Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 7
MORGUNBL.AÐEÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 7 Hættur að höndla Hafsteinn í Vesturbæ skýrir frá ástæðunum „Fóík er a)lta.f að spyr.ja mig, hvers vegna ég hafi hætt að verzla I verzluninni Vest nrbæ á horni Snðnrgötu og Fálkagötu, og það fær ekk- ert svar, nema ég geti komið því að í MorgunbJaðinn," sagði Hafsteinn Vilhjálms- son, fyrrverandi kaupmað- ur, þegar við hittum hann á förnum vegi inni við Sæviðar sund á dögunum. „Hefurðu fengizt lengi við verzlun, Hafsteinn,“ spyr ég, þegar við erum setztir innl i stofu heima hjá honum. „Já, ég hef unnið við verzl un frá þvi ég var 12 ára gam all, á ýmsum stöðum, fyrst hjá Austurveri, en siðustu 5 árin hef ég verið njálfstæður kaupmaður í Vesturbæ." Mér þykir nú hlýða að kynna Hafstein, áður en lengra er haldið. Hann er einhver harð duglegasti kaupmaður, sem ég hef kynnzt, ósérhlífinn, fyiginn sér, sem ekkert tæki- færi lét ónotað til að þjóna sinurn viðskiptavinum, eins og góðum kaupmanni sæmir. Sama, hvar á var litið. Það var iíkt því að koma heim til sín, að koma til hans í verzl- unina Vesturbæ. Ég hef séð verzlunina aukast dag frá degi, alltaf var einhver í búð inni að verzla, oftast fullt hús, og lipurð kaupmannsins og afgreiðslufólksins oili því að viðskiptavinunum fjölgaði dag frá degi. „Jókst veltan hjá þér á þessum 5 árum, Hafsteinn?" ,,Já, ég held mér sé óhætt að segja það. Þegar ég byrj- aði fyrir 5 árum var veltan 6 milijónir á ári, en þegar ég hætti, var hún kominn upp í 26 milljónir, og allt þetta átti ég að þakka góðum og trygg um viðskiptavinum." „Þá er ennþá meiri þörf á því að spyrja: Hvers vegna hættir þú að höndla?" „Sjálfsagt er engin ein ástæða til þess, en nokkrar get ég þó nefnt. Fyrst og fremst var það ótryggur húsa leigusamningur. Alltaf var samið tii skamms tírna. Það skapaði óöryggi í rekstri. Sið ast var aðeins samið um hús næðið til 16 mánaða, og sá samningur rann út 1. mai, og þar með hætti ég að verzla. Húseigandinn vildi fara að verzla sjálfur. Hann hefur að visu verzlað þarna áður í tví gang, og vildi nú byrja aftur á nýjan leik." „Er kaupmannsstarfið erf itt, Hafsteinn?" „Já, það er það eíaiaust, og í þessa búð þurfti mikinn vinnukraft, en ég var svo lán samur að hafa duglegt starfs fólk og samhent, og þakk- læti mitt beinist nú fyrst og fremst til þess, og ég veit, að viðskiptavinirnir hafa lika kunnað að meta það. En það hætti allt um leið og ég. Sumt fór í aðrar verzlanir, annað til sjós og til sveita, en ég mun sakna þessara góðu starfsmanna minna, sem oftlega leiðbeindu af þekk- ingu viðskiptavinunum, og þannig á gott afgreiðslufóik lika að vera. En meðan ég á ekki eigið húsnæði til verzl- unar, held ég, að ég hætti að höndla og fái mér vinnu ann ars staðar. Annars gekk þetta vel. Það skilaði því, sem það átti að skila, en þetta fór allt í sjálft sig." „Hvernig féll þér að verzla, Hafsteinn ?“ „Mér líkaði það mjög vel. Ég hafði gaman af því að umgangast fólk. Húsnæðið var erfitt. Þetta var lítið og þröngt húsnæði, sem krafðist mikils mannafla. Ég hef eigin lega engu öðru starfi kynnzt, og kann því vel. Við reynd um að gera viðskiptavinun- um tii geðs. Þetta varð auð- vitað persónulegt á stundum, en þannig á verzlun að vera. Opnunartíminn var rúmur. Fóik gat komið-til okkar, þeg ar vinna var úti, vissi að hverju það gekk. Þetta urðu alit vinir okkar. Við þekktum Hafsteinn Vilhjálnisson kaupniaðiir. þá, og þegar ég nú fyrir ein- hverja kaldhæðni örlaganna er hættur að höndla, er mér efst i huga þakklæti til við- skiptavina minna, sem sýndu mér það traust að verzla við mig. Þetta voru mi'kil og góð viðskipti. Ég reyndi að koma til móts við þá, og þeir sýndu mér trúnað og traust. Allt þetta met ég, og get ekki sannara orð sagt en ég sakna þess, að fá ekki leng ur að umgangast þá." „Ég á von á því, Hafsteinn, að þeir séu sama sinnis, þínir viðskiptavinir. Sumir munu af áhuga fylgjast með því, hvernig þér vegnar í framtíð inni, og viss er ég um einn hlut, ef þeir mættu kjósa yfir sig kaupmann, yrðir þú fyr- ir vaiinu." Og með það slitum við Haf steinn taiinu að þessu sinni. íbúarnir á næstu grösum eru sjálfsagt sama sinnis og ég, en enginn má sköpum renna. — Fr.S. A förnum vegi Fimmtug eru í dag 8. maí tví- burasystkinin Kristín I>órðar- dóttir og Sigurður Þórðar- son frá Ólafsvík. 