Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JULI 1974 Fjölsóttur aðalfundur Slysavarnafélags Islands Frá vinstri: Daníel Sigmundsson form. björgunarnefndar tsafjarðar, Guðmundur Guðmundsson formaður karladeildar tsaf jarðar, Gunnar Friðriksson forseti SVFt.m Halldór Ólafsson f fyrstu stjórn slysavarna deildar tsafjarðar 1929, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, einn af stofnendum SVFI og fyrsti trúnaðarmaður SVFt á tsafirði og Þórður Jónsson frá Látrum, fulltrúi Vestf jarða f stjórn SVFt. Hinn 6. og 7. júif sl. var haldinn á tsafirði aðaifundur Slysavarna- félags tslands. Fundinn sóttu milli 70 og 80 fulltrúar. Aðal- fundurinn hófst með guðsþjón- ustu f tsafjarðarkirkju, þar sem séra Stefán Eggertsson á Þingeyri prédikaði. Fundurinn var sfðan settur f Góðtemplarahúsinu á tsa- firði af forseta S. V. F. t., Gunnari Friðrikssyni. Minntist hann f upphafi fundarins frú Gróu Pétursdóttur, Reykjavfk, Iðunnar Eirfksdóttur, tsafirði, og Kristjáns Guðmundssonar, Flat- eyri, svo og alira þeirra, er látizt hafa af siysförum á árinu 1973. í ræðu forseta félgasins kom m.a. fram, að björgunarstöðvar og skýli félagsins eru nú orðin 92 og áformað er að byggja fleiri skýli nú á þessu ári. Það kom einnig fram, að þegar er búið að setja neyðartalstöðvar eða sfma f 52 skýlanna og unnið að því, að öll skýli félagsins verði búin þessum fjarskiptabúnaði. Gaf forseti félagsins glöggt yfir- lit yfir starfsemi félagsins, sem stöðugt fer vaxandi, en höfuð- verkefnið er sem áður efling björgunarsveitanna, sem nú eru orðnar 76, og búnaður þeirra, auk byggingar björgunarskýla og reksturs tilkynningarskyldunnar. Einnig kom fram í skýrslunni, að félagsstjórnin hefur ráðið nýjan erindreka, sem einkum er ætlað það verkefni að efla deildir félagsins og hafa æfingar með björgunarsveitunum. Lagðir voru fram reikningar félagsins fyrir 1973 og samþykkt- ir sem og fjárhagsáætlun fyrir síðari hluta árs 1974 og 1975. Fundarstjóri var kjörinn Guð- mundur Guðmundsson, Isafirði og fundarritarar Geir Ólafsson, Reykjavfk og Halldór Magnússon, Hnffsdal. Við setningu aðalfundarins mættu meðal annarra gesta Kristján Jónsson frá Garðsstöð- um, sem var einn af stofnendum S. V. F. I. og sat stofnfund þess hér í Reykjavfk 1928, auk þess sem hann var fyrsti trúnaðar- maður félagsins á Vestfjörðum, og Halldór Ólafsson fyrrverandi ritstjóri, sem var ritari í fyrstu stjórn deildarinnar á ísafirði, sem var stofnuð í janúar 1929. Á fundinum voru samþykktar margar tillögur um málefni félagsins, m.a. eftirfarandi: „Aðalfundur S. V. F. 1., haldinn á Isafirði 6. — 7. júlí 1974 telur mjög varhugavert, að höfð séu örvandi lyf f birgðum gúmmí- björgunarbáta. Það hefur nú því miður komið fyrir, að menn, sem orðnir eru háðir slfkum lyfjum, hafa farið um borð í fiskibáta og brotizt þar f björgunarbáta og valdið á þeim skemmdum í leit að þessum lyfjum." „Aðalfundur S. V. F. I., haldinn á ísafirði 6. — 7. júlf 1974 varar við þeirri hættu, sem skapast við það, að af hálfu Landssfma Is- lands hefur ekki verið séð fyrir nauðsynlegri viðgerðarþjónustu á talstöðvum fiskiskipa á