Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLA.ÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1971 17 J Merk rit Ekfti koma allir dagar í böggli. Hverjum hefði á Sínum tíma getað dottið í hug, að mis- jafnar sögur ættu eftir að fara af Roosevelt, Bandaríkjaforseta eða að hann yrði einn af um- deildustu forsetum þar í landi. Hvort tveggja hefur þó gerzt. Vinsældir Roosevelits, þegar hann var og hét, voru með ein- dæmum og áttu þær sér ýmsar forsendur, ekki sízt þær, að hann varð eins konar þjóðar- tákn í heimsstyrjöld. Engu var 'líkara en hann ætti sér ávallt forsetastól Bandaríkjanna vts- an, og þó að hann lenti auðvit- að i ýmiss konar pólitisku vafstri og illdeilum eins og aðrir stjóm málamenn og þeir sem framar- lega stamda í þjóðmálum, var hann kominn á stall löngu áður en hann lézt. Undir lokin þótti raunar goðgá að gagnrýna gerð- ir hans, þótt full ástæða hafi verið að efast um ákveðni hans og kjark andspænis Stalín, einræðisherra í ríkjum alþjóða kommúnismans. Margt hefur verið ritað um Roosevelt og verður það ekki tiundað hér, enda engin sérstök ástæða til. Á hitt skal og bent, að jafnframt þvi sem út er komið síðara bindi ævisögu hans með undirtitlinum „Hermað ur friðarins 1940—‘45“ birtist nú á prenti ævisaga eins merk- asta blaðamanns Bandaríkjanna undanfarinn aldarfjórðung Turner Catledge, „My Life and The Times,“ sem hlotið hefur mjög góðar viðtökur og fjallar um starf hans sem blaðamanns og ritstjóra við merkasta blað heimsins, The New York Times. Turner Catledge efldist smám saman að styrk og þrótti, unz honum var treyst fyrir einni ábyrgðarmestu ritstjórastöðu stórblaðsins. Hann fýlgdist með öllum helztu viðburðum síðustu áratuga, skrifaði margt um þá sjálfur og ekki sízt hitti hann margt merkra manna og fylgdist með þeim í starfi og leik. Brooks Atkinson, hinn þekkti al vörugagnrýnandi The New York Times, kemst m. a. svo að orði um bók Cattedge að hún sýni að hann hafi verið frétta- maður í fremstu röð, glögg- skyggn á menn og atburði og „ég hef lært meira um New York Times af að lesa bók Turner Catledge, heldur en af 43ja ára starfi við blaðið." Turner Catledge kemur víða við, ræðir opinskátt um margt fólk, eins og bandariskra og brezkra ævisagnaritara er siður. Auðvitað verður að hafa nokk- um fyrirvara á mati hans eins og annarra, en þó hljóta ummæli hans um Franklin D. Roosevelt að vekja athygli. „Ég treysti honum aldrei full- komlega," segir Catledge og bæt ir við að hann hafi verið „mað- ur sem afvegaleiddi, sveik og laug með köldu blóði, þegar það hentaði fyrirætlunum hans.“ Aftur á móti segir hann um annan Bandartíkjaforseta, Her- bert Hoover, að hann hafi ver- iö of hreinskilinn til að leika sama stjórnmálaleikinn á for- setastóli og Franklin D. Roose- velt eða Lyndon B. Johnson. „Hann dáðist að illmennum í stjórnmálum, en gat aldrei orð- ið einn þeirra," segir Catledge. * Island og Bandaríkin Ekki er vitað til að Islend- ingar hafi átt annað en vinsam- leg og sanngjöm viðskipti við Roosevelt, Bandarikjaforseta, þegar þeir áttu undir högg að sækja, urðu að heita á hurðir Flosa og biðja Bandarikjastjórn að vernda land sitt á erfiðum timum í síðustu heimsstyirjöld. Samningurinn, sem þá var gerð- tir, þess efnis að hernámi Breta væri aflétt og Bandarik- in tækju við vörnum Islands og tryggðu hlutleysi þess I styrjöldinni, reyndist báð- um þjóðunum vel, og afstaða Bandaríkjastjórnar réð úrslitum um lýðveldistökuna 1944. Þá við