Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1971 Minmng: Sigurhjörtur Péturs- son, lögfræðingur ÞANN 26. f.m. andaðist í sjúkra húsi Sigurhjörtur Pétursson, lög fræðingur. Hann verður til grafar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgim. Sigurhjörtur Pétursson var fæddur 23. sept. 1916 að Ey- hildarholti í Skagafirði. Foreldr- ar hans voru hjónin Pétur Jóns son, fyrrv. gjaldkeri Trygginga stofnunar ríkisins og fyrri kona hang Þórunn Sigurhjartardóttir bónda á Urðum í Svarfaðardal Jóhannessonar. Hann varð stúdent frá Mennta skólanum í Reykjavík vorið 1937 og lögfræðingur frá Há- t Faðir okkar, Geir Halldórsson, Ási, andaðist að Hrafnistu föstu- daginn 2. apríl. Jarðarförin ákveðin miðvikudaginn 7. april kl. 3 siðd. frá Fossvogs- kirkju. Júlíus Geirsson, Helgi Geirsson. t Haukur Hansen, flugvélstjóri, er iézt af slysförum 24. marz verður jarðsettur 6. april frá Keflavíkurkirkju kl. 2 e.h. Erla Svavarsdóttir og böm. t skóla íslands í ársbyrjun 1944. Strax að prófi loknu gerðist hann fulltrúi á málflutnings- skrifstofu Áka Jakobssonar, hrl. og varð héraðsdómslögmaður í apríl 1945. Fulltrúi verðlags- stjóra var hann á árunum 1946 til 1950. Eftir það stundaði hann lögfræðistörf og var m.a. fulltrúi bæjarfógetans á Seyðis firði um skeið. Sigurhjörtur Pétursson var tvíkvæntuf. Fynri kona hams var Herdís Karlsdóttir, bónda á Gunnfríðarstöðum í Svínavatns hréppi. Eignuðust þau tvo efni lega syni, Karl Rúnar og Sig- fús Öm. Þau skildu siðar. Síð- ari kona hans var Jóna Rúts- dóttir, smiðs í Reykjavík, Jóns sonar. Hana missti hann eftir skamma sambúð. Sigurhjörtur Pétursson var skarpgáfaður maður og flestum þeim kostum búinn, sem þarf til að ganga vel á lífsleiðinni. En í fari hana leyndist óvenju leg hlédrægni, sem gerði það að verkum, að honum nýttust ekki hæfileikar hans, sem skyldi og efni stóðu til. Af ráðnum hug tók hann ekki þátt í Hfsgæðakapphlaupi síð- ari tíma, en las góðar bækur og t Útför mannsiins míns, Guðmundar Friðbjörns Eiríkssonar, Garðhúsum, Garði, fer fram frá Útskálakirkju þriðjudaginn 6. apríl kl. 2 e.h. Jenný K. Júlíusdóttir. spilaði bridge. Var hann vel að sér í íalenzkum bókmenntum og einn færasti bridgemaður landsins og tók þáft í alþjóð- legum bridgemótum fyrir ís- lainds hönd með ágætum ár- angri. Það er sitt hvað gæfa eða gjörvuleiki. Það mátti Sigur- hjörtur Pétursson á margan hátt reyna. Ungur og á við- kvæmum aldri missti hann móð ur sína og heimili hans og fjöl skylda leystist upp. Hjóna- bönd hans stóðu stutt. Síðustu fimmtán árin var hann ekkju- maður og oft á hálfgerðum hrakhólum farinn að heilsu. Að lokum háði hann í hálft annað ár vonlausa baráttu við ólækn andi sjúkdóm, er leiddi hann til dauða. Lífið leikur suma menn næsta hart. Sigurhjörtur Pétursson tók örlögum sínum með karl- mennsku og hugarró og kvart- aði aldrei. Ég, og við skóla- bræður hans eigum um hann hugljúfar minningar. Hann var góður drengur, sem engum vildi rangt til gera. Þó hann væri manna slyngastur í orðs ins list, var hann umtalsgóður um alla menn. Bakmælgi og öf- und varð ekki fundin í hans munni. Á langa vináttu okkar bar aldrei skugga. Ég votta sonum hans og systkinum samúð. — Blessuð sé minning hans. Ásberg Sigurðsson. Eiginmaður minn GUÐMUNDUR HELGI GUÐMUNDSSON fyrrv. skipstjóri Flókagötu 1, lézt að Borgarsjúkrahúsinu aðfaranótt laugardagsins 3. þ.m. Guðfinna Árnadóttir. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis vetðskrá. Ö Farimagsgade 42 Köbenbavn Ö Bróðir minn og mágur, EINAR STORR, stórkaupmaður, andaðist í Kaupmannahöfn 27. marz 1971. Jarðarförin hefur farið fram. Svava og Ludvig Storr. Faðir okkar, Sigurhjörtur Pétursson, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík þ. 5. þ. m. M. 13,30. F. h. vandamanna. Karl Sigurhjartarson, Sigfús Sigurhjartarson, Vesturgötu 22. t Jarðarför mannsins mlns, sonar, föður, tengdaföður og afa. INGA GUÐMUNDSSONAR, Hólmgarði 9, fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 6. apríl klukkan 2. Gyða Guðmundsdóttir, Júlíana Guðmundsdóttir, Birna Ingadóttir, Bragi Bjarnason, Guðmundur Ingason, Sigrún Pálsdóttir, Gunnar Ingason, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Guðmundína Ingadóttir Sævar Ingimarsson, Júlíus Ingason, Þóra Ámadóttir, Betty Ingadóttir, Valgarð Reynhardsson, Astríður Ingadóttir, Magnús Theódórsson, Hulda Ingadóttir, Guðmundur Jónsson Sigurður Ingason, og barnabörn. Útför móður okkar, Sigríðar Bjarnason, fer fram þriðjudaginn 6. apríl kl. 10,30 frá Fossvogskirkju. Þeim, sem vildu mininast htnn- ar látnu, er vinsamlegast bent á Bamaspitailasjóð Hrimgsins. Hákon Bjarnason, Helga Valfelis, Jón Á. Bjarnason, María Benediktz, Haraldur Á. Bjarnason. —Iðnaður Fraomhald af bls. 8. ingarstarfsemi og tæknibóka- safn. Einnig væri athugandi að stuðlá að tilraunum og upp- fyndingum í fyrirtækjunum sjálfum með þvi að fela þeim ákveðin tæknileg viðfangs efni til úrlausnar. Ég hef hér nefnt nokkur þau atriði, sem mikilvæg eru í sam- bandi við þróun hins almenna iðnaðar. Að ýmsu þessu er þeg- ar unnið, en ef nást á nauðsyn- legur hraði í þróun iðnaðarins, þarf að taka betur á. Það er nú ár og einn mánuð- ur síðan íslendingar gerðust að- ilar að EFTA og því tæp þrjú ár þar til frekari tollalækkun á að eiga sér stað samkvæmt þeim samningi. Margir spyrja hver áhrif aðild íslands að EFTA hafi haft á íslenzkan iðnað. Þessu er fljótsvarað. Segja má að fram að þessu hafi einungis hin jákvæðu áhrif komið fram. Vélatollar voru hér mjög háir og þeir lækkuðu verulega. Þá voru hráefnatollar einnig mjög háir og lækkuðu þeir samhliða lækkun tolla á fullunnum iðnað- arvörum. Þó samkeppnisaðstaða hins innlenda iðnaðar versnaði var það ekki það mikið, að þess hafi að nokkru ráði gætt eða haft áhrif á markaðshlutdeild innlendra fyrirtækja til hins verra. Afstaða almennings og stjórnvalda til iðnaðarins hefur orðið mun jákvæðari eftir að hann hefur sýnt, að hann getur og vill taka á sig hina auknu samkeppni, sem aðildinni fylgir. Þá hefur aðildin verkað hvetj- andi á flesta framleiðendur og tímamörkin reka mjög á eftir framkvæmdum og mönnum er Ijóst, að hvergi má slaka á þótt ýmis vandamál sé við að eiga eða séu framundan. Til þess að vel takist, þurfa framleiðendur að treysta á stuðning þeirra, sem hafa í hendi sér að geta stuðlað að þróun iðnaðarins í landinu. Ég hef hér að framan nefnt ýmislegt, sem þarf að gera til þess að stuðla að hagstæðri þró un iðnaðar og sem er ennþá brýnna vegna aðildarinnar að EFTA. Vil ég hér sérstaklega benda á mikilvægi hins Nor- ræna Iðnþróunarsjóðs fyrir ís- land þó ég hafi gert það áður á þessum vettvangi. Vil ég sér- staklega geta þess, að Iðnþróun- arsjóður hefur styrkt eða heit- ið styrkjum til þess að gera at- hugun á nokkrum iðngreinum. Af þeim athugunum, sem þegar hafa verið. gerðar eða eru í gangi virðist mega ráða, að mjög sé hægt að auka samkeppnis- hæfni iðnaðarins með skipuleg- um aðgerðum. Þegar niðurstöð- ur þessara athugana liggja end anlega fyrir, er það von okkar, að þær verði til þess að fjár- magn verði tiltækt til þeirra að- gerða, sem þar er talin þörf. Eitt af því, sem ríkisstjórn- in gaf fyrirheit um við inngöng- una I EFTA, var að íslenzk fyr- irtæki skyldu ekki búa vlð lak- ari kjör hvað skattlagningu snertir en keppinautar