Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 tmsim Gestur * Olafsson arkitekt athuganir og veðurfarsathugan ir og einnig eru að hefjast ýmiss konar félagslegar athug- anir. Eiga niðurstöður úr þess- um rannsóknum að liggja fyrir í haust og er þá ætlunin að hefja samanburðarathuganir á þeim möguleikum sem koma til og glæsibrag, sagði Gestur, og er í sérstöðu á ýmsum svið- um. Á siðustu árum er eins og bærinn hafi staðnað lítið eitt og að minu áliti hefur Reykjavík haft þar forskot síðan áhrifa aðalskipulagsins fór að gæta þar. Að mínu áliti þurfa Akur eyringar fyrst og fremst að endurheimta sjálfstraust sitt og koma auga á þá óteljandi mögu leika sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Þegar það hefur náðst er þeim ekkert að van- búnaði til þess að skapa þar mikilvæga miðstöð fyirir Norð uriand á fjölda mörgum svið- um og ná aftur fyiri reisn. Akureyri gæti haft mikið að- dráttarafl fyrir ferðamenn. Náttúrufegurð er þar mikil. Pollurinn og Eyjafjörður all- ur eru tilvaldir til siglinga og sjóstangaveiði. Á Akureyri er hægt að stunda golf allar 24 klukkustundir sólarhringsins yfir sumartímann og HJíðar- greina við stækkun bæjarins. Um sjálft skipulagið sagði Gest ur Ólafsson: — Ráðgert er, að með himt nýja aðalskipuiagi verði mót- uð þróunarstefna bæjarins á sem flestum sviðum í a.m.k. næstu 20 ár, en þó verði það endurskoðað í heild á 5 ára fresti og þeim upplýsingum, sem aðalskipulagið er grund- vallað á verði stöðugt haldið við. Við gerð skipulags sem þessa eru það íbúar staðarins og þær athafnir sem þeir stunda sem skipta mestu máli og því viljum við, sem vinnum að gerð skipulagsins, að íbú- arnir sjálfir leggi sem mest að mörkum við þetta starf. Ég vil nefna sem dæmi að á næstu 20 árum má gera ráð fyrir að bæj arbúum fjölgi um 6.500 manns. Til greina kemur að taka á móti þessari aukningu með þvi að byggja eingöngu á svæðinu utan við Glerá, líka kæmi til Hvernig verður miðbærinn & Akureyrl í framtíðinni? Þessari spurningu og fjiildamörgum öðrum eiga Akirreyringar og s kipulagsnefndin enn ósvarað. Hafin er endurskoðun á aðal- skipulagi Akureyrar og á hún að móta þróunarstefnu bsejar- ins á sem flestum sviðum í a.m.k. niestu 20 ár. Endurskoð- unin hófst um sl. áramót, og er ráðgert að henni ljúki í lok ársins 1972. Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðing- ur, Þorbjörn Broddason, þjóð- félagsfræðingur, Jóhann Sigur- jónsson menntaskólakennari, Einar B. Pálsson verkfræðing- ur og ýmsir aðrir innlendir og erlendir aðilar vinna í samein- ingu að endurskoðun þessari. Þeir félagar hafa þegar hafið gagnavinnslu og ýmiss konar undirbúningsstarf fyrir hið ný,ja skipulag. Við gerð hins nýja skipulags er lögð áherzla á að fá Akureyringa til þess að vera með í ráðum og hefur þegar verið haldinn einn fjöl- sóttur borgarafundur til þess að skýra frá gangi málsing og gefa aimenningi tækifæri til þess að láta hugmyndir sínar í ljós. í viðtali við Gest Ólafsson, sem ber hita og þunga af skipu lagsstarfinu, sagði hann að nú- verandi aðalskipulag Akureyr arbæjar væri frá árinu 1927 og þvi eðlilega orðið úrelt. — Akureyri varð snemma fyrirmynd annarra bæja á Is- landi hvað viðkemur skipulagi Frá fyrsta borgarafundinum sem haidinn var fyrir-skönunu til þess að skýra frá gangi mála og gefa almenningi tækifæri til þess að láta í ljós hugmyndir sínar. Tíminn frá áramótum hefur aðallega farið i ýmiss konar