Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 19*». íbúð — skrifstoíuhúsnæði Til söhi 130 ferm. íbúð á 1. hæð í nýlegu steinhúsi nærri Miðbænum. íbúðin er 5 herbergi, þar af eitt forstofuherbergi með sér snyrtiherbergi. Sérhiti, tvöfalt gler, suðursvalir, teppi á stofum. Laus eftir samkomulagi. Hentar vel sem skrifstofuhúsnæði, eða læknastofa. Fasteignasalan, Garðastræti 17, símar 24647—15221, Árni Guðjónsson hrl., Þorsteinn Geirsson hdl. Helgi Ólafsson sölust. Kvöldsími 41230. 10 ÁRA ÁBYRGÐ SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON&CO HF r SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Laugarásbíó BLINDFOLD Amerísk kvikmynd Framleiðandi: Marvin Schwarts Leikstjóri: Philip Dunne Meðal leikenda: Rock Hudson Claudia Cardinale Hafi menn ekki vitað áður, hvað blindfold þýðir, þá vita menn það örugglega, eftir að hafa séð mynd þessa. Þegar framan á prógrammi stendur ís lenzk þýðing á orðinu, að vísu fremur feimnisleg og innan sviga: (Með bundið fyrir augu). Er það ekki að ófyrirsynju, að svigum er skotið utan uim þá þýðingu, sem mun að vísu efn- islega næsta nákvæm, en ekki tiltakanlega listræn. Hins veg- ar hefði auðvitað komið til greina að nota íslenzkt heiti yf ir myndina, þótt það samsvaraði ekki nákvæmlega hinu enska. En þetta skiptir ekki öllu máli, enda geta misheppnaðar tilraunir til hnyttinna þýðinga verið harla óskemmtilegar. Hitt varðar meiru, að hér er um kvikmynd að ræða, sem hefur ýmsa góða kosti til að bera, og er ég illa svikinn, ef mynd þessi gengur ekki alllengi. Hvað er það, sem mundi draga fólk svo að þessari mynd? Fyrst og fremst eiga þau Hudson og Claudía stóran aðdáenda- skara, sem kemur trúlega á vett vang, til að sjá samleik þess- ara frægu leikara, þótt ekki væri öðru til að dreifa. Fólk mun ekki verða fyrir vonbrigð um með leik þeirra, hann er yf irleitt góður og hæfir vel efninu, og svipað mætti segja um leik ýmissa annarra leikara í þessari mynd, til dæmis Önnu Seymor, sem leikur roskinn einkaritara Hudsons af mikilli prýði. Að efni til er þetta eins kon ar njósna- og gagnnjósnarmynd. Ekki allsólik James Bond kvik- myndum. Glæpahringur reynir að ná mikilli vitsmunaveru, Art hur Vincenti, á sitt vald, en hann er frægur vísindamaður, og er ætlun hringsins að selja, ja líklega helzt Kínverjum hann, fyrir of fjár. Hudson, sem er geðsjúkdóma 10 ARA ABYRGÐ Bókamarkaðurinn Víðimel 64, simar 15104 og 15146. Bókamarkaðurinn hættir á föstudagskvöld Á miðvikndag og fimmtudag verður tekinn fram mikill fjöldi „pésa og bæklinga44 IMú er tækifærið, sem ef til vill kemur ekki aftur. Almennur félagsfundur verður haldinn í húsi fé- lagsins að Rauðarárstíg 2, fimmtudaginn 30. maí n.k., kl. 20.30. Dagskrá: Félagsmál. STJÓRNIN. Hogræðingarrúðunoutur ÍSAL óskar eftir að ráða hagræðingarráðunaut eða niann með hliðstæða menntun til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu á starfsmati og hæfnismati svo og hagræðingarmálum yfirleitt. Hann þarf að geta dvalist erlendis um tíma á vegum ÍSAL. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist í pósthólf 244, Straumsvík, fyrir 19. júní 1968. