Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐHD, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 „Hér vantar fólk í vinnuu Næg atvinna á Hornafirði ÞORSTEINN Gnðmundsson fréttaritari Morgunblaðsins í Höfn í Hornafirði var á ferð- inni í bænum um daginn og Fréttir Í.1TSL Hornafirði Rætt við I»orstein Guðmundsson frá Hcjfn þá ræddum við stuttlega við hann og spurðum frétta úr byggðalaginu. — Af öklkur væri aíllt gott að frétta, ©f ekki hefði komið fyrir hið hörmutega silys um daginn, er Sigurifari fórtst og með honum 8 ungir og afni- legir m<mn. — Er ekki næg atvinna í Höfn? — Jú, það er nóg að gera og yfirteitt svo mikið að fól'k vantar til startfa. Vertáð- in hefur verið sæmiteg, þó að afli sé minni en hann var í fyrra. Það er mikið byggt, sem ber vott um góðan etfina- hag fóllkaiins og það er vel byggt. Nú er verið að ljúlka við viðbótarálmu við hótelið, sem taka á í notikuin innan Skamms. Einnig er í smíðum bankahús, fyrir Landsbank- aran, sveitarfélagið er að koma upp skrlfstofumiðstöð, þar sem einnig verður slökkvistöð og fangageymsla. — Nú, eiitt af brýnustu verkefnum byggðaf'lagsins er vegagerðiin yifir Skeiðarár- sand, en mér akiist að stefnt sé að þvi að ljúka rannsókrn- um á saindiinum í surraar og framkvæmdum síðara á næstu 4 árum. I>að þanf vart að taka það fram hversu stórkostteg bót það verður er hægt verð- ur að aka til Hornaf jarðar og Frá Höfn í Hornafirði. þar með hringinn i kringum iandið. Ýmsir telja raú að Skeiðará fari að hlaupa, því að nú er komið á sjötta ár frá síðasta hlaupi. Stytzt hafa liðið 5 ár, en leragst 11 ár. — Hvað er að frétta úr sveituraum þama? — Það má segja, að þar sé sama veimegunira. t>að er mikið um nýjar og glæsileg- ar byggiragar á bæjuraum og miklar ræktunarframkvæmd- ir. Sífellt er verið að rækta sandama upp, en samt þyrfti að gera mieira áitak í þeiim efnium. Bændur hafa viðast fjölgað bústofni og það má segja að það vainti sumar- haga. Ýmisir hafa heyjað mik ið og selit umframhey, en markaður hefur verið mjög góður uradarafariin ár. Það mætti einnig gera stærra átak í þesisum málum, því að þama er furadið fé fyrir bændur. Yfirleibt má segja að mikil gróska sé á flestum sviðum, sagði Þorsteiran að lokuim. Þorsteinn Guðnnindsson. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, forstöðukona: H j ú kr unark vennaskor turinn Erindi flutt á fundi hjá Samtök um heilbrigðisstétta í Domus Medica Það eru að verða 10 ár síðan ég tók við starfi forstöðukonu við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri. Það var í júníbyrjun ár- ið 1961, og þá var svo mikill skortur á hjúkrunarkonum, ekki sízt þeim, er farið höfðu í sémám, að ég fór beint úr al- mennu hjúkrunarnámi í þetta starf og komst ekki í nauðsyn- legt sémám fyrr en 3 árum síð- ar. í þessi 10 ár hefir alitaf ver- ið skortur á hjúkrunarkonum og eitt af minum erfiðustu við- fangsefnum hefir verið það, að fá nógu margar hjúkrunarkon- ur til starfa við sjúkrahúsið. Fyrir 7 til 8 árum lét Sjúkra- húsmálanefnd Læknafélags Reykjavíkur fara fram athugun á þessum málum, og Sigmundur Magnússon læknir skrifaði um hana fróðlega grein í Tímarit Hjúkrunarfélags íslands. Hann skýrði þar