Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLA.ÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1971 INttgWtMfafrUÞ Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkyæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 12,00 kr. eintakið. TRYGGJUM RÉTT OKKAR MEÐ SAMKOMULAGI VIÐ AÐRA ¥ andhelgismálin eru að von- um mjög til umræðu um þessar mundir. Nýlega hefur stjóm Landsisambands ísl. út- vegsmanna gert samþykkt um þessi mál, þar sem segir: „Stjórn LÍÚ fagnar þeim á- huga sem fram hefur komið hjá þjóðinni um útfærslu fisk veiðilögsögu. Jafnframt harm ar hún, að ekki hefur náðst samstaða á Alþingi um vænt- anlegar aðgerðir í málinu, þótt fyrir liggi, að allir aðilar virðist keppa að líkum mark- miðum. Stjóm LÍÚ telur að leita eigi eftir samkomulagi við aðrar þjóðir um útfærslu fiskveiðilögsögunnar og bíða beri með einhliða aðgerðir, þar til séð verður, hvort sam- komulag tekst eða ekki á fyr- irhugaðri hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hver réttur þjóða skuli vera um víðáttu fiskveiðilögsögu. Þeg- ar að útfærslu fiskveiðilög- sögunnar kemur, má hún ekki ná skemur að áliti LÍÚ en að 400 metra dýptarlínu, sem mun í framkvæmd leiða til 60—70 mílna fiskveiðilögsögu við Vesturland og um 50 mílna annars staðar. Jafn- framt hvetur stjóm LÍÚ til þess, að svo fljótt sem hægt er, verði gerðar nauðsynleg- ar ráðstafanir til verndar ung fiski fyrir öllum veiðum á landgrunnssvæðinu, þar sem viðurkennt er að helztu upp- eldisstöðvar ungfisks séu“. í stjóm Landssambands ísl. útvegsmanna eiga sæti menn, sem hafa mismunandi stjóm- málaskoðanir en þessi álykt- un var samþykkt með 15 at- kvæðum gegn 1. Sá ágrein- ingur, sena upp hefur komið mi'Hi stjómmálaflokkanna um málið hefur því ekki end- urspeglazt í stjórn LÍÚ. Þar sitja menn, sem þekkja land- helgismálið flestum betur og taka málefnalega og ábyrga afstöðu til þess. í fyrsta lagi leggur stjórn LÍÚ áherzlu á, að samkomulag takist við aðrar þjóðir um útfærslu landhelginnar. Ef hins vegar fyrir liggi, að slíkt samkomu- lag takist ekki, hljóti íslend- ingar að grípa til einhliða að- gerða. í öðm lagi telur stjórn LÍÚ, að útfærsla fiskveiðilög- sögunnar megi ekki ná skem- ur en að 400 metra dýptar- línu en það þýðir, að fisk- veiðilögsagan við Vesturland verður 60—70 sjómílur. Sér- stök ástæða er til að vekja athygli á þessu atriði, því að ef farið væri að tillögum stjómarandstæðinga mundi landhelgin ekki n/á svo langt út á þessu svæði, þar sem þeir vilja alls staðar takmarka hana við 50 sjómílur. í þriðja lagi hvetur stjóm LÍÚ til þess að svo fljótt, sem unnt er, verði gerðar ráðstafanir tii þess að vemda ungfisk á landgrunnssvæðinu, þar sem viðurkennt er, að uppeldis- stöðvar eru. Á þetta atriði er ekki minnzt í tillögum stjóm- arandstæðinga en það er hins vegar einn þátturinn í tillög- um ríkisstjómarinnar, að slík ar aðgerðir verði undirbúnar strax. í ræðu sinni í útvarpsum- ræðunum sl. fimmtudags- kvöld, gerði Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, að umtals- efni eitt helzta ágreinings- efni stjómarflokkanna og stjómarandstöðunnar, þ.e. að nú skuli birta yfirlýsingu um að landhelgin verði færð út í 50 sjómílur eftir eitt og hálft ár. í ræðu