Morgunblaðið - 29.05.1968, Page 4

Morgunblaðið - 29.05.1968, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1968. 'B/lJUIfEAM Rauðarárstíg 31 Sími 22-0-22 SKIpHQLTI 21 SÍMÁR 21190 eftir lokun slmi 40381 6ÍM11-44-44 mmm Hverfisgötn 103. Sími eftir lokoa 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastraeti 11—13. Bagstaett ieigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAtT NÝIR VW 1300 SENDUM SlMI 82347 Skolphreinsun ÍT Skozk áhugakona uni ísland Mrs. Rene McDonald skrifar: „Heiðraði herra! Ég vona, að þér fyrirgefið mér að skrifa til yðar, en ég hef ákveðið að gera það sem örþrifaráð, áður en ég gefst alveg upp! Ég hef haft mjög mikinn áhuga á landi yðar og þjóð um alllangan tíma. Ég vildi mjög gjarnan fá tækifæri til þess að læra meira um hvort tveggja. Ég er félagi í hópi brezkra kvenna, sem hafa ánægju af bréfaskriftum við fólk í öðrum löndum, og ég er þess fullviss, að einhvers staðar á öllu ís- landi hlýtur að vera til ágæt frú, sem hefði gaman af að eignast vin hér í Skotlandi til þess að skrifast á við, — bara ef ég gæti fundið hana og kom izt í samband við hana! Ég yrði yður mjög þakklát, ef þér gætuð greitt götu mína. Ég hef margsinnis reynt að eignast íslenzka hréfavinkonu, en hingað til mistekizt. Mrs. Rene MacDonald, Heathfield, Stapleton Rd., ANNAN, Dumfriesshire, Scotland. * Allir fóru í fýlu Ung skólastúlka skrifar þetta bréf: „Kæri Velvakandi! Ég hef aldrei skrifað þér áð- ur, en nú þætti mér vænt um að þú birtir bérf þetta, þar sem ég segi farir minar eigi sléttar. Dag nokkurn, rétt upp úr há- deginu, kom ég og vinkonur mínar þrjár í ísbar nokkurn, er kallar sig H1......þar sem við vorum glorhungraðar eftir sex flukkustunda skólasetu, var ákveðið að fara inn í ís- barinn umrædda og kaupa sér I svanginn. Vinkonurnar þrjár fóru þegar að afgreiðsluborð- inu, en ég stóð skammt frá og var að finna til peninga. Báðu stelpurnar um ís, en þar sem þeim fannst skammturinn held ur lítill, kvörtuðu þær. Af- greiðslustúlkan tók þetta illa upp og byrsti sig. í þessu kem ég að og segi, hvers ég óska. Tekur konukindin peninginn af mér, fleygir honum í mig og segir mér að snáfa út. í fyrstu vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið og bað um skýringu, hvers vegna ég fengi ekki afgreiðslu. Hún svaraði mér ekki og skildi ég þá, að hún var orðin svo reið, að hún tók ekki eftir því við hvern hún talaði. Ég vildi nú ekki gefa mig og sagðist ekki hafa lagt orð í belg í deilunni og hvaða sannanir hún hefði fyr- ir því, að ég væri með þeim, sem hún hafði verið að rífast við. Setti hún þá upp svip og fór á „bak-við“. Ég hef ávallt staðið í þeirri meiningu, að afgreiðslufólk væri til þess að stjana við við- skiptavini, en ekki öfugt. Virðingarfyllst, Vilborg Bjarnadóttir, Sólheimum 47“. 'A' Hver orti? „I»ingeyingur“ skrifar: Herra Velvakandi, Morgun- blaðinu, Reykjavík. Af sérstökúrh ástæðum lang ar mig mjög mikið til þess að fá úr því skorið opinberlega, hver hafi ort þessa vísu: Sumri hallar, hausta fer, heyri snjallir ýtar, hafa fjallahnúkarner húfur mjallahvítar. Vísan er kannske ekki sér- lega merkileg, og mörgum mundi finnast annað vísuorðið vera hortittur, en hún er sung- in undir gullfallegu lagi, eins og flestir munu kannast við, og ef til vill af þeim sökum segj- ast nokkuð margir vita, að for- faðir þeirra hafi ort hana. Birtir þú þetta bréf í víð- lesnustu dálkum landsins, væri e.t.v. hægt að fá endanlega úr því skorið, hver ort hafi. Með beztu kveðjum, Þingeyingur“. 