Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. marz 1959 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Ask.riftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. HLUTFALLSKOSNINGARNAR EIGA MIKLU FYLGI AÐ FAGNA INNAN FRAMSÓKNARFLOKKSINS GREIN sú, sem birt var hér í blaðinu sl. sunnudag um kjördæmaskipunina eftir Gunnar Þórðarson frá Grænumýratungu, er enn ein sönnun þess að margir hugsandi menn innan Framsóknarflokksins eru fylgjandi hlutfallskosningum og telja þær tryggja íslenzku lýð- ræði og þingræði traustari grund- völl en sú kjördæmaskipun, sem við nú búum við. Meginstefnan í tillögum Gunn- ars frá Grænumýrartungu, sem hann setti fram fyrir tæpum 5 árum í Tímanum, er sú, að skipta beri öllu landinu í 11 kjördæmi utan Reykjavíkur. Þessi 11 kjör- dæmi kjósi síðan 3—5 þingmenn hvert, öll með hlutfallskosningu. Reykjavík kjósi síðan 11 þing- menn, sömul. með hlutfallskosn- ingu. Hann leggur hins vegar til að uppbótaþingsætin séu afnum- in. Höfundurinn kemst m. a. þann- ig að orði um hlutfallskosning- arnar: „Höfuðkostur hlutfallskosn- inga umfram kosningar í ein- menningskjördæmum er að minnihlutanum er tryggður nokkur réttur til íhlutunar og áhrifa á þau mál, sem flokka- skipting og kosningar snúast um á hverjum tíma. Kjósendur hafa þá og fremur samflokksmann eða menn, sem eru fulltrúar fyrir þeirra kjördæmi á þingi og til fulltingis um hagsmunamál þeirra yfirleitt". Enda þótt Gunnar Þórðarson bendi einnig á nokkra galla á hlutfallskosningum, þá er þó nið- urstaða hans sú, að hann leggur ákveðið til að öllu landinu verði skipt í allmiklu stærri kjördæmi en nú eru, og í þeim kosnir 3—5 þingmenn í hverju með hlutfalls- kosningu. Sama meginstefnan Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að í þessum til- lögum hins kunna Framsóknar- bónda felst sama meginstefnan og í þeim tillögum, sem nú er áformað að lögfesta. Gunnar í Grænumýrartungu leggur til, að einmenningskjördæmin verði af- numin. Það er skoðun hans að steypa beri saman 2 og 3 kjör- dæmum og láta þau kjósa 3—5 þingmenn með hlutfallskosningu. Munurinn á þessum tillögum og tillögum Sjálfstæðismanna er að- eins sá, að þeir leggja til að sum kjördæmin verði nokkru stærri, þ. e. a. s. að hin nýju kjördæmi verði mynduð af 4—5 gömlu kjördæmanna. Ennfremur telja formælendur þeirrar kjördæma- breytingar, sem nú stendur fyrir dyrum, að ekki verði hjá því komizt að úthluta uppbótaþing- sætum til jöfnunar milli þing- flokka. Gunnar í Grænumýrartungu hefur xun langt skeið verið mik- Ul áhrifamaður í Framsóknar- flokknum. Hann á sæti í mið- stjóm flokksins og ennfremur í stjórn Búnaðarfélags íslands. Engum Framsóknarmanni myndi koma til hugar að saka hann um fjandskap við bændur eða íslenzk ar sveitir, þrátt fyrir það að hann hefur flutt tillögu um það að af- nema einmenningskjördæmin og taka upp hlutfallskosningar um land allt. En þessar tiliögur bóndans frá Grænumýrartungu sýna, að jafnvel innan Framsóknar- flokksins eiga stækkun kjör- dæmanna og hlutfallskosning- ar miklu fylgi að fagna. Áróð- ur Tímans um að Sjálfstæðis- flokkurinn og þeir aðrir, sem að hinni nýju kjördæmaskip- un standa, hyggist „leggja nið- ur öll kjördæmi landsins nema Reykjavík“, á því áreiðanlega miklu minni hljómgrunn í sveitunum en Tímamenn gera ráð fyrir. Búnaðarþing og fjórðungssamböndin Bændur muna það líka, að Framsóknarmenn hafa sjálfir tekið upp hlutfallskosningu í stór um kjördæmum til Búnaðarþings og þeir fá ekki skilið, hvernig það getur verið hættulegt hags- munum þeirra, að kjósa með ná- kvæmlega sama hætti til löggjaf- arsamkomunnar og þeir kjósa til síns eigin stéttarþings. A það má einnig benda, að Framsóknarmenn hafa talið stofnun fjórðungssambanda nauð synlega til þess að mynda stærri hagsmunaheildir í barátt- unni fyrir framfaramálum strjál- býlisins. Með fjórðungssambönd- unum var hafin barátta fyrir aukinni samvinnu héraðanna og samstöðu fólksins í heilum lands- fjórðungum um sameiginleg hagsmunamál. Stóru kjördæmin, sem nú er ráðgert að lögfesta, munu einmitt verða áhrifaríkt tæki í höndum fólksins til þess að treysta samvinnu héraðanna, sem fjórðungssamböndin áttu að vera upphaf að. Voru þeir óvinir sveitanna? A það hefur verið bent, að menn eins og Pétur á Gautlönd- um, Þórhallur biskup, Hannes Hafstein og Jónas Jónsson frá Hriflu hafa allir á sínum tíma mælt sterklega með hlutfalls- kosningum í stórum kjördæmum. Þórhallur biskup lagði áherzlu á það, að hann teldi heppilegast að takmörk hinna stóru kjördæma yrðu miðuð við hin fornu lands- fjórðungaskipti, þ. e. a. s. að