Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚU 196« 25 JBul. ZzZ fli&uAAHS*. ÖLL MANNLEG örlög byggj ast á áhrifavöldum. Fyrst mætti nefna köllun, þ.e.a.s. hvað menn langar til að gera, þá persónuleika og hæfileika, sem ákvarða hvað menn gætu gert, en svo er líka tæki- færið, sem stundum ræður úr- slitum um það hvað menn munu gera. Á æviferli næst- um allra manna er hægt að finna örlagastundina, þá stund þegar tækifærið býðst. Ef við kunnum að notfæra okkur þetta tækifæri, beinist öll til- vera okkar í framtíðinni inn á rétta braut. Ef við látum það ganga okkur úr greip- um, þurfum Við að fara hlið- argötur að takmarki okkar. Ég vil ekki tala mjög illa um hliðargötuna, — hún er friðsæl, en það skeður bara aldrei neitt þar. Hjá sumu fólki rennur ör- lagastundin aldrei upp. í>að er ekki fólkinu sjálfu að kenna. Það hafði eins góðan persónuleika, og stundum eins mikla snilligáfu og aðrir, sem urðu lánsamari. Því gafst ein ungis ekki tækifæri til að sýna hvað í því bjó. Hugsum okkur að hinn ungi Bona- parte hefði ekki verið í París á þeim mikla degi Vendé-upp reisnarinnar, þegar hann bjarg aði þjóðþinginu. Hver veit hver ferill hans hefði þá orð- ið? Hugsum okkur að bylting in hefði ekki hrakið Chate- aubriand úr sveit sinni, þá væru Atala og René ekki til. En til þess að tækifæri geti komið manni (eða konu) að notum, verður hann að bera í brjósti köllun, þ.e.a.s. setja sér takmark. Það virðist dálítið hlálegt, eftir að hafa tekið dæmi um slík stórmenni, að fara að tala um mitt eigið líf. En hversdagslegustu örlög eru ráðin á sama hátt og hin stórkostlegustu. Mitt líf tók algerum stakkaskiptum við heimsókn lögregluþjóns nokk urs til móður minnar árið 1912. Hér skal ég skýra ykk- ur frá því, hvernig því vék við: Frá barnæsku fann ég til sterkrar löngunar til að skrifa Hvers vegna? Það er erfitt að segja. Ég var fæddur í stétt iðnrekenda. Enginn í ætt minni hafði fengizt við að skrifa. Þau lásu talsvert, móð ir mín dáði skáldin og þuldi kvæði þeirra fyrir okkur, en milli okkar og bókmennta- heimsins voru engin önnur tengsl. Og samt er það svo, að eins lengi og ég man eftir mér, hef ég fundið sterka þörf hjá mér til að koma orðum að tilfinningum mínum og annarra og færa þau í letur. f Lycwe Corneille í Rúðu- borg, þar sem ég var settur til mennta, styrktist þessi köll un af sjálfum sér. Ég reyndi að skrifa smásögur. Ég gerði frumdrög að skáldsögum. En þegar ég sagði við föður minn: „Mig langar til að fara til Parísar og skrifa", þá varð hann áhyggjufullur. — Og hvað ef þér tekst það ekki? sagði hann. Hvers vegna viltu ekki ganga inn í fyrirtæki fjölskyldimnar, þar sem góð og trygg framtíð er borin fram fyrir þig á silfur- fati? Auk þess er ekkert sem mælir gegn því að þú vinniir með mér á daginn .og skrifir á kvöldin. , v X fyrstu þotti mer, sem mig dreymdi um Balzac og Stend- hal, þurrleg vist í verksmiðj- unum. Ég píndi sjálfan mig til að vinna verk mitt vel. Samt ^em áður horfði ég á árin líða hjá, handritin óþekktu hlaðast upp á skrif- borðinu mínu og möguleikana á því að ég gæti nokkru sinni fylgt minni raunverulegu köll un verða minni og minni. Ég hélt áfram að fylla minnis- bækur og halda dagbók, en ég fann að héldi s.vona áfram fjögur til fimm ár í viðbót, þá mundu skyldur mínar og ábyrgð sem yfirmanns fyrir- tækisins gleypa mig með húð og hári, og rithöfundurinn í mér gefa upp öndina. En svo árið 1912 voru Frakk ar og Englendingar teknir að stinga saman nefjum Xim það hvað þeir gætu komið sér sam an um að gera, ef svo fæfí að þjóðirnar tvær yrðu banda menn í styrjöld. Samkomulag hafði orðið um að nokkr- um ' liðsveitum Frakka yrði skipað til aðstoðar brezka hernum. Til að gegna þessu hlutverki, var nauðsynlegt (á laun) að safna saman frönskum liðsforingj- um og óbreyttum hermönnum sem töluðu ensku. Það vildi svo til að ég tal- aði málið sæmilega, þar sem ég hafði lesið mikið af ensk- um bókmenntum og oft eytt sumarleyfi mínu í Englandi. Dag nokkurn, þegar ég var á ferðalagi, hringdi lögreglu- þjónn dyrabjöllunni hjá for- eldrum mínum í Elbeuf, og spurði eftir mér. — Hann er ekki heima, sagði móðir mín. Hvað viljið þér honum? — Talar hann ensku? — Já, afbragðsvel, sagði móðir mín. Með þessu tók hún of stórt upp í sig, sjálfsagt af ofmati á syni sínum. Ég talaði ensku ekki afbragðsvel. — Og hvers végna eruð þér að spyrja um þetta? spurði móðir mín. — Ef