Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JULÍ 1974 19 Sigtryggur Flóvents son - Minningarorð F. 20.2.1916 D. 20.Z1974 1 dag er til moldar borinn Sig- tryggur Flóventsson vinur okkar, sem andaðist í svefni sl. sunnu- dagsnótt. Fleirum en okkur mun hafa brugðið við þá fregn og á ég fyrst og fremst við einkadóttur, tengdason og syni þeirra. Sigtryggur var fæddur á Siglu- firði 20.2. 1916, sonur Flóvents Jóhannssonar og konu hans Margrétar Jósefsdóttur. Það sagði í okkar áheyrn vinnuveitandi Tryggva sáluga, að heldur vildi hann hafia hann einan við verk en tvo meðalmenn, því hver, sem vildi vandaða vinnu, gæti stólað á, að það kæmi úr höndum hans bæði fljótt og vel af hendi leyst. Giftur var Tryggvi Dúu Þórarinsdóttur, Dúasonar skip- stjóra og hafnarvarðar, og konu hans Theodóru Oddsdóttur, en þau slitu samvistum fyrir nokkr- um árum. Eina dóttur eignuðust þau, Unni, sem ung giftist Ásgrími Ingólfssyni múrara og eiga þau 2 syni, Sigtrygg og Ivar, sem sárlega sakna nú afa, því að þegar afi var heima, gat hann verið bæði bezti afi, leikbróðir og umfram allt bezti viðmælandinn. Aldrei held ég hann hafi sagt: „Æ vertu ekki að þessum spurning- um,“ eða: „Ég veit það ekki ang- inn minn,“ heldur kom úrlausn, sem kallaði fram geislandi bros og almenna ánægju. Þessu til sanninda vil ég geta þess, að 4 ára hnáta, frænka þeirra Tryggva og Ivars, sagði við ömmu sína, sem átti gott með að eignast vináttu smábarna sem annarra: „Mikið er hann stóri Tryggvi fallegri en þegar ég sá hann fyrst.“ Þetta höldum við, að lýsi hverjum sem er betur en þótt fullorðnir væru, því að börn á þessum aldri kunna ekki sem betur fer að hræsna eins og við fullorðna fólkið. Eins og fyrr segir eignaðist Tryggvi eina dóttur og af kynnum okkar við hana þykjumst við Loftur Bjarnason út- gerðarmaður- Kveðja Seinni part vetrar árið 1962 hringdi sfminn. Ég svaraði, og var það þá frændi minn Björn Frið- finnsson, sem ég hafði ekki séð í nokkur ár. Erindi hans var að vita, hvort ég vildi verða ráðskona í Hvalstöðinni hjá Lofti Bjarna- syni næsta sumar. Ég ákvað fljótlega að taka boð- inu, þar sem ég hafði heyrt mjög vel látið af þeim hjónum, frú Solveigu og Lofti. Þau komu í heimsókn til mín til að tala um þessa ráðningu. Leizt mér strax mjög vel á þau og aldrei breyttist það. Var ég svo í Hvalfirði þetta sumar ásamt tveim dætrum mfn- um, sem þau reyndust sem beztu foreldrar. Aldrei heyrði ég Loft hallmæla nokkrum manni, en af vandalausu fólki held ég, að hann hafi metið að mestum verðleikum Benedikt Sveinsson, fyrrv. alþingismann, og hans fjölskyldu. Starfsfólki sínu reyndist hann sem bezti vinur. Þótt öllu væri vel stjórnað í Hvalfirði, er Loftur var fjar- verandi, þá leið mér alltaf bezt þegar þau hjónin voru bæði á staðnum. Til að sýna, hvernig Loftur var, má ég til með að minnast á eitt dæmi: Það komu hjón til mín til þess að vita, hvort ég vildi kaupa lax í matinn. Mér þótti í mikið ráðizt að ákveða þetta sjálf, þar sem á annað hundrað manns var í fæði. Fór ég því til Lofts og spurði hann ráða. Hann svaraði: „Jú, gerðu það, Guðný mín, en gættu þess að hafa það nóg.