þau yrðu allmiklu stærri «n þau kjör- dæmi, sem nú er rætt um. Getur það verið að allir þess ir greindu og reyndu stjórn- málam. hafi verið „óvinir sveit anna“, eins og Tímamenn nefna nú alla þá, er beita sér fyrir nýrri og réttlátari kjör- dæmaskipun? Nei, þessir menn voru ekki „óvinir sveitanna". Þeir vildu treysta grundvöll islenzks lýð- ræðis og þingræðis, öllum ís- lendingum til gæfu og bless- unar á ókomnum tíma. UTAN UR HEIMI Krónprinsinn heldur áfram að ýta við erfðavenjunum Hundrað fáklæddar þokkadlsir dansa i brúdkaupi hans AKIHITO, krónprinsinn í Japan, er maður nýja tímans — og það er ekki sízt fyrir hans tilverknað, að hið gamla og rótfasta japanska keisaradæmi er tekið að „smit- ast“ nokkuð af tíðarandanum, en þar hafa löngum eldfornar erfða- venjur staðið sem múrveggur gegn öllum utanaðkomandi áhrif- um. Það kom óneitanlega flatt upp á keisarafjölskylduna og olli nokkru róti á hugum manna í Japan, þegar hinn ungi krónprins lýsti því yfir einn góðan veður- dag á fyrra ári, að hann hefði ákveðið að kvænast malaradótt- MARLON BRANDO lætur sér ur. — Að vísu var ekki um neina ekki lengur nægja að leika í venjulega malaradóttur að ræða, því að Michiko Shoda er dóttir ríkasta myllueiganda í Japan. En, samt sem áður — stúlkan er þó og verður af borgaralegum ætt- um. ★ En krónprinsinn fékk vilja sin- um framgengt — og 10. apríl n.k. verður boðið til brullaups í keis- arahöllinni. Og ungi maðurinn heldur áfram að ýta við erfða- venjunum. Nú vill hann óður og uppvægur fá þessar vel sköpuðu stúlkur ,sem myndin er af, til þess að dansa í brúðkaupinu sínu. — Og þó að þetta tiltæki kunni að vekja einhvern kurr meðal hinna eldri og virðulegri í keis- arahöllinni, er víst engin hætta á, að krónprinsinn ungi hafi ekki sitt fram eins og áður. í dansflokknum eru 100 jap- anskar blómarósir, — París má fara að vara sig! Nýft nafn efst á lista hjá Margréti prinsessu ÞEGAR s'minn hringir hjá Dom- inic Elliot í Mayfair þessa dag- ana, þá er eins víst að hringingin komi frá Clarence House — og þá er það engin önnur en Margrét prinsessa sjálf, sem vill tala við herra Elliot. Dominic Elliot Og þegar hann tekur upp heyrnartólið, hljómar glaðleg rödd hennar við eyra hans — kannski eitthvað á þessa leið: „Góðan daginn, Dommic. Hvernig lízt þér á að fara í leikhúsið í kvöld?“ — Og uppástungan er samþykkt, því að Dominic Elliot, yngri sonur jarlsins er Minto, 27 ára gamall, hávaxinn og myndar- legur maður, hefir tekið við af Billy Wallace sem nánasti vinur og félagi prinsessunnar. Síðasta mánuðinn hafa þau tíð- um sézt r'man — í leikhúsum, í hádegisverðarboðum og við veð- reiðar. Satt að segja hefir hún Brando róðrikur leikstjóri kvikmyndum. Nú er hann önnum kafinn við að framleiða kvik- mynd, sem heita á .Eineygði Jack“. Hann þykir ráðríkur leik- stjóri og vill helzt öllu ráða einn. Fyrst lét hann endurskrifa hand- ritið 12 sinnum, áður en hann var ánægður með það. Loks vísaði hann höfundi handritsins frá og tók við því sjálfur. Þá sagði stjórnandi myndarinnar, Stanley Kúcrick upp — af því Marlon Brando tók alltaf fram fyrir hendurnar á honum og vildi ekki Framh. á bls. 23. sjaldan sézt ein á ferð þennan mánuð. — Hún hefir haft þau orð um Elliot við kunningja sína, að hann sé „dásamlegur vinur“, skemmtilegur og traustur. En kunningsskapur þeirra er svo sem ekki alveg nýr af nálinni. Þau hafa þekkzt um meira en fjögurra ára skeið. Elliot hefir nokkrum sinnurn heimsótt Margréti í Clarence House, ásamt fleiri kunningjum hennar. Er þá oft glatt á hjalla og fjörugur jass leikinn langt fram á nótt, en prinsessan hefir mikinn áhuga á slíkri músík, eins og kunnugt er. — Elliot er lika áhugamaður á því sviði, og hefir undanfarið verið með í ráðum, þegar hin konunglega vinkona hans hefir verið að velja úr nýj- ustu jassplötunum á markaðinum. — En bað er ekki aðeins að Elliot heimsæki prinsessuna. Hún hefir einnig komið til hans, bæði í íbúð hans í Mayfair og á búgarð fjöl- skyldu hans, Branxholm í Rox- burghshire. Dominic Elliot hlaut góða menntun í Eton, en eftir það var hann við tungumálanám í háskól- anum í Madrid. — Hann starfar nú sem auglýsingastjóri í London. Hann þarf að sjálfsögðu að sækja mörg heimboð eins og aðrir tign- ir, ungir menn í London — en hann tekur starf sitt alvarlega og lætur það alltaf sitja í fyrir- rúmi fyrir öllum skemmtunum. — Sem sagt, fyrirmyndar ungur maður, enda sagður vinsæll hjá hinni konunglegu fjölskyldu og líklegvr til mægða við hana. Marlon Brando í myndiim „Unga ljónið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.