Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1973 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 300,00 kr. í lausasólu 1 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. 3,00 kr. eintakið. þessa skiptingu Morgunblaðs- ins á verðmætisaukningunni ög notar framleiðsluskýrslur til að sanna, að hún hafi orðið meiri á árinu 1971 en Morg- unblaðið segir, en minni á ár- inu 1972, en fær að öðru leyti sömu útkomu eða rúmlega 22% verðmætisaukningu frá 1970. í framleiðsluskýrslum, sem Tíminn styðst við í því augna- miði að reyna að flækja mál- ið, eru birgðir í árslok 1971 færðar því ári til tekna, en ir engu um heildarútkomuna í árslok 1972, sem Morgun- blaðið ræddi um. Það er því alger óþarfi fyrir Morgun- blaðið að stæla v»ð Tímann um þetta atriði. Morgunblað- ið er nóg að Tíminn staðfest- ir, enda ekki annað hægt, að um rúmlega 22% verðmætis- aukningu sé að ræða frá 1970, nema Tíminn tekur þetta að- eins nákvæmar og segir aukningu hafa verið 22,2% (19,6%+2,6%). Magnútreikningar Tímans 22% VERÐMÆTISAUKNING FRÁ 1970 ¥ Tmræður hafa að undan- ^ förnu verið miklar um þá staðreynd, að útflutnings- verðmæti þjóðarinnar hefur aukizt verulega sl. tvö ár. Morgunblaðið birti fyrir viku tölur um útflutnings- verðmæti áranna 1970, 1971 og 1972 ásamt heildaraflatöl- um fyrir sömu ár. Tölumar voru teknar úr tímaritinu Ægi og frá Hagstofunni og eru óvefengjanlegar. Það var jafnframt skýrt tekið fram í leiðara blaðsins, að samsetning aflans hefði versnað frá árinu 1970, enda var það metaflaár af þorsk- afla, en verðmætisaukningin hefði meira en bætt þetta upp og væri rúm 22% á þessum umræddu tveimur árum, eins og tölurnar sanna. (Útflutn- ingsverðmætið var árið 1970 kr. 10.081.443.00, en árið 1972 kr. 12.319.900.00). Þessari verðmætisaukningu var skipt nokkurn veginn jafnt milli áranna 1971 og 1972 í leiðara Morgunblaðs- ins, enda studdist blaðið við útflutningsskýrslur. Tíminn sættir sig ekki við í útflutningsskýrslunum fær- ast þær árinu 1972 til tekna. Með þessum leik fær Tíminn þá útkomu, að verðmætis- aukningin hafi verið 19,6% árið 1971, en 2,6% árið 1972. Það er vandséð til hvers blað- ið er með þessa birgðaflutn- inga um áramótin 1971/72, þar sem um tveggja ára tíma- bil er að ræða og þetta breyt- síðar í leiðaranum á föstu- daginn eru algerlega út í hött sem svar við leiðara Morgun- blaðsins. Það hefur aldrei ríkt neinn ágreiningur um, að samsetn- ing aflans á árinu 1972 hafi verið sumum greinum sjávar- útvegsins og fiskvinnslunnar óhagstæð. Auk þess sem nefndur leiðari Morgunblaðs- ins fjallaði alls ekki um af- komu sjávarútvegsins, hvorlci í heild né einstakra greina hans, heldur um útflutnings- verðmætið með tilliti til efna- hagsafkomu allrar þjóðarinn- ar. Það er ólíklegt að Tíminn geti með þessari langloku sinni um magnútreikninginn leitt huga nökkurs lesanda frá staðreyndinni um verð- mætisaukninguna. Ekki held- ur getur það dugað blaðinu að reyna að dylja verðmætis- aukningu útflutningsins í heild með því að hamra á ein- stökum þáttum þjóðarbúsins, svo sem minnkandi afla togar anna. Yissulega minnkaði afli togaranna 1972 og vissulega mun hann enn minnka 1973, ef stjórnin ætlar að binda þá við bryggjur allt árið og veiða í þá bryggjuufsa í Reykjavík- urhöfn. Það er skiljanlegt að Tím- inn vilji heldur ræða um afla- brest togaranna en útkom- una úr þjóðarbúinu í heild, en ekki heldur getur tregfiski bjargað Tímanum í því efni, þar sem rekstrarörðugleikar togaranna eru meira að kenna ríkisstjórninni en þorskfiskin- um. Gunnar Thoroddsen; Norræn bróður hönd yfir hafið Við þekkjum öll þá áráttu ein- stakra manna að niðra norrænni samvinnu og kalla hana einskis nýta, þegar fyrir kemur, að bræðraþjóð- irnar eru ekki sammála okkur um eitthvert áhuga- og hagsmunamál okkar. Slíkar raddir eru hljóðar nú, þegar samhugur Norðurlanda og einstæður vinarhugur hefur sýnt sig í verki með jafnáþreifaniegum hætti sem nú í nauðum. En á slíkum stund um er gott að staldra við og virða fyrir sér, hver sé grundvöliur himm- ar norrænu samvinnu, orsök henn- ar og dýpri rök. HIN VÍÐFKÐMA NORRÆNA SAMVINNA Sameiginlegur uppruni norrænu þjóðanna, saga þeirra, tunga og menning er sá trausti grundvöllur, sem samvinna þeirra og samhugur byggist á. Skyldleiki, blóðbönd