Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1967. 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: í SORTANUM LJÓS ÞESSA sunnudaga fjalla textar kirkjunnar hvað eftir annað um stóru augnablikin í ævi Páls postu'la. Fyrir viku skildum við við hann hjá stórmenninu í Sesareu. Nú er okkur sögð hin stórkostilega sjóferðarsaga hans. Við skulum skoða hana nánar. Ég hygg vonlaust verk, að flytja samtíð okkar sitthvað úr guðfræði Páls. Trúarhugmyndir hans sumar eiga áreiðanlega lít- ið erindi við okkar samtíð. Þær ná ekki eyrum hennar, jafnvel þótt vafðar séu í skrautflíkur eldgamalla messusiða. Guðfræði Páls var á sínum tíma merkileg smíð mikils manns. En maður- inn sjáifur var miklu stærri en allar myndsmíðar hans. Og iþótt guðfræði hans sé að mörgu forn og fyrnd, er maðurinn sj'álfur svo manmlegur í sínum miki‘1- leika, að margt hefir hann að segja mér og þér. í 14 sólarhringa hefir fárviðri geisað á Miðjarðarhafinu, og skipið hrakizt langt af leið. í örvæntingu hafa menn fleygt flestu lauslegu fyrir borð, til að létta á sökkvandi skipinu. Það hriktir í rám og reiða. Kolgræn- ar holskeflur rísa og brotna. Skelfingin lamar dauðadæmda menn. 276 manneskjur eru innan- borðs. Meðal þeirra fjölda fanga, sem verið er að senda vestur til Rómar. Þegar hættan er mest og dauð- inn bíður ógnandi á næsta búru- faldi, gegnur einn fanganna fram. Hann talar kjark í dauða- dæmda menn. Umsvifalaust tek- ur hann stjórnina i hendur sín- ar. Og umsvifalaust hlýða hon- um allir. Hér er kominn gamli Páll. Og samferðamaður hans, læknirinn Lúkas, færir söguna síðar í let- ur; Hvað gefur þessum fanga dirsku til að taka stjórnartaum- ana í sínar hendur og gerast herra á þessum stað? Dirfskuna gefur honum sú sannfæring, að á bak við hann, breiskan mann og fanga í fjötr- um, standi annað og stærra afl. Hvernig veit hann það? Á þá sögu hlusta orðlausir samfangar hans, skipverjar og skipstjórnarmenn: Um nóttina, meðan veðraham- urinn æddi og örvæntingarvein fhávita manna blönduðust ískri og marri skips, sem var að lið- ast í sundur, knúði gamli Páll hurðir bænaheimsins. Hann þarf ekki friðaðan helgidóm til að biðjast fyrir. Hann ekki lok- aðan bænaklefa til að geta fund- ið Guð. Meðal fanga og laus- ungarlýðs, í grenjandi stórsjó, og stormi, fellur Páll á kné og biður. Hann biður — og heyrir ekki lengur vein vetrarstormanna. Hann biður — og sér hvorki lengur né heyrir æðandi öldu- rótið. Hann biður — og heilög návist fyllir hjarta hans. Svo skýlaust er bæn hans svarað, að engill stendur hjá honum og tal- ar við hann í storminum. Frammi fyrir næturgestinum flæðir fagnaðaralda yfir sál hins biðjandi manns. Lengi —? Hver veit það? Eilífðin er utan rúms og tíma. í nætursortanum er postull- inn vafinn annarlegu ljósi. En Ijósið hverfur. Gesturinn fer. Aftur syngja í eyrum Páls angistarvein dauðadæmdra manna. Aftur heyrir hann storm inn. Aftur sér hann ógnandi öld- urnar velta yfir skipið. En nú rís hann öruggur á fætur. Eng- illinn hafði sagt honum að skip- ið mundi farast en mennirnir allir bjargast, og að sjálfur kæm- ist Páll vestur til Rómar. Nú tekur hann alla stjórn i sínar hendur, og sannfæringar- kraftur hans vekur von og trú öllum þessum hugföllnu mönn- um. í morgunsárið stóðu þeir all- ir lifandi á ströndinni og horfðu á skipið liðast sundur i brimgarðinum. Hvað