Morgunblaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPT. 19-69 * * -=-25555 14444 WfllFfOIR BILALEIGÁ IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergs-taðastræti 13. Sím/14970 EftVr lokun 81748 eða 14970. MAGMÚSAR iKIPHOLTI 21 5ÍMAR21190 eltir lokun *lmi 40381 BÍLALEIGAN FALIIRH f carrental service © 22-0*22- raudarArstíg 31 bilaleigan AKBIIA TJT car rental set'vice 8-23-47 sendum Rcglusomur 26 ára maður með korvu og eitt barn óskar eftii v'nwvu. Má vora hvar sem er á landimi. Margt kemur tM greina. Uppl. í síma 51261 næstu daga. f@r@kt toftt á augab ragöi m örpissandi fyrin heímili, 1 vinnustaói og t>íla. HALLDOR JONSSON Hafnarstræli 18 ^ Svik og þjófnaður refsivert Eldibrandur skrifar: „Það hefur alltaf þótt minnkun að því í samskiptum fólks að hafa ramgt við, að ekki sé talað um að stela og oft er uppeldi ken-nt um, ef þessu leiðu einkenni koma fram hjá einstaklingum. Við lifum í þjóðfélagi ,þar sem svik og þjófnaður er refsivert skv. lögum. Ef einhver þegn þjóð- félags okkar greiðir ekki skatta sína og útsvör, þá er gengið að honum með þeirri hörku, sem lög segja til um. Og vexti og drátt- arvexti verður sá hinn sami að greiða til viðbótar skuld sinni, auk annars kostnaðar. Skal viðxrr kennt, að svona verður þetta að vera. Sá sem ekki greiðir skatta sína og skyldux, er að hafa rangt við, s.s. að stela frá ríkinu. 0 Ósamræmi í réttlætinu En því minnist ég á þetta, að árið 1967 kærði ég skatta mxna, vegna þess að ég taldi þá of háa. Tveimur árum seinna fæ ég til- kynningu um að ég megi sækja um 10 þúsund krónxxr. Kæra mín var tekin til greina. En hvað skeð ur? Nú eru engir vextir, drátt- ai-vextir né hirt um þá staðreynd að kaupmáttur þessara 10 þxís- und króna er rétt helmingur þess, sem var, þegar þær voru af mér teknair. Ég hefi ekki aðstöðu til þess að reikna út í svipinn hvað það hefði kostað mig, ef ég hefði skuldað Gjaldheimtunni 10 þús- und krónur í tvö ár, í vöxtum, dráttarvöxtum og öðrum kostn- aði. Óréttmæti þessara aðfara er ó- tvírætt, og það er líka að hafa rangt við, þegar sjónvarpið ákveður afnotagjald fyrir árið, en síðan er ákveðið að fella nið- ur útsendingar í júlí og svo aftur eina viku til viðbótar, en afnota- gjaldið er alltaf óbreytt. Einnig má nefna afnotagjöld hljóðvarps í bifreiðum, sem er mjög óréttlátt. Ef til þess er ætlazt af okkur þegnunum að við séum löghiýðn ir, þá er ekki hægt að hlunnfara okkur, jafnvel þótt í smáu sé. Við ætlumst til þess sama af rík- inu og stofnunum þess og það ætlast til af okkur. Það er vafa- samt uppeldi hjá þjóf að segja við son sinn: „Þú skalt ekki stela.“ 0 Einkalán og óprúttið fólk Fleiri en Eldibrandur reka sig á ósamræmið í réttlætinu. „Brún- eygður maður, ekki lögfræð- ingui'", skrifar langt bréf, of langt til að ég geti birt það í heild, og nefnir það „Þjófar, lög og falt fé“. Það hefst svo: „Ég var í kaffidrykkju í gaer, ásamt nokkrum kunnugum, og umræðurnar snerust um efni, sem ég held að engan muni saka að velta ofurlitið fyrir sér einu sinni enn. Við ræddum lög, lands- lög annarra þjóða og okkar eig- in, meát okkar eigin. Og við ræddum um það sem hægt eir að gera í skjóli þessara laga, sem eiga að veita okkur svo mikla vemd. Okkur fannst flestum dá- lítið fátt um þá vernd. Það var komið inn á svo mörg svið, að of langt yrði upp að telja hér, enda aðeins eitt, sem ætlun mín var að minnast á: einkalán, geng isfellingar, óprúttið fólk.“ Og bréfritairinn tekur upp nokkrar setn-ingar úr samtalinu: „ffltlast maðurinn til, að fólk fari að borga einkalán með vísitölu- bóturn". „Það er sko ekki venja. Enda borgar maður opinber lán aldrei á þann hátt“. Skyldi ekki vera nóg að borga lán með út- lánsvöxtum, eins og banki“. „Það segir sig nú sjálft að gengisfell- ingar verða að koma jafnt niður á öllum". Og síðar segir í bréfinu: Það voni einkalánin, sem ég ætlaði að tala um. Það fólk sem hefur lent í klónum á vinum sínum og vandamönnum og lánað þeim, stundum stórar upphæðir, þ.e.a.s. stórar upphaflega . . .