Morgunblaðið - 29.05.1968, Side 22

Morgunblaðið - 29.05.1968, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1968. Bretar unnu Val 2-1 í þóf- kenndum og oft daufum leik ÞAÐ verður ekki með sanni sagt að leikurinn í gær hafi aukið á hróður brezkrar áhugamanna- knattspyrnu eða veg íslandsmeist aranna. Leikur Vals og Middles- ex Wanderers var sannast sagt mjög þófkenndur og á löngum köflum nánast lélegur. Brezka liðið var miklum mun lakara í þessum leik en hinum fyrsta, enda tveir meiddir og óleikfær- ir. Þó Valsmenn næðu sjaldnast góðum tökum á leiknum, þá var þeirra hlutur þó óvæntari í þess um leik. Þetta enska lið er miklum mun lakara en önnur lið sama klúbbs sem hingað hafa komið áður. Höfðu þeir heldur ekki úr öllu sínu bezta að velja því leik- ir áhugamanna stóðu enn er þess ir fóru. Fyrri hálfleikurinn var afar Keres sigraði glæsilega SOVÉZKI stórmeistarinn Paul Keres sigraði glæsilega á skák- móti, sem haldið var i Bamberg, V-Þýzkalandi á dögunum, á ald arafmæli skákfélagsins þar í borg. Keres hlaut 12 vinninga (af 15 mögul) og tapaði engri skák. Heimsmeistarinn Petrojsy- an var í öðru og þriðja sæti ásamt V-Þjóðverjanum Schmid, báðir með 10 vinninga. Tveir Þjóðverjar voru í fjórða og fimmta sæti, þeir Techner og Unzicker með 9% v;inning hvor. slakur, en Bretarnir höfðu þó betur í knattmeðferð og knatt- spyrnu yfirleitt. Mark Vals komst nökkrum sinnum í alvar- lega hættu, en Sigurður bjarg- aði stundum mjög vel, þó hann á stundum gripi afar illa og það skapaði mikla hættu. En hálfleikurinn varð mark- laus og olli miklum vonbrigð- Mörkin. Það var öllu betur barizt er líða tók á síðari hálfleikinn. Hljóp og nokkur harka í leik- inn og mönnum tók að hitna í hamsi. Á 7. min. er tekin auka- spyrna á Valsmarkið af víta- teig. Skotið fór í þverslá og knötturinn aftur í leik, þar sem þvaga myndaðist og Campbell útherji fékk skorað. Bretarnir tóku að tefja leik- inn og virtust ánægðir með þessi úrslit — ef þau fengjust. Leit lengi svo út að svo myndi verða. En á 27. mín. leika Vals- menn upp miðjuna og Sigurður Jónsson er óvaldaður með knött- inn í vítateig. Hann var þó í slæmri stöðu en Hermann var nærstaddur, náði knettinum og fékk skorað 1-1. Tveim minútum síðar áttu Valsmenn eitt bezta færi leiks- ins. Gefið var fyrir frá vinstri og Alexander útherji á viðstöðu laust skot rétt utan við stöng. Á 37. mín. skora Bretar sig- urmarkið. Var þar Deadman framvörður að verki eftir góða sendingu út frá endamörkum frá Cozens miðherja. Lokasprettur. ♦Lokaspretturinn var beztur í þessum leik, annars mjög þóf- kenndur leikur. Valsmenn eiga nú ýmsa unga menn sem eiga eftir að vaxa — og vonandi hefja merki liðsins hátt á loft. „Gömlu mennirnir" hafa allir átt betri leiki nema kannski Þor steinn Friðþjófsson sem enn var bezti maður liðsins. Bretarnir sýndu nú leiðinleg- ar hliðar knattspyrnunnar — sem ekkert eiga skylt við brezk- an sportsanda eins og hann þekk ist beztur. — A. St. Eusebio er ákaflega dýrkaður í Englandi, ekki sízt af því að hann var markahæstur á síðustu HM. Er Benfica-liðið kom til London fóru leikmenn í áætlunarbíl frá flugvelli til hótels — nema Eusebio sem fór í sérstakri leigubifreið und- ir lögregluvernd. „Leikur ársins" á Wembley í KVÖLD er hinn afdrifaríki leikur milli Manchester