Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 26
 26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JULI 1974 1 ÍMTTM! m ÍTI IR MORtUIIBUeSINS | Fyrsta flokks knattspyrna Valsmenn sigruðu KR-inga með tveimur mörkum gegn engu f Ieik iiðanna f 1. deildar keppni Islandsmótsins f knattspyrnu, sem fram fór á Laugardalsvellin- um f fyrrakvöld. I þessum leik sýndu Valdmenn á köflum beztu knattspyrnu, sem fslenzkt lið hefur sýnt lengi, og er undirritað- ur þeirrar skoðunar, að fara þurfi allar götur aftur til 1959, er KR- ingar voru upp á sitt bezta, til þess að finna samjöfnuð. Hver einasti leikmaður Valsliðsins var virkur f þessum leik og allt frá upphafi og til loka lék liðið afbragðsvel. Það var helzt á loka- mfnútum fyrri hálfleiks og upphafsmfnútum seinni hálf- leiks, sem svolftill deyfðarblær kom yfir Valsliðið, en þjálfarinn, Iouri Uitchev, lék þá sterkan leik, er hann sendi Bergsvein Alfons- son inn á völlinn og breytti Iiðs- uppsf illingunni nokkuð. Varð það til, að sami krafturinn kom f liðið og áður. Það eina, sem á skorti hjá Vals- liðinu í þessum leik, var að skora fleiri mörk, en KR-ingarnir börð- ust vel í Ieiknum þrátt fyrir ofur- eflið og nokkrum sinnum greip Magnús markvörður þeirra vel inn í leikinn. Þá bættist við, að Valsmönnum urðu á mistök uppi við markið, og einnig það, að þeir höfðu hreinlega ekki heppnina með sér. Skilyrði til þess að leika knatt- spyrnu í fyrrakvöld voru af- bragðsgóð. Logn og hlýtt í veðri og völlurinn auk þess hinn ágætasti. Vel má vera, að leik- urinn hafi mótazt mikið af þessu, en oft verða íslenzkir knatt- spyrnumenn að leika við afar óhagstæð skilyrði — þetta sumar hefur reyndar verið með eindæm- um hagstætt. Valsmenn voru strax frá upp- hafi betri aðilinn f leiknum og leið ekki á löngu unz áhorfendur LIÐ VALS: Sigurður Haraldsson 4, Jón Gfslason 2, Grfmur Sæmundsen 2, Helgi Benediktsson 3, Dýri Guðmundsson 4, Jóhannes Eðvaldsson 4, Atli Eðvaldsson 1, Hörður Hilmarsson 4, Kristinn Björnsson 3, Ingi Björn Albertsson 3, Alexander Jóhannesson 2, Bergsveinn Alfonsson (varamaður) 2. LIÐ KR: Magnús Guðmundsson 3, Sigurður Indriðason 2, Stef- án Sigurðsson 2, Ottó Guðmundsson 2, Ólafur Ölafsson 2, Arni Steinsson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Atli Þór Héðinsson 2, Hálfdán örlygsson 3, ólafur Lárusson 1, Guðjón Hilmarsson (varamaður) 2, Baldvin Elfasson (varam.) 1. fóru að klappa þeim lof f lófa fyrir ýmsa fallega hluti, sem þeir gerðu. Ekki tókst þeim þó að skapa sér verulega opin tækifæri til að byrja með, en hraðinn var mikill, sendingarnar vandaðar og spilið skipulegt. Á 22. mfnútu leiksins skoraði Alexander reyndar mark eftir góða sendingu Inga Björns, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þegar leið á fyrri hálfleikinn minnkaði krafturinn í Valsmönn- um og KR-ingar fóru að rétta úr kútnum eftir að hafa verið í al- gjörri varnarstöðu. Náðu KR- ingar nokkrum sóknarlotum á lokamínútum hálfleiksins og verður að segja hið sama um þær og sóknir Valsmanna fyrr f leikn- um — þær voru vel skipulagðar og oft sáust hinar laglegustu sendingar. Á markamínútunni miklu, 43. mfnútu, komust KR-ingar loks f dauðafæri. Gunnar Gunnarsson náði knettinum innan markteigs Vals og virtist varla geta annað en skorað. Voru KR-ingarnir reyndar farnir að fagna marki, er Sigurður Haraldsson varði skoti Gunnars af stakri snilld. Slfk viðbrögð sem Sigurður sýndi þarna búa ekki í öðrum en af- bragðsmarkvörðum. Á 