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Óskari Þorlákssyni ungfrú Nina K. Birgisdóttir, flugfreyja Túngötu 51 og Pétur Lúðvíks- son, stud. med. Hátúni 37. Heim- iii ungu hjónanna verður að Hraunbæ 182. í dag verða gefin saman i hjónaband í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns ungfrú Hild- ur Baldursdóttir, bankamær og Bjarni Finnsson, garðyrkjumað- ur. Heimili þeirra verður að Sig túni 41. 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Kaupmannahöfn ungfrú Bóthildur Steinþórsdótt- ir ljósmóðir frá Akranesi og Skúli Jóhannsson verkfræði- nemi, Álfheimum 72, Reykjavík. Sr. Hreinn Hjartarson fram- kvæmir vigsluna. 1 dag verða gefin saman i hjónaband í Dómkirkjunni af séra Ólafi Skúlasyni ungfrú Margrét Óskarsdóttir, Réttar holtsvegi 79 og Björn H. Einars son, Garði, Hrunamannahreppi. Heimili þeirra verður að Þórs- götu 10. 1 dag verða gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni ungfrú Kristrún Þórisdóttir og Isleifur Jónsson. Heimili þeirra er að Túngötu 41, Rvík. 20. febrúar voru gefin saman í hjónaband í Glyfrarkirkju í Færeyjum 'Gröa Jóna Valdimars dóttir, Meistaravöllum 27, Reykjavík og Sverri Frank Olsen, stýrimaður, Soldarfirði, Færeyjum. VÍSUKORN Margir um það hafa hátt, heiminum vilja sanna, að lærdómshrokinn ieiki grátt, listir ungra manna. Tumi. W Forsetahjónin færðu Svíum sumarveðrið I fírrttTt‘I KLÆÐUM BÓLSTRUÐ húsgögn, áklæði i úrvali. Bólstrarinn, Hverfisgötu 74. Sími 15102. HÚSBYGGJENDUR Framleiðum milliveggjaplötur 5, 7, 10, sm, inniþurrkaðar. Nákvæm lögnu og þykkt. Góðar plötur spara múrhúð- un. Steypustöðin hf. BÓLSTRUÐ HÚSGÖGN Bólstrarinn, Hverfisgötu 74. RÖSASTIKLAR Gróðrastöðin, Birkihlíð, Nýbýlavegi 7, Kópavogi. Simi 41881. BATAR thl sölu 10-14-16-20-22-26-29-36- 38-42-50-56-58-59-62-64- 67-80-102-110-145-200 Fasteignamiðstöðin, sími 14120. TBJAPLÖNTUR Birkiplöntur o. fl. til sölu að Lynghvammi 4, Hafnarfirði. Sími 50572. Jón Magnússon. BATUfl til sölu 110 tonna bátur til sölu með sérstökum kjörum. Fasteignamiðstöðin, sími 14120. 14 ARA DRENGUR óskar eftir vinnu í sumar. Uppl. í síma 35728. VANTAR 3JA HERB. IBÚÐ IBÚÐ TIL LEIGU strax. Góðri umgengni heitið. Fyrirframgreiðsla. Sími 19692 ný 4ra herb. í Sólheimum frá 14. maí. Tilboð óskast send blaðinu merkt: „7447". 17 ARA STÚLKA ÓDÝR BARNAVAGN óskar eftir vinnu frá 1. júní, helzt i sveit. Sími 82009. til sölu. Sími 13253. tBÚÐ ÓSKAST til leigu, helzt í Breiðholti. Uppl. í síma 26928. VÉLTAK H.F., Höfðatúni 2, sími 25105. Höfum til sölu Mercury 45 hö. Mercury ’60, Evirude 33 hö. og Evirude 5’/2 hö. Okkur vantar til söfu 3ja—20 hö. mótora. IBÚÐ ÓSKAST Ung, barnlaus hjón, sem bæði vinna úti, vantar 2ja— 3ja herb. íbúð til leigu i eitt ár frá 1. júní. Uppl. í síma 41854. KEFLAVlK Róleg, ung hjón með ung- barn óska eftir 2ja—3ja her- bergja ibúð. Reglusemi. — Uppl. í sima 1525 eftir kl. 7 á kvöldin. FORELDRAR Sumardvalarheimili í Stykk- ishólmi tekur til starfa frá 1. júní n.k. til 31. ágúst. Enn geta nokkur börn komist að. Tekið er á móti pöntunum í sima 8128, Stykkishó.lmi. — St. Franciskussystur. TÆKIFÆRI Vefnaðar- og smávöruverzi- un til sölu. Er eina verzlun sinnar tegundar í stóru hverfi Tækifæri fyrir 2 konur að skapa sér góða atvinnu. Titb. merkt: ,,775 — 7396” send ist Mbl. fyrir 17. maí. Mœðrafélagið Hefur sina árlegu kaffisölu til styrktar Katrínarsjóði að Hall- veigarstöðum, sunnudaginn 9. maí klukkan 3. Komið og drekkið síðdegiskaffi með góðum kökum og brauði hjá Mæðrafélagskonum á mæðradaginn. NEFNDIN. Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo ein- staklinga, hjón eða einhleypinga, til veður- athugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst í siðari hluta ágústmánaðar 1971. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir, og æskilegt er, að a. m. k. annar þeirra kunni nokk- ur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglis- gáfu, nákvæmni og samvizkusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir eru, skuiu hafa borizt Veðurstofunni fyrir 20. maí nk. Allar nánari upplýsingar gefur deildarstjóri áhalda- deildar Veðurstofunnar, Sjómannaskólanum, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.