Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 19
.1 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1966 19 Sr. Sigurður Pálssou, vígslubiskup: „A& marka stefnu, sem öll kristnin fylgir" ViÖfangsefni heimsþings alkirkjuráðsins 2. GREIN í UPPHAFI Heimsþinga Al- kirkjuráðsins voru haldin nokk- ur yfirlitserindi, um hin marg- háttuðu vandamál samtíðarinnar. Að þeim loknum var þinginu skipt í deildir, til að skipta með sér hinum ýmsu verkefnum. Deildirnar eru sex og hver deild í fimm hlutum til að nýta sem best starfskraftana. FYRSTA DEILD hefur yfir- skriftina HEILAGUR ANDI OG „KAÞÓLSKA" KIRKJUNNAR. Leggur 'hún áherzlu á að orðið kaþólska sé skilið í sinni upp- haflegu merkingu „hin almenna" Það leiðir af því, að þó kirkj- urnar séu ekki eins, eru þær eitt. Og viðurkenning þeirrar einingar geri þeim kleift að skriftina ENDURNÝJUN taka með sameiginlegu átaki á vandamálum tímans og leggjast þar allar á eitt. Það er eitt meg- inmarkmið þessa þings, að marka stefnu sem öll kristnin fylgir. IÞá er einingin orðin í verki. Þessi deild hefur því með að gera guðfræðileg efni. Fyrir henni stendur prófessor frá Bandaríkjunum James McCord. ÖNNUR DEILD hefur yfir- skriftina BNDURRNÝ JUN KRISTNIBOðS. Sú deild fæst við að breyta stefnu í rekstri kristniboðsins, þannig að það sé færara um að mæta breyttum að stæðum og nýjum vandamálum, sem fram hafa komið á síðari ár- um. Fyrir þeirri deild stendur metropolitan frá Indlandi Lak- dasa de Mel. ÞRIðJA DEILD hefur yfir- skriftina FJÁRMÁL HEIMS INS OG FÉLAGSLEG ÞRÓUN. Hin brennandi krafa um þróun er brýning til kirkjunnar og guð fræðinnar. Það sem nútíminn þarf er kristin afstaða, sem tek- ur sér fyrir hendur að hafa raun hæf áhrif á, að mæta mannlegum þörfum allra manna, samkvæmt siðferðilegri skyldu. Guðs ríki er mitt á meðal vor, en auk þess er það veruleiki fyrir framtíð- ina. Þess vegna mega kristnir menn aldrei örvænta, heldur keppa stöðugt eftir endumýjun, bæði kirkjunnar og samfélagsins Vandamál nútímans eru brýn- ing, ekki aðeins til kirkjunnar, heldur einnig til allra ábyrgra manna. Fyrir þessari deild stend ur Jan Milie Lochman prófessor frá Prag. FJÓRðA DEILD hefur yfir- skriftina TIL RÉTTLÆTIS OG FRIðAR í ALÞJÓðAMÁLUM? Þar er rætt um að kjarnorku- veldin þurfi öruggar reglur fyr- ir samstarfi. Stjórnleysi í al- þjóðamálum veldur öllum stór- hættu. Fjárhagslegt réttlæti í heiminum er skilyrði fyrir heims friði. Sameinuðu þjóðirnar og önnur skyld samtök verðskulda stuðning kirkjunnar. FIMMTA DEILDIN hefur að yfirskrift GUÐSDÝRKUN í VANHELGUðUM HEIMiI?Þessi *deild fjallar því um sjálfa Guðs- •dýrkunina. Þar liggur fyrir að ♦athuga, að hve miklu leyti hin *vanhelgaða veröld hefur glatað ’skilyrðum til að njóta hinnar •hefðbundnu guðsdýrkunar. Hvað iguðsdýrkun er, hvert gildi hef- ■ur hún og hvernig á hún að •vera. Fyrir þessari deild er próf •essor John Mayendorf frá Banda TÍkjunum. SJÖTTA DEILDIN hefur yfir skriftina í ÁTT AÐ NÝJUM LÍFSSTÍL. Þar verða ræddar hinar mismunandi kristnu lifs- hugsjónir, með hliðsjón af um- byltingum nútímans. Spennan milli kynslóðanna, milli fátækra og ríkca, milli nýs og gamals, milli svartra og hvítra. Einnig verður þar fengist við almennt siðgæði, m.a. kynferðissiðgæði vors tíma. í þessari stuttu greinagerð um viðfangsefni þingsins er aðeins getið um