Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1968. Jóhanna Guðríður Tryggvadóttir - Kveðja Magný Kristjáns- dóttir — Minning F. 17. jan. 1902. D. 22. maí 1968. I DAG fer fram frá Fossvogs- kapellu útför Jóhönnu Tryggva- dóttur, Bræðraborgarstíg 32 hér í borg. Hún var fædd á SeySis- fii'ði 17. janúar 1902. Foreldrar hennar voru hjónin Tryggvi Guðmundsson, kaupmaður frá Efra-Seli í Hreppum og Jónína Jónsdóttir frá Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð. Voru þau hjónin bæði af þekktum og merkum ættum. Þriggja ára að aldri missti Jóhanna móður sína og ólst hún því upp bemsku sína og æsku hjá ástríkum föður og stjúpmóður sinni, frú Gunndóru Benjamínsdóttur, merkri konu og mikilhæfri, sem Tryggvi fað- ir hennar kvæntist árið 1909. — Seyðisfjörður var á þessum ár- um glaðvær menningarbær, sem í ýmsu tilliti mátti teljast í fremstu rcíð íslenzkra kaup- staða. Þar var blómlegt hljóm- listar- og félagslíf og atvinnu- hættir og afkoma almennings vom eins og bezt gerðist hér á landi, á þeim ánun. Þrátt fyrir þungbæran móður- missi átti Jóhanna því bjarta og hugljúfa æsku í hlýjum föður- ranni í hópi söngglaðra og ljúfra æskuvina. Minntist hún alla ævi þessara björtu bernsku- og æskudaga og hélt tryggð við marga æskuvini sína fram að hinztu stund. Um 18 ára aldur fluttist hún hingað til Reykjavíkur og starf- aði við verzlunar og afgreiðslu- t Sigurður Kristjánsson fyrrverandi alþingismaður, lézt 27. maí í Landsspítalan- um. i Bömin. t Eiginkona mín Ingibjörg Kristín Agnarsdóttir Haðarstíg 18, vei'ður jarðsett frá Dómkirkj- unni kl. 1.30 e.h. fimmtudag- inn 30. þ.m. Blóm afbeðin, en þeir sem vildu minnast hinn- ar látnu vinsamlegast láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Fjrrir hönd barna, tengda- barna, barnabarna og systkina þeirrar látnu. Aðalsteinn Andrésson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för Halls Guðmundar Jónssonar bónda, Bringum, Mosfellssv. Sérstakar þakkir færum við læknum, starfsfólki og stofu- félögum á Vífilsstöðum fyrir frábæra alúð og umhyggju- semi í veikindum hans. Margrét Hallsdóttir Regína Hallsdóttir Edda Hallsdóttir. störf um nokkurra ára skeið. Nokkru eftir tvítugsaldur sigldi hún til Danmerkur og dvaldi þar um 2ja ára bil og stund- aði nám um eins árs skeið við húsmæ'ðraskólann í Sorö. Átti hún einkar bjartar minningar frá veru sinni þar. Eftir heimkomu sína vann hún við verzlunarstörf fram til ársins 1937 er hún giftist Egg- erti Arnórssyni, skrifstofu- stjóra. Eignuðust þau einn son, Arnór, sem vinnur hjá endur- skoðunarskrifstofu Bjöms E. Árnasonar. Arnór er kvæntur Dúu Hallgrímsdóttur. Eftir að þau hjónin slitu sam- vistum vann Jóhanna lengst af á Listasafni ríkisins. Henni var það starfssvið einkar kært og hugstætt, því það var í samræmi við listrænt eðli hennar og upp- lag. Jóhanna var kona mjög vel skýr og prýðilega verki farin. Heimili hennar bar í hvívetna vitni um listræna smekkvísi hennar, reglusemi og snyrti- mennsku. Þekktu vinir hennar og nánir aðstandendur það bezt, hve ánægjulegt var að koma á heim- ili hennar og hve móttökur henn ar voru hlýjar, einlægar og al- úðlegar. Um margra ára skeið átti hún þó við þungbæra vanheilsu að stríða. Þrátt fyrir það stundaði hún starf sitt af frábærri kost- gæfni og skyldurækni og ann- aðist heimili sitt og prýddi eins og bezt mátti verða. — Jóhanna var að upplagi léttlynd og glað- vær og bjó yfir óvenjulegri bjart sýni, kjarki og