Morgunblaðið - 11.07.1967, Side 10

Morgunblaðið - 11.07.1967, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1967 SÍÐASTL.IÐINN sunnudags- morgun lagðist einn glæsileg- asti farkostur heimshafanna við akkeri á ytri höfninni í Reykjavík. Hér var um að ræða ítalska skemmtiferða- skipið Eugenio C, 30 þús. tonn að stærð, með um 800 farþega, flesta ítala, innan- borðs. Af fjölmörgum skemmtiferðaskipum heims má telja Eugenio C í sér- flokki hvað snertir íburð, þægindi og fagurt útlit. Skipið bemur hér við á ferð sinni um norðurslóðir, og er næsti áfangastaður Nord- kap. 30 þúsund tonn, 218 metrar að lengd. Eugenio C á ytri höfninni. Annað og síðasta uppboð á Fiskverkunarhúsi á lóð nr. 9 við Básveg í Keflavík, eign Rúnars Hall- grímssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 13. júlí 1967 kl. 11 árdegis. Bæjarfógetinn í Keflavík. Skrifstofustúlka óskast Útflutningsfyrirtæki óskar eftir stúlku til skrif- stofustarfa. Þarf að hafa fullkomið vald á ensku og geta unnið að mestu sjálfstætt við útflutningsskjöl. Eiginhandarumsókn þar sem getið sé menntunar og fyrri starfa, sendist Mbl. merkt: „5516“. Myndin sýnir nokkur leiktækjanna í táningaherbergi skipsins. Það voru fáir í sundlauginni þennan næðingasama mánu- dagsmorgun. í baksýn; hinir sérkennilegu reyháfar skipsins. Nauðungaruppboð Eugenio C í Reykjavík Sérkennandi fyrir ytra út- lit hins þriggja ára gamla skips eru rennilegar útlínur, og tveir gulmálaðir reykháf- ar. Verð skipsins fullsmíðaðs mun um 1800 milljónir ís- lenzkra króna. Virðist upp- hæð á íslenzkum fjárlögum næsta lítilfjörleg miðað við skipsverðið. Þegar ljósmyndari og blaða maður Mbl. stigu á skipsfjöl á mánudagsmorgni, hittu þeir nokkra íslendinga um borð. Voru þar á ferð tollverðir og starfsmaður útlendingaeftir- litsins, sem hafla í starfi sínu tekið á móti fjölmörgum skemmtiferðaskipum í Reykja víkurhöfn. Var það samdóma álit þeirra, að ekkert þeirra stæðist samanburð við Eug- enio C, Skipið væri tvímæla- laust þeirra glæstast. Hófst nú skoðunarferð um skipið í fylgd fallegrar skips þernu. Erfitt er að lýsa þeim íburði sem fyrir augu bar. Á skipinu eru þrjár sundlaug- ar, ötölulegur fjöldi af vín- stúkum, þrír danssalir og jafnmargar hljóm-sveitir. Ekki má gleyma sálarheillinni þó að á sjó sé komið. Fyrir henni sér kaþólski presturinn, sem messar í kapellu skips- ins. Ef einhver er í skapi til að horfa á sjónvarp, þarf ekki að fara í land þeirra erinda. Hraðgengar lyftur ganga um skipið, var haldið niður með einni slíkri til bama- herbergja. í þeim gefur að líta smækkaða mynd af reyk sal og stjórnklefa skipsins. Að sögn var þar oft þröngt á þingi einkum við stýrið. í örsmáum útgáfum af leður- stólum reyksalarins geta börn in svo látið fara vel um sig, að sið fullorðinna milli þess sem þau ,stýra“ skipinu. Fyr- ir táningunum er séð í einu herbergi. Var það engu lík- ara en að vera komin í Tiv- svo má að orði kveða. Á veggjum hanga málverk frægustu listamanna, mosaik og hvers kyns skreytingar. Litagleði ítala má greina í björtum og skærum litum húsgagnanna. Aðspurðir um velting skips ins svöruðu skipsmenn því til að hann væri hverfandi enda kynni einhver farþeg- anna að kvarta ef hann fyndi fyrir slíku. Það er Ferðaskrifstofa Zoega sem hefur séð um fyr- irgreiðslu fyrir Eugenio C í Frá reyksal Um borð í skipinu er sjón- varpssendir, sem sendir út dagskrá langt fram á kvöld. Sjónvarpstæki eru í öllum klefum fyrsta farrýmis og í setustofum. Oft er sjónvarp- að beint frá danssölum og öðr um stöðum skipsins. Svo heppilega vildi til að í hinum tveggja hæða leik- og kvik- myndasal var verið að gera auglýsingakvikmynd frá Eu- genio. Gafst blaðamönnum þar kostur á að sjá dans þjóðdansaflokks, sem skemmt ir um borð. oli. Alls kyns leiktæki, auk hin,s ómissandi glymskratta með nýjustu dægurflugum unga fólksins. Verzlanir, hár greiðslustofur, næturklúbbur með óákveðin lokunartíma (lokar þegar síðasti gesturinn hefur fengið nógjeru í skip- inu auk veglegra matsa'a með borðum svignandi u.ndan krásum. Þannig væri hægt að halda áfram endalaust. Eitt er einkennandi hvert sem augum er litið, samræmi í skrauti, litum og húsgögn- um. Ekkert er ýkjukennt ef Reykjavík. Gafst farþegunum kostur á kynnisferðum til ým issa staða m.a. Þingvalla og Krýsuvíkur. Voru þær vel sóttar þrátt fyrir fremur leið inlegt veður. En hvað kostar farið með Eugenio C? Fyrir 24 daga ferð sem þessa frá Genúa, er ,það allt frá 1815 doilurum niður í 500 í fjög- urra manna klefa. Um eitt voru blaðamenn Mbl. full- vissir þegar þeir snéru aftur á skipsbátnum til Lofts- bryggju; á Eugenio C kaupir engin köttinn í sekknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.