Morgunblaðið - 24.03.1959, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.03.1959, Qupperneq 8
8 MORCUyni. AÐ1Ð Þriðjudagur 24. marz 1959 Ályktufi land&Jiindarins um sjávarútvegsmál: Tryggja þarf útveginum traustan reksturs- grundvöll Samtök framleiðenda ar*r ist sölu og útflutning afurðanna IV'auðsyn aukinnar fjoðbreytni framleiðslunnar Sjávarútvegurinn er meginundirstaða gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar og er því sá þáttur í þjóðarbúskapnum, sem góð afkoma hennar veltur á. Sjávarútvegurinn hefur þá sérstöðu meðal atvinnuvega Iandsmanna að selja þarf nær allar afurðir hans á erlend- um mörkuðum í samkeppni við framleiðslu annarra þjóða, þar sem framleiðslukostnaður og verðlag er Iægra en hér á landi. Afkoma hans byggist á því að kostnaður við fram- leiðsluna fari eigi fram úr því verði, sem fyrir afurðirnar fæst. Jafnframt er hann grundvöllur þess, að hægt sé að afla nauðsynlegs gjaldeyris til þess að lifa menningarlífi í landinu. Sjávarútvegsnefnd landsfundarins. — Á mynd.nni eru sitjandi frá vinstri: Pétur Ottesen, Ytra- Hólmi, frú Guðrún Ólafsdóttir, Reykjavík, Þorsteinn Arnalds, Reykjavík, Jóhann Þ. Jósefsson, þingm. Vestmannaeyinga, Helgi Páisson Akureyri, Einar Guðfinnsson, Bolungarvík, Ingvar Vil- hjálmsson, Reykjavík, Einar Sigurðsson, Reykjavík, Sigurður Ágústsson, Stykkishólmi. — Stand- andi frá vinstri: Sigurður Pétursson, Reykjavík, Már Elísson, Reykjavík, Magnús Gamalíelsson, Ólafsfirði, Sveinn Benediktsson, Reykjavík, Eyþór Hallsson, Siglufirði, Páll Þórðarson, Sauðár- króki, Ingimar Einarsson, Reykjavík, Ásberg Sigurðsson, Isafirði og Sigurður Egilsson, Rvík. SÖLUFYRIRKOMULAG ÚTFLUTNINGSAFURÐA «----------------------------—— LEYSTU EKKI VANDANN Um mörg undanfarin ár hefir ríkisvaldið þurft að gera sérstakar ráðstafanir til þess að forða stöðvun útflutnings- framleiðslunnar, vegna misræmis þess, sem verið hefir milli verðlags útflutningsafurðanna á erlendum mörkuðum og framleiðslukostnaðarins hér á landi. Síðustu ráðstafanirnar i þessu efni voru gerðar með Iögum frá 1958 um útflutnings- sjóð o. fI., hinum svokölluðu bjargráðum. Áttu þessar ráð- stafanir sammerkt við fyrri ráðstafanir í því, að þær leystu ekki vandann til frambúðar, heldur aðeins að nokkru leyti og til bráðabirgða. Enn var farin sú leið að greiða mismun- andi háar útflutningsuppbætur á hinar einstöku greinar út- flutningsframleiðslunnar, en nú var ekki lengur tekið tillit til þess, hversu verðmætur sá gjaldeyrir er til kaupa á nauð- synjum til landsins, sem fyrir afurðirnar fæst. Þetta kerfi er bæði dýrt í rekstri og þungt í vöfum og með því hefir sjávarútvegurinn verið sviptur miklum hluta sjálfstæðis síns og ráðstöfunarréttar um eigið aflafé, en óeðli- iega mikið vald í þeim efnum fært yfir í hendur Alþingis og ríkisstjórna. Landsfundurinn telur þetta ástand óviðunandi og álítur, að að því beri að stefna að gera ráðstafanir í efnahagsmál- unum, sem tryggi sjávarútveginum eðlilegan reksturs- grundvöll. RÉTT VERÐ FYRIR AFURÐIRNAR Núverandi kerfi þarf að endurskoða með það fyrir aug- uni, að aflendur gjaldeyrisins fái rétt verð fyrir afurðir sínar um leið og afskipun fer fram, en ekki löngu síðar eins og nú á sér stað. Meðan