Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLf 1907. 25 Um þjóðfélagsrannsóknir , . _ _ . . |er spurður er koma fram. Enn- - efrir Pctut Guojónsson stud. SOC. onthrop. fremur vil ég benda á mikilvægi | þess að allir þeir, sem ég hef Pétur Guðjónsson er ung- valið af handahófi og mun leit- ást við að hafa tölu við, verði góðfúslega við beiðni minni. Víðtækar þjóðfélagsrannsókn- ir eru nýjung, ekki einungis hér, heldur í flestum löndum 'heims, en öll menningarríki hafa gert sér ljóst mikilvægi þeirra. Því ber íslandi sem menningarþjóð að vera ekki eftirbátur á því sviði, heldur stuðla að því að unnt verði að skilja gildi þau og viðhorf sem eru ríkjandi í þjóð- félaginu svo og samsetningu þess, en kjarninn í því er fjöl- skyldan. Að lokum vil ég þakka Morgunblaðinu þá velvild að mega birta þessa grein. ur stúdent, sem stundar nú nám í þjóðfélagslegri mann- fræði við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur í sumar undirhúið svokallað- ar þjóðfélagsrannsóknir hér heima. Miða þær fyrst og fremst að rannsókn á fjöl- skyldusamsetningu og gift- ingum. Hann hefur ritað eft- irfarandi grein til þess að auðvelda sér rannsóknir sín- ar. Rannsóknirnar fram- kvæmir hann á eigin spýtur en nýtur til þeirra nokkurs styrks frá Harvard háskóla. Grein hans fer hér á eftir: Ef þér ættuð a) ólofaða b) lofaða dóttur mynduð þér leyfa henni að fara einni í útilegu með karlmanni? já. . . . nei. . .. Hversvegna er spurt um þetta? Fjölskyldan er í sérhverju þjóðfélagi hinn trausti máttaa:- stólpi þess og sanni kjarni. Til þess að skilja þjóðfélagið, gerð þess og ríkjandi gildi, er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir samsetningu fjölskyldunnar. Líka til þess að skilja örar þjóð- félagsforeytingar (eins oig á ís- landi) verður og að gera sér Ijóst hinar geysilegu Ibreyting- ar á gerð fjölskyldunnar og breytt viðhorf til hennar. Jafn- framt verður að gera sér grein fyrir stofnun hennar, þ. e. a. s. stojhun búskaps, sem á íslandi byrjar í allmörgum tilfellum fyrir giftingu. Það er einmitt rannsókn á þessum þjóðfélagskjarna —- gerð hans og gildi, sem eru honum fylgjandi — sem veldur því að ég rita þetta greinarkorn. Þar sem víðtækar þjóðfélagsrann- sóknir hafa verið fátíðar hér- lendis gæti farið svo að fólk yrði tortryggið í garð rannsókn- arinnar og brygðist hið versta við, er farið væri að spyrja um viðkvæm málefni, svo sem gift- ingu og fjölskyldulíf. Þess vegna mun ég leitast við að gera hér í stuttu máli grein fyrir rann- sókninni, hverjir verða valdir og að lokum hvernig unnið verði úr niðurstöðum. Rannsóknin nefnist „Fjöl- skyldusamsetning og giftingar- fyrirkomulag á íslandi, svo og viðhorf til þess“. Rannsóknin er í formi spurn- ingaeyðublaðs með 190 spurn- ingum, sem ég mun fylla út sjálfur í sérhverju viðtali (þó mun fó'lki gefinn kostur á því að fylla sjálft út hluta þess og senda mér það með pósti). Spurningarnar má í höfuðdrátt- um greina í 12 hluta: 1. uppeldi þess spurða. 2. uppeldi barna hans (eða væntanlegra barna). 3. Efnahagur hans og foreldra hans, hlutverkaskipun innan heimilisins. 4. Áhrif nýbygginga á íslenzka fjölskyldu. 5. Húsa- kostir, heimilisval, herbergja- skipan. 6. Samband makanna. 7. Trúlofun. 8. Óvígð sambúð. 9. Óskilgetin, skilgetin börn. 10. Framkvæmd stofnunnar bú- skaps. 11. Viðhorf til skilnaðar. 