Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 196«. 11 Guðmundur IMagnússon bóndi á Blesastöðum á Skeiðum nírœður 17. maí síðastliðinn —- KÆRI Guðmundur. Ég get ekki látið hjá líða að segja við þig nokkur orð á þess- um merku tímamótum í ævi þinni. Þú og kona þín hafið með lífi ykkar og starfi gefið sveit okkar og samtíð fagurt for- dæmi. Á níutíu ára afmælinu get ur þú litið með ánægju yfir far- inn veg. Níutíu ár er langur tími í einni mannsævi en ekki langur tími í lífi þjóðanna. Þeg- ar litið er yfir æviskeið þitt þá sér maður samt að þú og jafn- aldrar þínir hafa í rauninni lif- að alla sögu íslenzku þjóðarinn- ar. Þegar þú ert orðinn fulltíða maður, vinna bændur enn með næstum því sömu tækjunum og landnámsmennirnir gerðu, og þú ert orðinn fulltíðamaður þeg ar farið er að byggja timburhús í sveitum og nota járn á þök. En sú kynslóð, sem var orðin fullþroska um aldamótin var vissulega móttækileg fyrir nýj- ungum, og hún lagði grundvöli- inn að þeirri velmegun, sem við eigum við að búa í dag. íslenzku bændurnir hafa ekki látið sitt eftir liggja með að byggja upp landbúnað með ný- tízku sniði. Þú hefur svo sannar lega verið virkur þátttakandi í þeirri byltingu, sem orðið hefur í sveitunum. Á þessu vori hefur þú búið í sextíu ár á Blesastöð- um og ég held, að fáir bændur geti litið með meiri ánægju yf- ir þær framkvæmdir, sem orð- ið hafa á óðali sínu en einmitt þú. Þegar litið er yfir búskapar- sögu þína, þá einkennist hún af því hvað þú varzt alltaf bjart- sýnn og hafðir mikla lífstrú og BAHCO ■ VEGGVIFTUR ÞAKVIFTU R STOKKAVIFTUR BLÁSARAR HÁ« OG LÁGþRÝSTIR FYRIR LOFT- OG EFNISFLUTNING. Allar stærðir og gerðir. Lelðbelningar og verkfræði- þjónusta. FONIX FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SfMI 24420 - SUÐURG. 10 ■ RVÍK varzt ódeigur að leggja í fram- kvæmdir, og þér varð alltaf að bjartsýni þinni. Þú hefur verið einn af þeim mönnum, sem ver- ið hefur á réttri hillu í lífinu eins og sagt er stundum. Ég er viss um, að þú hefðir ekkert annað hlutskipti kosið þér held- ur en að verða umsvifamikill bóndi á höfuðbóli eins og þú hef ur verið. Á þessum tímamótum hefur þú mikið að þakka. Þér var gef- in fágæt lífsorka og fram- kvæmdaþrek, sem enst hefur þér til þessa dags og þú eignað- ist góða og göfuga konu. Kæru hjöh, Kristín og Guð- mundur, eftir ykkur liggur óvenju mikið ævistarf og þið hafið á langri ævi eignast ást og virðingu samtíðarinnar. Þið haf- ið alltaf stundað uppbygginga- starf og stutt af lífi og sál öll málefni, sem mega til framfara horfa. Þið getið nú á efri árum litið yfir mikið og dáðríkt starf, vitandi það ,að þið. hafið verið virkir þátttakéndur í stórkost- _ legasta æfintýri ,sem gerst hef- ur með þjóðinni, og þið hafið sett varanlegt svipmót á sveit ykkar og hérað. Með kærri kveðju og þökk fyrir gömul og góð kynni. Jón Guðmundsson. Nýjar sendingar af dönskum sumarkjólum, mjög glæsilegt úrval. í hægri umferð er enn auðveldara að heimsækja okkur en nokkru sinni fyrr. Bílastæði við búðardyrnar. Tízkuverzlunin \rún (juÉi Rauðarárstíg 1, sími 15077. í tilefni útstillingar okkar í bás 12 á sýnirrgunni íslendingar og hafið munum við géfa 10% stað- greiðsluafslátt af 25” sjónvarpstækjum og tækjum með Fm-útvarpsbylgju meðan birgðir endast. Þá gefum við 5% staðgreiðsluafslátt af öllum öðrum tækjum. Árs ábyrgð — eigið verkstæði. EINAR FARESTVEIT & CO. H.F., Aðalstræti 18 — Sími 16995. Próf í bifvélavirkjun verður haldið laugardaginn 8. júní. Umsóknir sendist til formanns prófnefndar Eyjólfs Tómasson- ar, Olíuverzlun íslands, Laugarnesi fyrir fimmtu- daginn 6. júní. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Innheimtu ríkis- sjóðs, Björns Ólafs, hdl. og Gunnars Jónssonar, hdl., verður húseignin Mýrarhús ytri, austrendi, Sel- tjarnarnesi, talin eign Sigríðar Sumarliðadóttur, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 31. maí 1968, kl. 3.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 13., 15. og 17. tölu- blaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu 1968. Skoðun fer fram sem hér segir: Gerðahreppur: Þriðj'Udagur 4. júraí. Miðvikudagur 5. júná. Skoðun fer fram vdð bamaskólann. Miðneshreppur: Fimmbudagur 6. júná. Föstudaguir 7. júní. Skoðun fer fraim við Miðnes h.f. Njarðvíkurhreppur og Hafnarhreppur: Mánu'dagiur 10. júní. Þriðjuldaguir 11. júná. Skioðun fer fram við saanikomiulhúsið Stapa. Grinda vikurhreppur: Miðvikudagur 12. júní. FtmmtudaguT 13. júní. Skoðun fer fram við barnaskólann. Vatnsleysustrandarhreppur: Föstiudagur 14. jiúní. Slkoðun fer fram við frygtfihúsið. Mosfells-, Kjalarnes- og Kjósarhreppur: Þriðjuidagur 18. júná. Miffvikudagur 19. júni Fi'mmitudagur 20. júni. Fösbuidagur 21. júní. Skoðun fer fram við Hlógairð, Mosfellssveit. Selt jamarneshreppur: Mánudagur 24. júná. Þriðjudagur 25. júní. Skoðun fer fram við barnaskóilann. Hafnarfjörður, Garða- og Bessastaðahreppur: Mánudagux 1. júilá G- 1 — 250 Þriðjudagur 2. júlá G- 251 — 500 Miðvikuidagu r 3. júlí G -501 —• 750 Fimim.tudagur 4. júli G -751 — 1000 Föstudagur 5. júlá G-1001 — 1250 Mánudaguir 8. júlí G-1251 — 1500 Þriðjudagur 9. júilá G-1501 — 2000 Miðvikud'agur 10. júild G-2001 — 2250 Fimmtudagur 11. júlí G-2251 — 2500 Föstudaigur 12. j'úlí G-2501 — 2750 Mánudagur 15. j'Úlí G-2751 — 3000 Þriðjudagiur 16. júlí G-3001 — 3250 MiðVik'u'dagur 17. júlí G-3251 — 3500 Fimmtudagur 18. júlí G-3501 — 3750 Föstudagur 19. júM G-3751 — 4000 Mánudaguir 22. júiM G-4001 — 4250 Þriðjudagur 23. júfllí G-4251 — 4500 Mið vikudagur 24. júlá G-4501 — 4750 Fimmtudagur 25. júlá G-4751 —■ 4800 Föstudagur 26. júlá G-48O0 og þar yfir Skoðun fer fram við Suðurgötu 8, Hafnarfirði. — Skoðað er frá kl. 9—12 og 13—16.30 Skylt er að sýna Ijósastillingavottorð við skoðun. Gjöld af váðtækjum bitfeiða skulu greMd vnð sikoðun eða sýnd sikilríki fjrrir, að þau bafi áðuæ verið igreádd. Við skoðun ber að grieiða biífreiðaskatt og sýna sfciliríki fyrir því að lögboðm vátrygging fyrir hverja biifreið sé í igildii og fulligilM ökuskírteini skulu lögð fram. Vanræksla á að færa bifreið till skoðumar á áður aug- lýstum tíma varðar ábyrgð skv. umferðarlögum n.r, 26 1958 og verður bifneiðin tekin úr umtferð hvar sem til hennar næst, ef vanrækt er að færa bana til skoð- unar. — Get: bifreiðaeigandi eða umráðamaður bif- reiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auiglýstuim tíma, ber honum að tillkynna það bréflega. Athygli er vakin á því að umdæmismierki biifreiða skulu vera vel læsilleg og er því þekn, eir þurfa að endurnýja númeraspj'öild bilfreiða sinna ráðlaigt að gera svo nú þegar. Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega áminntir um að færa reiðhjól sín til skoðunar. Þetta tilkynnist hér með öllium, sem hliuit eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 26. maí 1968. EINAR INGTMUNDARSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.