Morgunblaðið - 28.08.1966, Side 31

Morgunblaðið - 28.08.1966, Side 31
Sunnuðagor 28. ágúst 1966 MOHGÚNBLÁÐÍÐ - KÍNA Framhald af bls. 1 Kínverskar konur, sem þar eru á ferð hafa ekki fengið að stíga upp í strætisvagna, hafi þær ver ið á háhæluðum skóm og stúlka ein í þröngum síðbuxum var xieydd til þess að klippa neðan af skálmunum úti á miðri götu. Karlmenn með hárgreiðslu á vestræna vísu hafa verið bundn- ir við ljósastaur og snoðklipptir. í fréttum frá Peking segir, að Rauðu varðliðarnir hafi krafizt þess, að fyrrverandi borgarstétt- armenn í Kína verði sviptir öll- um þeim réttindum, sem þeir hafa haft, samkvæmt stjórnar- skrá frá 1954. Þar var svo kveðið á, að þeir mættu áfram eiga þær eignir, sem þeir hefðu unnið sér með löglegum hætti, sparifé þeirra yrði óskert svo og hús- eignir og aðrar eignir til per- sónulegra þarfa. Einnig vilja Rauðliðarnir afnema vexti af sparifé fyrrverandi borgarasinna. Japanskur blaðamaður, sem nýkominn er til Tokíó frá Pek- ing, segir svo frá, að hann hafi horft á Rauðliðana svívirða opin berlega nokkra kennara og nunn Ur frá Sacred Heart skólanum. Er það rómversk kaþólskur skóli, sem starfað hefur frá því fyrir heimsstyrjöldina síðari. Hann er nú rekinn af frönskum nunnum og sækja skólann um 150 neai- endur, flest börn erlendra sendi manna, bæði frá Vesturlöndum, A-Evrópu og Asíu. Við skólann starfa kennarar frá ýmsum lönd- um, m.a. Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Belgíu, Sviss, Kanada og Póllandi. Blaðamaðurinn segir að Rauð- liðarnir hafi brotizt inn á skóla- lóðina á fimmtudagsmorgun. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 Tribune, lézt órið 1872 tók við sem eigandi eg ritstjóri blaða maður að naíni Whitelaw Reid sem m.x ha'ði verið blaða- maður í borgarstyrjöldinni. Sonur hans Ogden tók síðan við blaðinu árið 1912 og tóif árum síðar kevpti hann „Ne-.v York Herald'* og sameinaði blöðin undir nafninu „Nerv York Kerald Tribune". Náði nýja blaðið þegar gífurlegri útbreiðslu og varð merkisberi í blaðamennsku. Ritstjóri borg arfrétta — City Editor — blaðsins var á árunum upp úr 1920 hi.nn kunni Stanley Walker, sem ótal blaðamenn hafa síðan tekið til fyrirmynd ar og lært af. Hann lagði geysi lega áherzly á nákvæmni og hlutleysi og var ein af megin reglum hans — „vertu eins vandlátur um val lýsingar- orða og um val demanta eða ástmeyja“. Sá er tók við af Walker, sem City Editor, Lessing Eng- elking þótti e.t.v. ennþá ná- kvæmar', var meðal annars sag't, að hann hefði eitt sinn látið emn blaðamanna sinna leita í beila nótt að miðnafni einhvers manns — hann hafði þegar bæði fornafn og ættar- nafn, en það þótti honum ekki nóg, því að hann vissi að miðnafnið fylgdi venjulega með. Annar blaðamaður minn ist þess er hann skrifaði frá- sögn af því að brjóst var tekið af konu með skurðað- gerð — að Engelking rétti honum handritið með þjósti og sagði, að allar konur hefðu tvö brjóst, annað vinstra og hitt hægra, en það væri ekki að sjá af frásögn hans. Slíkt orð fór af blaðamönn- um Herald Tribune, að sagt var að keppinautar þeirra hefðu alltaf eintak af blaðinu í vasanum sér til leiðbeining- ar um fréltaskrif og frétta- öflun. Og haft er eftir fyrr- verandi starfsmanni frá þess um tímar „Ritstjórarnir komu aldrei fram við okkur eins og við værum „núll ög nix“, eins og þar stendur, heldur sýndu alltaf einhver viðbrögð við öllu, sem skrifað var, annað- Komu þeir rauðum fána fyrir á turni skólahússins og settu upp á lóðinni stóra brjóstmynd af Mao Tse tung. Spjöldum með á- letrunum eins og „burt með ykk ur útlendu djöflar". „burt með ykkur heimsvaldahundar“ og öðrum ámóta kurteislegum orð- um, var komið fyrir hvarvetna. Síðan voru trúboðar og nunnur neydd til að krjúpa á kné á steinþrepunum með hendur fyrir