Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1968 21 Þróun æðri menntunur Umbætur og aukning æðri menntunar í Evrópu nefnist rit, sem nýkomið er út hjá Evrópu ráðinu í Strasbourg. Bók þessi er 264 bls. í stóru broti, og er í henni að finna yfirlitsskýrslur um þróun æðri menntunar í 14 Evrópuríkjum frá árunum 1926- 1967. Hér er um að ræða eina af bókum í flokki, sem Evrópu- ráðið hefur gefið út um mennta- mál, en í flokki þessum hafa alls komið út 38 rit. Umboðs- maður bókaútgáfu Evrópuráðs ins á fslandi er Snæbjörn Jóns- son og Co h.f. Hinn enski titill bókarinnar er: Reform and Ex- pansion of Higher Education m Europe. Bókin er einnig fáan- leg á frönsku. (Frá Evrópuráði.) - ÚR VERINU Framhald af bls. 3 Þjóðverjarnir sögðust mundu leita annað, ef Norðmenn gætu ekki uppfyllt þessar óskir þeirra. Þeir keyptu af Norðmönn um í fyrra 80.000 lestir af síld- armjöli, sem nemur að verðmæti um 500 millj. króna og er geysi- mikið miðað við íslenzka fram- leiðslu. Afla fyrir 25 millj. króna. Nýjasti verksmiðjutogari Norð manna „Gadus“ kom nýlega til hafnar í Noregi með 1150 lestir af fiskflökum, að verðmæti 25 millj. króna. Það tók rúman 2 1/2 mánuð að fá þennan fisk, og var hann veiddur við Vestur-Græn- land. „Gadus“ er 1600 lestir að stærð, rúmlega 1/3 stærri en nýjustu ísfisktogarar íslendinga. Á skipinu eru 37 menn og þar af vinna 24 að framleiðslunni. Vél- arhúsið er að nokkru leyti sjálf- virkt, svo að þar þarf engan mann til gæzlu svo og svo lengi. Um borð eru alls konar fisk- vinnsluvélar. Þetta er eins og ársafli ís- lenzks nýsköpunartogara og þætti gott. Á þeim. eru um 30 menn. EBE Hinum 6 aðildarlöndum Efna- hagsbandalags Evrópu hafa nú verið sendar tillögur um stefn- una í sjávarútvegsmálum. Þetta hefur lengi verið mikið deilu- efni. Eftir tillögunum eiga aðildar- ríkin að njóta sömu aðstöðu, að því er varðar aðgang að fiski- miðunum og vinnslustöðvunum. Leyfi til að veiða á vissum svæð- um má þó takmarka við íbúa landsins, þar sem þeir eru mjög háðir heimaveiðunum. Lagt er til að banna að leggja toll á . sjávarafurðir innbyrðis, milli að ildarlandanna. Hins vegar eiga að vera háir tollar gagnvart öðr- um löndum. Sérákvæði eiga þó að geta gilt um síld og salt- fisk. Það er mjög mikilvægt fyrir fslendinga að kynna sér stefnu EBE í sjávarútvegsmálum, sem lengi hefur dregizt, að væri birt, því að fyrr eða síðar kemur að því, að ísland tengist Evrópu- löndunum nánar en nú er á við skiptasviðinu. Norðmenn auka innflutning á freðfiski tU USA. Frionor, Sölumiðstöð þeirra Norðmanna, jók innflutning sinn til Bandaríkjanna fyrstu 11 mánuði reikningsárs síns um 60%. Ekki er þó eins bjart yfir þessum innflutningi í dag og áð- ur. Erfiðleikar í Noregi að losna við fisk. Miklir erfiðleikar voru oft og tíðum I allan vetur á að losna við fisk, vegna þess hve afla- magnið jókst og erfitt var um sölur, einkum á skreið og síðar á saltfiski og nú síðast á freð- fiski. Á sumum stöðum í Noregi, eins og í Sogni og Fjörðunum, hefur fiskmóttöku verið hætt að mestu. Hefur útgerðarmönnum verið bent á að leita til annarra staða, ef unnt væri að losna þar við fiskinn. - 4 i i 1 < 1 Winston mest seldu fílter sígarettur í heímí vwnston eru framleíddar af Catnel verksmíSfunum EITTHVAÐ ER ÞAÐ SEM VELDUR AÐ MENN VELJA WINSTON HELDUR • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.