Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 24
VEDRIÐ Allhvass SA rigning er á daginn líður. 69. tbl. — Þriðjudagur 24. marz 9 KJÖRDÆMAMÁLIÐ Kæða Jólianns Hafstein á lauds- fundinum. — Sjá bls. 12. Beið bana er spreng ing varð í olíutunnu Óhugnanlegt slys á Sandbrekku i Hjaltastaðaþingá EGILSSTÖÐUM, 23. marz. — Það hrmulega slys varð að Sand- brekku í Hjaltastaðahreppi í gær, að ungur maður, Hreinn Þor- steinsson, beið bana af völdum sprengingar. — Hreinn var 24 ára gamall, sonur Þorsteins Sig- fússonar, bónda og hreppstjóra að Sandbrekku, og konu hans, Ingibjargar Geirmundsdóttur. Slysasöfnunin hjáMbl. Tildrög slyssins eru þessi, eftir því sem næst verSur komizt: í byggingu, sem er áföst við íbúð- arhúsið á Sandbrekku, stóð tóm steinolíutunna. Fór Hreinn þang- að inn, einhverra erinda, og með honum lítill drengur, frændi hans. — Þykir líklegast, að Hreinn hafi kveikt sér í pípu eft- ir að han kom inn 1 viðbygging- una og þá staðið það nálægt olíu- tunnunni, að neisti hafi hrotið að sponsgati hennar með þeim af- leiðingum, að sprenging varð. — Sprakk botnin úr tunnunni og lenti á Hreini. Beið hann þegar bana af. — Litla drenginn, sem með honum var, sakaði hins veg- ar ekki. FRAMLÖG í sjóslysasöfnunina berast enn daglega til Morgun- blaðsins, þótt raunar sé nú nokk- uð tekið að draga úr gjafastraumn ma. — Á þeim mánuði, sem söfn- unin hefur staðið, hefir Mbl. bor • izt tæp 1.154.000 kr. Við sprenginguna brotnuðu all ar rúður í þessari viðbyggingu, en hvellurinn var svo mikill, að hann heyrðist greinilega að Þórs- nesi, sem er næsti bær við Sand- brekku — í 2—3 kílómetra fjar- lægð. — A. B. Húsið fuðraði upp á örskammri stund Björgunarbátar tyrir 300 manns á Heklu t gær voru settir um borð í strandferðaskipið Heklu gúmmíbjörgunarbátar, sem rúma alls 300 manns. Er hér um að ræða 15 slíka báta, sem hver um sig ber 20 manns. Hér sjást bátainir í fiberhylkjunum á „Sprengisandi“ við hliðina á strandferðaskipinu. Esja er með jafnmargs gúmmíbjörgunarbáta. Þá eru „breiðarnar“ með einn 20 manna gúmmíbát og tvo 10 manna báta og loks er olíuskipið Þyrill með tvo 10 manna báta. Þessar stórauknu öryggisráðstafanir á skip- um Skipaútgerðar ríkisins kosta fyrirtækið hartnær eina miljón kr. Næsta ferð Heklu er vestur um land til Akureyrar á miðvikudagskvöldið og mun skipið verða fullskipað farþegum og vel það ef að líkum lætur. Munu flestir farþeganna fara til Isafjarðar. (Ljósm. Mbl. ÓL K. M.) GRUNDARFIRÐI, 23. marz. — Um kl. 5 f dag varð þess vart, að komið hafði upp eldur í íbúð- arhúsi hér í Grundarfirði, og brann það til kaldra kola á skammri stundu. Hér var um að ræða lítið einnar hæðar timbur- hús, sem stóð hér ofarlega í kaup túninu. Þar átti heima einhleyp- ur maður, Sigvaldi Bjarnason að nafni, en hann var að heiman, er eldurinn kom upp. Það voru verkamenn, er voru að vinnu niðri við höfn, sem fyrstir sáu, hvar reyk mikinn lagði upp af húsinu og eldtungur teygðu sig út um glugga. — Brá fólk skjótt við og þusti til bjarg- ar, en það var um seinan. Húsið var þegar alelda, svo engum vörn um varð við komið; talsverður Leiksýning VALDASTÖÐUM, 22. marz. — I dag var sýnt í Félagsgarði leik- ritið „Köld eru kvennaráð“. Var það leikflokkur úr Mosfellssveit, sem sýndi þetta leikrit, og má segja, að það hafi tekizt með ágætum. Var leikfólki fagnað með dynjandi og verðugu lófa- taki. Sýningin var vel sótt. Hafi leikflokkur þessi beztu þakkir fyrir komuna. — St. G. stormur var og af suðri, sem æsti eldinn mjög, svo að hann vann á hinu litla timburhúsi á ör- skammri stund. Húsið var vátryggt, en innbú ekki, og hefur því Sigvaldi orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. — Allar líkur eru taldar til þess, að kvikn að hafi í út frá kolakyntri elda- vél, sem Sigvaldi notaði jöfnum höndum ti matseldar og upphit- unar. — E. M. Verkfallinu hjá SAS lokið STOKKHÓLMI, 23. marz. — Verk falli sænsku flugliðanna 605 hjá SAS er lokið. Gengið hefur ver- ið að miðlunartillögu og er þess vænzt, að flugferðir félagsins verði komnar í samt lagt innan tveggja vikna. Björguðust til lands á gúmbáti Vb. Fram strandaði við Grindavík í gœrkvöldi LAUST eftir kl. 9 í gærkvöldi strandaði vélbáturinn Fram frá Hafnarfirði í brimi og stormi, rétt við innsiglinguna til Grinda- víkur. — Á honum var 11 manna áhöfn, og björguðust allir menn- irnir í land í gúmmíbáti. — Munu flestir skipbrotsmannanna hafa komið til