einhver spyr yður, hversvegna ég hafi komið hér svaraði lögregluþjónninn, þá verðið þér að segja, að þér vitið ekkert um það. Þessi varkári lögregluþjónn olli miklum breytingum á lífi foreldra minha og mínu eigin. Hringing hans á dyrabjöll- unni boðaði örlagastund mína Árið 1914, þegar hernum var boðið út og ég kom til höfuð- stöðva herdeildar minnar, 74. deildarinnar. — Þér, sagði yfirliðþjálfinn við mig, eigið ekki að fara á brott með herdeildinni . Hveirniiig stenidiuir á þvíl? Hvað hef ég gert af mér? — Þér eigið að bíða eftir Englendingunum. — Englendingunum! .. En ég vil ekki berjast með Eng- lendingunum. Ég var bundinn sterkum til finningaböndum við „Sjötug- ustu og fjórðu", allir vinir mínir voru þar, en ég varð að láta undan, bíða eftir Eng- lendingunum og halda á brott með þeim. Mér rann reiðin mjög fljótlega, því að ég fékk brátt mikinn áhuga á þeim, Englendingunum mínum. Mér þóttu þeir svo undarlegir, svo ólíkir okkur, og svo geð felldir. Innan skamms tók ég að beita við þá athyglisgáf- unni, þessum eiginleika, þess- ari þörf til að lýsa mannver- um, sem ég hafði alltaf fund- ið hjá mér. Minnisblöðin hlóð ust upp í svefnklefa mínum. Eftir þriggja ára styrjöld varð úr þessu bók: Les Sil- ences du Colonel Bramble (Þagnir Brambles ofursta), É hafði lokið við hana en ég vissi ekki, hvernig ég ætti að bera mig að því að fá hana gefna út Hversvegna ekki, sagði franski höfuðsmaðurinn minn. — Vegna þess að ég þekki engan, hvorki útgefanda, gagn rýnanda né rithöfund . . . Hann hló hátt: — En það er ekkeirt ein- faldara. Ég þekki útgefanda. Hann heitir Bernard Grasset. Ég skal fara með handritið þitt til hans. Þannig varð ég rithöfundur Bókin rann nefnilega út í , verzlununum, svo að þegar ég kom heim úr stríðinu, gat ég slitið mig lausan frá verk- smiðjunum og tekið til við mína réttu starfsgrein, þá sem náttúran hafði ætlað mér. En þetta hefði líklega aldrei skeð ef örlögin hefðu ekki á til- tekinni stund brugðið sér í líki lögregluþjóns, farið inn í lítið þorp í Normandí og gef ið mér dálítið, en þó nægi- legt tækifæri. - NJÁLS SAGA Fr&mhald af bls. 5 littereru norðlenzku naut- kálfum. Það er aðeins hægt að ná í klæðnað á eina bók úr hverju skinni, svo við þurf um að láta rota 500 naut ef bækurnar seljast allar. — Og verið er náttúrlega sárlágt? — Já, þetta eru ódýrustu bækurnar, aðeins 3100,00 hver bók. Þegar búið er að lesa þær uipp til agna, eins og siður er á íslandi, má ná efni í skæði í myndarlegan kú- reka. — Og er þessi stórkostlega bók komin í bókabúðir? — Þessi bók er ekki í um- boðssölu eins og venjulegar bækur, við seljum hana hjá okkur, þó bóksalar geti vit- anlega útvegáð hana eins og annað er við framleiðum. Fyrstu eintökin voru gefin Natóráðherrunum, sem hér voru að verja landið okkar á dögunum. Ég hef frétt þær hafi gert stóra lukku. En það er seinlegt verk og verður ekki unnið í vélum, að klæða spjöld með nautahúðum, svo framleiðslan gengur hægt. — Og hvað er fleira á döf- inni? Ætlarðu að minnast fullveldisársins með fleiri ís- lenzkum verkum? — Já, þrjár aðrar bækur verða sérstaklega gefnar út og tileinkaðar fullveldisaf- mælinu. — Og hvaða bækur eru það? — Þar skal fyrst nefna heildarútgáfu Tómasar Guð- mundssonar á verkum Hann- esar Hafstein, verða þar birt öll íjóð skáldsins ásamt sög- um, ritgerðum, greinum, ræðum o.fl.'og skrifar Tómas ritgerð um skáldið og stjórn- málaskörunginn H.H. Þetta verður mikil bók og kemur út í sérstökum flokki íslenzkra verka klassískra, þax sem fyrir eru Tómas sjálfur, Steinn Steinarr, Örn Arnar- son o. fl. og við bætast á ár- inu heildarútgáfa verka Jón- asar Hallgrímssonar með nýjum myndum eftir Jón Engilberts. Verk Hannesar verður heiðursbók fullveldis- ársins. Fjórða bókin tileinkuð full veldinu er ný útgáfa Halldórs Laxness á Grettissögu. Þessi uppáhaíldsbók íslenzkrar æsku í árhundruð, kemur nú út í hentugri útgáfu með nútíma stafsetningu og mynd um eftir Gunnlaug Seheving og Þorvald Skúlason. Forn- ritaútgáfur Halldórs Laxness kostuðu skáldið margra ára réttarhöld og málsóknir eins og frægt er orðið. Þær eru því traustur steinn í fullveld- isbyggingunni. , Dagana 3. Þrjár hljómsveitir: MODS ROOF TOPS STUÐLATRÍÓ + Kvöldvaka: + Skemmtiþættir Þjóðlagasöngur — 5. ágúst Gömlu- og nýjudunsarnir íþróttir Vnrðeldur og Ougeldor Fjölbreyttar veitingur Mótsnefndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.