frá, að sjúkrahús landsins vantaði um 30—40 hjúkrunarkonur til starfa, en auk þess þyrfti á næstu árum 150—200 hjúkrunarkonur til að starfrækja mætti þau sjúkra- hús, er þá voru í smíðum. Um 700 hjúkrunarkonur voru þá í Hjúkrunarfélagi íslands, en að- eiins liðlega þriðjungur þeirra við hjúkrunarstörf. Nefndin sendi þeim hjúkrunarkonum, sem ekki unnu að hjúkrunar- störfum, spumingalista, sem þær voru beðnar að svara. Um 100 svör bárust, og í ljós kom, að úr þeim hópi mátti fá vinnu- kraft, er samsvaraði um 25—30 fullstarfandi hjúkrunarkon- um, ef þeim væri auðveldað að boma til starfa að nýju, með þvi aö komið yrði upp barnaheimil- um og stofnað yrði til upprifj- unarnámskeiða. Og hvað hefir svo gerzt á þess um 7—8 árum, síðan könnun þessi var gerð. Borgarspítaiinn hefir tekið til starfa með marg- ar nýjar deildir. Viðbyggingar við Landspítalann og Landakots spítala eru komnar upp og ný sjúkrahús hafa risið upp úti á landsbyggðinni og önnur verið stækkuð. Má þar nefna sjúkra- húsin á Húsavík og Akranesi. Lokið er smiði Hjúkrunarskól- ans og nú getur hann húsnæð- is vegna brautskráð meira en helmingi fleiri nemendur en áð- ur fyrr, eða um eða yfir 90 á ári. 1 félaginu okkar eru nú 1000 hjúkrunarkonur og hlutfallslega heldur fleiri starfandi en fyrir 8 árum. Sjúkrahúsin i Reykja- vík — Landspítalinn, Borgar spítalinn og Landakot hafa öll barnaheimili á sínum vegum, og gera á þann hátt giftum hjúkr- unarkonum kleift að sinna hjúkrunarstörfum. Upprifjunar- námskeið hefir verið haldið einu sinni í Borgarspitalanum. Þetta hefir ekki dugað til. Ef til vill er aðalmeinsemdin sú, að ekki var byrjað á réttum enda. Sjúkrahúsin voru stækkuð og þau kölluðu á meiri starfskrafta, áður en byggingu skólans var lokið og hann viðbúinn að fjölga nemendum og brautskrá þá, til að sinna því kalli. Það var aldrei brúað það bil, sem kom- ið var, og því ekki skapaður sá grundvöllur, er á þurfti að byggja. Á þessum árum er vinnuvika hjúkrunarkvenna stytt úr 48 klukkustundum niður i 44, síðar 42 og nú í vetur i 40 stundir. Það gerir einn 8 stunda vinnu- dag á viku eða 52 daga á ári. Miðað við núverandi vinnuviku hjúkrunarkvenna, en þær vinna 5 daga vikunnar, svarar þessi vinnustytting til þess, að 6. hver hjúkrunarkona hafi hætt störfum. Ef við reiknum með, að um 360 hjúkrunarkonur séu í starfi, þá eru þetta 60 hjúkr- unarkonur, eða álíka margar og skólinn hefur stundum braut- skráð á ári og er þá miðað við 2 fjölmenna hópa. Þessi vinnu- stytting hefir verið sanngjörn, og var fremur á eftir miðað við aðrar stéttir eða starfshópa. en Ingibjörg Magnúsdóttir. hún hefir ef til vill höggvið stærra skarð, en margur hefir gert sér grein fyrir. Á s.l. áratugum hefir þjónust- an í sjúkrahúsum breytzt gífur- lega mikið. Þekking i læknis- fræði hefir tekið stökkbreyting- um, allri tækni hefir fleygt fram. Aukinn tækjabúnaður krefst aukinnar þekkingar — gagns- laust er að bæta við nýjum, verð mætum tækjum, ef starfsliðið kann ekki með þau að fara. Og hjúkrunarkonan hefir farið inn á ný svið. Mörg þessara nýju tækja spara spor hennar, en ekki alltaf tíma. Hjúkrunarþörf sjúklinga, eða sá timi sólar- hringsins, sem þeir þurfa hjálp frá