urkenndu þeir sjálfstætt riki á Islandi og þar með var bjöm- inn unninn. Aftur á móti höfðu Bandaríkjamenn haft nokkrar áhyggjur af því að viðurkenna sjálfstæði Islands, meðan hagur Dana var svo erfiður sem raun bar vitni, og vildu ekki að neinn gæti sagt, að Bandaríkjamenn hefðu brugðizt vinum á erfiðum tímum. En smám saman sá Band ríkjastjórn, að viðurkenning á sjálfstæði íslands var siður en svo andstæð hagsmunum Dana, enda hafði Sambandslagasamn- ingurinn 1918 gert ráð fyrir því að sambandsslit færu fram, ef þjóðirnar vildu. Og nú vildu ís- lendingar fylgja þessu ákvæði samningsins og þvi ástæðulaust að óttast að nokkur gæti tekið það illa upp. Vinátta íslendinga og Dana hefur aldrei verið jafngóð og nú, og sýnir það betur en ann- að að rétt var að farið 1944. Og rétt er það sem Rogers, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í skýrslu sinni til banda- ríska þingsins nú fyrir skömmu, að vinátta Islands og Bandaríkj anna stæði á traustum grunni. Þessar tvær þjóðir, smáþjóðin og risaveldið, hafa átt náið og gott samstarf og aldrei borið á því að stórveldið reyndi að neyta aflsmunar. Bandarískt varnarlið er á íslandi að ósk isiliendiniga sjálfra og í nafni Atlantshafsbandalagsins, sem hefur reynzt bezti skjöldurinn í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóð arinnar eftir styrjöldiria. Allir vita, að á þeim 20—30 árum, sem liðin eru frá styrjaldarlokum, hafa margar þjóðir misst sjálf- stæði sitt, sumar stórum fjöl- mennari en við. Það væri því glapræði nú eins og ástandið er ótryiggt í heiminum að veikja varnir Islands eða stíga eitt- hvert það skref sem dregið gæti úr vörnum landsins og stefnt sjálfstæði þess í hættu. Aftur á móti er rétt, að nauðsynlegt er að fylgjast með þróuninni og lúta kröfum breytts tíma, þó að grundvallarstefnan verði áfram hin sama. Þannig eiga Islending ar að leggja sitt litla lóð á þá vogarskál að draga úr spennu í heiminum. Vinátta Islands og Bandaríkj- anna er gott dæmi þess, hvem- ig hægt er að eiga samstarf við stórþjóð án þess að hún seilist til yfirráða. Aftur á móti hafa Bandarikjamenn stöku sinnum gert sig seka um klaufalega framkomu í samskiptum við Is- lendinga, t.a.m. þegar þeir létu bandarískt hermannasjónvarp flæða inn á hvert heimili á Suð- vesturlandi, þó að það sjónvarp hafi að vísu ekki verið hótinu hættulegra fyrir íslenzka tungu eða menningu, en það sem við nú búum við (sbr. rangar áherzl- ur i sjónvarpsauglýsingum sem vega að rótum tungunnar). Ho-Chi-Minh- stígurinn * til Islands Sjálfsævisaga Alberts Speers, þýzka nasistaforingjans, „Innan þriðja ríkisins" vakti meiri at- hygli á síðasta ári en nokkur bók önnur. Lítfll vafi er á því, að nokkurn lærdóm má draga af skrifum nasistaforingjans fyrr- verandi og fróðlegt að sjá nas- ismann og Adolf Hitler með aug- um þessa fyrrvei’andi aðdáanda hans. Ýmsum hefur þótt merki- legt, hversu hlutlaust Speer hef ur getað litið á menn og atburða rás í þriðja ríkinu. Sízt af öllu reynir hann að komast hjá þvi að taka sjálfan sig í karphús- ið. Merkilegt er að sjá, hve lýs- ingar hans á nasismanum og Hitler koma oft og tíðum heim og saman við það, sem gerist í Sovétríkjunum bæði nú og áður, þegar Stalín var þar allsráðandi. Speer birtist í ævisögu sinni sem iðrandi heimssyndari. Hann knýr sjálfan sig til að horfast í augu við staðreyndir. Það er heldur sjaldgæft i heimspólitík- inni, að menn hafi hugrekki til þess. Ekki er hægt að neita því, að sú afstaða