er veruleikur? Hverju má treysta? Mér er sagt, að trú sé blekk- ing, dýrustu vonirnar óskhyggja ein, fegurstu hugsjónir fánýtt tál, hugljómunarstundir göfug- ustu mannanna hégómi. Síðan Eva braut, góðrar minn- ingar, bann Gyðingaguðsins og leysti manninn úr fangabúðum hins eilífa skilningaleysis með því að eta af skilningstrénu, hafa menn spurt og þráð að vita. Menn hafa spurt um vitrun Páls, og tilgátur eru margar. En svo var hann sannfærður um vitrun sína, að sannfæring hans bjargaði mannslffunum öl’lum, sem innanborðs voru. Hann hafði séð í sortanum ljós. Rekstur Almenna bóka- félagsins gekk vel s.l. ár Sala AB-bóka jókst um 70% ALMENNA bókafélagið og styrktarfélag þess, Stuðlar h.f., héldu aðalfundi sína fimmtu- daginn 29. júní sl. Formaður AB, dr. Bjarni Bene- diktsson og framkvæmdastjóri félagsins Baldvin Tryggvason fluttu þar skýrslur um starfsemi AB og rekstur á sl. ári. Gekk rekstur félagsins mjög vel á sl. ári og hefur ekki verið betri í annan tíma. Heildarsala á bók- um AB á árinu nam samtals um 19 milljónum króna og jókst u.þ.b. 70% frá árinu 1965. Þá fjölgaði félagsmönnum AB mikið á sl. ári og voru um sl. áramót u.þ.b. 8000 talsins. Almenna bókafélagið gaf út á árinu 1966 18 bækur. Þar af eru níu íslenzkar bækur, sjö bækur í Alfræðasafni AB og tvær þýddar skáldsögur. Við morgunsól, eftir Stefán Jónsson, rithöfund og kennara. í bókinni eru 8 smásögur, sem fjalla um ýmis efni. Þetta var síðasta bók Stefáns, en hann lézt sem kunnugt er á sl. ári. Fagur er dalur ljóðabók eftir Matthías Johannes-sen. Þettá er fimmta ljóðabók Matthíasar. Bókinni er skipt í 6 kafla og ber sterkan svip af helztu viðfangs- efnum samtíðarinnar. Lýðir og landshagir síðara bindi, eftir dr. Þorkel Jóhannes- son háskólarektor. Bók þessi hefur að geyma æviágrip þekktra manna og bókmenntalþætti. Lýðir og landshagir fyrra bindið kom út árið 1966. Bak við byrgða glugga eftir Grétu Sigfúsdóttur kom út í októ ber. Þetta er fyrsta bók höfund- ar og efni hennar er raunsönn ástarsaga, sem gerist á hernáms- árum Þjóðverja í Noregi. Þá kom út um haustið bókin íslenzkir málshættir, sem þeir Bjarni Vilhjálmsson skjalavörð- ur og Óskar Halldórsson mag. art. tóku saman og bjuggu til ' prentunar. Þetta er önnur bókin í flokknum íslenzk þjóðfræði, en fyrri bókin var Kvæðl og dans- Ieikir. f bókinnieru um 7000máls hættir og í ýtarlegri inngangs- ritgerð gerir Bjarni Vilhjálms.son grein fyrir íslenzkum málshátt- um, einkennum þeirra og upp- runa. Þá hóf Almenna bókatfélagið á sl. ári útgáfu nýs bókaflokks, er nefnist Bókasafn AB. Er í ráði að gefa út í þessum flokki þau helztu rit íslenzk frá fyrri og síðari tímum, sem mega í senn teljast til undirstöðurita í bók- menntum, en enu um leið hverj- um nútímamanni girnileg til lestrar. Ætlunin er að út komi 4-6 bækur í þessum flokki ár- lega. Á árinu 1966 kom út Krist- rún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín og Líf og dauði eftir Sigurð Nordal. Á þessu ári 1967 eru komnar út tvær bækur til viðbótar í þessu safni, en það eru Sögur úr Skarðsbók í útgáfu Ólafs Halldórssonar og Píslarsaga síra Jóns Magnússonar í útgáfu dr. Sigurðar Nordals, ’ en síðar á þessu ári eru væntanlegar Anna frá Stónu Borg eftir Jón Trausta, Tyrkjaránssaga séra Ólafs Egils- sonar og Mannfellir af hallær- um eftir Hannes Finnsson