aftan bak, meðan kínverskir ung lingar hrópuðu að þeim slagorð sín. Þegar sendimenn erlendra rikja mótmæltu þessari aðför að skólanum, vísaði Pekingstjórnin mótmælunum á bug með þeim ummælum, að þau væru íhlutun í innanríkismál Kína. Var jafn- framt á það bent, að væri ein- hver óánægja, væri bezt að loka skólanum. Þá hefur Pekingútvarpið skýrt svo frá, að Rauðliðar hafi brotið og eyðilagt ýmsar gamlar högg- myndir og önnur listaverk, er lista-akademian í Peking átti. Voru þar á meðal gamlar högg- myndir, grískar og rómverskar, m.a. stytta af Venusi frá Milo og Appollo, og margskonar fornir kínverskir dýrgripir. Útvarpið Segir ennfremur, að verkamenn, bændur og hermenn hafi gengið í lið með Rauðliðum í baráttunni gegn hinum „Fjoru Gömlu“ — þ.e. gömlum hugmynd um, gamalli menningu, gömlum siðum og gömlum venjum. Tekin hafi verið niður gömul nafn- spjöld á húsum, verzlunum, leik húsum, skemmtigörðum, strætum og jafnvel þorpum og bæjum. Er tilgreint þorpið Hunan í Suður- Kína, sem héðan í frá á að heita „Austrið er rautt“. hvort jakvæð eða neikvæð eft ir þvi sem þeim fannst ástæða til“. Ungir blaðamenn þökk- uðu fyrir að fá að vinna við blaðið, þó launin væru lág —• aðeins til að öðlast þá reynslu sem þar var að fá. Oft var giat.t á hjalla í þessu starfi. Reyrislunni tilheyrði að vera tíður gestur í listamanna- og rithöfundaklúbbi einum, þar sem blaðamenn söfnuð- ust saman við barborð eða spilaborð — Þar ríkti oft glaumur og gleði. Á ritstjórn- arskrifstofunum var hinsveg- ar skammt skapöfganna á milli. Ritstjórarnir áttu til að rifa lausar s;malínur í vonzku yfir einhvérri frétt, sem far- ið hafði framhjá þeim eða illa unnu verki einhvers starfs- mannsms, -— en þeir áttu líka til að hrópa og.syngja yfir vel unnu verki og góðri frétt. En eftir heimstyrjöldina síð ari tók að halla undan fæti. Tekjur Reid fjölskyldunnar minnkuðu verulega og þegar ekkja Agdens Reids, Helen Rogers Reid, tck við að hon- um látnum, órið 1947, varð hún að byrja á því að gera ýmsar sparnaðarráðstafanir. Hún hafði þá 1 nokkur ár haft með höndum stjórn auglýs- ingaskrifstofu blaðsins og var mikilsvirt kona í New York boðaði frjálslynda stefnu með- al Republikana og var heið- ursdoktor við marga háskóla. Hún setti eldri son sinn, White law ritstjóra og gerði ýmsar ráðstafanir til að koma upp blaðinu — en kom fyrir ekki. Þá setti hún yngri soninn, Ogden í ritstjórastarfið, en honum tókst ekki heldur að bæta ástandið. Arið 1957 leit- aði frú Reid til John Hay Whitneys um lán og ári síð- ar tók Whitney við rekstrin- um. Lagði hann óhemju fé í að endurbæta blaðið, búa það nýj um vélakosti og tækja og efla ritstjórnma. Jókst upplag blaðsins þá upp í 400 þúsund eintök á skömmum tíma og bjartsýni og áhugi blaða- manna að sama skapi. En þá, — er allt virtist ætla að ganga vel kom til verkfp.lls prent- ara, árið 1962—63, langvar- andi verkfalls, sem kostaði blaðið of fjár og varð til þess — Flýr land Framhald af bls. 1 Mihailovs hafa að undan- förnu undirbúið útgáfu óháðs bókmennta- og stjórnmála- tímarits í Júgóslavíu. Komu þeir, sem kunnugt er, saman í Zadar fyrir u.þ.b. tveimur vikum og ætluðu að halda þar stofnfund tímaritsins. Óskuðu þeir heimildar yfir- valdanna til að halda fund- inn og koma tímaritinu á laggirnar. Hvorugu var neit- að, en því lýst yfir, að stjór.i- in bæri enga ábyrgð á afleið- ingunum. Áður en af fundin- um yrði, var svo Mihailo Mihailov handtekinn og situr enn í gæzluvarðhaldi sakað- ur um að hafa rægt land sitt og þjóð. Vinkona hans, pró- fessor Marijan Batinic, 28 ára, sem vera átti annar rit- stjóri tímaritsins, var einnig handtekin nokkru síðar og var þá endanlega hætt við að halda stofnfundinn. ítalska blaðið hefur eftir Colak, að sennilega verði ekkert úr út- gáfu tímaritsins, úr