Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 15
MOFtGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 15 Alþjóðadagur Rauða krossins Friðrik * Amason 75 ára FRIÐRIK Árnason, hreppstjóri á Eskifirði átti 75 ára afmæli í gær. Hann er fæddur að Högnastöðum í Helgustaða- hreppi og voru foreldrar hans Guðný Sigurðardóttir, en hún var af Sandfellsætt, og Árni Halldórsson, sem lengi var út- gerðarmaður á Eskifirði. Frið- rik var um langt skeið sjómað- ur, en lengst af þó verkamað- ur á Eskifirði og hefur fengizt við alla algenga vinnu. Einnig hefur ; hahn. haft. mörg trúnaðar- störf með höndum um dagana. Hann hefur verið hreppstjóri í 34 ár. Hreppsnefndarmaður var hann í 8 ár, í skattanefnd í 25 ár og sýslunefndarmaður um 12 ára skeið, og lengi hefur hann Vérið í sóknarnefnd. Kona Frið riks var Elínborg Þorláksdóttir úr Húr.aþingi og áttu þau 10 börn saman. Elínborg lézt árið 1945. Friðrik er söngelskur og létt- lýndur maður. Fjöldamörg ár starfaði hann í karlakór og á miðjum aldri lærði hann að spila á hljóðfæri, og hefur marg ur maðurinn haft gleði af því að koma í heimsókn til hans. Og þegar ég var heima, þá man ég Framhald af bls. 2 eins og hún hefði átt að gerast. Lengra kemst enginn.“ Þetta varð kveikjan að þeirri sögu, sem Gunnar Gunnarsson hóf að rita sextán árum síðar. En reyndar þarf ekki að leita um svo langan veg skýringar á þvi, hvers vegna honum varð þetta dapurlega söguefni svo hugleikið. Dýpt mannlegra þján- inga, einstaklingurinn í viðjum örlaga sinna, sekt hans og sam- ábyrgð, eru efni, sem sjaldan eru langt undan í sögum hans, og honum er æðitamt að tefla því öllu gegn miskunnarlausri frum- kröfu allrar verðandi, hinni mannlegu reisn, sjálfsvirðingu og þolgæði. Um hitt geta menn spurt, hvað það sé, sem öðru fremur gæði þessa skáldsögu svo sefjandi áhrifamagni. Er það sjálfur söguþráðurinn, hin æsi- lega atburðarás, eða ef til vill hinn skuggalegi örlagavefur, sem lesendur grunar hvarvetna að baki hins nærstæða harm- leiks? Svartfugl er 225 bls. að stærð, prentaður í Odda h.f. og bund- inn I Sveinabókbandinu. Torfi Jónsson sá um útlit. ÍSLENZK NÚTfMADIÓÐLIST Það er oft haft á orði, að fáar þjóðir eða engar eigi skáldlist sinni meir upp að unna en Is- lendingar, og má það til sanns vegar færa. Á löngum öldum fylgdi hún þeim trúlega frá einni kynslóð til annarrar og hún varð þeim ekki aðeins at- hvarf og dægradvöl, heldur and- leg íþrótt, sem öllum almenningi vár tiltæk og brýndi vitsmuni hans og anda gegn lífshættum einangrunar og fásinnis. Þá átti hver maður að heita mátti sitt eftirlætisskáld, og hefur svo ver- ið allt fram á vora daga. Nú er það að sönnu augljóst mál, að þjóðfélagsleg stakka- skipti hafa í seinni tíð lagt í aðrar hendur ýmis þau hlutverk, sem skáldskapurinn var áður lát- inn gegna, en þar fyrir verður ekki með nokkru móti staðhæft, að þjóðin í heild sé orðin ljóð- listinni fráhverf. Hitt er engu að siður satt, að um sinn hefur almenningi gengið miður vel að tileinka sér hina yngstu Ijóða- gerð, sem einatt er borin þeim sökum að vera bæði formlaus og ópersónuleg. Þetta viðhorf hef- ur stefnt hinum ungu skáldum eftir því að óspart var lagið tek ið og eru góðar minningar frá þeim stundum. Hann er fádæma hjálpfús maður og í félagsskap er hann alltaf glaður og góður, enda eftirsóttur, og sannur fé- lagi, hverjum sem hann á sam- skipti við. Dugnaður hans og þrautseigja eru frábær, og öll störf leysir hann vel af hendi. En það sem mest er um vert, er hversu heilsteyptur hann er í hverju máli, sem hann ann og hefur áhuga fyrir. Þar á sjálf- stæðisstefnan tryggan málssvara. Ég sendi honum mínar innileg ustu þakkir og árnaðaróskir. Ég bið þess, að glaða brosið hans og hið hlýja handtak nægi hon um enn um langt skeið til að ylja samferðarmönnunum. Með innilegri kveðju. til meiri einangrunar en þeim sjálfum eða bókmenntunum er hollt og verður naumast úr því bætt nema með einu móti — aukinni kynningu. 