Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1998. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Frétfastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. HAGUR ATVINNU- FYRIRTÆKJANNA k aðalfundi Eimskipafélags íslands, sem haldinn var fyrir skömmu, var frá því skýrt, að verulegt tap hefði orðið á rekstri Eimskipafé- lagsins á sl. ári, og nemur rekstrarhallinn rúmum 24 milljónum króna, en þá hafa verið afskrifaðar rúmar 32 milljónir af eignum þess. Að mati forráðamanna Eim skipafélagsins eru megin- ástæður hinnar örðugu rekstrarafkomu þess á sl. ári þeir almennu erfiðleikar, sem steðjað hafa að íslenzk- um atvinnufyrirtækjum á þessu tímabili, sem m.a. höfðu þau áhrif, að vöruflutn ingar Eimskipafélagsins minnkuðu á sl. ári frá árinu áður um 56 þús. tonn, en á sama tíma hækkaði allur rekstrarkostnaður félagsins verulega. Þá varð Eimskipa- félagið fyrir nokkru fjárhags- legu tjóni vegna brunans í Borgarskála og einnig varð félagið fyrir nokkru áfalli vegna gengislækkunarinnar í nóvembermánuði sl. Ekki er ástæða til annars en að bjartsýni gæti um framtíðarhorfur Eimskipafé- lags íslands, þótt þessir erf- iðleikar hafi orðið í rekstri þess á sl. ári, en rekstrartap þessa stærsta skipafélags Is- lendinga ætti að undirstrika nauðsyn þess, að jafnan verði svo að atvinnurekstrinum bú- ið, að fyrirtækin verði ekki aðeins rekin hallalaus, held- ur hafi þau aðstöðu til að safna nægilegum sjóðum til eigin uppbyggingar og til að mæta áföllum, sem alltaf geta orðið. E.t.v. er það vegna fá- mennisins hér á landi, sem of lengi hefur reynzt erfitt að fá það eðlilega sjónarmið viðurkennt, að atvinnufyrir- tæki eigi að græða nokkurt fé, ef vel á að vera. f öðrum löndum er það einmitt talinn vottur gróskumikils efnahags lífs, ef reikningar atvinnufyr- irtækja sýna verulegan og vaxandi ágóða frá ári til árs. Hér á landi hefur það hins vegar lengi verið talið til ávirðinga, ef atvinnufyrir- hæki hafa hagnazt, og þá hafa jafnan risið upp ýmsir aðil- ar, sem hafa krafizt þess, að sá hagnaður yrði tekinn með einum eða öðrum hætti. Meðan þessi úrelti hugsun- arháttur er enn útbreiddur, er vart við því að búast, að heilbrigður grundvöllur skap ist fyrir rekstri atvinnufyrir- tækja á íslandi. Þess vegna er nauðsynlegt að breyta hon- um þannig, að sá eðlilegi metnaður ríki meðal stjórn- enda atvinnufyrirtækja að reka fyrirtæki sitt svo vel, að það skili verulegum hagnaði, en þá verða stjórnendur og eigendur atvinnufyrirtækj- anna einnig að geta vænzt þess að fá að nota þann hagn- að í þágu frekari uppbygg- ingar fyrirtækisins, en ekki að hann verði þegar í stað tekinn ýmist með kostnaðar- hækkunum í einhverri mynd eða auknum sköttum. AFSTAÐAN TIL FRÍVERZLUNAR- BANDALAGSINS k ð undanförnu hefur dvalizt **■ hér á landi Errol lávarð- ur, fyrrum viðskiptamálaráð- herra Bretlands, í boði Fél. ísl. stórkaupmanna, og í ræðu, sem hann flutti á veg- um þess félags og Verzlunar- ráðs íslands í fyrradag ræddi hann m.a. hugsanlega aðild íslands að Fríverzlunarbanda laginu og sagði: „Ætli ísland að sækja um inngöngu í EF TA, þá er það ekki nægileg röksemd, að innganga þess færi því einhverja kosti, ís- land verður að sanna, að að- ild þess verði einnig banda- laginu til góðs eða a.m.k. ein- hverjum hluta meðlimaríkj- anna.