því sem komið er. — 8 sovétmenn Framhald af bls. 1 og Póllandi. Blaðið gefur engar frekari skýringar á því, hversvegna menn þessir eru dærhdir fyrst nú, en líklegt er talið, að þeir hafi einhvernveginn komizt hjá handtöku þar til nú. Ekki er þó vitað til þess. að réttarhöld hafi farið fram í máli þeirra. Gamanleikurmn BUNBURY eftir OSCAR WILDE að mörg önnur dagblöð hættu útgáfu. Útgáíukostnaður blaðsins fór stöðugt vaxandi og til þess að lækka hann og vera rekst urinn hagkvæmari, greip Whitnej/ til þess ráðs að efna til samvinnu við síðdegisblöð- in World Telegram & Sun og Journal Anærican,' sem einn- ig áttu í f járhagserfiðleikum. Stofnað var fyrirtæki um út- gáfu blaðar.na þriggja og var ætlunin að gefa út morgun- blað, síðdegisblað og sunnu- dagsblað. En viðræður um nýja samninga við þau 10 stéttarfclög, sem hlut áttu að máli strönduðu og daginn, s,em útgáfan átti að hefjast, 4. apríl sl. var enn ósamið við félögin og verkfall kom í veg fyrir, að nýja útgáfan sæi nokkru sinni dagsins ljós. Hafði tekizt að semja við níu verkalyðsfélög af tíu — að- eins prentarar voru eftir, en eftir að þeir höfnuðu síðasta tilboðinu, 4 ágúst sl. gáfust útgefendurnir upp. Forstjóri hins nýja útgáfufélags, Matt Meyer tilkynnti, að málið væri komið á það stig, að ekki yrði unnt fð gefa út vandað morgunhlað — og þar sem eigendurnir settu sér háar kröfur, kæmi „New York Her ald Tribune" ekki út framar. Umsagnir manna og blaða um mál þetta urðu bitrar og harðorðar. 1 forystugrein Washington blaðsins „Evening Star“ var sagt, að endalok „New York Herald Tribune“ væri harmleikur, sem varðaði bandarísku þjóðina alla, því þar væri um að ræða morð að yfirlögðu ráði“. Hefur víða komið fram gagnrýni á óbil- gjarna afstöðu verkalýðsfé- laganna og Matt Meyer lýsti því yfir óhikað, að verkalýðs- félögin hefðu gert út af við „New York Herald Tribune". Nafnið Herpld Tribune mun áfram lifa á Evrópuútgáfunni, sem prentuð er í París. Út- gáfan er að mestu i eigu Whitneys, en nýlega seldi hann 45% hlutabréfanna fyr- irtækinu, se mgefur út blaðið „Washington Post“ og vikurit irtækinu, sem gefur út blaðið an er 78 ára orðin og kemur út í 56 þúsund eintökum. ,Gestaleikhúsiö‘ sýnir í iðnó í kvöld GESTALEIKHÚSEB hefur í suffl ar sýnt gamanleikinn „Bunbury" víðs vegar um landið og hafa undirtektir hvarvetna verið með bezta móti. Gestaleikhúsið er nú komið til Reykjavíkur og mun reykvískum leikhúsgestum gef- ast kostur á að sjá þennan bráð- skemmtilega gamanleik næstu daga, en fyrsta sýningin verður í Iðnó á sunnudagskvöld kl. 20,30. Höfundur „Bunbury" er Oscar Wilde, sem óiþarft ætti að vera að kynna nánar. Leikrit það, sem hér er á ferðinni, er eitt af frœg ustu verkum höfundarins og er enn í fullu gildi sem hnitmiðuð og skemmtileg lýsing á ensku yfirstéttarfólki 19. aldar. Brezki leikstjórinn Kevin Palmer setti leikinn á svið, en leiktjöld og búninga gerði Una Collins. Þess má geta, að þau hafa verið ráðin til starfa við Þjóðleikhúsið á næsta leikári. Kelvin Palmer stjórnaði í vor uppsetningu á leikritinu „Ó, þetta er indælt stríð", en hann hefur náð hvað mestri frægð fyrir uppsetningu sína á því leikriti. Sýiúng Gestaleikhússins ætti að verða Reykvikingum kærkom in upplyfting áður en starfsemi leikhúsanna hefst á ný. (Frá Gestaleikhúsinu). Stór íbúð eða einbýlishús í góðu standi óskast til leigu Tilboð sendist afgr. Mbl. íyrir 31. þ.m., merkt: „4971“. Kópovogur Blaðburðarfólk vantar í Austurbær. Talið við afgreiðsluna — Sími 40748. Blaiburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Meðalholt Tjarnargötu Laugaveg frá 1—32 Selás Br æðra bor gar stígur Hofteigur Kirkjuteigur Ingólfsstræti Kleppsvegur II Talið við afgreiðsluna sírni 22480.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.