stillingu. Vilja- styrkur hennar og andlegt þrek bar hana uppi og gerði henni kleift að rækja störf sín af sér- stakri alúð, þótt hún í raun og veru gengi ekki heil til skógar um margra ára skeið. Jóhanna var trygg kona og vinföst enda eignaðist hún bæði fyr og síðar maxga einlæga vini, sem nú að lei'ðarlokum munu minnast veg- lyndis hennar og mannkosta og kveðja hana með þakklátu og hrærðu hjarta. — Til hinztu stundar var þó kærleikur henn- ar og fómarlund bundin órofa- böndum við einkasoninn og son- ardótturina ungu, sem færði lífi hennar birtu, unað og gleði hin síðustu ár. Um nokkurt skeið hafði þrek t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Karenar Mörk. Hans Samúelsson, Úlfar Páll Mörk, systkin og vandamenn. t Innilegar þakkir færum við öllum, er sýnt hafa okkur sam ú'ð og vinarhug við andlát og útför móður okkar fósturmóð- ur, tengdamóður og ömmu, Hedvig D. Blöndal. Ragnhild og Ingólfur Blöndal, Ragnheiður og Hjálmai Blöndal, Anna Blöndal, Hedvig A. Blöndal, Ingibjörg BI. og Alan Stenning Sigrún Óskarsdóttir og Ágúst I. Sigurðsson og barnaböm. hennar og þróttur verið að þverra smátt og smátt, unz hún andaðist þ. 22. þ.m. Vér trúum því að ljóselsk sál hennar hafi svifið á vængjum árroðans mót hinu eilífa vori, þar sem allt er laugáð ljósi og kærleika. Vér nánir vinir og aðstandendur hinnar látnu kveðjum hana hlýrri kærleikskveðju og þökk- um vináttu hennar, veglyndi og tryggð og bjartar minningar, sem allar vitna um göfuga skap- gerð og hlýja og hreina sáL En að síðustu viljum vér kveðja þig látna systir vor, með hinum fögru ljóðlínum „lista- skáldsins góða“: Krjúptu að fót- um friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans, meira áð starfa Guðs um geim. Þorsteinn Jóhannesson. Kveðja frá eiginmanni, börn- um, tengdabömum og barna- börnum. Fædd: 2. okt. 1913. Dáin: 18. maí 1968. Er burtu vetrarvaldið flýr og vorið hingað aftur snýr með ylinn þann, sem allir þrá, þú okkur kvaddir jörðu á. Þú sjálf varst eins og ylríkt vor sem allra vildir létta spor, í þjáningum og þrautum sterk vannst þú mörg dulin kærleiksverk. Og öllu góðu unniir þú og öllu sönnu varstu trú þín gestrisni og góðvild há var geisli okkar leiðum á. Við kveðjum niú með þíðri þökk; af þungum harmi sól var klökk þig felur Jesú umisjón í er upp þér rennur lífssól ný. H. H. Kveðja frá systur. Skildu okkur forlög ungar mjög að árum. Ekki skal reynt aðrifja upp t Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðar- för eiginmanns míns og föður okkar Sigurðar Sigurðssonar, frá Hælavík. Guð blessi ykkur öll. Stefanía Guðnadóttir og börn. t Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför Odds Jónssonar. Ágústa Jónsdóttir, böm, tengdabörn, barna börn og systkin. Fædd 15. júní 1910. Dáin 17. maí 1968. FÖSTUDAGINN 17. maí sl. and- aðist að heimili sínu, Snorra- braut 79 hér í borg, frú Magný Kristjánsdóttir, eiginkona Árna Ingólfssonar, skipstjóra, eftir erfiðan sjúkdóm, aðeins tæpra 58 að aldri. Var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 24. þ.m. að viðstöddu fjölmenni. Magný Kristjánsdóttir var fædd á Bíldudal 15. júní 1910 og voru foreldrar hennar Krist- ján Sigurðsson, fiskmatsmaður, og kona hans Jóhanna Árnadótt- ir. — Þau hjónin fluttust frá Bíldudal hingað til Reykjavíkur árið 1912 og gegndi Kristján hér fiskimatsstarfi þar til hann lézt árið 1926. Var heimili þeirra hjóna rómað fyrir myndarbrag og þar nutu börn þeirra hollra áhrifa frá góðum og göfugum