“ Um þetta kann brúneygi mað- urinn sögur, um fólk sem hann þekkir allvel (Við sleppum sögum an.narra í veizlunmi). Hann segir tvær þeirra: 0 Svo vandað fólk „önnur er um mann, sem hafði unnið hörðum höndum langt líf, verið sparsamur og gætinn og átti þess vegna ofurlítinn sjóð fyr ir elliárin. Hann var ekki illa gefinn maður og ekki sljór, þótt tekinn væri að eldast nokkuð. A. m.k. hafði honum tekizt að koma peningunum sínum klakklaust í gegnum hverja gengisfellingu, þangað til fyrir nokkrum árum. Þá vom beztu vinir hans svo illa staddir, „bráðheiðai'legt fólk, sem vanhagaði um peninga um stundarsakir". Auðvitað lánaði hann þeim sína. Og hann gat ekki móðgað þetta heiðarlega fólk, „gamla vini, sem hann þekkti eins og sína eigin vasa“ með þvi að fara að nefna að lán- ið yrði verðtryggt. Fólkið var, eins og allir vissu, svo vandað að svoleiðis þurfti alls ekki að segja því, og svo var þetta bara um stundarsakir. Nú, fyrir hverja gengisfellingu, sem orðið hefur síðan, hafði hon um tekizt að festa sér vísitölu- tryggð verðbréf eða fjárfestingu á annan hátt, þar sem hann ætl- aði að koma peningunum svo fyr ir, að þeir yrðu ekki að engu. Hefði hanin fengið þá borgaða til baka. Fyrir hverja gengisfell- ingu hefur hann gengið þung spor til „vina“ sinna og spui-t, niðurlútur af því honum fannst hann svo vondur félagi, hvort það væri nokkur leið að borga skuld- ina núna, ef það kæmi sér ekki alltof illa. (Því að eftir að ó- mögulegt var orðið að kalla láns tímann „um stundarsakir" leng- ur, var eins og hann yrði svo skrýtinn og tortrygginn, að hann gæti ekki einu sinni treyst þessum vönduðu vinum sínum lengur). En fram að þessu hefur það allt- af komið sér alltof illa. Einhvem tíma í títtnefndu kaffisamkvæmi var verið að gizka á nýja geng- isfellingu með haustinu. En það skiptir ekki miklu máli fyrir þennan gamla mann lengur. Eig- ur hans eru fyrir löngu orðnar harla litlar eða eigum við að segja ekki neitt. Nema auðvitað þær verði borgaðar til baka á sama hátt og allt fólk gerir, að sögn hinna bjartsýnu £ veizlunni, með fullum bótum. 0 En því miður Hin sagan er um konuna, sem þorði ekki að biðja um að fá það, sem hún hafði lánað, af ótta við að fá sömu upphæðina til baka. Henni hafði láðst að minnast á vísitölu, mögulegar gengisfelling ar o.s.frv. Og meðan hún ekki fékk peningana greidda, hafði hún þó altént vonina að halda sér í. Hún hafði ekki svo mikið amnað handa á milli. „Þetta bjarg ast ef ég fæ peningana mína — ef ég fæ sama og ég lánaði, sama verðgildi", segir hún. Og bréfrit- arinn kveðst hafa ýtt undir hana, að trúa því ekki að hún eigi ó- heiðarlegt fólk að venzlafólki. En því miður. Hún fékk pen- ingana sina, á þann hátt sem hún óttaðist. Hún tók við þeim, án þess að mæla orð. Því það var rétt að það bitnaði á hemni. Hún var að verða gömul og sein að hugsa. Hvað á hið heimska, góðtrúa, gamlaða, fólk, sem trúði því að það væri að lána eigur sínar, ekki að gefa, að gera gegn lögtekn- um þjófum og lögteknxxm ræn- ingjum? Ekki að lána framar á svo fávísam hátt, þótt í hlut eigi vandaðir vildarvinir þeirra? Það er auðvelt að láta það vera. Það þarf ekki að segja þeim, sem orðnir eru gamlir og óvirmufærir eða hvort tveggja. Þeir eiga riiefnilega ekki svo mikið eftir að lána. Það sem einu siinni voru eigur þeirra, eru nú eigur ann- arra löghlýðinna, óheimskra borgara, gjarnan fast í húseign- um eða föstum innanstokksmun- um eða skemmtilegum minning- um um utanlandsferðir. Og er þá málinu lokið með því? Eða skyldi vera til svo ólat ur alþingismaður, að hann nenni og finnist ómaksins vert að reyna að bæta um í þessum efnum einkamála, þótt smávægileg kunni að virðast í augum stórra manna óheimskra, ógamlaðra, reyndra og hraustra?" FRÁ ÆFIMGA- OG TILRAUNASKÓLA KENNARASKðLA ÍSLAIUDS Börn sera eiga að vera í skólanum í vetur, mætið 2. október. 7 og 8 ára börn kl. 9 9 ára börn kl. 9.30 10 ára böm kl. 10 11 og 12 ára börn kl. 10.30 Skólastjóri. Volin efni vönduð smíð Spónlagðar viðarþiljur ún gullálmi, eik, furu, loftklæðning úr furu oregonpine. Spónaplötur — krossviður — Spónlagðar innihurðir úr. eik, gullálmi, furu, mahogni, oregonpine, teak o. fl. harðtex — oliusoðið masonite. Mótaviður — smíðavörur — gagnvarinn viður. SKOÐIÐ STÚKU OKKAR A HÚSGAGNASÝNINGUNNI. LAUGARDALSHÖLLINNI. Timbnrverzlunin Völundnr hf. KLAPPARSTlG 1, sími 18430 — SKEIFAN 19, sími 36780. 3jn herb. íbúð í Vesturbæ Höfum til sölu 3ja herb. íbúð um 90 ferm. á 2. hæð við Selja- veg. 25 ferm. geymsluherb. í kjallara fylgir. íbúðin er öll nýmáluð með nýrri eldhúsinnréttingu úr harðplasti, flísalagðir baðveggir og mósaik á baðgólfi, teppi á stofum og holi. íbúðin er laus nú þegar. Verður til sýnis sunnudag milli kl. 1 og 2. Útborgun 400—425 þús. Ekkert áhvílandi, eftir- stöðvar kaupverðs samkomulag. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 A, 5. hæð, sími 24850, kvöldsími 37272.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.