sinni sagði forsætisráðherra m.a.: „Við viljum á þessu stigi málsins ekki binda okkur við þessi mörk, þau kynnu að geta orð- ið víðtækari, eins og ég hef áður vikið að. í öðru lagi er að ófyrirsynju að taka að þessu leyti ákvörðun nú. Við erum að hefja viðræður við aðrar þjóðir samkvæmt okk- ar eigin tillögu á þingi Sam- einuðu þjóðanna um það, hvað rétt sé og eðlilegt í slík- um efnum og alveg sérstak- lega með hliðsjón af afstöðu strandríkis eins og íslands, sem hefur sína sérstöðu: út- hafseyja er hvílir á stöpli, landgrunninu, sem er mjög skýrt afmarkað, áður en út- haifið eða úthafsdýpið tekur við. Að vísu þurfum við að mæla og rannsaka landgrunn- ið nánar, en það getum við hæglega gert á skömmum tíma. í því, sem ég hef sagt felst ekki, að ekki kynni að vera ráðlegt að færa út land- helgina áður en hafréttarráð- stefnan 1973 kemur saman, en það yrði þá síðari tíma ákvörðun byggð á frekari at- hugun málsins af okkar hálfu og jafnframt á meiri kunnugleika á afstöðu ann- arra þjóða — en við íslend- ingar erum ekki einir í heim- inum. Ég tel það einfaldlega siðaðra manna hátt og gæt- inna að hafna ekki mögu- leikum til þess að kynna sér afstöðu annarra þjóða og undirbúa sínar eigin rann- sóknir og athuganir í svo veigamiklu máli vandlega“. Það er í sjálfu sér ákaflega einfalt að slá því fram nú, að íslendingar eigi að færa út landhelgi sína í 50 sjómílur eftir eitt og hálft ár. En með \ Jóhann Hiálmarsson | i I Ungjur liðþjálifi frá Miaimi, Wi'Hiam L. Calley að naifini gleymdi öllu nema hatrimu, vopniniu, sem hanm hélt á og skipuninni: Skjótið alllia. SONG MY 1968 Við sáum myndirnar. Á einni þeirra reynir drenguir að skýla lifilum bróður sínium í ryki göbunnar. í Song My voru engin ljóð suimgin dagiinn, sem kúiunum rigndi yfir þjáða jörðina. Nú er Hó dáinn. Oaliley hefur verið dæsmdur. Kyrrð ríkir í Song My. Memn dreymir enn um að lita heimimn rauðan. Skáldið Hó Si Mín átti skammt afltir ólifað. Hann sagði: Berjumst áifram og við munium sigra. Rubinstein fær Sonningverðlaunin ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita tónlistarverðlaun Sonnings píanó snillingnum Arthur Rubinstein. Verðlaunin eru 60.000 danskar krónur. Þau eru jafnan afhent við tónleika, þar sem verðlauna hafinn kemur fram. Að sögn danskra blaða vakti Moskvu, 2. apríl — AP — VLADIMIR Bukovsky, einn kunnasti andstæðingur sovézkra yfirvalda, verður leiddur fyrir rétt fyrir „andsovézkan áróður“ samkvæmt strangasta ákvæði um andófsstarfsemi í sovézkum sakamálalögum. Heimildir úr fá mennum hópi andstöðumanna greindu frá þessu í dag, og er sagt að móður Bukovskys hafi verið skýrt frá hinni opinberu ákvörðun um að stefna syni hennar, sem er 28 ára gamall. Bukovsky var handitekinn um leið og ýmsir aðrir andstöðu- menn og gagnrýnendur stjórn- arfarsins í Sovétríkjunum við upphaf 24. þing sovézka komm- únistafliokksins fyrir fjórum dögum. Bukovsky er stefmt flyr- ir brot gegn 70. grein sakamála- laga, sama ákvæði og notað var til þess að fangelsa frægustu andstöðumennina í Sovétrikjun- um, rithöfundana Andrei Simyav sky og Yuli Danáel. Sinyavsky var daemdiur í sjö ára famgelsi og Daniel i fimm ára fangelsi í réttarhödd'unum gegn þeim 1966. Þyngsta refsing er sjö ár að við- bættri útlegð, ef rétturinn telur nauðsynliegt. 