Hafnarfjarðar laust eft- ir miðnætti í gærkvöldi. ★ I gærkvöldi var með öllu óvíst um örlög Fram, en mikið brim var þá í Grindavík. — Báturinn var á leið inn til Grindavíkur, Nýtt verndarsvœði tog- aranna út af Aðalvík EINS og kunnugt er hafa brezku herskipin hér við land undan- farið verndað ólöglegar veiðar Bílhappdrœtti Sjálfstœðisflokksins: Dregið á morgun í DAG og á morgun er lokaátakið til að ljúka sölu þeirra miða, sem eftir eru, því að dregið verður annað kvöld. — Vantar aðeins herzlumuninn að allir miðar seljist upp. Enn hafa þeir tækifæri til að freista gæfunnar, sem ekki hafa þegar keypt sér miða. Hver vill ekki eignast svo stór- glæsilega nýtízku fólksbifreið sem vinningurinn í happdrætt- inu er? Tækifærið er aðeins í dag og á morgun! Dregið verður annað kvöld. Tryggið yður miða strax! Þeir eru seldir í skrifstofunni i Sjálfstæðishúsinu, sími 11104, •g í happdrættisbílnum sjálfum, er stendur í AusturstrætL brezkra togara á Selvogsgrunni og við Snæfellsnes. Yfirleitt hafa þó fáir togarar verið að veiðum þarna, enda hefur afli þeirra virzt rýr. íslenzkir fiskibátar hafa hingað til ekki verið að veiðum á þessum slóðum. í fyrradag tilkynntu brezku herskipin svo nýtt verndarsvæði, nefnilega út af Aðalvík. í gær- morgun voru 14 brezkir togarar þar að ólöglegum veiðum, en á þessum slóðum voru 2 vestfirzkir línubátar að veiðum. í gærmorg- un voru hins vegar engir togarar né herskip við Snæfellsnes, en 2 togarar komu til ólöglegra veiða á Selvogsgrunni. 5 sinnum meira SIDNEY, 23. marz. — Fimm ára geislamælingar sýna, að geisla- virkt ryk er að magni fimm sinn- um minna í Ástralíu en á norður- hveli jarðar. þegar þetta gerðist. I það grynnsta var að fara inn ósinn fyrir svo djúpristan bót sem Fram, en hann er 65 lestir að stærð, og brim var mikið, sem fyrr segir, og braut yfir leiðina inn. Var hann kominn inn und- ir ytri bryggjuna í Grindavík, er hann tók niðri í hælinn, en við það hrökk stýrið upp af stand inum. Skipstjóranum, Jóhanni Frímanni, tókst þó að ná bátn- um út úr ósnum aftur. Fór nú vélbáturinn Arnfirðingur, sem lá í Grindavíkurhöfn, út til þess að aðstoða Fram og tókst að koma yfir í hann dráttartaug. En þeg- ar Arnfirðingur ætlaði að fara að draga Fram af stað, vildi svo óheppilega til, að festingin á tauginni bilaði, einhverra orsaka vegna. Skipti það nú engum togum, að Fram rak upp á flúðir, sem eru inn af Djúpsundinu, en svo nefn- ist aðalinnsiglingarleiðin til Grindavíkur; sat báturinn þar fastur og braut á honum. — Mbl. átti í gærkvöldi tal við Sigurð Þorleifsson, símstöðvarstjóra í Grindavík, sem er jafnframt for- maður slysavarnadeildarinnar þar. Skýrði hann svo frá, að björg un áhafnarinnar af Fram hefði gengið ágætlega, en reyndar komust mennirnir til lands af eigin rammleik, eins og fyrr er getið. — Fyrst fóru 8 menn af áhöfninni í gúmmíbátinn, en þeir þrír, sem eftir voru, héldu í kaðal, sem festur var í hann, og gáfu síðan eftir, unz félagar þeirra höfðu náð landi. Þá drógu þeir þremenningarnir bátinn aft- ur til sín og lögðu síðan í honum til lands. Gekk það að óskum. Lágsjávað var í gærkvöldi, er þessir atburðir gerðust, en mjög óttuðust Grindvíkingar, að á næt- urflóðinu mundi brimið berja mjög á bátnum og ef til vill brjóta hann. Skipstjórinn á Fram, er eins og fyrr segir Jóhann Frímann, en framkvæmdastjóri útgerðar- félagsins er Guðmundur Guð- mundsson. Þess má geta hér, að um fyrri helgi var Fram nokkuð hætt kom inn, er hann fékk net í skrúfuna, þegar hann var að leggja út al Hafnarnesi. Var hann kominn mjög nærri landi, er vélbátur- inn Viktoría frá Þorlákshöfn kom honum til hjálpar. Tungl- myrkvi í dag ÞEGAR tunglið kemur upp við sjóndeildarhring Reykvíkinga kl. 18:52 í dag, verður það ekki fullt — eins og það á að vera að réttu lagi — heldur verður myrkvuð örlítil sneið af því. Þag er sem sagt tunglmyrkvi í dag — hinn eini á árinu. Myrkvi þessi, sem hefst kl. 18:16, er aðeins deildarmyrkvi, en hann verður mestur kl. 19,11, og verður þá rúmlega Vk hluti af yfirborði tunglsins myrkvaður Myrkvanum lýkur svo kl. 20.07. Þetta er sem sagt eini tungl- myrkvinn á þessu ári. Tveir myrkvar verða á sólu á árinu. Sá fyrri, hringmyrkvi, verður 8. apríl, en sést ekki hér á landi. Sá síðari verður svo 2. okt. í haust. Er það almyrkvi, en sést hér á landi aðeins sem deildarmyrkvi — rúmlega Vi af yfirborði sólar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.