'Ar Sýnir lögreglan þjófapakkinu linkind? J. S. Kvaran sendir Vel- vakanda eftirfarandi bréf (stytt): „Herra Velvakandi! Vinsamlegast birtið eftirfar- andi greinarstúf: í fjarveru okkar hjóna var með viku millibili, tvívegis brotizt inn í íbúð okkar hér í Reykjavík. Sömu innbrots- mennirnir voru að verki í Landrover árg. 1966 í mjög góðu standi til sölu. GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Hótel FELL GBUND ARFIRDI. Tek við rekstri hótelsins 1. júní. Símanúmerið er: 93 — 8613 Sigrún Pétursdtótir. HtlLSUVERIMSTÖB REYKJAVÍKUR bæði skiptin. læir höfðu klifr- að upp á svalir á annarri hæð og brotið rúðu og hurð til þess að komast inn, að því er virð- ist, aðallega til að fá húsaskjól til áfengisdrykkju. Þrátt fyrir að í bæði skiptin væri strax kært til lögreglunnar, höfðu innbrotspiltarnir svo mikið frjálsræði, að þeir gátu endur- tekið innbrotið. Hér er tvennt mjög víta- vert: Lögreglan vanrækir að taka piltana í sína varðveizlu, og á hinn b'óginn sýna innbrots piltarnir lögreglunni algjört virðingarleysi, sem er bein af- leiðing þeirrar linkindar, sem lögreglan sýnir. Ég hef búið 15 ár í Dan- mörku og nokkur ár á Spáni og fullyrði, hiklaust, að í þessum löndum gæti það ekki átt sér stað, að innbrotspiltarnir gætu endurtekið innbrot eftir viku. í september 1967 var brotizt inn í hús mitt í Solymar-Torre- molinos. Þýfinu var skilað aft- ur, en þjófurinn, ungur piltur, situr ennþá inni. Hann fær ekki tækifæri, eins og hér, til þess að brjótast inn strax aft- ur. Hér eru hinsvegar skemmd- arvargar og innbrotsþjófar látn ir leika lausum hala. Lögregl- an virðist hvorki mega hafa hendur í hári skemmdarvarg- anna, né hafa nokkra mögu- leika á að taka þá í varðveizlu sína, enda gerir þessi lýður óspart gys að lögreglunni sem vonlegt er. Ég sé ekki betur en að með þessu hátterni sé verið að ala upp glæpalýð 1 landinu. Það er þjóðarskömm, að ekkert skuli vera gert til þess að stemma stigu fyrir skemmdarstarfsmi unglinga. Það verður, tafarlaust, að kaupa húseign, sem er staðsett þannig, að hægt sé að láta ung lingana vinna fyrir húsnæði og fæði, Einnig væri rétt að skylda foreldra til þess að greiða eitthvað með ungling- unum. Við höfum ráð á því að kaupa vinnuhæli handa ung- lingum og greiða starfsfólkinu kaup, en við höfum ekki ráð á því að láta æsku landsins fara í hundana, vegna agaleys- is og vanrækslu á framkvæmd þeirrar sjálfsögðu kröfu, að hver vitiborinn unglingur sé látinn bera ábyrgð gerða sinna. J. S. Kvaran“. Velvakandi vill ekki viður- kenna ,að lögreglan sýni inn- brotsþjófum neina sérstaka linkind, en hins vegar er sjálf- sagt, að borgararnir geti verið öruggir um eignir sínar fyrir þekktum þjófum að minnsta kosti . Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. BILAR Volkswagen 1500, station, árg. ’63, góður bíll. Volkswagen, árg. ’68, 1300 og 1500. Bronoo, árg. ’66, ekinn 17 þús. km. Volvo Amazon, árg. ’63. Ford Zephyr, árg. ’67. Opel Caravan, árg. ’65, rauður. Volkswagen, árg. ’67, góð- uir bíll. Rambler Classic, árg. ’66, ekinn 12 þús. mílur, fallegur bíll, sjálfskiptur. Volkswagen ’66. bílg»oilgi GU-ON/IUfSJ Bergþúruxötu 3. Simar 19033, 30070. óskar eftir starfsfólki, sem hér segir: Hjúkrunarkonu í berklavarnadeild frá 1. sept. 1968. Hjúkrunarkonu til hjúkrunar í heimahúsum og fleiri starfa frá 1. sept. 1968. Hjúkrunarkonu í barnadeild (hverfishjúkrunar- konu) frá 1. júlí 1968. Æskilegt er, að hverfishjúkr- unarkonan fari utan til framhaldsnáms í heilsuvernd að loknu árs starfi. Ennfremur er óskað eftir konu frá 1. sept. 1968 til vörzlu spjaldskrár og fleiri starfa. Laun skv. samn- ingi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, ásamt heilbrigðisvottorði, sendist fyrir 15. júní 1968 forstöðukonu Heilsuverndarstöðvar- innar, Barónsstíg 47 og veitir hún nánari upplýs- ingar varðandi þessi störf. Reykjavík, 28. maí 1968. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. 1 rsÍPÓRÉXl LÉTTSTEYPUVECCIR I ALLA INNVECCI Fljótvirk og auðveld uppsetning. Múrhúðun o\ oþorf. Sparar tíma og vinnu. 5PPrr 1 1 »» HKSHll S a SIPOREX lækkar byggingarkostnaðinn. SIPOREX er eldtraust. Hátúni 4 A, Nóatúnshúsinu, simi 17533, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.