“ Þetta er vissulega atriði, sem ástæða er til að íslend- ingar hafi í huga. Við.getum ekki vænzt þess að ná hag- kvæmum samningum við Fríverzlunarbandalagið, ein- göngu vegna þess, að aðild okkar að því mundi verða sjálfum okkur til hagsbóta, heldur verða EFTA-ríkin einnig að hafa nokkurn hag af aðild okkar. í þessu sambandi er einn- ig ástæða til að minna á um- mæli forsætisráðherra Bjarna Benediktssonar um afstöðu íslands til Fríverzlunar- bandalagsins, í ræðu sem hann flutti á aðalfundi Vinnu veitendasambandsins fyrir skömmu, en forsætisráðherra sagði þá: „Eins þurfum við að leggja áherzlu á, að útilokast ekki frá okkar eðlilegu mörk- uðum, vegna þess að við ótt- umst um okkar sjálfstæði, ef við tökum þátt í samtökum, sem sízt af öllu hafa orðið til þess að skaða sjálfstæði ann- aeYMsm ÓÁNÆGJA MEÐAL KÍNVERSKA STÚDENTA UM þetta leyti eru stúdentar í flestum löndum að ljúka vetrarnámi, og þeir sem taka háskólapróf búast til starfa hver á sínum vettvangi. En í Kína eiga stúdentar ekki eins gleðilega framtíð í vændum. Fyrstu stúdentahóparnir eft ir menningarbyltinguna, ljúka háskólanámi innan fárra vikna. Samkvæmt fréttum, sem borizt hafa, glíma stjórn arvöldin við þann vanda að útvega öllu þessu unga fólki atvinnu við sitt hæfi. Kínverskir menntamenn eiga fárra kosta völ. Þeir munu fá störf og embætti hjá ríkinu og verða að taka því, sem að þeim er rétt. Sumir eru svo heppnir að fá vinnu í samræmi við menntun og eigin vilja, en þeir eru í miklum minnihluta. Gert er ráð fyrir, að stúd- entarnir taki þessu með til- hlýðilegum fögnuði. En ýms- ir hafa látið að því liggja, að stúdentarnir séu þó Iangt frá því að vera ánægðir með það hlutskipti sem ríkið skammt- ar þeim. Skólum í Kína var lokað í júnímánuði 1966 til þess að leyfa æskulýð landsins að taka þátt í „byltingu“ þeirri sem Mao var að hefja. Það var ekki fyrr en Sl. haust, að flestir skólanna tóku til starfa aftur. Sumir eru lokað ir enn í dag. í mörgum skól um hefur verið sáralítil aka demisk kennsla, mestan hluta námstímans hefur verið varið til stjórnmála'kenndlu. Engu að síður ljúka all- margir námi í vor. Og þeir sem ljúka námi verða sendir til landbúnaðarhéraða lands- ins, aðrir til hrjóstrugra landa mærasvæða og fjarlægra verksmiðjuhéraða- Þessar framtíðarhorfur þykja stúd- entum að vonum ekki glæsi- legar. Blaðið Wen-Hui Pao í Shanghai skrifaði nýlega, að stúdentarnir teldu að þeir mundu tapa meiru en þeir öfluðu og að háskólanám þeirra væri til einskis, ef þeir yrðu sendir út á lands- byggðina, til landamæra- svæða, verksmiðja og annarra staða, sem stúdentarnir segja að sé á hjara veraldar. Þessi afstaða er gagnrýnd og farið Mao formaður vill ekki þvinga stúdentana. lofsamlegum orðum um þá, sem láta fé og frama ekki sitja í fyrirrúmi, en leggja kapp á að vinna að uppbygg ingu og ræktun bæði í eigin- legum og óeiginlegum skiln- ingi. Stúdentunum er bersýni- lega ljóst að lífið úti á lands- byggðinni getur orðið þeim érfitt. Þeir vita að það er að eins í borgunum sem þeir geta vænst nokkurs gróða, og aðeins þar telja þeir að menntun þeirra fái notið sín. Þeir eru andvígir því að verða sendir brott, og þetta er engin ný bóla, og gerði vart við sig löngu áður en menningarbyltingin hófst. En Rauðu varðliðarnir lögðu sig fram um að brjóta óþjóðrækn islegu stefnu á bak aftur. Það hefur þó ekki fcekizt. Þó að