Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannssoin. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. UMBÆTUR I STJÓRNSÝSLU U'inn þáttur í skipulegum aðgerðum Magnúsar Jóns- sonar, fjármálaráðherra, til þess að auka hagkvæmni og spamað í ríkisrekstrinum var stofnun Fjárlaga- og hag- sýslustofnunarinnar, sem fjallar um þessi verkefni og fer auk þess með fjármála- lega yfirstjóm allra ríkis- framkvæmda í landinu. Þessi stofnun annast undirbúning að gerð fjárlagafrumvarps í samráði við undimefnd fjár- veitinganefndar Alþingis, sem komið var á fót að frumkvæði fjármálaráðherra til þess að þingmenn gætu betur fylgzt með fjármálastjórn ríkisins. Annað verkefni Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar hefur verið gerð fram- kvæmda- og fjáröflunaráætl- ttnar ríkisstjómarinnar, en drög að slíkri áætlun hafa fylgt fjárlagafrumvarpinu tvö sl. ár og gert Alþingi kleift að hafa heildar yfirsýn um þau efni. Fyrir nokkrum árum hafði ríkisstjórnin frum- kvæði um setningu nýrra laga um skipan opinberra framkvæmda, en með þeim er stefnt að því, að bæta nýt- ingu framkvæmdafjár með því m.a. að vanda mun betur en gert hefur verið undirbún- ing framkvæmdanna sjálfra. Þessar aðgerðir eiga einnig að tryggja, að fjárskortur tefji ekki framkvæmdir. Þessi iagasetning er ein mikilsverð- asta umbót á sviði opinberrar stjómsýslu og fjármálastjóm- ar síðustu árin. Eins og allir vita hefur al- ger breyting orðið á bifreiða- málum ríkisins fyrir fmm- kvæði fjármálaráðherra. Sett- ár hafa verið nýjar og ákveðnar reglur um notkun bifreiða á vegum ríkisins. Allar bifreiðar ríkisforstjóra Breytt rnginn þarf að vera í vafa um, að mikil breyting hefur orðið á viðhorfi ís- lenzkra iðnrekenda til út- flutningsstarfsemi á síðustu misserum, eða frá þvi að ís- land gerðist aðili að Fríverzl- unarsam tökum Evrópu. Á þeim tíma, sem liðinn er, hafa iðnrekendur í vaxandi mæli lagt áherzlu á að kynna framleiðsluvöru sína á erlend um mörkuðum og með býsna góðum árangri. Það er einmitt þessi grund- vallarbreyting á viðhorfi iðn- rekenda og iðnaðarins í heild til útflutnings, sem kannski er á þessu stigi mikilsverðasti árangurinn af EFTA-aðild. Áður tóku menn ekki alvar- lega tal um að hægt yrði að hefja útflutning á íslenzkum hafa verið seldar, en ákveðn- um fjölda embættismanna gert kleift að eignast eigin bifreiðar. Hið sama á við um bifreiðar ráðherra. Allar bif- reiðar í eigu ríkisins hafa verið merktar og einkaafnot af þeim eru nú með öllu óheimil. Bílastyrkir hafa allir verið teknir til endurskoðun- ar og greiðslum hagað í sam- ræmi við raunveruleg not í þágu ríkisins. Fjárlaga- og hagsýslustofn- unin hefur sett nýja reglu- gerð um húsaleigumál ríkis- ins og reynt hefur verið að samræma leigugjaldið. Þá hefur verið komið á fót sam- eiginlegri útgerðarstjóm allra skipa í eigu ríkisins, en þar er um að ræða Skipaútgerðar- skip, varðskip og rannsókna- skip. Loks er nú unnið að at- hugun á því, að sameina all- an verkstæðisrekstur ríkisins. Með raunhæfum aðgerðum af því tagi, sem hér hafa ver- ið nefndar, hefur tekizt að koma við aukinni hagsýni í ríkisrekstrinum. Það er að sjálfsögðu stöðugt verkefni að halda því við, sem áunnizt hefur, og takazt á við ný við- fangsefni á þessu sviði. En engum blandast hugur um að á síðustu árum hefur orðið gjörbreyting í allri fjármála- stjóm ríkisins. Þrátt fyrir erf- iðleikana 1967—1969 stendur hagur ríkissjóðs nú traustum fótum og mörgum þáttum í fjármálastjóm hins opinbera hefur verið komið í fastara form en áður var. Þetta hefur verið erfitt verk og oft við- kvæmt, en árangurinn er líka sá, að nú er óhætt að fullyrða, að meðferð almannafjár hjá hinu opinbera er mun betri og hagkvæmari en áður hefur tíðkazt. viðhorf iðnaðarvörum. í iðnaðinum sjálfum vom margir vantrú- aðir á að þetta mætti takast. Á þessu hefur orðið mikil breyting. Segja má með nokkrum sanni, að sjálfs- traust