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. læknir, er fengdnn til að reyna að lækna Vincenti af taugabil- un, og skilst honum, að minnsta kosti í byrjun, að þar sé hann að vinna í þágu sinnar eigin þjóðar. En til öryggis þá er bund ið fyrir augu Hudsons, alllöngu áður en hann fyrirhittir sjúkl- ing sinn, en „hershöfðingi" nokk ur annast flutninga læknisins t i 1 og frá sjúklingi sinum. Hann má sem sé ekki vita, hvar hinm vitri geðsjúklingur dvelur 1 Bandaríkjunum. En vegna þess, að bandaríska leyniþjónustan má ekki gefa upp nöfn starfsmanna sinna, þá lend ir Hudson í þeirri erfiðu að- stöðu, að hann veit ekki lengur, hvort hann er að þjóna óvin- um lands síns eða ekki. Hinar „pottþéttu öryggisráðstafanir" vinna þannig orðið gegn þeim hagsmunum, sem þeim er ætl- að að þjóna. Spretta af þessu miklir erfiðleikar fyrir hinn dugmikla geðsjúkdómalækni, en í rauninni á þó lækniskúnst hans eftir að koma honum í góð ar þarfir oftar en einu sinni. Og þá ekki síður hæfileiki hans til að vinna hjörtu ungra kvenna . . Öðrum þræði er þetta gaman- mynd, og gerast þarna mörg hlægileg atriði. Gamansemin er kænlega ofiri saman við annan efnivið myndarinnar, er oftast nálæg, en sjaldan óhóflega ærslasöm né uppáþrengjandL I>að, sem gerir myndina þó sér staklega skemmtilega er spenna sú, sem hin óþýðlega „blind- - fold“ veldur. Hugmyndin með blindfoldinni gefur nær óþrot- leg tækifæri til að gera spenn- andi og skemmtilega kvikmynd, ef góðir leikarar eru í boði, og virðist leikstjóri hafa hagnýtt sér þau tækifæri mjög veL Niðurstaðan verður sú, að þótt mynd þessi sé, samkvæmt sínu ævintýralega eðli, að sjálf sögðu ekki ýkja trúverðug, þá býr hún yfir „harðari kjarna" en margar þeirra kvikmynda, sem fjalla um svipað efni, og sá kjarni er einmitt orðið óþýðan- lega. — Spenningurinn nær há marki, þegar Hudson flýtir sér ásamt Claudíu hinni fögru til að reyna að finna stað þann, þar sem Vincenti er falinn og hann hafði jafnan sjálfur verið teymd ur „blindandi“ til. Með skarp- skyggni útilokar hann þegar 44 fýlki Bandaríkjanna. „Þú gleymir tveimur, Hawaji og Alaska" segir Claudía, og voru það orð að sönnu. Mæli með mynd þessari sem góðri skemmtimynd. S. K. FjaUrir, f jaðrablöð, hljóffkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerffir bifreiffa Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegj 168 - Sími 24180 BREIÐHOLTSHVERFI Höfum til sölu nokkrar tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í Breiðholtshverfi. ★ íbúðirnar seljast fullfrágengnar. ★ Lóð fullfrágengin með hellulögðum ★ Vandaðar innréttingar úr harðviði. gangstígum. ★ Sameign fullfrágengin. + Barnaleikvöllur á lóðinni frágenginn. ★ Beðið eftir húsnæðisláni. Verð íbúðanna er fast að því leyti, að það hækkar ekki, en lækkar eftir ákveðnum reglum, reynist byggingarkostnaður lægri en nú er áætlað. Þetta eru tvímælalaust hagstæðustu kjörin á nýjum íbúðum í dag. Líkan af Breiðholtshverfinu og teikningar til sýnis á skrifstofunni. FASTEIGIMASKRIFSTOFAN Austurstræti 17 BJARNI BEINTEINSSON ________________________ Símar 17466 og 13536. Kvöldsími 34441.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.