70. greinin fjal'lar um „æsimga- starfsemi og áróður, sem rekimn er í þvi augnamiði að grafa und- an og veiíkja sovézk yfirvöM eða hæfitiulega gliæpi gegn ríkinu." Greinin fjaLlar ennfremur um „upploginn róg til þess að siverta Sovétrikin og þjóðfélagskerfið eða dreifingu, umdirbúning eða varðveiziu á bókmenntum um kvikmynd er Francois Reichen bacher hefur gert um Rubin- stein, „Ástin á lífinu“ svo mikla hrifningu er hún var fyrst sýnd í Kaupmannahöfn í desember að síðan hafa flestir verið viss- ir um að tónlistarverðlaunin yrðu að þessu sinni veitt Rub- sl'íkt efni í sama augmamiði." Starfsmenn KGB, leyniliögregl- unnar, framkvæmdu ítarllega lieit i ibúð Bukovsky sama kvöld og hann var handtekimm. Bukovsiky hefur þegar afplánað þriggja ára vinnu'búðadóm fyrir „skríl- mennsku" með þátttöku í kröfu- göngu fyrir mannréttindum. Að auiki var hann lokaður inni á geðveikrahælium í þrjú ár af sovézkum yfirvöldium. Að eigin sögn heflur hann verið andstæð- ingur sovétkerfisins undanfarin tiu ár. ÞÓTT Danska blaðamannasam- bandið hafi stefnt Poul Ilartling utanríkisráðherra fyrir meið- yrði vegna ummæla um áróð- ur í kennsluþáttum útvarps og sjónvarps í Danmörku, situr ráðherrann við sinn keip. I yfiriýsingu sem hann hefur sent frá sér leggur Hartling á það áherzlu að hann standi við ár- ásir sínar og taki ekki aftur eitt orð af því _sem hann skrif- aði í blaðið „Álborg Stiftstid- ende“. f yfirlýsingu nefnir Hartling nokkur dæmi máli sínu til stuðnings og kemur þar fram enn harðari gagnrýni en í grein inni sem hann. skrifaði í „Ál- Artliur Rubinstein. instein. f fyrra hlaut verðlaun- in Sergiu Celibidache. Tónleikarnir við veitingu Sonning-verðlaunanna eru haldn ir á vegum danska útvarpsins. Að þessu sinni eru vandkvæði á því að þeir geti farið fram. Samningaviðræður hafa staðið yfir um alllangt skeið milli tón listardeildar útvarpsins og um- boðsmanns Rubinsteins í Dan- mörku. Greiðslan, sem Rubin- stein tekur fyrir tónleika eru 5.000 dollarar Þar við bætast 50% ef tónleikunum er útvarp- að og sjónvarpað, og loka verður að gera ráð fyrir skatt- greiðslum, bæði í Danmörku og Bandaríkjunum. Alls munu tón- leikarnir því kosta 70.000 danskar krónur. borg Stiftstidende". Hann segir í yfirlýsingunni að í fjölda út- sendinga sé að finna „tugi dæma um einhliða efnismeð- ferð og áróður og alltaf sömu tegundina af áróðri og dæmi um beinar og óbeinar hvatn- ingar um aðgerðir gegn stofn- unum samfélagsins." Hörðustu árásina gerir Hart- ling á útvarpskennsluþátt í til- efni mannréttindadagsins 10. desember, þar sem Hitler, skólaeftirlitsmaður og Helge Larsen kennslumálaráðherra hafi verið nefndir sem dæmt um möguleika valdhafanna til þess að leiða fjöldann á villi- götur. Bukovsky f er fyrir rétt Hartling situr við sinn keip slíkri yfirlýsingu gætum við hæglega samið af okkur og útilokað möguleika á því að rtá á sumum svæðum eins og t.d. fyrir Yesturlandi enn stærri fiskveiðilögsögu. Með tillögu ríkisstjórnarininar er stefnt að því að tryggja rétt okkar með samkomulagi við aðrar þjóðir og gera það á þanm veg, að við náum sem mestri mögulegri útfærslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.