Vestfjörð- um. Skorar fundurinn á stjórn þessara mála að sjá svo um, að bætt verði úr þessu hið bráðasta." „Aðalfundur S. V. F. L, haldinn á ísafirði 6. — 7. júlí 1974 telur að endurskoða þurfi starf félagsins að umferðarslysavörnum með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengizt hefur af starfi umferðar- ráðs. — Ákveður fundurinn því að kjósa 3ja manna nefnd til að undirbúa tillögur fyrir næsta aðalfund f samráði við stjórn félagsins um fastmótaða stefnu f þessum efnum. 1 nefndina voru kosin: Elfas Jónsson, Hlff Helga- dóttir og Ingvar Björnsson.“ „Áðalfundur Slysavarnafélags Islands haldinn á ísafirði 6. — 7. júlí telur, að leggja beri sérstaka áherzlu á eflingu deilda félagsins f náinni framtfð svo og á að styrkja tengsl þeirra innbyrðis og við höfuðstöðvar félagsins. Fundurinn beinir þvf þess vegna til félagsstjórnar, að starfskraftar nýráðins erindreka verði fyrst og fremst nýttir til aukins út- breiðslu- og uppbyggingarstarfs meðal deildanna um allt land.“ „Aðalfundur Slysavarnafélags Islands haldinn á Isafirði 6. — 7. júlí 1974 telur ákveðinna aðgerða þörf vegna tfðra og alvarlegra slysa, sem orðið hafa á vötnum og ám. Þar kemur meðal annars til álita að auka eftirlit við fjölsótt vötn og ár, gera strangari kröfur til báta, sem þar eru notaðir, binda lán eða leigu þeirra strang- ari skilyrðum o.fl. Leiðbeiningar til þeirra, sem hér eiga hlut að máli, þarf einnig að auka. Hvetur fundurinn yfirvöld og veiðifélög til að taka þessi mál til rækilegrar athugunar og meðferðar." „Aðalfundur Slysavarnafélags Islands haldinn á Isafirði 6. — 7. júlf 1974 telur árangur skipa- happdrættis og deildahappdrætt- is á sl. vetri slfkan að stefna beri að því, að slík happdrætti verði fastur liður í fjáröflun félagsins og deilda þess. Felur fundurinn félagsstjórn að vinna að áfram- haldandi fjáröflun með þessum hætti, þannig að unnt verði að koma henni við árlega." „Aðalfundur Slysavarnafélags Islands haldinn á Isafirði 6. — 7. júlí 1974 skorar eindregið á sam- gönguráðherra að setja nú þegar reglugerð um eftirlit með öryggi smábáta undir 6 metrum og annarra fljótandi fara á sjó og vötnum, eins og honum er heimilt samkvæmt 2. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 52, 1970. Telur fundurinn, að mörg alvarleg slys, sem orðið hafa á slfkum fljótandi förum undanfarna mánuði, sanni ótvírætt, hve brýn þörf er á virku eftirliti í þessum efnum." „Aðalfundur Slysavarnafélags Islands haldinn á Isafirði 6. — 7. júlí 1974 skorar á stjórnvöld að láta byggja ljós- og hljóðvita með sjálfvirkum radarsvara f Lagey við Tjörnes og hraða þeirri fram- kvæmd svo sem frekast er unnt. — Vitað er, að nokkur skip hafa farizt með allri áhöfn á grynn- ingum þeim, er Mánáreyjabrek heita og liggja rétt norður af eyj- unum. Má ætla, að svona viti væri eina vörnin gegn frekari stórslys- um við Mánáreyjar." „Aðalfundur S. V. F. I., haldinn á Isafirði 6. — 7. júlí 1974 sendir starfsmönnum tilkynningaskyld- unnar kveðjur og þakkir fyrir vel unnin störf.