hins íslenzka iðnaðar hafi aukizt að miklum mun og nú em menn mjög áhuga- samir um að þreifa fyrir sér um útflutningsmöguleika. Á fyrri hluta þesisa árs munu íslenzkir framleiðend- ur taka þátt í 7 kaupstefn- um á erlendum vettvangi til þess að kynna framleiðslu- vömr sínar. Þetta er meiri þátttaka en nokkm sinni fyrr og til marks um það breytta viðhorf, sem nú ríkir í iðn- aðinum. Næsta skrefið er að hefja alvarlega söluherferð fyrir þeim íslenzkum iðnað- 0BSERVER >f OBSERVER STREITA 1 — sem stuðlar að sjúkdómum Observer eftir Max Wilde ROSETO er smábær L Penns- ylvaniu i Bandarikjunum með um 1700 ibúa. Bæinn stofn- uðu innflytjendur frá Roseto Valfortore á Suður-Ítalíu árið 1889. Samfélagið er ákaflegra róleg-t, engin fátækt og mjög lítið um afbrot. Karlmennirn- Ir eru húsbóndar á sínum heimilum, þeir yngri bera virð ingu fyrir sér eldra fólki, sem ræðuf mestu í f jölskyldiunál- um. Borgaraleg skylda er i há- vegum höfð og þrengi að ein- hverjum, koma samborgararn ir strax til hjálpar. 1 stuttu máli, í Roseto ríkir gagn- kvæmur skilningur og sam- staða. Vísindamenn hafa kannað hjartasjúkdómatilfelli í Ros- eto á sl. 12 árum og komizt að þeirri niðurstöðu, að tiðni þeirra sé um helmingi lægri en í nágrannabæjum og Bandaríkjunum í heild, þrátt fyrir að þar sé að finna sömu áhættur og annars staðar i velferðarþjóðfélagi, reyking- ar, offitu o.s.frv., og að ætt- ingjar, sem búa annars staðar í Bandaríkjunum hafi svipaða tiðni hjartasjúkdóma og Bandarikjamenn almennt. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa nýlega verið gefn- ar út af Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni (WHO) og Uppsalaháskóla í Sviþjóð. Ber skýrslan nafnið „Þjóðfélagið, streita og sjúkdómar". I skýrslunni kemur fram, að samfélögum eins og Roseto undanskildum, að konur og börn í nútímaþjóðfélagi eru miklu frjálsari og sjálfstæðari en á síðustu öld. 1 viðtölum við ! eiginkonur manna, sem þjáð- ust af hjartasjúkdómum kom fram, að þær gerðu sér í fæst- um tilvikum grein fyrir að hin sjálfstæða hegðun þeirra getur gert eiginmennina taugaóstyrka og örvæntingar- fulla. Þær virtust heldur ekki geta sýnt eiginmönnunum þá hlýju, sem þeir þörfnuðust. Samkvæmt skýrslunni er hinn dæmigerði hjartasjúkl- ingur duglegur og sjálfstæður karlmaður, sem leggur allt upp úr því, að koma sér og fjölskyldu sinni áfram í lífs- baráttunni. Líf slíks manns einkennist af stöðugri fram- sækni, vindlingareykingum, mikilli neyzlu dýrafitu og lít- illi hreyfingu. Auk þess er vit að, að ríkmannlegt líf eykur hættuna á hjartasjúkdómum vegna meiri feitlagni, hás bióðþrýstings og sykursýki, sem jafnan fylgir slíku lífi. Þjóðfélagsvenjur hafa mjög mikil áhrif á tíðni sjúkdóma og kemur slíkt glöggt fram í mismunandi sjúkdómum eftir landfræðilégri legu landa. I Evrópu . og Bandaríkjunum er lungnakrabbi af völdum reykinga og lifrarsjúkdómar af völdum áfengisneyzlu af- leiðing þjóðfélagsvenja. Hár blóðþrýstingur er algeng dauðaorsök i Japan, sem er á háu þjóðfélagsstigi, en næst- um óþekktur í Nýju Gíneu og á sumum eyjunum í Kyrra- hafi. Þessi dauðaorsök er einnig algeng meðal blökku- manna í iðnaðarborgum Bandaríkjanna, en ekki meðal blökkumanna í Mið- og Vest- ur-Afríku, þaðan sem forfeð- ur bandarísku blökkumann- anna komu. Snöggar breytingar á þjóð- félagsháttum hafa einnig greinileg áhrif á tíðni ýmissa sjúkdóma. Eitt dæmi er Hol- land, en eftir innrás Þjóðverja varð mikil aukning á tíðni magasárs meðal landsmanna. Sérfræðingar segja, að þetta geti ekki hafa orsakazt af fæðuskorti styrjaldaráranna, því að í striðslok var ástandið í þeim málum jafnvel enn verra, en þá snarlækkaði tíðni magasárs. Það varð einnig vart við óvæntar breytingar á sjúk- dómum i þýzku fangabúðun- um og þar var magasár svo til óþekkt, vegna þess að líf fanganna var mjög fábreytt andlega, þrátt fyrir misþyrm- ingar og grimmdaranda, sem þar rikti. Þar þurfti