Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1973 Heppni að ekki hefur orðið slys í sprengingu — Almannavarnaráð varar enn við sprengihættu vegna gass í Eyjum ALMANNAVARNARÁÐ hefnr að gefnu tilefni óskað greinar- gerðar frá ráðunauti sínum, Rún ari Bjarnasyni, efnaverkfræðingi og slökkviliðsstjóra í Reykjavík um sprengihættu af völdum loft Sinfóniutónleikar; ítalskur fiðluleikari — norskur Pina Carmirelli 11. REGLULEGIR tónleikar S'n fóníuhljómsveitar fslands verða haldnir í Háskólabíói fimmtudag inn 8. marz. Stjórnandi verður Karsten Andersen, aðalhljóm- sveitarstjóri Harmonien í Berg- en, sem er tónlistarunnenduim að góðu kunnur frá því hann stjórn aði S. í. á síðustu Listahátíð og ennfremur á tónleikum 5. októ- ber sl. Á efnisskrá tónleikanna er Kamival í París eftir Svendsen, fiðlukonsert eftir Alban Berg, sem fluttur er í fyrsta sinn hér lendis, og Sinfónía nr. 4 í e-moll eftir Brahms. Einleikari verður Pina Carmir elli, sem talin er í fremstu röð ítalskra fiðluleikara og hefur leik ið með ýmsum beztu hljómsveit um í Evrópu svo sem BBC í Lond on, Filharmóníuhljómsveit Berlín ar, Fil'harmoníuhljómsveit Vínar og Scala í Milano. Jafnframt leik stjórnandi ur hún mikið kammertónlist, og má nefna að 1966 lék hún með Rudolf Serkin í Carnegie Hall, New York, allar fiðlusónötur Beethovens, en þeir tónleikar voru einnig haldnir í Washing- ton og Balt'.more. Pina Carmirelli stofnaði Boccherini kvintettinn og Carmirelli kvartettihn, sem hafa ferðazt viða um í Evrópu og i Bandaríkjunum. Carmirelli er kennairi „Accademia di Sta. Cicil ia“ í Róm. Hún leikur á Stradi varius „Toscana“ fiðlu, sem hún hlaut að gjöf frá ítölsku ríkis- stjórninni. Pina Carmirelli leikur einnig hj'á Tónlistarfélaginu að þessu sinni, og verða þeir tónleik ar mánudaginn 5. marz næstk. Karsten Andersen mengunar í Vestmannaeyjum og fylgir hún hér með: „Vegna fréttar á forsiðu Al- þýðublaðsins 2. marz með fyrir sögninni „öll spá um sprengi hættu út í bláinn,“ virðist full þörf á sérstoakri viðvörun varð andi sprengihættu af völdum eld gossins í Vestmannaeyjum. Jarðfræðingur sá, sem blaðið hafði viðtal við segir að vatnsefni myndi sprengihættou ef magn þess sé 3—4%, en þurfi til þess 20% súrefni, en ekkert súrefni sé 3 gasinu og sé því engin sprengihætta. Hér gætir alvar- legs misskilnings, sem nauðsyn ber til að leiðrétta. Hið rétta er, að vatnsefni myndar sprengifima blöndiu með andrúmslofti við 4%. Til þess að brenna öllu þessu vatnsefni þai'f ekki n-ema 2% af súrefni. Hins vegar er talið að brunahraðinn verði mun hægari og sprenging eigi sér ekki stað, ef súrefnisprósentan er lægri en 6%, vegna nærveru óvirkra loft tegunda eins og koltvísýrings eða köfnunarefnis. Staðreynd er hins vegar, að á mörgum stöð- um þar sem vatnsefni hefur mælzt yfir sprengimörk’jm, hef ur súrefnd verið yfir 6%. Við það bætist, að aðrar eldfimar lofttegundir eins og kolmónoxið og metan hafa mælzt í gasinu og eykur það á sprengihæfni þess, enda hefur verið mæld á möng um stöðum í bænum sprengi- hætta með þar til gerðum mæl um, bæði af íslenzkum og er- lendum sérfræðingum. Eitt hús í bænum hefur þegar eyðilagzt af sprengingu. Að ekki hefur orðið siys vegna spreng'ngar má frem ur þakka heppni og varúðarráð- stöfunum en því, að sprengi- hætta sé ekki fyrir hendi. Rétt er að taka það fram, að mæling um með sprengimælum hefur borið vel saman við mælingar á einstökum lofttegundum í Orsat mælitækjum." Um