“ „Aðalfundur S. V. F. I., haldinn á Isafirði 6. — 7. júlf 1974 ályktar, að þörf beri nú til þess, að fleiri björgunarskýli varði veginn milli Mývatns og Jökuldals vegna sfaukinnar umferðar á þessum aðalvegi, sem tengir saman fjórð- unga. Austurlandsvegur liggur að mestu f mikilli hæð og á þvf lands- horni, þar sem allra veðra er von á hvaða árstfma sem er.“ „Slysavarnadeildin „Rán“, Seyðisfirði, mælist eindregið til að endurnýja verði slysavarna- skýli það á Fjarðarheiði, sem nú er talið gerónýtt. Það er mikið Framhald á bls. 16 Energo Projekt Hjón óskast til við Sigöldu Óskar að ráða eftirtalda starfsmenn hið fyrsta: 1. Vana trésmiði, vegna byggingar stöðvarhúss. 2. Járnalagningamenn. 3. Menn til að vinna á loftborum. 4. Jarðýtu og veghefilstjóra. 5. Menn til verkstjórastarfa. 6. Verkstæðisformann, helzt vanan við- gerðum á loftverkfærum. 7. Skrifstofumann eða konu til launaút- reikninga. Upplýsingar um ofanrituð störf eru gefnar á skrifstofu Energo Projekt, Sigöldu, sími 1 2935 frá mánudegi 29. júlí. Byggingafélagið Brúnás h.f. Egilsstöðum óskar að ráða mann til bók- halds- og innheimtustarfa. Starfsreynsla og reglusemi áskilin. Upplýsingar í síma 97-1302 og 97- 1340. Vanur fjósamaður óskast helzt búfræðingur, eða maður með hlið- stæða menntun. Upplýsingar gefur Jósep Benediktsson, Ármótum, sími um Hvolsvöll. starfa erlendis Hjón óskast til starfa í sendiráði íslands í Washington D.C., hann sem bíl- stjóri/þjónn hún til matreiðslu og al- mennra heimilisstarfa, helst frá 1. september n.k. Nánari upplýsingar gefur Konráð Guðmundsson í síma 20600 eða 36048. Kennarar Nokkrar kennarastöður eru lausar til umsóknar við barna og unglingaskólana á Akureyri, Barnaskóla Akureyrar, Glerár- skóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla. Ennfremur eru lausar kennarastöður við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Aðalkennslu- greinar eru stærðfræði og enska. Umsóknafrestur er til 1 0. ágúst n.k. Fræðsluráð Akureyrar. Klæðskeri — Verkstjóri prjónastofan Dyngja h.f. Egilsstöðum óskar eftir að ráða klæðskera eða aðila vanan verkstjórn til verkstjórnar og módelgerðar á saumastofu fyrirtækisins, líflegt og skapandi starf í góðu umhverfi. Tilboð er greinir menntun, aldur og fyrri störf sendist Mbl. merkt: 1173 fyrir 3. ágúst. n.k. Skrifstofustúlka óskast snyrtivöruheildverslun óskar að ráða skrif- stofustúlku frá og með 1. okt. til vélrit- unar og skrifstofustarfa, vélritunar og enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu félags íslenskra stórkaupmanna, Tjarnargötu 14, fyrir 3. ágúst n.k. Félag /slenskra stórkaupmanna. Járnamaður Maður vanur járnabindingum óskast nú þegartil vinnu á Hvammstanga. Uppl. í síma 95-1370. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga. Menn vanir vörubifreiðaakstri og viðgerðum óskast til starfa nú þegar. Um all mikla framtíðar atvinnu getur verið að ræða. Umsóknir sendist blaðinu fyrir 31. þ.m., merktar: „1 332". Rafmagns- verkfræðingur Verkfræðistofa óskar eftir raforkuverk- fræðingi til vinnu við áætlunargerð. Skriflegar fyrirspurnir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. ágúst merkt: rafhönnun — 11 70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.