tengja saman. Svipuð viðhorf við verðmætum lífsins, virðing fyrir mannréttindum eru fastmótuð og rót gróin í Hug og hjarta þessara þjóða. Eínræðishugmyndir og tröðkun á málfreísi og mannhelgi eiga ekki hljómgrunn eða jarðveg á Norður- löndum. Af öllum þessum ástæðum er nor- ræn samvinna hjartfólgið hugsjóna- mál, og hún er svo víðförul og víð- feðm, að hún er eins og þéttriðið net, sem nær út í allar greinar þjóð- lífsins. Ótejandi eru þau félög og starfshópar, sem hafa reglubundið samband við hliðstæða aðila í hin- um löndunu'm. Vinabæjasambandið nær víða og hefur miklu áorkað til skilnings, kynningar og vináttu. Nor rænu félögin eru tengiaðilinn við álmenning, en Norðurlandaráð sam- starfsvettvangur fyrir þing og ríkisstjórnir. MKNNINGAK OG FÉLAGSMÁL Norræn samvinna hefur byggzt og hlýtur að byggjast fyrst og fremst á samstarfi um menningar- mál og félagsmál. Á þeim sviðum hefur hún náð góðum og glæstum ár angri. Um samræmingu í löggjöf hef ur einnig mikið áunnizt. Öllum þess- um áföngum ber að fagna og vinna áfram af fullu kappi að því að bæta þar enn um. En það er varhugavert að ætlast til samstöðu milli Norður- landa í öllum málum. Það er óraun- sætt að gera ráð fyrir slíku og óhyggilegt að ætlast til þess. Það veldur aðeins sárum vonbrigðum. Sumir einlægir fervígismenn nor- rænnar samvinnu beittu sér eitt sinn fyrir stofnun varnarbandalags þriggja Norðurlanda: Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Slíkar tilraun ir voru dæmdar til að mistakast. Lega Norðurlanda og margvíslegar aðstæður gerðu og gera það að verk- um, að uim baindalaig þeiiirna ailra í vainnanmálium veirður vart að ræða. SAMVINNA I EFNAHAGSMÁLUM 1 efnahags-, viðskipta- og at- vinnumálum eru hagsmunir á marga lund mjög ólíkir. Tilraunir hafa ver ið gerðar um viðtækt samstarf Norð- urlanda um efnahagsmál. Hugmynd- irnar um Nordek frá 1968—70 voru gagnmerkar og komnar mjög vel á veg. En í lokaisii'gliinig'u lienitu þær á skeri. Finnar treystust ekki til þátt- töku, þegar til átti að taka. Var ástæðan yfirleitt talin það tillit, sem þeir þurfa að taka til síns austlæga granna. Hins vegar gerðust öll fimm ríkin meðlimir friverlunarbandalags inis Eföa. En mú skiljast l'eiðlir aftur í sa.mbaind'i við Efniaihagsbamda- lag Evrópu, þar sem Danmörk ein hefur gerst fullgildur aðili, en hin ríkin gert viðskiptasamninga við bandalagið. Þegar varnarbandalagið fór út um þúfur og Nordek bar upp á sker, skorti ekki frýjunaryrðin frá ýms- um: Þarna sjáið þið norræna sam- vinnu í verki, — ekkert nema innan tóm orð og glasaglaumur, — nú er hún búin að syngja sitt síðasta vers. En allar þessar illspár voru vind- högg. Norræn samvinna lifir og dafn ar vel i sínum óteljandi greinum til gagns og gleði fyrir þjóðir Norður- landa. VINUB, SEM í RAUN REYNIST Sá bróðurhugur, sem býr að baki norrænnar samvinnu, hefur birzt á þessum vetri siem vermiamdi sóL Hamm. lýsir og yljar, þegar skammdegið grúfir yfir og heljarhrammar eldjöt- urnisinis liykjast uim hiina blómiliegu byggð á Heimaey. Ráðamenn Norður lanida haifa bruigðið við af daamafáum dreinigskap. Það vair miinmiisistæður at- burður á þingi Norðurlandaráðs 20. febrúar, þegair þimigforseti iias tiMög- una um 1500 milljóna framlagið til Is'liands, þinigheimnur alfl'ur reis úir sæt- uim tiíl siaimþykkis og Jón Skaiftaisioin, fonmaður íslemzku þimigma.mnianefnd- airiintniair, þakkaði af simekkvísd og miyndarskap. Hitt er ekki síður vert athygli og aðdáunar, hver samúð og örlæti streymir frá hinum almenna borgara á Norðurlöndum, ungum sem öldnum, snauðum sem ríkum. Úr öllum áttum berast gjafir og framlög til íslenzkra sendiráða, stofnana og íélaga, sem hafa forgöngu um söfnun. Er skemmst að minnast viðbragða Norð manna við sjónvarpsþættinum þar, ‘— eða þegar unglingar i skóla taka sig til, fá hraun sent flugleiðis frá Heiimaey, paikka hraiumimol'uim í piiast- poka og selja á stuttri dagstund fyr- ir 300 þúsund islenzkar krónur; — eða fólikið, sem ætliaiði til Isiteinris i saimair og vax búið að saÆmia sér fyrir ferðakostnaði, en hætti við ferðina og lagði fjárhæðina í Vest- mannaeyjasöfnunina. Það hefur enn sannast á norræn- um frændum okkar, að sá er vinur, er í raun reynist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.