1 raun er hér komið að vanda- máli, sem allt til þessa hefur sætt mikilli vanrækslu. En nú hefur Jóhann Hjálmarsson skáld og gagnrýnandi, tekið saman all- mikið rit, sem ætti að geta leitt til hlutlægara mats á hinni ungu ljóðlist og jafnframt til nánara sambands milli hennar og les- endanna. Nefnist bókin íslenzk nútímaljóðlist og er hún nýlega komin út á vegum Almenna bókafélagsins. 1 bók þessari, íslenzk nútíma- ljóðlist, er fjallað um þau skáld, sem allt frá Jóhanni Sigurjóns- syni og fram á vora daga hafa að áliti höfundarins stuðlað öðrum fremur að endurnýjun ljóðsins, bæði að því er tekur til efnis og forms, og eru mörg um þeirra gerð veruleg skil. Samt tekur höfundurinn mönn- um vara fyrir því að líta á ritið sem eiginlega sögu þessarar bókmenntagreinar, heldur sé því öðru fremur ætlað að eyða for- dómum og skapa umræðugrund- völl. Til þeirra hluta virðist bók- in prýðilega fallin, auk þess sem hún ætti að koma að góðum not- um við bókmenntakennslu í skól- um landsins. Og þó að ýmsar ályktanir höfundarins kunni að valda ágreiningi, skiptir það í raun minnstu máli, ef bókinni tekst að öðru leyti að vekja til- ætlaðan áhuga og skilning. fslenzk nútimaljóðlist er 241 bls. Hún er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, en Torfi Jónsson teiknaði kápu. VlSUB JAKÐABINNAK Þorgeir Sveinbjarnarson skáld lézt i Reykjavík hinn 19. febrúar sl. Hann hafði þá fyrir skemmstu lokið við að búa undir prentun nýja ljóðabók, sem hann nefndi Vísur jarðarinnar, og er hún nýlega komin út hjá Almenna bókafélaginu. Þorgeir Sveinbjarnarson var Borgfirðingur að uppruna, fædd- ur að Efstabæ í Skorradal hinn 14. ágúst 1905. Hann var íþrótta- kennari að námi og starfaði á annan áratug við Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu, en síð- ustu 25 árin gegndi hann for- stjórastöðu við Sundhöll Reykja- víkur. Ekki er vitað, hvenær Þorgeir EINU SHSINI á ári minnast Rauða kross félög um heim all an sameiginlegra áhugamála sinna og minna um leið á að starf hans kemur öllum við. Til þessa hafa þau valið fæðingar- dag Henri Dunant stofnanda Rauða krossins, en hann fæddist 8. maí 1828. í dag leggja Rauða krossfé- lög um heim allan áherzlu á nauðsyn þess að þau verði þess megnug að leggja meira af mörk um en þau gera nú og geti brugð izt til hjálpar hvar sem er, við hverju sem er og hvenær sem hjálpar þeirra er þörf og sam- ræmist tilgangi samtakanna. Rauði krossinn er ólíkur öðr um velferðarsamtökum þar sem hann starfar í öllum löndum. Hann byggist að öllu leyti á framtaki einstaklinga, ungra og aldinna, starfi þeirra og stuðn- ingi. Þó starfar hann í nánum tengslum við ríkisstjómir þær sem staðfest hafa Genfarsam- þykktirnar og gengizt þar með undir ýmsar skuldbindingar gagnvaft honum um t.d. alþjóð- lega mannúðarlagasetningu. Hér er átt við hinar fjórar Genfar samþykktir sem leitast við að tryggja lágmarksréttindi her- manna, stríðsfanga og borgara á ófriðartímum. hóf að gefa sig í verulegum mæli við ljóðagerð, en þjóð- kunnugt skáld varð hann af