2. mínútu seinni hálfleiks þurfti Sigurður aftur að taka á honum stóra sfnum. Háfdán örlygsson tók þá aukaspyrnu og sendi mjög góða sendingu beint í kollinn á Clafi Lárussyni, sem skallaði í þverslá Valsmarksins. Þaðan barst knötturinn út í mark- teiginn og KR-ingur átti hörku- skot á markið, sem Sigurður varði stórglæsilega. En þar með var þáttur KR-inga í þessum leik raunverulega búinn. Valsvélin fór aftur í gang og malaði síðan jafnt og þýðlega það sem eftir var leiksins. Að því hlaut að koma, að liðið skoraði Alexander Jóhannesson f dauðafæri, en skot bakvörður fylgjast spenntir með gangi mála. hans fór rétt framhjá. Magnús markvörður og Stefán mark — það lá í loftinu eins og svo oft er sagt. Margir töldu, að Valsmönnum bæri vítaspyrna á 15. minútu hálf- leiksins, en þá var Ingi Björn kominn inn í vítateig KR-inga, er hann var stöðvaður. Sveinn Kristjánsson dómari var hins vegar afleitlega staðsettur — stóð fyrir framan miðju og hafði því engin tök á þvf að fylgjast með, hvað fram fór inni í teignum og dæmdi ekkert á brot KR-ingsins. Mfnútu sfðar átti Jóhannes Eðvaldsson skalla framhjá KR- markinu af stuttu færi — færi, sem Jóhannes hafði átt að geta nýtt. Skömmu seinna skoruðu KR- ingar svo mark og má mikið vera ef það hefur ekki verið löglegt. Nokkur þvaga hafði myndazt inni f markeigi Vals og þangað barst knötturinn. Skallaði Jón Gíslason knöttinn f eigið mark, en áður en það gerðist hafði Ifnuvörðurinn veifað á rangstöðu og var mark þetta dæmt af. Á 21. mfnútu hálfleiksins tókst Valsmönnum loks að skora. Ingi Björn átti heiðurinn af þvf marki. Hann skaut fallegu skoti að KR- markinu, en Magnús markvörður náði að slæma hendi f knöttinn og fór hann beint upp f Ioftið. Mikil barátta var um knöttinn, er hann kom niður f markteigi KR-inga og lauk henni með þvf, að Jóhannes Eðvaldsson skallaði f mark KR- inga. Aðeins 5 mfnútum sfðar bættu Valsmenn öðru marki við, er Kristinn Björnsson fékk sendingu fram, lék á varnarleikmann KR og skaut sfðan fallegu skoti, sem Magnús átti enga möguleika á að ná. Litlu síðar skoraði Alexander svo fyrir Val, en það mark var dæmt af vegna rangstöðu, sem sennilega hefur þó verið vafasöm. Sem fyrr greinir sýndi Valsliðið afbragðsgóða knattspyrnu f þess- Texti: Steinar J. Lúðvfksson. Myndir: Ragnar Axelsson. um leik — knattspyrnu, sem vel gæti sómt sér, þótt annars staðar en á Islandi væri. Hefðu Vals- menn náð að sýna slikt fyrr f þessu móti, hefðu þeir aldrei komið til umræðu sem lið f fall- hættu heldur þvert á móti haldið sér á toppnum svo sem flestir áttu von að þeir gerðu í sumar. Senni- legt verður að teljast, að Valur nái að halda þessu striki það sem eftir er mótsins og eiga þau lið, sem eftir eiga að keppa við þá, ekki auðvelda leiki framundan. Það var tæpast sami kraftur f KR-ingum í þessum leik og oft áður í sumar, en lfta verður til þess, að þeir fengu sárasjaldan tækifæri til neins. Valsmenn voru jafnan á undan þeim f knöttinn og gáfu þeim aldrei stundarfrið. Vörnin var betri hluti liðsins f leiknum, en hún varð töluvert veikari og óöruggari eftir að Sigurður Indriðason varð að fara út af. 1 framlfnunni átti Hálfdán örlygsson einna beztan leik og vakti sem fyrr athygli fyrir vandaðar spyrnur sínar og út- sjónarsemi. I STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 25. júlf Islandsmótið 1. deild: Urslit: Valur — KR 2:0 (0:0) Mörk Vals: Jóhannes Eðvaldsson á 66. mfn. og Kristinn Björnsson á 