fátt. Hver deild hefur fengið greinagerð, sem er ca. 15 síður. Auk þess var öllum vænt- anlegum fulltrúum sendar fimm bækur mörgum mánuðum fyrir þingið, samanlegt um 500 síður. Nú á þingið eftir að gera sínar ályktanir um allt þetta og verð- ur að þeim unnið í undirdeild- unum. Þetta þing, sem hefur fulltrúa frá nær öllum löndum heims, og þessvegna menn með mjög ólík- ar aðstæður í huga, hefur þó vissa mikilvæga hluti sameigin- lega. Kjörorð Þingsins er ' „Sjá ég geri alla hluti nýja“, Op. 21. Þessi orð minna á að öll sönn endurnýjun hlýtur að koma frá Guði sjálfum. En þegar endur- nýjunin kemur frá honum, hef- Leiðtogar Alkirkjuráðsins í skrúðgöngunni fyrir setninguna, frá vinstri Dr. Martin Niemöller frá Þýzkalandi, Dr. Ernest A. Payne frá Englandi, Dr. Eugene Carson Blake fram- kvæmdastjóri Alkirkjuráðsins, Metropolitan Nikodim frá Rússn- esku Orthodox kirkjunni og Johannes Lilje biskup í Evang- elisku kirkjunni í Þýzkalandi. ur hún oft í för með sér að margt I og viðurkenningu, missir gildi það, sem lengi hafði haft gildi I sitt og verður að hverfa eða breytast í anda endurnýjunar- innar. Kirkjunni er oft borið á brýn, ýmist með réttu eða röngu, að hún sé íhaldssöm og vilji engu breyta. En hér í Uppsölum er svo ástatt, að allir virðast til- búnir að gera hverja þá breyt- ingu, sem nauðsyn krefur. Hitt er oft vandséð hvernig á að breyta og hverju. Þróun tímans er enn í svo mikilli óvissu, að vandséð er hvað hefur gildi á morgun eða næsta dag. Annað einkenni þessa þinga er hinn mikli áhugi þess á fé- lagsmálum og alþjóðamálum. Þau mál ganga með einhverjum hætti eins og rauður þráður í gegn um allar deildir þess. Hæst ber þar kynþáttavandamálin og hhungursneyðina. Sérstaklega er rætt um siðferðilega ábyrgð hinna þróuðu þjóða gagnvart þróunarþjóðunum. Einnig um þetta er fullkominn einhugur. Þriðja einkenni þingsins er það, að fullkomin vinsemd og umburðarlyndi er ríkjandi, þó talað sé um hin viðkvæmustu mál, sem stundum eru pólitísk. í fjórða lagi er alger einhugur um að þingið leiti að niðurstöð- ___________ ___ ______________ _____ ________________________________________________ um, sem allir geta fylgt eftir I Joshia Kibira biskup frá Tanzaniu ræðir við Metropolita Meliton, Patriakra Konstaniopel (til smurn kirkjum, víðsvegar um hægri) við lok setningarathafnarinnar í Uppsaladómkirkju. heiminn. Brezki hershöfðinginn Sir Jam es WiUcocks stjórnaði her Breta í Indlandi á árunum 1879—1910, og í fyrri heims- styrjöldinni stjórnaði hann ind- versku hersveitunum í Frakk- landi. Eftir langa dvöl i Ind- Iandi hafði hann kynnst mörgu, er hann furðaði stórum á, og hann ritaði grein um minningar sínar þaðan árið 1962 í brezka blaðið „Evening News". Þar full yrðir hann, að í Indlandi sé „fjölda margir sjáendur, enda þótt kaupsýsluvanir hvítir menn geti ekki skilið þetta né metið það“. Hann fullyrðir einnig, að þessir sjáendur sé gæddir and- ans krafti, sem þeir noti stund- um, ekki sjálfum sér til ávinn- ings né frægðar, heldur telji þeir það skyldu sína að hjálpa ná- unga sínum". Þessu til sönnun- ar segir hann sögu af frænda sínum, sem var á leið upp til undirhlíða Himalaja-fjálla ásamt fjölskyldu sinni, því að þangað var hann sendur. Hann hafði einu sinni gert greiða Brahmin nokkrum, sem átti heima á þess- um slóðum, þegar allt logaði í