tveimur kvæðabókum sínum, Vísum Bergþóru og Vísum um drauminn. Kom hin fyrri út árið 1955, að höfundinum fimmtug- um, en hin tíu árum síðar. Þóttu kvæðin ekki sizt tíðindum sæta fyrir nýstárlegan ljóðstil, en ferskleiki þeirra var einkum fólginn í því, hversu höfundur- inn leiddi framandi augum hina hversdagslegustu hluti, jafnvel stundum því líkt sem væri hann gestur úr ókunnum heimi. Sjálf- ur hélt hann því fram, að sig dreymdi ljóð sín, og við lestur margra þeirra verður þvi auð- veldlega trúað. Vísur jarðarinnar bera I mörgu tilliti þetta sama svipmót. Enn sem fyrr eiga kvæðin sér dýpst- ar rætur I barnslegri trúartil- finningu og ást á náttúru og móðurmold. Samt gastir þar nú víða nærstæðari raunveruleika en áður, jafnframt þvi sem með- vitundin um nálægan dauða seg- ir greinilega til sín. Þetta eru kvæði, sem eiga skilið að vera lesin opnum huga, en þá eiga þau líka tvímælalaust að geta miðlað margri reynslu um gott skáld og geðþekkan mann. Vísur jarðarinnar eru 87 bls. Bókin er prentuð í Odda h.f. og bundin í Sveinabókbandinu, en Tórfi Jónsson teiknaði kápu. Ferming Ferming í Kálfatjarnarkirkju sunnudaginn 9. maí, kl. 2 e.h.: Stúlkur: Elísabet Guðlaugsdóttir, Nýj abæ. Hrefna Kristjánsdóttir, Hofsgerði 5. Sigurlaug Brynj ólfsdóttir, Hellum. Ásta B. Ólafsdóttir, Álfaskeiði 78, Hafnarfirði. Drengir: Björgvin Hreinn Guðmunds- son, Lyngholti. Brynjar Klemensson, Sólbakka 3. Kristbjörn Þór Þorbjörnsson, Vogagerði 11. Sigurður Magnús Guðmunds- son, Hlíðarenda. Steinþór Aðalsteinsson, Suðurkoti. Vilhjálmur Kistinsson,' Skipholti. Sérstaklega er vert að minna á síðustu Genfarsamþykktina um vernd borgara. Lengi stóð á að þessi samþykkt sæi dagsins Ijós, en það þurfti ógnir síðari heimsstyrjaldarinnar til að rikis stjórnir he'imsins áttuðu sig á nauðsyn slíkra reglna. Genfar- samþykktirnar bjarga stöðugt fjölda mannslífa um allan heirn, við botn Miðjarðarhafsins, Suð austur-Asíu og Afríkulöndum, þótt víða séu þær sniðgengnar. Nú er fjöldi ríkisstjórna að vinna að því ásamt Alþjóða- rauðakrossinum og einstökum landsfélögum að búa svo um hnútana að mannúðar sé sem víðast gætt. Er þar við ramm- an reip að draga þvi við lifum á tímum ofbeldis. En aðgerðir á ófriðartímum eru ekki nema ein hlið starfs Rauða krossins í heiminum. Víða hefur honum tekizt að koma í veg fyrir meiriháttar vandræði og neyð vegna náttúruhamfara, sjúkdómsfar- aldra og hungurs- neyðar með því að kenna þjóð um heims að búa sig betur und ir að mæta slíkum vanda. Hefur samvinna við Sameinuðu þjóð- irnar tekizt hið bezta á því sviði. Því verður ekki neitað að enn er langt í land með að allar þjóðir geri sér grein fyrir mikil vægi undirbúnings á þessu sviði. Eru þær þjóðir ekki alltaf bezt á vegi staddar þar sem almenn ar framfarir eru miklar. En svo mikill getur vandinn verið að jafnvel þær þjóðir sem vel hafa búið sig undir að mæta erfiðleikum þurfa að leita hjálp ar annarra. Þá er komið að Rauða krossinum sem hefur skipulagt slíka neyðarhjálp. Það skipulag gerir honum kleift að bregðast skjótt við með hjálpar gögnum sínum og sérhæfðu liði. Hana hliutverk er á fyrsta sitigi hörmunga þar til aðrir, ríkis- valdið og stofnanir Sameinuðu þjóðanna koma til skjalanna. Hér hafa verið rædd tvö höf uðverkefni Alþjóða rauða kross ins. Er þá margt ótalið af verk efnum á sviði heilbrigðis- og fé lagsmála. Neyðarhjálpin er það sem almenningur verður oftast var við ýmist af fréttum fjöl- miðla eða þegar farið er fram á fjárstuðning hans. Tíi