71. mfnútu. Áhorfendur: 1233 (Alltof fáir á svo góðum leik) Dómari: Sveinn Kristjánsson — hann hafði of Iitla yfirferð á vell- inum, en dæmdi annars nokkuð þokkalega. Áminning: Magnús Guð- mundsson, KR, fékk gula spjaldið fyrir að mótmæla dómi. Ósæmileg framkoma landsliðsþjálfarans Hafnarfjörður skarst úr leik UNDANFARIN ár hefur tSl tek- ið þátt f norrænu samstarfi við sumarbúðir unglinga og styrkt mjög myndarlega unglingahópa til ferðar á mót þessi. Fyrst fóru ungmenni frá Hafnarfirði til búð- anna, en sfðan frá Kópavogi og loks frá Reykjavfk. Nú f ár voru sumarbúðir þessar haldnar hérlendis svo sem sagt hefur verið frá f Morgunblaðinu og sóttu þær um 60 ungmenni frá hinum Noröurlöndunum. Fór ISl á leit við bæjaryfirvöld þeirra bæja, er sent höfðu ungl- inga til Norðurlandanna, að þau tækju einu sinni á móti ungl- ingum þessum og héldu þeim mat- arboð. Varð Reykjavíkurborg þeg- ar við þeim tilmælum og ákveðið var einnig, að Hafnarfjörður og Kópavogur stæðu sameiginlega að hádegisverðarboði fyrir ung- mennin og átti að halda það boð í veitingahúsinu Skiphóli í Hafnar- Framhald á bls. 16 Valsmenn kæra Fram 1 brýnu sló milli Antony Knapp þjálfara KR-inga og Sveins Kristjánssonar dómara f leik Vals og KR á Laugardalsvellinum f fyrrakvöld. Lauk henni með þvf að Sveinn vfsaði Knapp af bekk- num hjá KR, en þjálfarinn þverskallaðist við og fór hvergi. Varð Sveinn að láta sig eftir nokkrar deilur og sat þjálfarinn á bekknum það sem eftir var leiks- ins, en hafði hægara um sig en áður. Upptök þessara deilna urðu, er Knapp hugðist skipta á leikmanni í liði KR og fór hann þá inn á völlinn. Annar Iínuvörður leiks- ins bað hann þá að fara út af, en þvf svaraði þjálfarinn illu einu til og blandaði dómarinn sér þá f leikinn. Þetta er í annað sinn sem Antony Knapp lendir f útistöðum við dómara f leik, en framkoma hans og hróp f leikjum eru heldur hvimleið og má mikið vera ef þjálfari kemst upp með slfkt f leikjum f heimalandi hans Englandi, a.m.k. hefur undir- ritaður aldrei orðið var við slfkt í þeim leikjum, sem hann hefur séð þar. Eftir framkomu Knapp í leik þessum hljóta dómarasamtökin að taka mál hans til meðferðar. Það var ekki nógu gott hjá Sveini dómara að láta undan eftir að hann var búinn að taka ákvörðun um að vfsa honum frá vellinum, en Sveinn sagði — hvað gat ég annað gert, hverjir áttu að fjar- lægja manninn með valdi, fyrst hann sá ekki sóma sinn í þvf að hlýða því að fara? — stjl. Eins og skýrt var frá f blaðinu f gær hafa Valsmenn lagt fram kæru á Fram fyrir að nota Elmar Geirsson með f leik sfnum gegn Val á dögunum, en vafi þykir leika á þvf, að Elmar sé lögiegur með Framliðinu. — Við viljum fá úr þessu skorið, sögðu forráðamenn Vals — en samkvæmt reglum FIFA, sem KSI er bundið af, leikur tæp- ast vafi á því að Elmar er ólög- legur. Kærumál eru okkur á móti skapi, en það er líka skoðun okkar, að aldrei megi fara svo, að lið leggi ekki í að kæra leiki ef þau telja, að réttur hafi verið brotin á þeim. önnur knattspyrnukæra mun hafa verið lögð fram f gær. Stjarnan gegn Leikni, en sem kunnugt er neituðu Leiknismenn að leika gegn Stjörnunni, þar sem þeir töldu, að löglega lfnuverði skorti á leikinn. Dómari leiksins flautaði leikinn hins vegar á. Má geta þess, að það mun heyra til algjörra undantekninga ef lög- legir línuverðir eru á leikjum f 3. deild, og hafa Leiknismenn sætt sig við það fram til þessa leiks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.