Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBL.AÐK), LAUGARDAGUR 8. MAl 1971 Hagstætt verð fyrir síld úr Norðursjó — ætti að fást í í»ýzkalandi í sumar Rætt við Ludwig Janssen umboðsmann í Bremerhaven — Ég er hingað kominn til þess að hitta ísl. síldarútvegs menn, hvar sem er á landinu, og fá þá til þess að landa afla sínum í Þýzkalandi. Að vísu fá þeir betra verð í Dan mörku heldur en í Þýzka- landi, en þegar danski mark- aðurinn er fullur, verða þeir að selja afla sinn annars staðar. Það er þess vegna, sem ég er hingað kominn til þess að hitta að máli þá, sem gera bátana út. Ég byrja hér í Reykjavík, en fer síðan til Keflavíkur, Grindavíkur og Vestmannaeyja. Þar á eftir fer ég til Akureyrar og það- an sennilega til Neskaupstað- ar, Eskifjarðar og Seyðia- fjarðar. Ludwig Janssen yngri, framkvæmdastjóri samnefnds umboðsfyrirtækis í Bremer- haven í V-Þýzkalandi kom3t þannig að orði í viðtali við Morgunbl. í gær, þar sem hann skýrði frá ýmsu, sem nú er efst á baugi varðandi markaðsmál á sífd og fleiri fiskitegundum í V-Þýzka- landi. Er fyrirtæki hans um- boðsmaður ísl. togara og síld- veiðibáta í Bremerhaven, en faðir hans hefur verið ræðis- maður íslands þar í borg frá 1930. Janssen rakti það m.a., að innan tíðar hyggst Efnahags- bandalag Evrópu taka upp nýtt fyrirkomulag í fisk- markaðsmálum og ætti úr- slitafundurinn um það mál að fara fram nú í maí. Fyrir hendi væri sérstakt lágmarks verð á fiski innfluttum frá löndum utan EBE svo sem á þorski, ufsa, karfa og ýsu. Hefði þetta lágmarksverð verið mjög hátt í fyrstu og hefði það komið niður á fisk sölum íslendinga í Þýzka- landi. Síðan hefði komið ísl. sendinefnd til Brússel og sagði Janssen, að hún hefði staðið svo vel fyrir máli sínu, að öll aðildarlönd EBE að Frakklandi undanteknu hefðu orðið sammála um, að þetta lágmarksverð á fiski frá íslandi yrði að lækka og það yrði að halda því niðri. Með þessu lágmarksverði er átt við það, að ef verð á fiski fer lægra en það er, þá má ekki lengur flytja hann inn, það er að segja ef verð á fiskmarkaði fer niður fyrir þetta lágmarksverð, þá verð- ur að setja fiskinn í fiski- Ludwig Janssen mjöl. Sé þetta lágmarksverð mjög hátt, þá er sú hætta alltaf fyrir hendi að fiskur- inn verði seldur í fiskimjöls- verksmiðjur og íslendingar hafi þá ekki af því neinn hag að selja fisk sinn til Þýzka- lands. — En nú i vor, hélt Lud- wig Janssen áfram, — verður haldinn úrslitafundur, þar sem þetta lágmarksverð verð ur ákveðið. Við höldum, að það verði látið samsvara þýzka lágmarksverðinu nú, þannig að engin breyting verði á markaðsskilyrðunum. — Þetta á við um íafisk- inn, en þá er það síldin. Hvað hana snertir, þá hefur þvi verið þannig farið, að ekki hefur verið greiddur neinn tollur af síldarinnflutn ingi í Vestur-Þýzkalandi og verður ekki heldur í fram- tíðinni. Þetta þýðir, að með tilliti til ísl. síldarbátanna verða skiiyTðin að þessu leyti þau sömu og í fyrra. Ástandið er þannig nú, að við erum uppiskroppa með síld, allar birgðir eru búnar og síldariðnaðurin þarfnast síldar mjög brýnt. Hvað verðlag á sildinni snertir, þá er allt undir stærðinni komið. Ef hún er smá, þá fæst náttúrulega ekki nema lélegt verð fyrir hana, en ef hún er stór, má gera ráð fyrir því, að það verði um 35 pfenning fyrir pund- ið, eða um 70 pfenning fyrir hvert kg. En þá verður auð- vitað að leggja síldina í kassa. Ég vil því segja, að þegar ísl. bátar leggja nú af stað til síldveiða í Norður- sjó, þá eru horfur fyrir þá mjög hagstæðar. Þegar íslendingar landa síld sinni í Danmörku, þá er því ekki þannig farið, að Danir hafi þorf fyrir alla þá síld. Hún fer öll annað, ým- ist til Svíþjóðar en þó í enn stærra mæli til Þýzkalands. Öll sú síld, sem ísl. bátar landa í Skagen eða Hirtshals er flutt með vörubílum suð- ur yfir landamærin til Brem erhaven eða Cuxhaven og þetta er því aðeins krókur, sem síldin tekur á sig — hún fer til Þýzkalands eftir sem áður. Ludwig