bisk- up. í desember kom út bókin Þorsteinn Gíslason, skáldskapur og stjórnmál. í bókinni er úrval ljóða eftir Þorsteinn Gíslason ritstjóra og skáld, auk blaða- greina og bréfa um margvísleg efni. Þá er í bókinni birt í heild „Þættir úr stjórnmálasögu ís- lands 1896-1918“. í upphafi bókarinnar birtist ævisaga Þorsteins Gíslasonar, eftir Guðmund G. Hagalin, en hátt, innsýn í efni, sem áður Giuðmundur annaðist útgáfu bókarinnar. Um áramótin sl. kom svo út gjafabók AB, Kvæðakver Kor- máks skálds Ögmundssonar, en sú bók var send öllum félags- mönnum AB að gjöf, þeim sem höfðu keypt 6 AB-bækur eða fleiri árið 1966. Á árinu gaf Almenna bóka- félagið hinsvegar ekki út nema tvær þýddar skáldsögur, Ljósið góða eftir Karl Bjaxnhof í þýð- ingu Kristmanns Guðmiundsson- ar, en höfundur þeirrar bókar gaf ritlaun sin til stuðnings starfsemi blindra á íslandi. Þá kom út bókin Deild 7 ef'tir Val- eriy Tarsis en höfunduir þeirrar bókar kom hingað til lands á sl. sumri í boði Almenna bóka- félagsins og Stúdentafélags Reykjavíkur. Seint á árinu 1966 hóf Al- menna bókafélagið útgáfu á hin um merka og stórfróðlega bóka- flokki, Alfræðasafni AB. Þá um haustið komu út tvær ■ fyrstu bækurnar í þessu safni. Síðan hefur hver bókin rekið aðra og á árinu 1966 komu út samtals 7 bækur í þessum bókaflokki og á árinu 1967 bætast 6 bækur við. Alfræðasafn AB nýtur mjög mikilla vinsælda, enda veita þær'lesendum, á mjög auðskilinn Baldvin Tryggvason voru lítt aðgengileg fyrir al- menning. Fjallað er um ýmsar megingreinar vísinda og tækni eins og þær horfa við í ljósi nýj- ustu þekkingar og uppgötvana, þekkingar, sém hver einstakling ur verður æ háðari. Mjög hefur verið vandað ti'l þýðinga þess- ara bóka og hafa verið fengnir til þess færir vísindamenn. Rit- stjóri Al'fræðasafnsins er Jón Eyþórsson veðurfræðingur. Mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir þessum bókum í Al- fræðasafni AB, svo mikii, að um helmingur þessara bóka eru nú þegar uppseldar og 'hinar flestallar á þrotum. En fyrir ein- stakan velvilja samútgefenda félagsins á þessum bókum í Evr- ópu, hefur tekizt að nó samn- ingum um endurprentun á þess- um bókum þannig að næsta haust munu þær allar koma á markaðinn á ný í nokkru magni. Útgáfukostnaður þyrfti að lækka. í ræðu þeirri, sem Baldvin Tryggvason flutti á aðalfundi Stuðia, rakti hann ýmis þau vandamáí, sem íslenzkir bóka- útgefendur eiga við að stríða í dag. Taldi hann vandann fyrst og fremst fóiginn í stöðugt vax- andi útgáfukostnaði hér innan- lands en á hinn bóginn færi út- gáfukostnaður erlendis fremur lækkandi en hitt. Af því leiddi stöðugt harðnandi samkeppni milli íslenzkra .. bókaútgefenda annarsvegair og erlendra bókaút- gefenda hinsvegar. Innflutningur á erlendium bókum hafi stór- aukizt nú síðustu árin. T.d. hafi innflutningur á erlendum bók- um á sl. þremur árum þ.e.a.s. 1964, 1965 og 1966 r.ær því fjór- faldazt, en á sama tíma hefur sala íslenzkra bóka að ölkun lík- indum ekki aukizt nema um 40% í mesta lagi. Taldi (hann það skipta höfuðmáli fyrir íslenzka bókaútgáfu í dag og þar með framtíð íslenzkrar menningar að finna nú þegar nýjar leiðir til að lækka útgáfukostnaB ís'lenzkra bóka. Við gætum ekki horft á það aðgerðarlaus, að verðlag íslenzkra bóka hækki ár frá ári Framhald á bls. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.