hjúkrunarliði, er venjulega áætlaður í hjúkrunarstundum. Fáir sjúkliragar komast af með færri en 3 hjúkrunarstundir á sólarhring, en á einstaka deild- um t.d. gjörgæzludeildum, þar sem sjúklingar þurfa stöðuga, nákvæma hjúkrun allan sólar- hringinn, geta hjúkrunarstund- imar farið yíir 30. Hjúkrunar- konur skiptast þá á 8 klst. vakt- ir, en auk þess þurfa þær að vera 2 eða fleiri við sérstaka að- hlynningu sjúklings. Gæði hjúkrunar fer mjög eftir mennt- un og hæfni hjúkrunarliðsins, hvort sem hjúkrunarstundirnar verða fleiri eða færri. Vissar að gerðir og störf krefjast meiri hæfni en önnur. Nám hjúkrunarkvenna þarf að haldast í hendur við þarfir sjúkrahúsanna. Þegar sérfræð- ingar í lækningum fara inn á ný svið, þarf hjúkrunarkonan að fylgja eftir. — Hún þarf að vera betur menntuð, og hjúkr- unarskólinn þarf að geta aukið og bætt nám hennar. Fyrir 10 árum var bóknám hjúkrunarnema, eða þær kennslustundir, sem þeir fengu í Hjúkrunarskóla Islands um 700 eða liðlega það. 1 dag eru þær um 1430 eða helmingi fleiri. Mest fjölgun kennslustunda varð í hjúkrunarfræði og sálarfræði. Þrátt fyrir þessa miklu aukn- ingu nær áætlun ráðamanna skólans lengra eða upp i liðlega 1500 stundir, þegar þvi verður við komið. Jafnhliða þessari breytingu hefur verið reynt að láta nemendur fá skipulagða tll- sögn í verklegu námi hjá hjúkr- unarkennara og hjúkrunarkon- um á sjúkradeilduraum. Auk þess fá þeir öðru hverju einn skóla- dag, sem spannar yfir 5—7 kennslustundir. Njóta þeir þá kennslu lækna og hjúkrunar- kvenna. Þessar auknu menntun- arkröfur hefir skólinn reynt að uppfylla, þrátt fyrir þröngt hús næði framan af og stöðugan skort á hjúkrunarkennurum. Ég vil skjóta því hér inn í, að ég tel skólann hafa haft færa kenn ara þau ár, sem ég þekki til, ekkl bara þá sem kennararéttindi hafa, heldur og ýmsar áhugasam ar og vel gefnar hjúkrunarkon- ur, sem lagt hafa skólanum gott lið. Sumar af mínum beztu hjúkr unarkonum að norðan hafa farið til starfa í skólann. Má þar nefna 2, sem vinna þar nú við kennslustörf. Hvernig gengur svo að sam- eina bóknám i skóla og verk- nám á deildum? Hvemig er sam starf skóla og þeirra sjúkra- húsa, er hafa nemendur í verk- námi? Hlutverk skóla er að braut- s'krá sem hæfasta nemendur, hlut verk sjúkrahúsa er að veita sjúklingum sem bezta þjónustu. Kennslusjúkrahús hafa skyldur við nemendur sína. En enn eru nemendur starfskraftur á deild- um, þeir eru hluti af þeim starfs- mannafjölda, er deildunum er fenginn, og þegar 2 nemar hverfa af deild til að stunda bóknám í skólanum, þarf deild- in að fá aðra 2 í staðinn. Þetta getur auðveldlega valdið árekstrum og þarna þarf skiln- ing, umburðarlyndi og þolin- mæði, svo að samvinna náist. Og í þessum samskiptum liggur mjög miki'l og nákvæm vinna. — Kennsla á deildum og tilsögn krefst færari hjúkrunarkvenna og sú tilsögn er tímafrek. Stytt- ing vinnuvikunnar náði einnig til hjúkrunarnema engu síður en hjúkrunarkvenna. Við getum tekið hiiðstæðar tölur og fyrr, við getum miðað við 180 nem- endur. Ef vinnuvika þeirra er stytt úr 48 stundum niður í 40, eða Ve, inna þeir sama verk af hendi og 150 nemendur áður. Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.