdastjóri þess og Luns, forseti N-Atlantshafs- ráðsins og utanríkisráðherra Hol- Iands. 156 gefast upp ALSÍR, 23. marz. — Á laugar- daginn gáfu 156 upprei snarmenn sig fram við frönsku herstjóra- ina. Frakkar hvetja uppreisnar- menn nú óspart tái þess að gefa sig fram og nota griðaboð <W Gaulles. ★ ------------------------Ar Þriðjudagur 24. mara. Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Stjórnmálaskóla Varðar slitið. — 6: Af sjónarhóli sveitamanns. Þórbergur þakkar grínið. — 8: Ályktun landsfundar I sjávar- útvegsmálum. — 10: Bókaþáttur — Ferðin fil tunglg- ins. —- 12: Forystugreinin: „Illutfallskosn- ingar eiga miklu fylgi að fagna innan Framsóknar“ Krónprinsinn ýtir við erfðavenj unum. (Utan úr heimi). — 13: Við viljum leiðrétta ranglætl sem er hættulegt lýðræði og þingræði í landinu. — (Ræða Jóhanns Hafstein á landsfund- inum. — 22: íþróttafréttir. ★ ------------------------★

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.