12. Viðhorf til alls er viðvíkur giftingu og fjölskyldu. Spurningum er raðað þannig að sérhver spurning er sem sjálf- stæð eining, en samt í samhengi við aðrar spurningar, þannig að eðlilegar viðræður ættu að myndast. Ástæðan fyrir því að hafa sérhverja spumingu sem sjálfstæða heild, er sú, að engin spurning á undan þeirri spurn- ingu er spurð er í það og það skiptið má hafa áhrif á svar þess spurða. Ennfremur eru margar spurningar endurteknar með ákveðnu millibili til þess að athuga hvort hinn spurði sé sjálfum sér samkvæmur. Hvert atriði, sem spurt er um, er venju lega fjórþætt. í fyrsta lagi er RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA'SKRIFSTOFA 5ÍIVII 10-10D Pétur Guðjónsson. spurt um staðreyndir og viðkom- andi beðinn að velja einn af mörgum möguleikum. í öðru lagi er sama spurning endurtekin með breyttu orðalagi og viðkom- andi frjálst að svara hverju sem honum hentar. í þriðja lagi er viðhorf til þessa atriðis og við- komandi gefinn kostur á að velja fyrirfram möguleika, en í fjórða lagi igetur viðkomandi svarað svipaðri spurningu um viðhorf til atriðisins með frjálsu orða- vali. Þetta spumingaform ætti þess vegna að gefa góða mynd af fjölskyldu og giftingu eins og viðkomandi telur hana vera (suppositional), og eins og hann álítur að hún ætti að vera (Nor- mative). Ennfremur munu spurningarnar með frjálsu orða- vali fyrirhyggja að víðtalið verði of þurrt og staðreyndakennt og gefa viðtalinu kryddaða heildar- mynd. í heild ætti viðtalið að taka l—lVz klst. ef haldið er að efninu. 150 manns hafa verið valdir í Reykjavík með tilliti til aldurs, kyns, hjúskaparstéttar, mennt- unar og hversu lengi þeir hafa 'búið í Reykjavík. 83 eru giftir, 39 einhleypingar, 6 skildir að lögum, 6 skildir að borði og sæng, 6 í óvígðri sambúð. Hafa þessir verið valdir af kjörskrá (21 árs og eldri), þann- ig að 40. hvert nafn hefur ver- ið tekið, en úr þessum hóp (tæp- lega 1200) hefur öllum einstakl- ingum verið skipað niður í flokka eftir framangreindum eiginleikum, en úr þeim hafa einstaklingar verið valdir af handahófi. Fyrst í stað verður gerð at- hugun á hvort spurningaeyðu- blaðið sé heppilegt (hvort of margar eða of fáar spurninigar, hvort breyta eigi orðalagi o. s. frv.) og býst ég fastlega við að eyðublaðið eigi eftir að taka miklum breytingum. Þessi þátt- ur rannsóknarinnar mun hefjast mánudaginn ll. júlí en sjádf að- alrannsóknin 14. júlí. Úr rannsókninni verður svo unnið í haust og vetur og verð- ur tölva (rafeindaheili) notuð, en án hennar væri þetta eilífð- arvinna. Ennfremur vonast ég til að njóta aðstoðar góðra manna hið vestra, svo sem ég hef notið nú þegar hér heima á ómetanlegan hátt. Ég vil taka það fram og beina því sérstaklega til þeirra er fyr- ir barðinu verða á þessari rann- sókn, að hvergi mun nafn þess Franskir karlmannasandalar Fjölmargar gerðir, verð kr. 178,- Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100. Stór kvenskómarkaður í Kjörgarði Veljið sjálf skóna. Skókaup Kjörgarði, Laugavegi 59. Kvenskómarkaðurinn Kjörgarði Ódýrir kvensandalar og töfflur. Verð frá kr. 198.— Fallegt og fjölbreytt úrval. SKÓKAUP, Kjörgarði, Laugavegi 59. FARO-ÞÖK - IBYGGIIGHRIMÐ Með því að klæða flöt, eða lítið hallandi þök með FAROSHEET- gúmmí er hægt að fá þau örugglega vatnsþétt. FAROSHEET er veðrunarþolið, slitsterkt, sjálfþéttandi og teygj- anlegt. Vatnsþéttur krossviður klæddur FAROSHEET er negldur beint á sperrurnar. Steypt þök er hægt að klæða FAROSHEET með eða án ein- angrunar á milli. FAROSHEET hentar einnig til viðgerða á lekum þökum. Útvegum sérþjálfaða fagmenn til þess að leggja FARO-þök, gegn föstu tilboðsverði. Ábyrgð á efni og vinnu. Nokkur FARO-þök hafa þegar verið sett upp í Reykjavík og nágrenni. Allar upplýsingar gefur GLER HF. Brautarholti 2, Reykjavík. — Sími 19565. INGIMUNDUR MAGNÚSSON H.F. Sími 52430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.