núverandi kerfi helzt tehirinn fundur- Inn að greiða eigi sama hundraðshluta í útflutningsuppbætur á allar greinar útflutningsframleiðslunnar. Með því fæst sannur mælikvarði á reksturshæfni hinna ýmsu atvinnu- tækja. M. a. bendir fundurinn á, að afurðir úr sumarveiddri Norður- og Austurlandssíld hafi verið settar í lægsta upp- bótaflokk, enda þótt þessi grein útflutningsframleiðslunnar hafi átt við mesta örðugleika að stríða vegna aflabrestsins undanfarin 14 ár og óhagstæðs verðlags á afurðunum á er- lendum markaði. Landsfundurinn telur að það sé eitt aðalverkefni Al- þingis og ríkisstjórna að treysta og efla sjálfstæði þessa at- vjnnuvegár, og á því hvernig það tekst, velti velmegun þjóðarinnar á næstu árum. BJÖRGUNAR- OG ÖRYGGISMÁL Fundurinn telur nauðsynlegt að endurskoða lög og reglugerðir um öryggisútbúnað og björgunartæki skipa, vegna hinnar öru þróunar, sem orðið hefur í þessum málum á síðustu árum og enn heldur afram. Serstaklega se tekið til athugunar, hvort ekki sé tímabært að búa björgunarbáta einföldum neyðarsenditækjum og endurkaststækjum, sem gerir auðveldara að finna þá með ratsjám. Fundurinn fagnar framkominni þingályktunartillögu á Alþingi, frá Bjarna Benediktssyni o. fl. um athugun á nýj- un) björgunartækjum. Mælir fundurinn með því að skipuð verði milliþinganefnd, sem geri tillögur um breytingar í þessu efni. í ncfndinni verði m. a. skipaskoðunarstjóri ríkis- ins og fulltrúar frá Slysavarnafélagi íslands og samtökum sjómanna og útvegsmauna. Reynsla undanfarinna ára og áratuga hefur ótvírætt sýnt, að hagkvæmast er fyrir sjávarútveginn og þjóðarheild- ina, að sala og útflutningur sjávarafurða séu í höndum heildarsamtaka framleiðendanna sjálfra. Telur fundurinnþví íétt, að samtök hraðfrystihúsaeigenda, saltfisksframleiðenda og skreiðarframleiðenda haldi a. m. k. þeim rétti til sölu og útflutnings á afurðum sínum, sem þau nú hafa, enda sé megin þorri viðkomandi framleiðenda sammála um það fyrirkomulag. Fundurinn telur sjálfsagt að ríkisvaldið hafi eftirlit með því að þessir aðilar gæti þess að fá hæsta fáanlegt verð hverju sinni fyrir útflutningsafurðir sínar. Jafnframt gæti það þess, að ekki verði um undirboð að ræða þar sem fleiri en einn aðili bjóða sams konar vöru á erlendum markaði. Það er álit fundarins að sú fyrirkomulagsbreyting, sem gerð var með skipun Utflutningsnefndar og lagasetningu þar um, hafi verið óþörf og að sumu leyti skaðleg og leggur fundurinn því til, að einum manni verði falið eftirlit með þessum málum undir yfirstjórn ráðherra eins og áður var. VÖRUVÖNDUN Landsfundur Sjálfstæðisflokksins bendir á mikilvægi vöruvöndunar til eflingar útflutningi á sjávarafurðum. Legg- ur fundurinn áherzlu á, að jafnan séu starfandi sem hæfastir menn til leiðbeiningar á því sviði og til þess að framkvæma eftirlit með gæðum framleiðslunnar. Þá telur landsfundur- inn, að rannsóknir þær og tilraunir í sambandi við hagnýt- ingu sjávarafurða, sem framkvæmdar hafa verið á rann- sóknarstofu Fiskifélags íslands, hafi haft mikla og hagnýta þýðingu fyrir sjávarútveginn og að nauðsyn beri til, að sú starfsemi verði efld. Einnig að hafin verði fræðsla um með- íerð á fiski og fiskafurðum til aukningar á vöruvöndun. Fræðsla þessi nái