Speers er virð- ingarverð, þó að hún veiti hon- um á engan hátt syndaaflausn fyrir þá hræðilegu glæpi, sem böðlar Hitlers og nasismans frömdu, ekki aðeins á einstakl- ingum, heldur heilum þjóðum. Ævisaga Speers leiðir hugann að öðru riti, ekki síður merki- legu, og nefnist það á ensku On trial. Bókina hefur fyrrum að- stoðarutanrikisráðherra Tékkó- slóvakíu skrifað. Aldrei hefur jafn háttsettur maður skýrt svo nákvæmlega frá þvi, hvernig líf ið gengur fyrir sig í frumskógi heimskommúnismans og þessi fyrrum aðstoðarutanríkisráð- herra Tékka. Ástæðurnar fyrir því að hann var handtekinn, of- beldið, pyntingarnar, mannúðar- leysið — allt er þetta með þeim hætti, að venjulegu fólki verð- ur á að segja hugsunarlaust: þetta getur ekki gerzt! S amt hefur þetta gerzt, og það er enn að gerast. Ekki í skáldsögum, heidur veruleikanum. Því mið- ur er kommúnisminn ekki skáld- verk, heldur raunveruleiki. Ein hörmulegasta staðreynd okkar tíma. Jafnvel 1984 eftir Orwell verður með „hymna lagi“ í sam- anburði við þá tröllauknu glæpa starfsemi og yfirgengilegu mann fyrirlitningu og mannfórnir, sem hinn landflótta fyrrum aðstoð- arutanríkisráðherra Tékkósló- vakiu lýsir af biturri reynslu. Kvikmynd hefur verið gerð eft- ir bók þessari og er þess að vænta að bæði hún og bókin nái hið fya'sta til almennings á Is- landi, svo að mönnum gefist enn einu sinni -— og kannski með eft- irminnilegri hætti en nokkurn tíma —- tækifæri til að sjá í saumana á þvi fyrirbæri, sem kallað er heimskommúnismi. Eini munurinn á nasistum Hitl- ers og kommúnistum okkar daga er sá sem fellst í ógeðfelldri sál- fræðilegri niðurstöðu, sem sögð hefur verið í þessari litlu setn- ingu: sá einn er sekur sem tap- ar. Kannski Þjóðviljinn birti þessa bók fyrrum aðstoðarutan- rtkisráðherra Tékkóslóvakíu neð- anmáls nú næstu vikurnar fyrir kosningar, svo að fólk eins og Jónas Árnason hafi eitthvað til að lesa upp úr í eldhúsdagsum- ræðum frá Alþingi. Þó er það fremur ólíklegt. Þjóðviljinn er, eins og allir vita, eins konar Ho-Chi-Minh-stígur kommúnism ans að rótum íslenzks lýðræðis. Að þessum stíg liggja nokkur drungaleg öngstræti jafnvel frá herbúðum manria, sem kenna sig við lýðræði. Spunakonurnar í Þjóðviljanum Og þá er ekki úr vegi að geta lítilla dæma um skrif þessa helzta málgagns kommúnista á Islandi. Við skulum taka þessi dæmi af handahófi og hafa þau eins nýleg og unnt er: Ungt skáld, sem aldrei hefur gefið út ljóðabók, fer með æskuglaðan skáldskap sinn í sjónvarpið, sumt er sungið af græskuleysi, ann- að lesið upp. Ekkert getur ver- ið saklausara, en auðvitað þarf s j ónvarpsgagnrýnandi Þjóðvilj- ans að reka upp öskur. Unga skáldið er hætt af öllum kröft- um og rembingi og reynt að koma fyrirlitningarstimpli á það: Það alerfiðasta í samfélag- inu er „að koma Ijóðum Hrafns nokkurs Gunnlaugssonar út til fólksins," segir í Þjóðviljanum, talað er um „samsetning" og annað þess háttar, sem óþarft er að rekja. Sem sagt: dagskipan. Unga skáldið hefur skrifað pistla í Morgunblaðið, sökum þess skal hann af lífi tekinn sem skáld — og helzt í upphafi fer- ils síns, svo að hann megi nú sjá að sér í tíma og hverfa inn í „réttar" herbúðir. I sama tölublaði kommúnista- blaðsins er grein um ungan mann, sem einnig skrifar í Morg unblaðið, og auðvitað er hann óalandi og óferjandi, enda hefur hann ekkert annað haft fram að færa en „glápa um hríð eins og hrútur," stofna til ringulreiðar og skrifa helzt eins illa og þeir sem verst