háskólastúdentar og önnur ungmenni hafi tekið þátt í menningarbyltingunni af einhug, kært sig kollóttan um að skólum væri lokað og nám þeirra fcafið, þá eru þeir þó ekki eins „byltingarlega þenkjandi" þegar framtíð þeirra er í veði. Von Mao formanns var sú, að menningarbyltingin myndi útrýma því sem Kínverjar kalla „skaðvæn borgaraleg áhrif“. Gengið var út frá því sem gefnu, að æsku- fólkið hefði lært sjálfsfórn og mundi fúslega varpa eigin hagsmunum fyrir borð svo og öllum persónulegum draum- um um frægð og frama. Von azt var til að hugarfarsbreyt- ing hefði orðið hjá æskulýðn um og hann tæki þegjandi óg hljóðalaust saman föggut sínar og færi hvert á land sem væri, í samræmi við þarfir föðurlandsins. En þrátt fyrir það halda stúdentarnir enn áfram að tala um að þeir muni tapa meiru en þeir afla — mennt un þeirra sé þar með á glæ kastað, ef þeim er þröngvað til að setjast að í afskekkt- um héruðum. Þeir segja að skipu'lagning háskólakerfis- ins sé röng. Og margir veigra sér við að fara frá fjölskyld um sínum fyrir fullt og allt. Mao er ekki fylgjandi því að atúdentarnir séu beittir þvingunum. Hann vill að for tölum sé beitt og þeir taki við störfum og embættum með gleði og góðum hug. En hingað til hafa fortölur ekki dugað. Sannleikurinn er sá, að stúdentar í Kína — þrátt fyr ir menningarbyltingu, Rauðu varðliða og ægivald Maos — eru á flestan hátt líkir stú- dentum hvar sem er í heim- inum. Það hefur komið í Ijós í vor, svo að ekki verður um villzt. (OBSERVER, öll réttindi á- á'skilin). arra heldur til að auka þeirra velmegun, þeirra sjálfsbót og þeirra bjartsýni. Þess vegna fagna ég því sérstaklega, að bæði Landssamband ísl. út- vegsmanna, iðnrekendur og nú síðast Vinnuveitendasam- bandið hafa með samþykkt- um ýtt á um það, að gerð verði gangskör að því að kanna hvort unnt sé, eins og ég er sannfærður um að unnt verður, að fá aðild að Frí- verzlunarbandalaginu með að gengilegum kjörum. Það er auðvitað með öllu ólíklegt og vantar fyrir því öll rök, að íslendingar einir allra þjóða í lítt numdu landi og að mörgu leyti erfiðu og sem menn gera sér nú einmitt á þessum vormánuðum grein fyrir, að er í raun og sann- leika erfiðara heldur en margir hafa viljað telja sér trú um, að við einir getum útilokað okkur án skaða fyr- ir okkur sjálfa frá samvinnu við aðra.“ LISTMUNA- UPPBOÐ í gær hélt Sigurður Bene- diktsson 150 listmuna- uppboð sitt, en fyrsta uppboð ið hélt hann snemma í maí árið 1952. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar eru orðin fastur þáttur í menn- ingarlífi höfuðborgarinnar, og vissulega væri það snauð- ara en ella, ef þessi starfsemi væri ekki fyrir hendi. Á undanförnum árum hef- ur gróska í lista- og menn- ingarlífi íslendinga verið mjög mikil, og vekur þar ekki sízt athygli mjög alm. áhugi á leiklist, tónlist og málaralist, og það er sérstaklega ánægju legt hve unga fólkið í land- inu virðist taka mikinn þátt í þessu menningarstarfi og nægir í því sambandi að minna á starfsemi Listafélags Menntaskólans í Reykjavík. Sigurður Benediktsson hef ur unnið þarft verk með list- munauppboðum sínum og stuðlað með þeim að dreif- ingu góðrar listar meðal fólksins í landinu, og er þess að vænta að listmunauppboð hans verði enn um langa hríð fastur þáttur í menning- arlífi Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.