Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULl 1974 Fa /7 lií LAhKlf.A.X 4 iAjm 22*0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR /ÍSbÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL *«* 24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI Tilboð AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI Shodr LEIGAN I CAR RENTAL ■■ | AUÐBREKKU 44, KÓPAV. | 4® 4-2600 EINGONGU VÖRUBILAR VINNUVÉLAR SlMAR 81518 - 85162 SIGTUNI 7 - REYKJAViK SIG. S. GUNNARSSON Leiguflug - þjónustuflug- vöruf lug - sjúkraflug - útsýnisflug INNANLANDS OG UTAN Sverrir Þóroddsson /I Damla flugturninum ■—/ fe Reykjavikurflugvelli \\ Smti28420 Allan sálarhringinn Sterkur málstaður Loðinn úrskurður hefur nú verið felldur f Haag um fisk- veiðiþrætu Breta og Vestur- ÞJóðverja við tslendinga. Veru- legur ágreinungur var á sfnum tfma á Alþingi um það, hvort tslendingar ættu að flytja mál sitt fyrir dðmnum. Þeir flokk- ar, sem voru f stjórnarandstöðu st. kjörtfmabil, hvöttu eindreg- ið til þess, að málstaður tsiands yrði fluttur af fuilri einurð fyr- ir dómnum. Fráfarandi rfkis- stjórn var klofin f málinu, en meirihiuti hennar réð þvf þó að lokum, að málið var ekki flutt af tslands háifu. Tvenns konar rök voru fyrst og fremst færð fram fyrir þvf, að við ættum að fiytja málið fyrir dómstólnum f Haag. 1 fyrsta Iagi gæfist okkur þá kost- ur á að koma að gögnum og tefla fram rökum fyrir okkar málstað, sem nú er Ijóst orðið, að dómurinn hefur aðeins tekið takmarkað tillit til. 1 öðru iagi var á það bent, að með þvf að mæta ættum við kost á að ráða nokkru um málsmeðferðina og gætum áskilið okkur nægilega fresti til þess að fresta dóms- uppkvaðningu þar til byggja mætti dómsniðurstöðu á störf- um hafréttarráðstefnunnar. Einkum var það Hannibal Valdimarsson, er tefldi þessum sjónarmiðum fram. Fæstum dylst nú, að réttara hefði verið að flytja máiið, svo óskýr sem úrskurðurinn er, enda hefur hann ekki tekið til greina þá aðalkröfu Breta að lýsa útfærsluna f 50 sjómflur andstæða alþjóðaiögum. Ekki verður t.a.m. séð af þeim gögn- um, sem þegar hafa borizt um forsendur dómsins, að þar sé tekið tillit til þess, að f samn- ingunum frá 1961 við Breta féilust þeir f raun réttri á yfir- iýsingu tslendinga um, að þeir myndu halda áfram að vinna að stækkun landhelginnar þannig að hún næði yfir allt land- grunnið. 1 mafmánuði 1959 samþykkti Alþingi þingsálytkun, þar sem afdráttarlaust var lýst yfir þvf, að tslendingar myndu ótrauðir halda áfram að vinna að út- færslu landhelginnar á grund- velli laganna um vfsindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins frá 1948. Þessi yfirlýsing var tekin upp f landhelgissamn- ingana frá 1961. Bretar gerðu þá engan fyrirvara við þessa einhliða yfirlýsingu. Þekktir þjóðréttarfræðingar og einn af fyrrverandi dómur- um Alþjóðadómstólsins hafa talið, að með þessu hafi Bretar f raun réttri fallizt á rétt ts- lendinga til útfærslu iandhelg- innar. Óneitanlega styður þetta málstað tslands. En hitt hefur jafnan vakið furðu, að fráfar- andi rfkisstjórn hefur ævinlega þverskallazt við að tefla þess- um rökum fram á alþjóðavett- vangi. tslenzka rfkisstjórnin hefur ekki fært fram þá máls- ástæðu gegn kröfu Breta, sem fram kemur f þessari viður- kenningu þeirra frá 1961 um rétt tslendinga til stærri fisk- veiðilögsögu en 12 sjómflna. Hér hafa þvf orðið alvarleg mistök. Þetta dæmi sýnir, hversu brýnt það var að flytja mái tslands f Haag. Þingforseti utan þings I samkomulagi vinstri flokk- anna um forsetakjör á Alþingi fólst m.a., að forseti neðri deildar var kjörinn maður, sem ekki situr á þessu aukaþingi. Borið hefur við, að þingmenn hafi verið kjörnir til forseta- starfa, þó að þeir væru ekki komnir til þings, en þetta mun vera f fyrsta skipti, sem þing- maður er kjörinn þingforseti án þess að hann komi til með að sitja á þvf þingi, sem kjör hans nær til. Hér hefur þvf gerzt einstæð- ur atburður, sem