Janssen var þá spurður að því, hvernig á því stæði að hagkvæmara væri að selja síld í Dan- mörku en Þýzkalandi. — Ég hef sjálfur spurt mig þessarar spurningar, svaraði Janssen þá. — Ástæðan ligg- ur fyrst og fremst í því, að ísl. síldarbátarnir geta farið tveimur veiðiferðum fleiri á mánuði með því að landa síld inni í Hirtshals og Skagen, sökum þess að fjarlægðin þaðan á miðin er mjög stutt. Ef þeir vilja fata til Bremer haven, tekur það hálfan ann- an dag. Janssen var að lokum spurður, hvað hann héldi um gjaldeyriskreppu þá, sem nú er komin upp í Evrópu, og sagði þá m.a.: — Ég býst við, að annað hvort verði gengi vestur- þýzka marksins hækkað — sem þýddi, að verðið, sem ísl. skip fengju fyrir fisk á þýzkum mörkuðum yrði hag- stæðara fyrir þau, þau fengju fleiri ísl. krónur — eða að gengi D-marksins verði gefið frjálst og það látið „fljóta“ upp á við smám saman til þess að aðlaga sig því verði, sem það ætti raun verulega að hafa. En þýzki útflutningsiðnaðurinn mun kvarta, því að verð á vörum hans erlendis mun hækka. Ég get að sjálfsögðu ekki sagt fyrir um, hve mikið gengið yrði hækkað, ef tii gengishækkunar kæmi, en geri ráð fyrir, að það yrði um 8% eins og við síðustu gengishækkun. Haukur Hjaltason: Ný stefna í landbúnaði ÞEGAR offramleiðsla verður á mjólk og mjólkurafurðum er gripið til þess ráðs að skera nið ur hluta kúastofnsins til þess að vinna upp offramleiðslu á mjólk og framleiða nálægt þörf um næsta eða næstu framleiðslu ár. Þetta veldur aftur á móti framleiðsluaukningu á nauta- kjöti eitt árið, en tilfinnanleg- um skorti næstu ár. Þetta er bein afleiðing þeirrar stefnu að hafa nautakjötsframleiðslu að miklu leyti háða mjólkur- framleiðslu. f öðrum löndum eru þetta tveir aðskildir stofnar. Annar er mjólkurkúastofn, en hinn er holdanautastofn með miklu hag atæðara hlutfall milli beina og kjöts. Auknum neytendafjölda, sem kemur fram í vaxandi ferða mannastraumi, fylgir enn meira álag á sveltandi markaði nauta kjöts. Veitingahúsin bjóða upp á fjöl breyttan matseðil, sem í mörg um tilvikum er aðeins nafnið tómt, vegna þess að ekki er hægt að mæla með því hráefni, sem á boðstólum er. Á þetta aðallega við um nautakjöt og þó ótrúlegt megi virðast, ein- stöku sinnum um lambakjöt, sök um offitu þess kjöts, sem sett er í fyrsta flokk. Þetta má leið rétta með nákvæmari flokkun lambakjötsins og innflutningi holdanautasæðis og réttri kyn blöndun holdanauta og íslenzka kúastofnsins. Dr. Páll Pálsson, yfirdýralækn ir, hefur tjáð mér, að með til- komu djúpfrystingar holdanauta sæðis sé miklum mun auðveld ara en áður að setja á stofn hér hoidanautarækt og tiltölulega hættulaust með tilliti til sjúk- dóma. Til þess nú að útiloka mögu- leika á smitun nautgripasjúk- dóma, þarf að tryggja einangr- aða tilraunastöð, þar sem kyn- bætur færu fram undir ná- kvæmu eftirliti vísindamanna og dýralækna, þar sem dýrin væru undir stöðugu eftirliti og rannsökuð, með tilliti til sýking arhættu. Þessi tilraunastöð þyrfti að hafa eigið sláturhús og það af fullkomnustu gerð til þess að ná hámarksgæðum kjötsins til fullvinnslu og neyzlu. Stefna þjóðmála næstu árin ætti að miðast við þá stað- reynd, að við erum of háð duttl ungum fiskistofna og náttúru- hamfara. Við þurfum að koma upp traustum landbúnaði, en til þess höfum við nóg landrými. Við erum ekki aðein3 fiskveiðiþjóð heldur og landbúnaðarþjóð. — Stefna undanfarinna áratuga hefur verið sú að byggj a upp sjávarútveg og fiskiðnað, sem hefur verið mjög arðvænlegur, en þó mjög óstöðugur. Sjávarút vegur hefur verið látinn bera hita og þunga uppbyggingar landsins í atvinnulífi í áratugi. Ég álít því, að tími sé til kom- inn að við hvílum sjávarútveg- inn að einhverju leyti og auk- um þess í stað landbúnaðarfram leiðslu með tilliti til útflutnings. Okkar aðalsamkeppnisaðstaða myndi felast í hámarksgæðum, nægu landrými og lægri flutn- ingskostnaði til stærstu mark- aða austan hafs og vestan, og