skærum. Þegar þau lögðu á stað í þessa ferð, var lítil dóttir þeirra lasin, og henni versnaði stöðugt á ferðalaginu. Og er þau áttu ó- farna um 50 km. til bækistöðv- anna, þá dó barnið. Þaðan var enga læknishjálp að fá, en sent var eftir Brahminanum, sem átti heima skammt á braut. Þegar brahmininn kom, lyfti hann líkblæunni af andliti barns ins og þuildi yfir því bænir sín- ar. Að því loknu breiddi hann blæuna aftur yfir andlit þess og sagði: „Þið skúluð ekki jarða þetta barn fyrr en eftir sex klukkustundir". Svo fór hann. Móðirin sat stöðugt harm- þrungin ihj'á Mki barnsins. Eftir nokkra stund sá hún að líkblæ- an bærðist, og áður en hún gæti áttað sig, reyndi barnið að rísa upp. Það var ekki dáið, en ef Brahmininn hefði ekki komið mundi það hafa verið grafið lif- andi. „Frá þessu sagði faðirinn mér sjálfur", segir Sir James. „Eg þekkti Brahmínann vel og eg spurði hann oft að því hvernig hann hefði farið að því að lífga barnið, en hann svaraði ætíð hinu sama: „Guð ræður öllu".- Aðra sögu um merkilega lækn ingu hefir ensk kona sagt fyrir skemmstu. Hún heitir frú Aunis M. Mather, og frásögn hennar er á þessa leið: -Fyrir rúmum 20 árum áttum við hjónin heima í Indlandi, fjarri öllum hvítum mönnum. Þess vegna urðum við að senda börn okkar í heimavistarskóla í Bangalore. Dóttur okkar, sem þá var aðeins 8 ára, henti þá það óhapp, að hún datt niður háan stiga og meiddi sig mikið á fæti og síðan safnaðist vatn í hnjá- liðinn. Við fengum þá bréf frá skólanum og var okkur skipað að sækja barnið, því að þar væri ekki hægt að hafa sjúklinga. Telpan var þá flutt í næsta trú- boðs-spítala og þar var ágæt kona yfirlæknir. Byrjað var á því að soga vatnið úr hnjáliðn- um og svo var henni leyft að fara heim og sagt að húnmætti ekki reyna neitt á fótinn.. Eftir nokkra daga var hnéð aftur stokkbólgið, og að nýju sogaði læknirinn vatn úr liðnum. Síðan setti hann gibsumbúðir á hnéð og hélt að það mundi duga í tvo mánuði. En að þeim tíma liðnum var hnéð miklu ljótara en áður, stokkbólgið og eldrautt og bólg- an komin langt niður á legg. Þá sagðist læknirinn vera ráðþrota, en sjálfsagt væri að fara með kæmist þar undir hendur sér- telpuna til Englands, svo að hún fræðings. Öllum heima hnykkti við er ég sagðist ætla að fara þegar í stað til Englands með telpuna. En þá kom matreiðslumaðurinn til mín (hann var Indverji) og hagði: „Leyfið mér fyrst að sækja tengdaföður minn. Hann hefir hjálpað mörgum. Ef til vill getur hann gert eitthvað". Ég féllst á þetta vegna telp- unnar minnar og svo var' sent eftir þessum manni, og hann kom um kvöldið. Hann lagði svo fyrir, að telpan skyldi flutt út á veröndina og sett þar á stól. Svo baðst hann fyrir á sinn hátt og hélt áfram ákalli sínu á guð sinn meðan hann fór höndum um hné telpunnar. Eftir fimm mín- útur sagðist hann ekki gera meira, en Ihann skyldu koma dag inn eftir að vitja um sjúklinginn. Daginn eftir var bólgan horf in og eftir tvo daga var telpan albata. Þessi indverski læknir var alveg ómenntaður og kunni hvorki að Jiesa nié skrifa, en með hugarfari sínu og vizku hafði honum teki2d að lækna, þar sem vestrænn læknir var genginn frá. Dóttir mín er nú gift kona 1 Texas, og hún hefir aldrei kennt nokkurs meins í hnénu siðan Indverjinn fór hödum um það. , -jJl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.