foreldrum. Börnin voru sjö og eru fimm þeirra á lífi, allt ágæt- isfólk, þrír synir kvæntir og starfandi hér í borg og tvær dætur giftar og búsettar í Eng- landi. Árið 1935 giftist Magný eftir- lifandi eiginmanni sínum, Árna skipstjóra Ingólfssyni. Dvöldust þau fyrstu árin hér en fluttust árið 1968 til ísafjarðar og áttu gamla daga. Síðar á ævi leiðir láu saman létt féllu hlátrar, gleymdist liðin saga. Systir mín góða, gaman var þá stundum gott er að minnast alls frá þess- um fundum. Horfin ert þú úr heimi böls og tára, hljóð falla tár, en minningarnar streyma. Drottinn mun annast ástvinina þína enginn mun þinni fómarlundu gleyma. Vomóttin bjarta vakir yfir leiði viðkvæmt er hvíslað: Nú er sumar heima. (Vegna mistaka við birtingu erfiljóða um Unni Bjarnadóttur er anna'ð ljóðanna birt hér aftur). Mínar hjartans þakkir sendi ég öllum þeim er heiðruðu mig á 70 ára afmæli mínu 25. þ. m. með heimsóknum, gjöf- um, blómum og skeytum og síðast en ekki sízt hlýjum handtökum. Megi Guð blessa ykkur öll. Steinunn Magnúsdóttir Hraunteig 18. þar heima tiíl ársins 1943, er þau fluttust hingað aftur. Þau eignuðust þrjú elskuleg böm, Vigdísi, Ingólf og Jóhönnu. Hafa þau öll gifst og stofnað sín eig- in heimili, en þó jafnan verið 1 nánum tengslum við foreldra sína og verið þeim til mikillar gleði og þá ekki síður litlu barna börnin, sem borið hafa í bæinn til afa og ömmu þá birtu og þann yl, sem aðeins lítil börn geta veitt. Skömmu eftir að þau Magný og Árni fluttust hingað frá ísa- firði, reistu þau sér hús vi8 Snorrabraut og urðu þá nágrann ar okkar hjónanna. Tókust þeg- ar með okkur góð kynni og síð- ar einlæg vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á, og erura við hjónin þeim innilega þakk- lát fyrir það. Enda þótt Magný væri, eins og móðir hennar, mjög félags- lynd og tæki nokkurn þátt 1 félagsmálum kvenna ,þá var það þó fyrst og fremst heimilið, eig- inmaðurinn og börnin sem voru henni eitt og allt, enda var heimili hennar eftir því, — vist- legt og hlýlegt og heimilisbrag- urinn allur bar vott um samhug og kærleika húsráðendanna og barnanna. Held ég að ég hafi vart kynnst ástúðlegra hjóna- bandi en þeirra hjóna. Því var jafnan gott og mannbætandi að eiga stundir með þeim á heimili þeirra og njóta þar hinnar ein- lægu alúðar þeirrar og gestrisnL Ég hef fáum konum kynnst, sem ég hef haft jafnmiklar mætur á og Magnýju. Kemur þar margt til. Hún var óvenjulega vel gerð kona, prýðilega greind, skemmti leg í viðræðum, lífsglöð, hjálp- söm og hjartahlý. Má í því efni minnast á hina miklu ástúð og umhyggju, sem hún sýndi aldr- aðri móður sinni, er bjó hjá henni og lézt árið 1960 og þá ekki síður Þóru systur sinni, sem einnig bjó hjá þeim hjón- um þar til hún lézt á síðastliðnu ári, Hef ég sjaldan eða aldrei þekkt jafn innilega vináttu milli systkina ,sem þeirra tveggja. Þá vil ég og minnast þeirrar innilegu hlýju sem ríkti milli hennar og tengdamóður hennar háaldraðrar. Við hjónin söknum sárt þess- arar góðu og tryggu vinkonu okkar, en hversu miklu þyngri mun þá ekki sá harmur vera, sem kveðinn er að eiginmanni hennar og börnum við fráfail elskulegrar eiginkonu og móð- ur. Við hjónin vottum þeim og öðrum ástvinum hennar okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Grímsson. SAMKOMUR Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Ól- afur Ólafsson kristniboði tal- ar. allir velkomnir. Minning: Unnur Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.