undirbúningsstörf og rannsókn ir, sem mynda eiga grundvöll að skipulagi bæjarins. T.d. hef ur verið gerð athugun á lögn- um bæjarins til þess að kanna hvar ódýrast er að stækka lagnirnar. Vegakerfið hefur verið athugað, gerðar jarðvegs- fjallið býður upp á fjölbreytt skíðaland svo eitthvað sé nefnt. Nýtt Akureyri hefur upp á óteljandi möguleika að bjóða t.d. í sambandi við ferðamenn. skipulag Akureyrarbæjar ráði við Einar B. Pálsson verk fræðing og bæjarverkfræðing á Akureyri, en Einar B. Pálsson mun verða til ráðuneytis um þann þátt aðalskipulagsins, sem lýtur að umferðamálum. Að lokum sagði Gestur að þegar verið væri að vinna að skipulagi bæjar eins og Akur- eyrar, sem jafnframt er höfuð- staður Norðurlands, vöknuðu ótal spurningar sem nauðsyn- legt er að svara. Hvert viljum við að hlutverk Akureyrar verði i framtíðinni? Hvaða markmið viijum við setja okkur viðvíkjandi þróun bæjarins? Hvað þurfum við að gera til að ná þessum markmið- um og hvaða möguleika höfum við á að ná þeim? Hvaða kostn að hafa þessi markmið í för með sér og hvaða afleiðingar hafa þær leiðir, sem koma til greina við stækkjun bæjarins. Hvers konar umhverfi viljum við skapa til að búa í? Þessi markmið verða siðan leiðarljós fjölda ákvarðana, sem verða teknar viðvíkjandi uppbyggingu bæjarins og munu hafa mjög mikil áhrif á líf og umhverfi þess fólks, sem bygg- ir Akureyri, nú og í framtið- inni. Miðar að því að ná aftur fyrri reisn greina að taka svæðið fyrir sunnan og ofan bæinn fyrir þessa stækkun og í þriðja lagi mætti hugsa sér að helmingur- inn færi út í Glerárhverfi og hinn heimingurinn upp fyrir bæinn. Þama þarf að taka til- til til margs, t.d. jarðvegs, veð- urfars, kostnaðar og þá síðast en ekki sízt hvað Akureyring- ar vilja sjálfir og hljóta þeir sjálfir að hafa ákvörðunarrétt- inn i þessu máli, og á þeirra ákvörðun byggjum við síðan skipulagið. Mörg óleyst verkefni biða í sambandi við gerð skipulags- ins og eru sum þeirra mjög að- kallandi. Öskuhaugamir í Gler árgili eru eitt þeirra. Það hefur mikið komið til tals að friða Glerárgil og verða öskuhaug- arnir þá tvímælalaust að hverfa þaðan. Nokkrar tillög- ur hafa komið fram um sorp- eyðingu, til dæmis kæmi til greina að nota sorpið til fyll- ingar. Þá er 2 m þykkt lag af sorpi hulið með sandi og á u.þ.b. 5 árum er sorpið fullkomlega ummyndað og hægt að byggja á hinu nýja landsvæði. — En það eru fleiri verk- efni óleyst en sorpeyðingar- vandamálið. Má þar til dæmis nefna spurninguna um það hvernig framtíðarþróun gatna- kerfis eigi að vera. Gatnakerfi Akureyrar hefur þróazt að miklu leyti án þess að um hlutverkaskiptingu sé að ræða milii gatna. Einnig hefur vaxandi bifreiðastæðaþörf yrfir leitt verið fullnægt með bif- reiðastæðum á akbrautum, sem hafa bæði torveldað umferð og aukið slysahættu. 1 skipulag- inu er því nauðsynlegt að taka afstöðu til bifreiðastæða, bæði í miðbæ Akureyrar og í íbúð- arhverfum ásamt notkun einka bila almennt eða hugsanlegri strætisvagnaþjónustu. Þróun gatnakerfisins hefur því orðið þess valdandi að tals vert víðtækara breytinga er þörf á núverandi gatnakerfi, ef vel á að vera. Erfitt er einnig að tengja hina þrjá bæjarhluta saman, sem afmarkast af „brekkunni" og Glerá og eins við fyrirhuguð byggðasvæði á hagkvæman hátt. Verið er að vinna að enduílkipulagi gatna kerfisins í heiid og athugun á hugsanlegum vegalögnum í sam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.