skrifa á Islandi um þessar mundir, að dómi greinar- höfiuindar. Sem sagt: dagskipan. Sá maður sem skrifar leiðin- legar en flestir á Islandi nú um daga, kastar grjóti úr glerhúsi: menningarviti Þjóðviljans, sem alltaf er nýgenginn úr hömrun- um í Moskvu, þaðan sem hann var tröllum gefinn i æsku, þyk- ist sitja á háum stalli, en dund- ar þó ekki við annað en reyna að skera andstæðinga sína nið- ur við trog á þessum „andlega" blóðvelli kommúnista. Auðvitað er það haldlítið starf — og þó einkum lítilmannlegt. Og nú hafa þau undur gerzt að Austri hefur brugðið sér í gervi leik- listargagnrýnanda, enda er hánn homo universalis eins og allir vita. Svo talar hann líka í gegnum sjónvarpsgagnrýnanda blaðs sins. Sá síðarnefndi segir að þau verk sitji í fyirirrúmi í hugskotsholi hans, sem eru bless unarlega laus við svokallaða persónusköpun! Sem sagt: dagskipan. Auðvitað er þessi dagskipam í samræmi við húmorinn í Moskvu um þessar mundir. Á flökksþinginu þar, stóð upp „spunakona frá Privotsjk og gagnrýndi sovézka rithöfunda og tónskáld fyrir að grundvalla ekki verk sín á rússneskri al- þýðuhefð eins og fólk í spuna- iðnaðinum." Spunakonan í Austra á sínar fyrirmyndir. Allt eru þetta dæmi af handa- hófi. Skipta kannski engu máli, a.m.k. er ekki gustuk að fjalla frekar um þessa höfunda Þjóð- viljans. En engum dettur í hug að þeir viti ekki, hvað þeir eru að gera. Þeir túlka stefnu sína og lífshugsjón, að vísu oft og einatt undir rós, en oftast má lesa í málið. Kommúnisminn er persónulaus. Þar, sem nauðsyn krefur, notar hann í hæsta lagi grimu. Allt skal vera persónu- laust, það er hin síðasta og mik- ilvægasta dagskipan. Janusarhöfuð En — halda vinstri menn og kommúnistar að svona aumingja legur áróður hafi einhver áhrif nú á dögum? Við erum ekki enn á 5. eða 6. tugnum. Það er kom- inn 8. tugur aldarinnar og dag- skipanir í stíl hitlerisma eða stalinisma duga ekki lengur. Þessu tvennu, Hitler og Stalín, skýtur ótrúlega oft saman upp í hugann, enda rnynda þessir frumherjar einræðisaflanna Janusarhöfuð okkar tíma og má í því sambandi benda á, að varla er tilviljun að þessir tveir heið- ursmenn eru nefndir i sömu and rá í niðurlagi greinar Halldórs Laxness, sem birtist í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins í dag. Og engin tilviljun er það heldur, að kommúnistinn í sögu Huxleys, Kontrapunkti, segir að hann trúi á djöfulinn. Ekki eru allir kommúnistar eins og þeir í Kontrapunkti. Svo er guði fyr ir að þakka. En þó eru margir, allt of margir, afvegaleiddir og gera aðrar siðferðiskröfur til sín og sinna en andstæðinganna. „Ég ætla að trúa á djöfulinn, guð í djöflinum," segir kommún- istinn í Kontrapunkti. Þessi setning segir mikla sögu. Ho-Chi-Minh-stígurinn liggur til Islands. Um hann hafa komm- únistar flutt mikið af vopnum og hergögnum í baráttunni við lýð ræðislegan hugsunarhátt hér á landi og orðið meira ágengt en margur hyggur, a.m.k. meira en margur mundi ætla í fljótu bragði eins og sjá má af svo- nefndu spreng.iefnamáli i Kópa- vogi. Það sýnir svart á hvítu, hvernig kommúnistum hefur tek izt að eitra hugarfar ungra manna, svo að í stað kaffihúsa- komma eru nú að koma i dags- Ijósið svonefndir „aksjónistar", þ.e. ungir lífsreynslulausir menn sem ætla sér að stofna skæruliðasveitir Fylkingarinnar hér á landi. Af þessu eitraða hugarfari gæti hlotizt stórslys, þó að bylting sé nú erfið á Is- Franilmld á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.