engar ákvarðanir að taka, menn létu tilfinningar sínar í ljós óhindr að og skyldustörf og sam- vizka stönguðust ekki á. Ashmi, mígreni og botnlanga- bólga virtust hverfa við þess- ar eríiðu aðstæður. Gallstein- ar, hjartasjúkdómar og hár blóðþrýstingur hurfu ekki al- veg, en tíðni þeirra lækkaði mjög. Skýrslan segir: „Það er Ijóst á þessum upplýsingum að streita ræður miklu um tiðni og eðli sjúkdóma við mis munandi þjóðfélagsaðstæður." Ýmsir telja, að ashmi hjá börnum orsakist oft af við- brögðum við ráðríki foreldra. Mörg börn, sem flutt eru frá heimilum sínum í sjúkrahús, fá engin köst þó að þau fái ekki lyfjagjafir, en síðan byrja köstin aftur þegar barn- ið snýr heim. Þá kemur fram, að ashmi hjá börnum hefur oft lagazt, eftir að móðirin hafði fengið sálfræðilega að- stoð. Adrenalínið í líkamanum gefur vel til kynna streitu hjá manni. Skýrslan segir frá til- raun, sem gerð var á 12 ung- um skrifstofustúlkum. Til- raunin stóð yfir í fjóra daga, t Á fyrsta og fjórða degi unnu stúlkurnar eins og venjulega fyrir mánaðarkaupi, en á öðr- um og þriðja degi í ákvæðis- vinnu. Þá daga jukust afkðst- in um 114% og adrenalín- framleiðsla líkamans um 40%. Þá kvörtuðu stúlkurnar undan þreytu, höfuðverk og bakverk. Ýmislegt í sambandi við störf fólks í nútímaþjóðfélagi getur valdið aukinni streitu, sem síðan getur valdið sjúk- dómum. Auk hinna venjulegu atriða, svo sem samkeppni, ábyrgðar og framagirni, má telja vaktavinnu, ákvæðis- vinnu, sjálfvirkni, hávaða o.fl. Margt af þessu er óhjákvæmi- legt í nútímaþjóðfélagi og verður maðurinn að gera upp við sig hvort áhættan er rétt- lætanleg eða ekki. Hingað til hefur þvi verið gefinn lítill gaumur hversu mikla streitu hávaði, einangr- un eða leiðindi geta orsakað. Nútímatækni gerir aðlögunar- kröfur til manns, sem eru oft mjög erfiðar, þegar tillit er tekið til þess að líkamlega er hann ekkert öðru vísi en for- feður hans. Þetta er þó auð- vitað einstaklingsbundið eins og margt annað. Skýrslan seg ir, að gefa skuli meiri gaum að verksviðsvali einstaklings- ins svo og yfirmönnum hans og starfsaðstöðu. í sumum löndum hefur þeg- ar verið byrjað á því til þess að reyna að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma, að bjóða verkafólki frí öðru hverju á friðsamlegum stöðum úti á landsbyggðinni, fjarri skavk- ala stórborganna. 1 Vestur- Þýzkalandi kom í ljós við til- raun með 1500 verkamenn, að f jarvistir frá vinnu minnkuðu um 69% eftir að farið var að leyfa verkamönnum að hvila sig reglulega úti á landi. Slik- ar takmarkaðar hvíldir munu aUðvitað ekki koma í veg fyr- ir hjartasjúkdóma, segir skýrslan, en höfuðgildi þeirra er breytt viðhorf einstaklings- ins og vilji hans til að halda áfram að fylgja reglum hvíld- arheimilisins eftir að hann er kominn heim á ný. Svo virðist sem kostnaðurinn við siík hvildarheimili fáist endur- greiddur með betri afköstum og nýtingu vinnuaflsins, og i því segir skýrslan það þess virði fyrir aðrar þjóðir að kanna þetta mál. (OBSERVER — öll réttindi áskilin) OBSERVER * OBSERVER arvörum, sem mesta athygli hafa vakið. Nú þegar hefur útflutningur iðnaðarvara stór aukizt og búast má við, að aukningin verði ekki minni á þessu ári en síðasta ári. Fyrr en varir verður iðnaðurinn orðinn að umtalsverðum út- flutningsatvinnuvegi. Mæðrablómið í Kópavogi NEFNDIN vill minna á að mæðradagurinn er sunnudaginn 9. maí. Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju kl. 2. Séra Gunn ar Árnason prédikar. Kaffisala Mæðrastyrksnefnd- ar og handavinnusýning Kven- félagasambands Kópavogs verð ur í Félagsheimilinu kl. 3—6. Á sýningunni eru meðal ann ars keramikmunir sem konur í Kópavogi hafa unnið á nám- skeiðum í vetur. Mæðrablómið verður selt í bænum. Mæður eru béðnar að hvetja börn sín til að selja mæðrablómið, sem afhent verður laugardaginn 8. maí kl. 4—5 í Kársnesskóla og Kópavogsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.