“ Svona var hann f öllu. Starfsfólkið átti alltaf skilið það bezta. Börn þeirra hjóna eru Kristján, sem nú er framkvæmdastjóri Hvals h.f. og Birna. Hún er gift Gísla Torfasyni, löggiltum endur- skoðanda í Hafnarfirði, og eiga þau tvö börn: Solveigu Birnu og Loft Bjarna. Góður maður er látinn, sem engum gleymist, er honum kynnt- ist. Innilegar samúðarkveðjur til frú Solveigar og fjölskyldu frá mér og fjölskyldu minni. Guðný Frfmannsdóttir. Loftur Bjarnason, útgerðar- og athafnamaður, andaðist í Land- spftalanum þann 15. þessa mánaðar, eftir skamma legu. Ég kynntist Lofti fyrst á árinu 1958, er ég hóf störf við Hvalveiði- stöðina í Hvalfirði. Eg hafði ekki starfað f langan tíma hjá honum, er ég fann, að hann var mikil- menni, en lítillátur og góðgjarn með afbrigðum. Hann hafði ákveðnar skoðanir og það breyttist ekki við nánari kynni. Alltaf reyndist gott að leita til hans, ef eitthvað amaði að, og svo var ekki eingöngu um mig, heldur og fjölskyldu mína. Er dóttir mín átti við húsnæðis- skort að stríða sökum eldsumbrot- anna í Vestmannaeyjum, tóku þau hjónin hana og fjölskyldu hennar í húsið til sín, og reyndust þeim þannig, að þau hugsa til þeirra með söknuði og þakklæti alla tfð. — Aðalfundur Framhald af bls. 17 nauðsynjamál, að á Fjarðarheiði sé skýli í góðu lagi, þar eð þessi heiði er mjög erfið yfirferðar og verður ófær í fyrstu snjóum eins og allir, sem kunnugir eru stað- háttum, vita og ótaldir eru þeir, sem beðið hafa bana þar, en heið- in er eina leið Seyðfirðinga f sam- göngumálum, þar eð þeir þurfa að leita til Egilsstaða gagnvart mjólkurflutningum og flugsam- göngum, en erfitt er að halda uppi samgöngum yfir heiðina. Þess vegna er brýn nauðsyn, að skýlið sé f góðu lagi og ferðalún- um mönnum góður áningar- staður." „Þá fer slysavarnadeildin „Rán“ einnig fram á eftirfarandi tillögu: Að fá Landssfma Islands til að færa sfmalfnu þá, er liggur nú á milli Skálaness og Seyðis- fjarðar, þannig að hún liggi frá Hánefsstöðum f Skálanes. Ástæð- ur fyrir þessari tillögu, eru þær, að smábátar geti látið vita um sig, ef skyndilega hvessir af vestri eða norðvestri og þeir geta ekki borið inn fjörðinn, en leitað vars við Skálanes." „Vegna ýmissa alvarlegra umferðarslysa, er nýlega hafa orðið, vill slysavarnadeildin Björgunarfélag Hornafjarðar beina því til stjórnar S. V. F. L, að hún leggi á það þunga áherzlu við mega fullyrða, að í henni sameinist allir góðir kostir foreldranna. Að lokum viljum við votta dóttur, tengdasyni, dóttursonum, systkinum og ættingjum okkar innilegustu samúð, og hinum látna óskum við góðrar „heimkomu". Vinahjón. Það er erfitt að finna réttu orðin, þegar jafnmikils persónu- leika og athafnamanns og Lofts, Bjarnasonar er minnzt. Þeir, sem kynntust Lofti, munu þó minnast hanns einnig fyrir það, hversu léttur hann var á fæti og léttur í lund. Hann hafði afbragðs hæfi- leika til þess að segja skemmtilega frá, og hann hafði sérlega gott lag á að koma fólki f gott skap. Loftur Bjarnason hefur reynzt mér sérstaklega traustur í allri viðkynningu. I starfi reyndist hann sérlega vel og alltaf hefur góðgirni og það mannlega verið ofan á og ráðið. Hann fylgdist með starfsmönnum sfnum af áhuga og þótti gott að heyra, ef þeim vegnaði vel. Hann mat lfka mikils hrausta og duglega menn. Ég bið þann, sem öllu stjórnar, að vaka yfir og styrkja hans góðu konu Solveigu, börnin hans, Birnu og Kristján, og litlu dóttur- börnin, sem fengu svo stutt að njóta hans. Megi litli Loftur Bjarni líkjast afa sínum í sem flestu. Ég þakka Lofti vináttu og tryggð við mig og fjölskyldu mfna og fyrir samveruna hér. Blessuð veri minning hans. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Andrés Magnússon. rétta aðila, að góð og stór slökkvi- tæki séu ávallt til taks f öllum sjúkra- og lögreglubifreiðum. Eins verði þær búnar tæki því, sem nýlega hefur komið hér á markað og er notað til að losa fólk, er festst hefur í bifreiðum vi& umferðaróhöpp og einnig við önnur slys. Tæki þetta heitir á erlendu máli „force“, en hefur hér af sumum verið kallað björgunaratgeir. Umboðsmaður er Björgunartækni í Reykjavfk. Tækið hefur margsannað gildi sitt þann stutta tíma, sem það hefur verið notað hér.“ „Þar sem rafmagn hefur nú verið lagt í Ingólfshöfða skorar aðalfundur S. V. F. L, haldinn á Isafirði 6. — 7. júlf 1974 á Veður- stofu Islands að taka enn til athugunar möguleika á að koma upp fjarstýrðri veðurathugun á höfðanum." „Mjög áríðandi er að endurnýja alla stikun á svæðinu frá austan- verðri Kálfafellsfjöru í V-Skafta- fellssýslu að Eystrahorni, en þó sennilega víðar.“ „Vegna mikilvægis Svalvoga við Dýrafjörð frá slysavarna- sjónarmiði ; beinir . aðalfundur S.V.F.L, haldinn á ísafirði 6. og 7. júlí 1974 þeim eindregnu tilmæl- um til vegamálastjóra og fjárveit- inganefndar Alþingis, að við end- urskoðun vegaáætlunar á þessu sumri verði gert ráð fyrir, að Leikritasamkeppni Sumargjafar og L.R.: Herdís Egilsdóttir hlaut 1. verðlaun 1 tilefni 50 ára afmælis Sumar- gjafar á þessu ári efndi félagið til samkeppni um barnaleikrit f samvinnu við Leikfélag Reykja- vfkur. Verðlaunin, 150 þús. krðn- ur, hiaut Herdfs Egilsdóttir fyrir leikrit sitt „Gegnum holt og hæðir“. • Alls bárust um tfu handrit og var dómnefndin, sem skipuð var Vigdfsi Finnbogadóttur og Guðrúnu Stephensen frá L.R. og Svövu Stefánsdóttur og Þórhalli Runólfssyni frá Sumargjöf, á einu máli um, að leikrit Herdisar væri bezt að verðlaununum komið og fór nefnin mjög lofsamlegum orð- um um verkið. Leikritið fjallar um samskipti manna, dýra og vætta s.s. álfa og trölla. Gerist það í íslenzkri sveit fyrir allmörgum árum, en aðal- söguhetjan er ung heimasæta, sem er löt og ófús til vinnu. Fjallar leikurinn svo um, hvernig breyting verður þar á til batnaðar og koma þar við sögu skessur, álfar og dýr. Þess skal getið, að persónur eru allar jákvæðar þannig að skessurnar koma ekki til með að hræða væntanlega Herdfs Egilsdóttir. áhorfendur, sem lfklega verða flestir á barnsaldri. Herdís Egilsdóttir hefur áður samið barnabækur og er vinsæl sögukona í útvarpi og sjónvarpi, en þetta er í fyrsta skipti sem hún semur leikhúsverk. Athugasemd frá ritstjóra Stúdentablaðs Reykjavík, 17. júlf 1974. Vegna endurtekinna skrifa Morgunblaðsins um Stúdenta- blaðið og Stúdentaráð tel ég mig knúinn til að gera eftirfarandi athugasemd: 1. Stúdentablaðið er opið öllum stúdentum og öðrum þeim, er skrifa vilja um málefni stúdent- um viðkomandi. Það er rangt að halda því fram, að þar séu aðeins túlkuð sjónarmið vinstri meiri- hlutans. Þannig er mér ekki kunnugt um, að blaðið hafi, eftir að vinstri meirihluti náðist í Stúdentaráði, hafnað grein frá minnihlutanum, Vökumönnum. A.mJc. hefur það ekki gerzt eftir að ég undirritaður tók við rit- stjórn Stúdentablaðsins. Vöku- menn verða einungis að lúta þeim almennu mælikvörðum, sem rit- stjórn setur sér, og eftirláta stúdentum að dæma um réttmæti skoðana. 