til allra þeirra, sem að framleiðslunni vinna. Sá hún veitt á sérstökum námskeiðum, sem haldin verða í því skyni, svo og í sérskólum sjómanna og í út- varpserindum. Lögð sé rík áherzla á kunnáttu í meðferð og viðhaldi allra tækja, sem notuð eru við framleiðslustörfin og viðhöfð fullkomin hirðing, nýtni og sparsemi. FISKIRANNSÓKNIR OG FISKILEIT Fundurinn telur að bæta þurfi aðstöðu þeirra vísinda- manna, sem vinna að fiskirannsóknum með því að hraða smíði nýs og fullkomins hafrannsóknaskips. Þar til smíði þ*»ss skips er lokið, verði m.s. Fanney notuð í þágu fiski- rannsókna og fiskileitar allt árið og auk þess varðskipið /Egir, þegar því verður við komið, eins og verið hefur. Reglugerð um útfærslu fiskveiðitakmarkanna við ísland sem tók gildi 1. september 1958, þrengdi stórlega að veiði- svæði togaranna, þar sem mörg beztu fiskimið þeirra voru fyrir innan nýju fiskveiðitakmörkin. Er því af þessum ástæð- •un fyrirsjáanlegt, að íslenzkir togarar verða meir en nokkru sinni áður að leita á fjarlæg mið og byggja afkomu sína á þeim veiðum. Þar sem komið hefur í ljós að afli á togveið- um, einkum karfi, getur gengið til þurrðar á tiltölulega stutt- um tíma, telur landsfund Sjálfstæðisflokksins að brýna nauð- syn beri til þess, að aukin sé fiskileit fyrir togaraflotann að miklum mun frá því sem verið hefur. Jafnframt telur fund- urinn nauðsynlegt ,vegna veiða íslenzkra togara við Ný- íundnaland og Grænland, að aflað verði áreiðanlegra upp- j Frh. á bls. 10. Nýtt rit: Setningaiorm og stíll HARALDUR Matthíasson mennta skólakennari á Laugarvatni hefur samið rit, er nefnist Setninga- form og stíll. Hefur heimspeki- deild Háskóla íslands tekið ritið gilt til varnar við doktorspróf, og mun doktorsvörnin fara fram í vor. Rit þetta, sem er 303 bls., er gefið út af Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs. Kom það í bókaverzl- anir í gær. Bókin Setningaform og stíll fjallar einkum um aðalsetningar og aukasetningar í rituðu máii og talmáli. Þar eru í fyrsta lagi ræddar helztu kenningar um það, hvernig aukasetningar hafi mynd azt endur fyrir löngu. Þá er skýrt hvernig líklegast sé, að tengiorð aukasetninga í íslenzku máli hafi myndazt, miðað við elztu heim- ildir, rúnaristur og forn norræn rit. Því næst er sýnt, hver áhrif setningaformið hefur á stíl og inntak máls. Margt er það, sem hefur áhrif á, hvort betur fer í máli að nota aðal- eða auka- setningu, svo sem efni, tilgangur og ennfremur það, hvort mál er ritað eða er í formi ræðu eða samtals. Höfundur ritsins Setn- ingaform og stíll bendir á ákveðn ar reglur, er geta ráðið því, hvort menn nota aðal- eða aukasetn- ingu hverju sinni. í bókarlok eru teknir allmargir kaflar úr ís- lenzku máli og form setninga skýrt samkvæmt þessum reglum, allt frá íslendingabók Ara fróða til blaðamáls vorra daga. — Rit- inu fylgir efnisútdráttur á þýzku. Auk málfræðinga má ætla, að íslenzkukennarar, rithöfundar, ræðumenn og blaðamenn hafi hug á að kynna sér efni þessa rits. Upplag bókarinnar er lítið, 500 eintök. Þar af er nær 200 eintökum þegar ráðstafað. Ritið fæst í helztu bókaverzl- unum. Aðalútsala er hjá Bóka- útgáfu Menningarsjóðs, Hverfis- götu 21 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.