hádegisbilið i gær kom togarinn Uranns til Reykjavíknr með loðnu, en fyrir nokkrimi dögum var skipið gert út á loðnn, eins og frá var skýrt í Mbl. Er skipið með loðnutroll, sem mnn hafa rifnað í fyrstu ferðinni, en skipið kom úr ferðinni með 150 tonn. (Ljósm.: H. Stefánsson). Hverjir fálóðir? BORGARSTJÓRN vísaði á fundi sínum á fimmtudaginn var til borgarráðs tiliögu Alfreðs Þor- steinssonar (F) sem fól í sér að borgarráð skyldi semja regl- ur um lóðaúthlutun, þar sem sér stakt tillit væri tekið til þeirra, sem af óviðráðanlegum orsök- um hefðu flutzt úr borginni um tíma, og uppfylltu því ekki skil- yrði sem vanailega er sett um að þeir sem fái úthlutað, þurfi að hafa verið búsettir hér í Reykjavík síðastliðin fimm ár. Alfreð Þorsteinsson (F) kvaðst vilja gagnrýna, að engar reglur væru til um lóðaúthlut- un heldur hefði borgarráð jafn- an mótað sér sjálft meginregl- Hlekktist á ARNAR frá Þorlákshöfn fékk á sig brotsjó fyrir austan Vest mannaeyjar í gærdag klukk- an rúmiega 14, en þá var þar vonzkuveður. Mun skipið, sem er 220 riimlestir hafa brotnað talsvert að ofan. Engin slys urðu á mönnum og kom varð skipið Þór Arnari til aðstoðar og dró hann inn til Vestmanna eyja. Einhver sjór mun hafa komlzt í skipið, en að öðru leyti voru skemmdir ekki full kannaðar. ur með misströngum kröfum eftir ástæðum. Þá kvað hann og óréttlátt, að útiloka t.d. náms menn sem heim væru að koma að loknu námi erlendis. Kristján J. Gunnarsson (S) Það er rétt, að engar sérstakar formlegar reglur hafa verið tiil um lóðaúthlutun heldur hefur borgarráð mótað sér ákveðnar reglur, sem að nokkru hafa mót azt af framboði og eftirspurn eftir lóðunum og fer það bæði eftir tegundum þeirra og ekki síður eftir því hvar þær eru í bænum. Reglum borgarráðs hefur jafnan verið beitt af mik- illi tiihliðrunarsemi í sambandi við búsetuskilyrði manná og þá auðvitað einkum í þeim tilfell- um er menn hafa t.d. vegna starfa sinna dvalið eriendis eða utan borgarinnar um tíma. Aftur á móti get ég vel fall- izt á það, að vel getur verið rétt, að móta um þessi mál einhverjar meginreglur sem hægt verður að beita með nokkrum sveigjanleika eftir að- stæðum. Og vissulega er ég and vigur því, að steinar séu lagðir í götu þeirra manna sem áhuga hafa á og bolmagn til að reisa sér hús. Ég legg því til að þessu máli verði vísað til borgarráðs ti'l meðferðar. Tillaga Kristjáns var síðan samþykkt með 15 samhljóða at- kvæðum. Þ FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Verðjöfnunar- sjóður vöruflutninga Sl. þriðjudag mælti Matthi- as Bjarnason fyrir þingsálykt unartillögu um verðjöfnunar- ajóð vöruflutninga. Flutnings menn ásamt honum eru Sverr ir Hermannsson, Guðlaugur GLslason og Halldór Blöndal. Tiliagan felur í sér að undir búin verði stofnun verðjöfn- unarsjóðs vöruflutninga, sem hafi þann tilgang að verð á allri vöru verði það sama á öllum stöðum, sem vöruflutn- ingaskip sigla til og flugvélar og vöruflutningabifreiðar halda uppi áætlunarferðum til. Allmiklar umræður urðu um þessa tillögu og kom með al annars fram, að ástand vöruflutninga á sjó er slæmt, og taldi flutningsmaður, að það hefði verið betra fyrir stríð en nú er. Skipaútgerð rík isins hélidi uppi strjálum ferð um, og hefði ástand í þeim efn um farið versnandi með ári hverju. Þá kom fram, að flutn ingskostonaður á einu tonni af mjöli til Isaf jarðar er nú um 3000 krónur. Auk flutningsmanns tóku til máls Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, Pétur