Uni- ted og Benfica um Evrópu- bikar meistaraliða i knatt- spyrnu. Leikurinn fer fram á Wembley og ríkir meiri spenna um úrslitin en dæmi eru til, enda er nú enskt lið í úrslitum um Evrópubikar í fyrsta sinn í sögu bikarsins. Sex af leikmönnum Benfica voru með í landsliði Portú- gal sem enska heimsmeistara- liðið sigraði í undanúrslitum HM keppninnar og þótti sá leikur einn bezti leikur á HM. Þetta eru Coluna, Eusebio, Torres, Simoes, Augusto og Graca. Þetta er framlína Ben- fica að undanskildum Coluna og Graca, svo ætla má að vörn Manch. Utd fái eitthvað að starfa. Það hefur lengi verið draum ur Matt Busby, framkvæmda- stj. Manch. Utd. að vinna Ev- rópubikarinn. Vonir hans þar um hafa aldrei rætzt til þessa. Og nú er lið hans ekki eins sterkt og það hefur sterkast verið. Svona eru örlögin. Denn is Law er í sjúkrahúsi (í hné- aðgerð) og ýmsum öðrum hef ur ekki tekizt vel upp. Almenningur í Englandi lif ir sig inn í undirbúning leiks ins og ekki er um annað meira talað en einstaka leik- menn og liðin í heild. Þetta er góð ábót á knattspymu- tímabilið í Englandi í ár — enskt lið í úrslitum um Ev- rópubikarinn. Guðmundur setti - náði olimpíulágmarki - Jón Þ. stökk 2,04 m Islandsmet 18,21 (Þarna vantaði Techner aðeins % vinning til að hljóta útnefn- ingu sem alþjóðlegur stórmeist- ari). Röð annarra keppenda á mótinu var þessi: 6. Ivkov (Júgó slavíu) 9 vinninga. 7. Westerinen (Finnlandi) 8% vinning, Donner (Hollandi) 8 v., Pfleger (V- Þýzkal.) 7% v., Bobotsov (Búlga ríu 7 v., Kestler (V-Þýzkal.) 6 v., Dr. Duckstein (Austurríki) og Szabo (Ungverjal.) 5% v. hvor. Teufel (V-Þýzkalandi) 4% v., Klundt (V-Þýzkalandi) 4 v. og Toran (Spáni) 314 vinning. Heimsmet í kringlukasti Bandaríkjamaðurinn John Sil vester setti á laugardag- inn nýtt h eimsmet í kringlu- kasti, kastaði 66,54 m. Eldra heimsmetið átti Tékkinn L. Dan- ek 65.21 m. Nýja metið var sett á móti í Modesto í Kaliforniu. í kringlukasti kvenna var einnig sett heimsmet um helg- ina. í Berlín kastaði Christine Spielberg A-Þýzkalandi 61.44 m en það er 38 sm lengra en fyrra Þýzkalandi. Víkingur vann 3-2 VÍKINGUR og Þróttur léku í 2. deildarkeppninni í fyrrakvöld. Víkingajr fóru með sigur af hólmi 3 mörk gegn 2. í hálf- leik hafði lið Þróttar forystu 1:0. GUÐMUNDUB Hermannsson, KR, setti glæsilegt íslandsmet í kúluvarpi á fyrsta frjálsíþrótta- móti sumarsins, ÍR-mótinu, sem fram fór á föstudaginn. Varpaði Guðmundur 18,21 metra, og átti einnig annað kast vel yfir 18 metra, sem var ógilt. Eldra met Guðmundar í kúluvarpinu var 17,83 metrar. Og ekki er ástæða til þess að ætla að Guðmundur láti hér staðar numið, — við betri skilyrði en voru er mótið fór fram eru 19 metramir ekki fjarlægir. Þess má geta, að með afreki sínu í gærkvöld hefur Guð mundur þegar náð Olympíulág- markinu í kúluvarpi. Jón Þ. Ólafsson hafði ekki fyr- ir því að fara úr æfingabúningn- um er hann stökk 2,04 metra í gærkvöld. Virðist Jón í góðri æf- ingu, og Olympíulágmarkið er á næstu grösum hjá honum. Ágætur áranigur náðist í flest- um greinum mótsins, og þá ekki hvað sízt hjá ungu mönnunum, en sett voru þrjú sveinamet. í sleggjukasti setti Magnús Þórðar son, KR, sveinamet, kastaði 41,75 metra, í 800 mietra hlaupi setti Einar Ólafsson, UMSB sveina- met, hljóp á 2:04,2 miín. og Elías