Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.1967, Blaðsíða 5
' MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1967. Flugliði nr. 1000 er ung flugfreyja FLUGSKÍRTEINI númer 1000 var afhent síðastl. fimmtu- dag og það hlaut ung flug- freyja hjá Loftleiðum, Rakel Elsa Jónsdóttir. Og það var Sigurður Jónsson, yfirmaður loftferðaeftirlitsins sem af- henti RakeL skírteinið. Sjálf- ur hefur SÍgurður flugskír- teini númer 1. Þegar skírtein- ið var afhent sagði Sigurður að þetta væri dálitill áfangi í sögu íslenzkra flugmála og lýsti ánægju sinni yfir því að þúsundasti flugliðinn okk- ar skyldi vera ung og falleg stúlka. Rakel er sjöunda konan sem lýkur flugprófi hér á landi. Sú fyrsta var Val- gerður Þorsteinsdóttir sem tók prófið 17/8 1946, næst var Erna Hjaltalín, Katrín Hákon ardót'tir, Ingibjörg Klobeins- dóttir, Ásta Hjaltalín og loks Gerhild Ueugenbauer. Þessar flugkonur hafa misjafnlega haldið við sínurn réttindum. Erna Hjaltalín hefur sjálfsagt flogið þeirra mest enda hefur hún atvinnuréttindi og próf í siglingafræði. Sem fyrr segir hefur Sig- urður Jónsson, flugskírteini númer eitt. Númer tvö er Björn Eiríksson, þrjú Agnar Kofoed Hansen, fjögur Örn Ó. Johnson og fimm Jóhannes Snorrason. Allt eru þetta menn sem eðnþá vinna að flugmálum af miklum áhuga og fórnfýsi. Fréttamaður Morgunblaðs- ins ræddi smástund við Rak- el eftir að henni hafði verið afhent skírteinið. „Ertu búin að vera lengi flugfreyja? „Nei, þetta er fyrsta sumar- ið mitt, ég er eiginlega sum- arflugfreyja og óvíst um hvort ég held áfram. En ef ég verð ráðin aftur næsta sumar get ég fengið fastráðn- ingu.“ „Hvort kom nú á undan hjá þér flugfreyjustarfið eða flugnámið?“ „Flugnámið, ég byrjaði á því strax sl. haust og tók fimmtán tíma áður en ég lauk sólóprófi.“ Hún bætir hlæjandi við: „Lágmarksflug- tími fyrir sólópróf er átta klukkustundir en þeim hefur sjálfsagt þótt vissara að láta mig hafa tvöfaldan skammt . . nei, það eru engir aðrir flugmenn eða konur í fjöl- skyldunni. Satt að segja hef- ur hún haldið sig meira við sjóinn. Pabbi var skipstjóri og bróðir minn sem er búsettur í Kanada er einnig skipstjóri. Svo á ég líka tvær systur en hvorug þeirra hefur áhuga fyrir flugi. „Hverjar voru undirtekt- irnar hjá fjölskyldu þinni og vinum þegar þú byrjaðir að læra.“ „Mamma bað mig blessaða að vera ekki að þessu, og vin- konur mínar telja þetta mestu reginvitleysu. En mér er al- veg sama, mér finnst þetta sjálfri vera dásamlega skemmtilegt. „Hefurðu nokkurntíma fundið fyrir hræðslu?" „Nei, það held ég ekki. Ég var auðvitað dálítið spennt stundum en ekki eiginlega hrædd.“ „Ekki einu sinni þegar þú flaugst alein í fyrsta skipti?“ Hún hikar við og brosir. „Kannski pinulítið, en ég fann aldrei til óöryggis og öll ónotatilfinning hvarf um leið og vélin sleppti brautinni." „Ætlarðu að ná þér í at- vinnur éttindi? “ „Nei, það held ég varla. Ég fengi hvort eð er enga vinnu, nema kannski í svört- ustu Afríku, og þar langar mig ekkert að fljúga,“ „Hvað er þá næsta skref- ið?“ „Að ná í einkaflugmanns- próf. Það tekur 45 til 56 flug- stundir. Þá má ég fljúga með farþega með mér og þá verð- ur fyrst gaman.“ Hún þagnar andartak og bætir við stríðn- islega: „Ef þá einhver þorir að stíga upp í vélina með mér.“ (ÍJ UTAN IIR HEIMI Framhald af bls. 16 reynzt hefði Attlee heldur gengið til kosninga en láta í minni pokann. „Wilson sveik verkalýðshreyfinguna og hags muni þjóðarinnar,“ sagði þessi málsmetandi maður, sem er enginn vinstri öfga- sinni. Loks eru það persónuleg áhrif Harold Wilsons sjálfs. í umræðum þeim, sem ný- lega fóru fram í brezka þing- inu um öryggi ríkisins og skyldur blaðanna, sýndi Wil- son ennþá einu sinni svo að ekki varð um villzt, að enginn meðlimur Neðri málstofunnar kemst í hálfkvisti við hann í kappræðum. Hann var síð- astur á mælendaskrá — því að hann var hræddur við að láta fulltrúa stjórnarandstöð- unnar hafa síðasta orðið, að því er andstæðingar hans segja — og stóð sig frábær- lega