varpar Ijósi á þau vinnubrögð, sem vinstri flokkarnir ástunda á Alþingi. Krafa um þetta var sett fram af kommúnistum. En furðu gegn- ir, að Alþýðuflokkurinn og Framsókn skyldu umyrðalaust taka þátt f að óvirða Alþingi með þessum hætti. spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINvS Hrrngið i síma 10100 kl 10—11 frá mánudegi til tostudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- FRÁGANGUR A GÖNGUSTÍG Gyða V. Einarsdóttir, Tómas- arhaga 44, spyr: „Hvenær á að malbika og lýsa gangbrautina á milli Tómasar- haga og Dunhaga?" Guttormur Þormar yfirverk- fræðingur hjá gatnamálastjóra svarar: „Þessi stígur er ekki á áætlun í sumar og ekki alveg ákveðið, hvenær ráðizt verður í að full- gera hann. Við höfum smám saman gengið frá slíkum göngu- stígum í vesturbænum og mun- um halda því áfram.“ VARAÞINGMENN SJALFSTÆÐIS- FLOKKSINS Rósa Magnúsdóttir, Stóra- gerði 7, Reykjavík, spyr: „Hversu margir eru vara- þingmenn Sjálfstæðisflokksins f Reykjavfk?" Sigurður Hafstein fram- kvæmdastjóri Sjálfstæöis- flokksins svarar: „Samkvæmt lögum um kosn- ingar til Alþingis hefur flokk- ur, sem hlotið hefur þingmann, rétt til varaþingmanna svo margra sem til endist á listan- um og taka þeir sæti eftir röð. Kjörbréf eru hins vegar að af- loknum kosningum fengin jafn mörgum varamönnum og flokk- urinn hefur fengið aðalmenn f kjördæminu. Ef frambjóðandi hefur hlotið uppbótarþingsæti er næsti frambjóðandi á eftir honum á Iistanum fyrsti vara- maður hinna kjörnu þing- manna. Af þessum ákvæðum kosn- ingalaga leiðir, að allir fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins I nýafstöðnum alþingiskosning- um í Reykjavík, sem skipuðu sætin 9—24, eru varaþing- menn, ef á þarf að halda, en yfirkjörstjórn gefur ekki að svo stöddu út kjörbréf nema til þeirra sjö, sem eru í sætunum 9—15.“ KEFLAVÍKUR- SJÓNVARPIÐ Pétur Kúid, Selfossi spyr: „Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að beita sér fyrir því að Kefla- víkursjónvarpið sjáist sem víðast? Sigurður Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, svarar: „Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur hefur ekki tekið afstöðu til þessa máls og alls ekki hefur komið til tals að óskað verði eftir auknum styrkleika Kefla- vfkurstöðvarinnar frá þvf sem nú er.“ Eimreiðin komin út I nýútkomnu hefti Eim- reiðarinnar er grein eftir David Holden um Allende og goðsagnasmiðina, þar sem fjallað er um pólitískt raunsæi og byltingarhyggju. Eimreiðin hefur nú komið út óslitið í 80 ár. Ritstjóri hennar er Magnús Gunnarsson. Hann ritar í inn- gangi að þessu 1. tbL80. árgangs Eimreiðarinnar um störf Ragnars í Smára í tilefni af 70 ára afmæli hans 7. febrúar sl. Aðaigrein Eimreiðarinnar að þessu sinni fjallar um Allende Chileforseta, eftir David Holden fréttastjóra The Sunday Times. Hann hefur ferðazt mikið um Chile og ritað greinar um land og þjóð. I ritinu er smásaga eftir Unni Eiríksdóttur, grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson. Einnig fyrirlestur, er nefnist menntun í þágu umbóta, eftir Helder Camera erkibiskup, sem verið hefur ötull baráttumaður fyrir féiagslegum umbótum í rómönsku Ameríku. Árni Þórarinsson blaða- maður ritar grein um bók- menntir eftir beztu heimildum. Valdimar Kristinsson ræðir um þjóðernishyggju og birtur er síðari hluti greinar um heim- speki stjórnleysis. EimRCIÐin74 1TÖLUBLAÐ Messur á morgun Dómkirkjan Messa kl. 11.00. Séra Óskar J Þorláksson dómprófastur. Neskirkja Messa kl. 11.00 f.h. Fermd verða systkinin Sólveig Péturs- dóttir og Gunnar Pétursson Kaplaskjólsvegi 65. Séra Frank M. Halldórsson. Hallgrfmskirkja Messa kl. 11.00 árdegis. Ræðuefni: Byggt á bjargi. Dr. Jakob Jónsson. Bústaðakirkja Helgistund kl. 9.00 f.h. Séra Ólafur Skúlason. Háteigskirkja Lesmessa kl. 10.00. Séra Arn- grfmur Jónsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Árni Pálsson. Séra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.