er þá t.d. miðað við Ástralíu. Mjólkurafurðir s.s. smjör, ostar, þurrmjólk o.fl. ættu að verða útflutningsvörur, sem stæðust hvaða samkeppni sem vera skal. Skortur á tæknimenntuðum mönnum í landbúnaði er tilfinn anlegur, en nóg er af fólki, sem vill menntast. Ekki er til hér neinn landbúnaðarhátskóli; að- eins tveir bændaskólar, sem kenna einföldustu undirstöðuatr iði landbúnaðarins. f dag er svo komið, að vélar vinna margra manna verk, en fram- leiðslan er ekki í samræmi við vélakostinn. Stafar þetta af hæjj fara samdrætti vegna takmörk- unar á afsetningu framleiðslunn ar. Þetta sést bezt, þegar skoð uð eru héruð með kostajörðum, sem ekki eru nýttar í samræmi við það, sem þær ættu að gefa af sér í fullri nýtingu. Til þess að laða að fjármagn þyrfti að stofna hlutafélög um kaup á eyðijörðum í góðum ræktar- sveitum og sameina jarðirnar í ei'tt eða fleiri stærri býli. Ein- falda yrði rekaturimn í sam- Haukur Hjaltason. ræmi við landkosti og nauðsyn legt væri að hafa markmiðið með nýtingu jarðanna ljóst fyrir fram; tryggj a yrði öruggan mark að og nýtingargetu jarðarinnar. Þar sem skilyrði fyrir holda- nautarækt eru fyrir hendi þyrfti að rækta holdanaut. f grennd við mjólkuriðnaðar- stöðvar þyrftu að vera stór mjólkurbýli. Þar sem skilyrði eru bezt til sauðfjárræktar, þyrfti að vera sauðfjárrækt, slát urhús, sútunarstöðvar, ullar- verksmiðjur, leðuriðjur o. fl. — Þannig mætti lengi telja t.d. kartöflurækt, alifuglarækt, loð dýrarækt, hrossarækt, laxarækt og fiskeldisstöðvar. Það er ekki nóg að senda til náms í t.d. danskan landbúnaðarháskóla nokkra menn, sem áhuga hafa á landbúnaðarmálum og ætla þeim að byggja upp íslenzkan iandbúnað. Til þess eru Danir of einhæfir. Við þurfum að senda okkar verðandi sérfræð- inga til þeirra landa, sem lengst eru komin, hvert á sínu sviði. f Danmörku og Noregi gætum við menntað upp sér- hæfða menn í ræktun svína- kjöts og jafnvel niðursuðu og loðdýrarækt. — Nautgriparækt væri æskilegast að nema í Bandarikjunum, frlandi eða S- Ameriku. Saúðfjárrækt lærist bezt á Nýja Sjálandi eða Ástra- líu s.s. slátrun og meðferð hrá efnis; alifuglarækt í Bandaríkj unum, hrossarækt t.d. í Þýzká- landi, kartöflurækt í Hollandi o.s.frv. Væntanleglir leiðbeinendur £ landbúnaði ættu að vera ein- göngu þeir, sem eru komnir lengst, hver á sínu sviði. Við eigum að senda menn með brennandi áhuga á hinum ýmsU sviðum landbúnaðarins. Jafn- framt þarf að móta hér nýfja stétt menntaðra og harðsnúinna sölumanna, sem gætu vegna þekkingar á þeirri vöru, sem þeir kynna, náð góðum árangri í sölu og kynningu landbúnaðar afurða okkar erlendis. Mögu- leiki er á stórlækkuðum fram- leiðslukostnaði með tilkomu hag ræðingur, þar sem hver jarðar- skiki er nýttur til þess, sem hann hentar bezt, og með auk- inni markaðsöflun, þar sem ósk ir neytenda ráða framleiðslunni að mestu leyti. íslendingar eru í dag í hópi fremstu þjóða hvað snertir hreinlæti og anyrti- mennsku; búa flestir á fallegum og hreinlegum heimilum, en hreinlætiskröfum er mjög ábóta vant, þar sem matvæli eru unn in, hvort sem um er að ræða fisk eða kjöt. Mjólkurvinnsla getur þó talizt tiltölulega fram arlega hvað snertir hreinlætL Úr þessu þarf að bæta jafnframt annarri uppbyggingu og sjá verður um, að vinnslustöðvar standist fullkomlega þær alþjóða kröfur, sem gera þarf til slíkra fyrirtækja. Við erum I dag van þróaðir í landbúnaðarmálum, en með mikilli vinnu, góðu skipu lagi og einhverju fjármagni ætti að vera hægt að koma hér á nýsköpun, sem hefði að aðal markmiði útflutningsverzkin, sem framleiddi eftir kröfum neytenda hinna ýmsu viðakipta landa. Sölubörn Komið og seljið maeðrablómið á morgun, sunnudag, kl, 9.30. Blómin verða afgreidd á eftirtöldum stöðum: Barnaskóium borgarinnar, isaksskóla, Menntaskólanum við Tjörnina (Miðbæjarskóla), og skrifstofu Mæðrastyrksnefndar, Njálsgötu 3. GÓÐ SÖLULAUN. Mæðra styrksnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.