að starf Alþjóða rauða krossins verði árangursríkt um allan heim þurfa Rauða kross fé lögin sem bera uppi alþjóðlega starfið að vera sem styrkust. Þau bera ábyrgð á hjálparbeiðni, komist lönd þeirra í vanda, þau hafa eftirlit með skipulagi hjálp arstarfseminnar ásamt ráðunaut um alþjóðasamtakanna, sem um boðsmenn gefenda. Þá skulu fé- lögin samkvæmt Genfarsam þykktum hafa eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum þeirra í hverju landi. Alþjóða rauði kossinn leitar á þessum degi til almennings allra landa um að hann veiti Rauða krossfélögum síns lands, sem beztan stuðning. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar 4 MOKGUN, sunnudaginn 9. maí, er hin árlega kaffisala Kvenfélags Grensássóknar í Þórscafé, Bl'autairholti 20, og hefst kL 3. Mér er mikil ánægja með þessum linum að vekja at hygli fóiks á þessari kaffisölu og hvetja það tii þess að fjöl- menna nú siem fyrr að þessu veizluborði félagsins. Með því vinnur fólk tvennt: Fær indæl- an kaffisopa og ljúffengar kök ur, um leið og það styrkir fé- lagið í hinu mikilvæga starfi þess. Verkefni kvenfélagsins eru margþætt. Nú er í fullum gangi b^'gging Safnaðarheimilis Grens ássóknar og standa vonir til þess, að það verði tekið til notk unar á komandi hausti. í safnað arheimilinu er kvenfélaginu ætluð mjög góð aðstaða tfl. starfa. Meðal verkefna féiagsins er að útbúa þar eldhús og afia því nauðsynlegs búnaðar. Von- andi geta konurnar þegar á næsta ári boðið til kaffidrykkju í nýja safnaðarheimilínu. Mér verður oft hugsað til þess, hvar við stæðum hér á ís landi í dag í ýmsum mannúðar- og líknarmálum, ef við nýtum ekki ómetanlegs starfs hinna ýmsu kvenfélaga. — Konurnar hafa margsannað, að þær standa okkur karlmönnunum svo langt um framar í dugnaði við félags störf, að við gætum mikið af þeim lært. Og hræddur er ég um, að við værum skemmra á veg komnir, íslendingar, í þess um efnuru, ef konurnar hefðu ekki risið upp og leyst fjölda verkefna á þessu sviði, þar sem það vafðist oft fyrir yfirvöldum, einatt skipuðum karlmonnum einum, að eygja nokkra lausn. Og sennilega á enginn aðili í þessu landi konunum meira að þakka en kristin kirkja. Konurn ar hafa oftast skilið öðrum bet ur gildi starfs hennar og þess boðskapar, sem kirkjan flytur frá Drottni sínum og frelsara. Þetta er ekkert nýtt. Við sjáum hið sama þegar í frásögnum guðspjallanna. Fyrir þetta langar mig til þess að þakka. Og nú beinast þakkir mínar sérstaklega til þeirra á- hugasömu og duglegu kvenna, sem ég hef kynnzt í Kvenfélagi Grensássóknar. í Grensássókn eru flest verkefni enn óleyst, enda er söfnuðurinn ungur að árum. En þeir, sem að safnaðar málum vinna þar, eru bjartsýn ir. Sagt hefur verið, að erfið- leikarnir væru til, til þess að leysa þá. Og þegar ég segi það byggi ég orð min ekki hvað sízt á hinu ágæta starfi kvenfélags- ins. Þess vegna get ég með góðri samvizku fullvissað ykkur um, að Kvenféiag Grensássóknar er alls góðs maklegt. Og ég vona, að sem allra flestir, bæði safn aðarfóik og aðrir velunnarar kirkju og kristni, sýni stuðning sinn í verki við starf félagsins með því að fjölmenna í kaffið á morgun. Ef sú kaffisala tekst vel, þá þokumst við mörgum skrefum nær því marki, að safn aðarheimilið nýja verði tekið til notkunar á komandi hausti. Jónas Gislason. Árni Helgason. — AB-bækur (Frá R.K.Í.) Blaðburðar- iólk óskast í eftirtalin hverfi: Talið við afgreiðsluna í síma 10100 fHnspi Barðavog

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.