Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1967. - EYJAFJÖLL Finaimhaíld iaf hlis. 21 fram með vesturjaðri Skóga- sands. Fyrir fáum árum var hyggð ný brú yfir Skógá. Þar Var ánnii veitt frá Núpnum, þar sem hún hafði legið frá örófi alda. Eru þetta hin mestu nátt- úruspjöll. Eina sem vannst, var vegur heim að Drangshlíðardal, en fráleitt hefði orðið kostnaðar samara að byggja brú fyrir býl- ið. Nú blasa við samtímis Skóga- foss og Skólasetrið í Skógum. Önnur handvömm er um stað- setningu skóiahússins. Hefði það verið byggt svo sem rúmlega húsbreiddinni sunnar, hefðu Vestmannaeyjar blasað við gluggum, en nú eru þær í hvarfi. Oft hvarflar það að miér, að menn sem staðsetja mannvirki, amnað tveggja hafi gjört það í þoku, eða hreint ekki stigið út úr gluggalausum bíl, nema hvort tveggja sé. Þrasi bjó í Skógum, og svo hafa menn gjört um ellefu aldir. Nú heitir Héraðsskólinn að Skóg- um. Þessu má og á að breyta, því að jafnvel menntastofnunum á ekki að líðast að misþyrma fornri málhefð. í Skógum er afbragðs sumar- gistihús. Dvalargestir í gistihús- inu eða í tjöldum — tjaldstaðir eru margir og góðir undir Fjöll- um — eiga margra kosta völ um. lengri eða styttri gönguferð- ir. Ein göngúför væri upp með Skógá ofan við Skógafoss. Þar eru ótal fossar, sumir standa þeim lítt að baki, sem blasir við af þjóðvegi, enda hét áin fyrr- um Forsá. Kjarrivaxnir hólmar eru þar í ánni. Eru það einu menjar skóga þeirra, sem bær- inn dregur nafn af. Nokkru of- an við bjargbrún má komast þurrum fótum yfir ána. Þar heit- ir Steinbogi, er raunar stórstein- ótt urð, sem áin fellur í gegn- um. Þar mætti og ganga yfir og halda svo göngunni áfram bak við Drangshlíðarfjall og ikoma á þjóðveg hjá Hrútafelli. Kjörið væri að ganga á Dranigshlíðar- fjali. Auðveldast væri að ganga á fjallið að austan, þar sem það er iægst hjá lítilli lækjarsprænu, sem .kemur ofan af fjallinu. Er þá komið í MeLrakkadal, undur- fagra dalkvos, girta hömrum á þrjá vegu. Þótt ekki væri lengra haldið, væri það ómaksins vert. Úr Melrakkadal rnætti velja tvær leiðir. Annars vegar ganga upp á Drangshlíðartind, hæsta stað fjallsins. Er það aíl bratt, en hættulaus leið með öllu. Hin væri að ganga vestur fjallið og koma niður hjá Skarðshlíð. Hæfi Leg dagsganga væri í Skógafjöll. Þau eru austur undir Jökuisá inn un-dir Mýrdalsjökli. Frá Rauðafelli mætti ganga inn með 'Kaldaklifsgili. Skógasandur er heimur út af fyrir sig. Um hann má komast á jeppum. Vestasta byggð skúms- ins er þar. Við ósa Jökulsár er Maríuhlið. Þar var fjölmenn út- róðrarstöð beggja vegna síðustu aldamóta. Því var trúað, að guðsmóðir héldi sinni verndar- hendi yfir þeim, sem þar sóttu sjóinn, enda urðu engir manns- skaðar þar. Að lokum lokka jöklarnir tveir. Milli þeirra er Fimm- vörðúháls, leiðin niður í Goða- land. Jón Á. Gissurarson. VERZLUNIN GRETTISGATA 32 Það er auðvelt að taka góðar myndir — með sjólfvirkri Instamatic myndavél. Instamatic vél fer lítið fyrir, og hana er létt að hafa með sér hvert sem er. — Kodak filmuhylkjunum getið þér smellt í vélina hvar sem er á augabragði, og tekið myndir af atburðum sumarsins — góðar myndir — Kodak myndir. kr. 877.00 Instamatic 104 kr. 1150.00. 1500.00. Instamatic 204 Kodak Instamatic 224 Smellið hylkinu í vélina . ... festið flashkubbinn.. og takið fjórar flashmyndir án þess að skipta um peru. HANS PETERSEN! SlMI 20313 - BANKASTRÆTI 4 Lokað vegna sumarleyfa frá og með 15. — 23. júlí n.k. UNDU-UMBOÐIÐ HF. Bræðraborgarstíg 9 (símar 22785—6). Lagermaður og verkstjóri óskast Reglusamur og áreiðanlegur maður óskast við lag- erstörf og verkstjórn hjá iðnfyrirtæki. Listhafend- ur sendi upplýsingar um fyrri störf o.fl. til Morg- unblaðsins fyrir 15. júlí n.k. merkt: „Iðnaður 5742.“ ■■■ <Try ■ K * * ■ K H ■ ■ ■ ■ ■ ■ M ■ M ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ * « SJALFSKIPT DRATTARVÉL LEYSIR VÍ-ÐAST VANDANN t>að er ekki að tilefnislausu, að Massey-Ferguson vökvaskiptu moksturssam - stæðurnar hafa hlotið jafn óskoraðar vinsældir hér ó landi og raun ber vitni um. Af fjölmörgum kostum þeirra, viljum vér aðeins benda ó nokkra hina helztu: Sambyggð vökvaskipting og olíugjafi, sem stjórnað er með hægra fæti, stór- eykur vinnuhraða og þar með afköst, auk þess sem ökumaður þreytist mikið seinna, við langvarandi og stöðuga vinnu. Kraftmikil vökvadæla gerir allar hreyfingar moksturstækis snöggar, þannig tekur aðeins 5,4 sek. að lyfta fullri mokstursskóflu í hómarks lyftihæð, 300 cm. Fjölbreytt úrval aukatækja er fóanlegt til notkunar við moksturstækið, svo að hæfa mó það margvíslegustu verkefnum. Þar sem dróttarvélin er útbúin bæði vökvalyftu, þrítengibeizli og aflúrtaki að aftan, þó mó nota við hana ýmis önnur vinnutæki s.s. flutningavagna, loftpressur o. fl. Stóreykur þetta notagildi samstæðunnar fyrir eigendur. $jP SÍÐASTA SENDING UPPSELD, EN NOKKRAR SAMSTÆÐUR ERU ENNÞÁ FÁANLEGAR ÚR NÆSTU SENDINGU, SEM VERÐUR TIL AFGREIÐSLU FYRIR MIÐJAN JULÍ. BIÐJIÐ UM NÁNARI UPPLÝSINGAR STRAX í DAG: - M M * W M W ZJ/touxaytwtaA ri.t SUÐURLANDSBRAUT 6 — REYKJAVlK — SlMI 38540

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.