vel. Hann er útsmoginn, úrræðagóður og snöggur upp á lagið, en þótt þingmenn dáist að snilld hans bera þeir ekki virðingu fyrir honum. Og meðan þingmenn bera ekki traust til forsætisráð- herrans nýtur hann ekki trausts þjóðarinnar. Og eins og nú er ástatt í Bretlandi getur aðeins öflug stjórn hald- izt við völd lengur en 12 mán- uði. Eða með öðrum orðum, Wilson og stjórn hans verða að fá mikiu áorkað á næsta þingmisseri, sem hefst í haust — hinu fjórða síðan stjórnin komst til valda — ef hún á að njóta trausts þjóðarinnar og vera þess megnug að vekja bjartsýni. Öll réttindi áskilin. OBSERVER — Flóttamaður skotinn Berlín, 7. júlí, NTB. Austur-þýzkir landamæraverð- ir skutu í gærkvöldi til bana mann einn, er reyndi að flýja yfir til Vestur-Berlínar. Maður þessi var talinn liðlega tvítugur. Að sögn vestur-þýzku lögregl- unnar, var skotið að honum um 30 skotum. Manila, 7. júlí, NTB. 7. júlí, NTB. Staðfest var í dag að áætlun- arflugvél flugfélags Filippseyja, sem týndist í gær með 21 mann um borð, hefði farizt. Rakst vél- in utan í fjallshlíð og fórust all- ir sem með henni voru. — REKSTUR AB Framhald af bls. 3 þegar verðlag erlendra bóka fari jafnvel lækkandi. Slík þróun hljóti óhjákvæmilega að leiða til þess, að vegna sívaxand.i. þekk- ingar þjóðarinnar á erlendum tungumálum, að' íslenzkar bæk- ur þoka' smám saman fyrir þeim erlendu. Benti hann á að Al- menna bókafélagið hafi sett sér það markmið í upphafi, að gefa félagsmönnum sínum kost á að eignast íslenzkar bækiur á sem lægstu verði. Þessu ‘markmiði verði Almenna bókafélagið að þjóna framvegis sem hingað til. Almenna bókaféiagið og styrktar félag þess, Stuðlar, verði því að leita allra þeirra úriræða sem möguleg eru til að leysa þann vanda, sem nú steðjar að ís- lenzkri bókagerð, ekki fyrst og fremst sjálfra sín vegna heldur umfram allt í þágu íslenzkrar menningar. í stjórn Almenna bókafélags- ins voru kjörnir: dr. Bjarni Benediktsson, formaðiur, en með- stjórnendur voru kosnir: Hall- dor Halldórsson prófessor, Gylfi Þ. Gíslason ráðherra, Jóíhann Hafstein ráðherra og Karl Krist- jánsson fyrrum aíþingismaður. í bókmenntaráð voru kosnir: Tómas Guðmundsson, formaður, en aðrir í bókmenntaráð þeiir Birgir Kjaran, Guðmundiur G. Hagalín, Höskuldur Ólafsson, Jóhannes Nordal, Kristján Al- bertsson, Matthías Johannessen, Sturla Friðriksson og Þórarinn Björnsson. Hlutafjáraukning Stuðla Á aðalfundi Stuðla h.t, en það er eins og kiunnugt er styrktarfélag ALmenna bóka- félagsins, gaf framkvæmda- stjóri Stuðla h.f. Eyjólfiur K. Jónsson ritstjóri, skýrslu um hag þess og rekstur á sl. ári. Skýrði hann frá að nú væri byggingarframkvæmduim við hús félagsins í Austurstræti 18 að mestu leyti lokið og væri þann- ig náð merkuim áfanga í starf- semi félagsins. Á fiundinum voru“ samþykktar tillögur stjórn- ar félagsins um lagabreytingar og aukningu hlutafjár, enda væru þá gefin út jöfnunarhliuta- bréf til núverandi hkithafa §am- kvæmt almennuim reglum og að áskildu samþykki skattayfir- valda. Þessar tillögur stjórnarinnar voru samþykktar samhljóða á íiundinium. í stjórn Stuðla voru kjörnir: Geir Hallgrímsson borgarstjóri formaðux, en meðstjórnendur voru kosnir: Loftur Bjarnason útgerðarmaður, Magnús Víg- iundsson framkvæmdastjóri, Sveinn Benediktsson fram- kvæmdastjóri og Geir Zoéga framkvæmdastjóri. KAUPMENN - KAUPFÉLÖC - VERZLANIR - VERK- SMIÐJUR - NYJAR VÉLAR - NÝ TÆKNI - HACRÆDINC STÓRKOSTLEG VERDLÆKKUN Á þvotti á hvítum vinnusloppum | NU12 KR. pr. stk. Akstur og smáviðgerðarþjónusta innifalið. Verð á handklæðum óg þurrkum sem fylgja sloppum lækkar úr 11 í 7 kr. Athugið verðið. Sá sem sendir 2 sloppa á viku sparar allt að 1456 kró nur á ári, sá sem sendir 50 sloppa á viku sparar allt að 41.600 krónur á ári. VERZLIÐ ÞAR SEM VERÐIÐ ER HAGKVÆMAST. — GÓÐ ÞJÓNUSTA. — LÖNG REYNSLA. — STÆRSTA ÞVOTTAHÚS LANDSINS. — BEZT BÚIÐ VÉLUM. — FYRSTIR MEÐ NÝJUNGAR. B0RGARÞV0TTAHÚSID HF. BORGARTÚNI 3. — SÍMI 10135.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.