Pétursson og Karvel Pálmason. Búskapur á ríkisjörðum Helgi Seljan lagði fram fyr irspurn um búskap á ríkisjörð um, hve margar þeirra væru leigðar öðrum en bændum. í svari landbúnaðarráð- herra, Halldórs E. Sigurðsson ar kom fram, að ríkisjarðir eru nú 820 talsins, og þar af eru aðeins 52 leigðar öðrum en bændum. Sjónvarp á Austfjörðum Eysteinn Jónsson spurðist fyrir um, hvernig sjónvarps- mál Austfirðinga stæðu. Kom fram í svari Magnúsar Torfa Ólafssonar menntamálaráð- herra, að nú byggju 73 býli á Austurlandi við óviðunandi sjónvarpsskilyrði og 43 bygffju við slæm stkilyrði. — Skipting þessara býla eftir sýslum væri þessi: 1 Norðurmúlasýslu bygigju 18 býli við óviðunandi skilyrði en 17 við slæm. f Suður-Múla sýslu byggju 24 býli við óvið uinandi sfcilyrði, en 25 við slæm skilyrði. í Austur-Skafta felilissýslu byggi 31 býli við ó- viðunandi skilyrði, en aðeins eitt við slæm. Áætlanir væru uppi um 4 sjónvarpsstöðvar I Austur- landskjördæmi. Eina fyrir Fljótsdalshrepp, fyrir 8 bæi, e'na fyrir Geithellnahrepp fyr ir 16 bæi, eina fyrir Bæjar- hrepp fyrir 14 bæi og eina fyr ir Borgarhafnarhrepp fyrir 14 bæi. Væri áætlað að kostnað ur vegna þessara stöðva yrði urn 14 milljónir. — Þá yrði endurvarpsstöð næstum full- búin. Athugun á virkjunar- aðstæðum í Jökulsá eystri Gunnar Gíslason spurðist fyrir um hvort ríkisstjórnin hefði látið fara fram athugun á virkjunaraðstæðum í Jök- ulsá eystri í Skagafirði í sam ræmi við þingsályktunartil- lögu, sem hann hefði flutt á síðasta þingi og vísað hefði verið til ríkisstjórnarinnar. f svari Magnúsar Kjartans sonar orkumálaráðherra kom fram, að allvíðtækar athugan ir hefðu farið fram, og nú væri fyrirhuguð nákvæm kortagerð af svæðinu, eftir ljósmyndum, sem þegar hefðu verið teknar. Slík kortagerð væri aligjör forsenda fyrir ná kvæmari átæliunum í þessu sambandi. Vantraustið rætt n.k. mánudag Nú hefur verið ákveðið, að umræður um vantrausttillögu sjálifstoæðismanna verði n. k. mánudag, en umræðunum var sem kunnugt er frestað vegna náttúruhamfaranna í Eyjum og þeirra ákvarðana, sem taka varð vegna þeirra, o>g enga bið þoldu. Enn deilt um samtengingu rafveitna Allmiklar deilur urðu vegna þriggja fyrirspurna frá Ingva Tryggvasyni um rafveitumál á Norðurlandi. Lagði raforku- málaráðherra mikla áherzlu á, í svörum sínum við fyrirspurn unum, að samtenging orku- vera væri grundvallar for- senda allra virkjunarfram- kvæmda á Norðuriandi. Láirus Jónsson og Gunnar Gíslason gerðu athugasemdir við þess ar fuUyrðingar ráðherrans. Sagði Lárus, að erfitt væri að koma heim og saman, hvernig það gæti ver.ð forsenda fyrir virkjunum á Norðurlandi, að tengja þær við svæði, sem sennilega myndi framleiða miklu meiri orku, en það gæti notað, enda væri víst ætlunin sú, að tengja Norðurland við Suð-Vesturland til að afla því grunnorku. Sagði þingmaður- inn, að Norðlendingar óttuð- ust, að mikið öryggisleysi yrði í sambandi við þá orkuöflun. Gunnar Gíslason sagði að uppi væri mikill ágreiningur milli ráðherrans og heimamanna um þetta atriði. Sagði hann að heimamenn teldu að virkjun fyrir norðan myndi veita þeim mun meira öryggi í rafmagns málum, en lína norður yfir Sprengisand. Þá benti hann á, að ekki væri ráðlegt að byggja al'lar stórvirkjanir landsins á því svæði, sem jarðfræðingar nefndu eldgosa svaéðið. Vitnaði þingmaðurinn til yfirstandandi náttúruham- fara í því sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.