þeirra. Liggur nú fyrir Alþingi frum- varp um tekju- og eignarskatt og verði það að lögum, verður að telja að það sé mjög til hags- bóta fyrir atvinnuvegina í land inu. Liggur þá næst fyrir að endurskoða lögin um tekju- stofna sveitarfélaga og þá sér- staklega aðstöðugjaldið. Þá þarf einnig að afnema söluskatt af vélum og annarri fjárfestingu í iðnaði. Ef íslenzkt atvinnulíf á að blómgast og halda velli í sam- keppni bæði utanlands og inn- an verður að gæta þess, að fram leiðslukostnaður hér á landi sé ekki í verulegu ósamræmi við það, sem gerist í viðskiptalönd- um okkar. Það er því uggvæn- legt hver þróunin hefur verið i kaupgjalds- og verðlagsmálum hér á landi. Frá 1. nóvember 1969 til 1. nóvember 1970 var meðalkauphækkun um 30% og samfara því miklar hækkanir á allri aðkeyptri þjónustu við framleiðslutækin. Hinn 1. nóvember s.l. var sett á verðstöðvun og visitölu hald- ið í skefjum með geysilegri nið- urgreiðslú á nokkrum vörum, sem mikil áhrif höfðu á vísitölu framfærslukostnaðar. Fæst iðn- fyrirtæki höfðu að fullu reikn- að inn í verðlag á framleiðslu- vörum sínum, þær kostnaðar- hækkanir, sem komnar voru tii framkvæmda eða komu til fram- kvæmda eftir setningu verð- stöðvunarlaganna. Er þvi svo komið, að afkoma þeirra hefur versnað mjög á árinu þrátt fyr- ir það, að framleiðsla iðnaðar- ins hefur aukizt verulega. Er því fyrirsjáanlegt, að fjöldi fyr- irtækja stefnir nú beint i tap- rekstur, með þeim uggvænlegu afleiðingum, sem slíkt hlýtur að hafa fyrir fyrirtækin sjálf og þá, sem hjá þeim vinna. Það er iðn- rekendum því mikið áhyggju- efni hver þróun verðlagsmála og kaupgjaldsmála hefur verið síð- ustu mánuðina og hverrar þró- unar megi vænta á komandi hausti, þegar verðstöðvunarlög- in renna út og nýir kjarasamn- ingar verða teknir upp. Um niðurgreiðslur hefur því verið haldið fram, að þær séu hreinn framleiðslustyrkur, séu þær notaðar til þess að greiða niður verð niður að markaðs- verði. Séu niðurgreiðslur hins vegar notaðar til þess að greiða vöruverð niður fyrir markaðs- verð megi líta á þær sem neyt- endastyrk. Það er allavega fuU- vist, að ef iðnaðurinn ætti hér í hlut mundu flestir vera sammála um þessa skilgreiningu. Þá má einnig benda á, að niðurgreiðsl ur raska eðlilegum verðhlutföll um milli vörutegunda. Það virð ist svo, að niðurgreiðslur séu fylgja visitölubindingar kaups og því erfitt að sjá hvernig losn að verður út úr þeim vitahring, sem við erum komnir í, sem mún kosta skattgreiðendur á þessu ári hvorki meira né minna en 1127 miUjónir króna eða 1 fuU- afskrifaða og fullfrágengna Búr fellsvirkjun á 4ra ára fresti. Góðir fundarmenn. Þó að ugg vænlega horfi á sumum sviðum eins og ég hef bent á, er þó bjart yfir öðrum sviðum. Fram- leiðsla í iðnaði eykst, nóg at- vinna er og almenn velmegun virðist ríkja. Það er því von mín, að við íslendingar ber- um gæfu til að standa vörð um atvinnuvegi okkar og stuðla að hagkvæmri þróun þeirra allra þjóðinni tii blessunar." — Álafoss Framhald af bls. 24. á starfsfólki, og margir unnið þar áratugum saman. Hefur þetta stuðlað að því að gera framleiðsluna trausta. Starfsfólk fyrirtækisins er nú um 150, þar af starfa um 110 við verksmiðjuna í MosfeUs- sveit. Fyrirtækið á þar um tutt- ugu hektara lands, þar sem býr um þriðjungur starfsfólksins, en annar þriðjungur býr í sveit inni þar í grennd. Nú munu búa tólf f jölskyldur á landi Álafoss. Stjómarformaður Álafoss h.f. er Hafsteinn Baldvinsson hæsta- réttarlögmaður og forstjóri er Pétur Pétursson. (Frá Álafossi h.f.) 1x2 beztu svefnsófa- kaupin SVEFN BEKKJA |X3DJi%.N| Höfðatúni 2 (Sögin).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.