Sveinsson ÍR setti sveinamet í hástökki, 1,80 metra. Mjöig hörð keppni var í 200 metra hlauipinu, en þar sigraði noikkuð á óvænt Sigurðuir Jóns- son úr HSK á 23,2 sek. sem telja verðuT mjög góðan áirangur, ef tekið er tillit til mótvindar sem var í hlauipinu. Hafllldór Guðbjömsson, KR, sigraði í tveimur greirmm, 800 rnetra hlaupi og 2000 metra hlaupi, og virðist han nú í ágætri æfingu, Þá vakti ungur sprettíhlaupari úr KR, Bjarni Stefánsson, mikla athyigli. Hljóp hann 100 imetrana á 11,6 sek. í töluverðum mót- vindi, svo 11 sek. eru ekki fjar- laegt miark. Bjarná er aðeins 16 ára og eitt mesta spretthlaupara- efúi sem komið hefur hér fram lengi. Framkvæmd mótsins var með miklum ágætum, og sem dæmi um það má ti!l netfna að það stóð aðeins í rúma klukkustund. Utan- bæjarmenn mœttu veil til leiks og settu svip á mótið. Fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins lotfar þvi góðu — bæði skemmitálegri keppni og góðum afrekum — stíl. Helztu úrslit mótsins urðu: 200 metra hlaup: Sigurður Jónsson HSK 23,2 sek. Trausti Sveinbj. UBK 23,4 sek. Þórarinn Ragnars. KR 23,5 sek. 2000 metra hlaup: Halldór Guðbj. KR 6:08,2 mín. Þórður Guðm. UBK 6:10,5 mín. Rúnar Agnans. UMSB 6:11,3 mán. 800 metra hlaup: Hailldór Guðbj. KR 2:00,9 mán. Þórður Guðm. UBK 2:04,2 mín. Einar Ólafs. UMSB 2:05,1 mín. 100 metra hlaup kvenna: Kristín Jónsd. UBK 13,2 sek. Linida Ríkharðsd. ÍR 14,2 sek. Sigrún Sæmundsd. HSÞ. 14,8 sek. Kúluvarp: Guðmundur Herm. KR 18,21 m Erlendur Valdimars. ÍR 16,15 m „Unga Englond" vonn 4:1 ENSKA landsliðið í knattspyrnu tapaði í hinum árlega leik gegn unga Englandi (undir 23 ára) á Highbury, Arsenal vellinum í London sl. föstudagskvöld. Unga England skoraði fjögur mörk gegn einu. Mörkin voru öll skor- uð í síðari hálfleik og á 9 mínút- um. Baldwin (Chelsea) skoraði fyrsta markið eftir 75 mín. leik, Peters (West Ham) jafnaði skömmu síðar, þá bætti Bald- win öðru marki við á 80. mín. Á 82. mín. skoraði Chivers (Totten- ham) fyrir unga England og aft- ur eftir 84 mínútur. Þó að Sir Alf Ramsey leggi ekki mikið upp úr þessum leik, en hann velur bæði liðnn, má glöggt sjá að hann er ekki á neinu flæðiskeri staddur með arftaka landsliðsins, úrvalið er nóg. Unga England vann einnig í fyrravor og þá stærra, 5-0. Jón Pétursson HSK 15,62 m Kringlukast: Erlenidur ValddmaTs. ÍR 47,75 m HallgrímiUir Jónsson HSÞ 45,27 m Jón Pétursson HSH 45,26 m Sleggjukast: Jón H. Magnúgson ÍR 51,94 m Þórður Sigurðsson KR 46,72 m Jón Pétursson HSH 40,33 m Langstökk kvenna: Sigrún Sæmunidsid. HSÞ 4,81 m Linda Ríkiharðsdótitiir ÍR 4,71 m Hástökk: Jón Þ. Ólatfsson ÍR 2,04 m Elías Sveinsson ÍR 1,80 m Donald Rader UBK 1,71 m 100 metra hlaup drengja: Bjarni Stetfánsson KR 11,6 sek. Finnbjörn Finnibj. ÍR 12,2 sek. EMas Sveinsson ÍR 12,3 seik. 60 metra hlaup sveina: Einar Lotftsson UMSB 8,2 sek. Sigmar Arnórsson UMSB 8,5 sek. 60 metra hlaup pilta yngri en 13 ára. Birgir Jóhannesson ÍR 9,4 sek. England vann Svía England sigraði Sviþjóð í lands- leik að Wemlbley á föstu dags- kvöldi með 3—1. Mörk Englend- inga skoruðu: Peters með skalla, Chaif ton bætti öðru við með einu af sínum sígildu þrumu- skotum og Hunt skoraði þriðja markið. Mark Svíanna var skor- að alveg undir leikslok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.