2. Sú staðhæfing, að Stúdenta- blaðið sé málgagn Alþýðubanda- lagsins er að mínu mati fremur misheppnuð pólitísk brella. Sjálf- sagt má þar finna greinar, sem túlka svipuð sjónarmið og ljúka Svalvogavegi á áætlunar- tímabilinu." „Aðalfundur S. V. F. L, haldinn á Isafirði 6. — 7. júlf 1974 fagnar þvf, að nú eru hafnar fram- kvæmdir við radíóvita í Sval- vogum. Jafnframt fulltreystir fundurinn því, að vitamálastjórn- in láti einskis ófreistað til þess að ljúka vitagerðinni á þessu sumri." „Leggjum til, að stjórn S. V. F. I., hefji nú þegar framkvæmd á svæðaskiptingu þeirri, er Hannes Þ. Hafstein o.fl. hafa lagt drög að.“ „A Hornafiröi hafa nýverið verið byggðar tvær bryggjur. Við athugun kom í ljós, að á hvoruga af þessum bryggjum hafði verið gert ráð fyrir neyðaruppgöngum á teikningum vita- og hafnarmála- stjórnarinnar. Því skorar lands- fundurinn á stjórn S. V. F. L, að taka upp umræður um þessi mál við rétta aðila.“ I kaffisamsæti, sem kvenna- deildin á Isafirði hélt f lok fundarins, var Daníel Sigmunds- son, Isafirði, sæmdur gullmerki S.V.F.I., fyrir ötult og fornfúst starf að björgunarmálum um ára- tuga skeið. Að loknum fundi var boðið í sjóferð um Jökulfirði og Isa- fjarðardjúp og höfðu fundar- menn, sem komu vfðsvegar að af landinu, mikla ánægju af þessari ferð. Alþýðubandalagið hefur sett fram. En mynduð þið fallast á, að Stúdentablaðið sé aðeins útibú Morgunblaðsins, þótt þar birtist af og til greinar, sem gætu verið endursagnir úr Mogganum? Það segir ekki mikið, þótt einn stúdentaráðslisti sé á framboðs- lista Alþýðubandalagsins og aðrir tveir lýsi stuðningi sfnum við þann flokk. Morgunblaðsmenn gætu ef þeir vildu fundið á lista vinstri manna við stúdentaráðs- kosningarnar í vor menn, sem studdu 5 framboð af 7 (þ.e. öll nema Sjálfstæðisfloksins og Lýðræðisflokksins) við alþingis- kosningar 30. júnf. I sjálfu sér skiptir það minnstu máli, hvaða stjórnmálasamtök einstakir vinstri menn í Háskóia Islands styðja á vettvangi þjóð- mála. Hitt varðar öllu, að vinstri menn í H.L starfa saman á grund- velli sameiginlegrar stefnu í mál- efnum stúdenta. Alger samstaða ríkir þeirra á meðal um grund- vallaratriði í þvf starfi, sem f Stúdentaráði er unnið að hags- munamálum stúdenta, og vinstri menn á háskólanum hafa til að bera meiri pólitfskan þroska en svo, að þeir láti það aftra sér frá samstöðu f baráttu stúdenta, að þeir hafi skipað sér í ólíkar fylk- ingar f alþingiskosningum. 3. Ég tel ekki rétt að fara að dæmi Vökumanna og kýta á opin- berum vettvangi um mál, er varða scúdenta fyrst og fremst, en tak- mörkuð umræða hefur farið fram um þeirra á meðal. Hins vegar vænti ég þess, að Morgunblaðið taki eftirleíðis mið af staðreynd- um, ef Stúdentablaðsins er getið á síðum þess. F. h. Stúdentablaðsins, Gestur Guðmundsson ritstjóri. Aths. ritstj: Morgunblaðið hefur bent á, að vinstri meirihluti Stúdentaráðs felldi tillögu frá fulltrúum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, þar sem mælst var til þess, að í fréttum blaðsins yrði skilið á milli frásagna af staðreyndum og póli- tískum boðskap og að framvegis yrði gætt hlutleysis í fréttaskrif- um. Megingagnrýni Morgunblaðs- ins hefur hins vegar beinst að þeim stjórnvöldum, sem skylda alla stúdenta, sem stunda vilja nám við Háskóla íslands, til þess að greiða 1,4 millj. kr. til blaðs, sem fylgir einhliða pólitfskri stefnu. Þó að Stúdentablaðið hefði tekið einstaka greinar frá fulltrúum Vöku, blandast engum hugur um, að blaðið fylgir ein- hliða pólitfskri stefnu. Sú fullyrð- ing hefur ekki verið hrakin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.