Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLl 1974 Eftir Mirra Grinsburg Gamli maðurinn hlustaði á son sinn og sagði: „Æ, þið fávísu menn. Ef þessu verður fram haldið, munu allir farast í djúpinu án þess að ná gullskál- inni. Veiztu ekki, að skálin er alls ekki á botni hafsins? Líttu upp á klettinn, sem gnæfir hér hátt til himins. Gull skálin er uppi á tindi hans, en það er spegilmyndin ein sem sést á haffletinum. Hvernig má það vera, að enginn hafi séð það?“. „Hvað á ég að gera?“, spurði Zyren. „Klifraðu upp á klettinn og færðu khaninum skál- ina. Þér veitist ekki erfitt að finna hana því að af henni stafar miklum ljóma. En verið getur, að skálin standi á ókleifum kletti. Ef svo er, skaltu bíða eftir því, að fjallageitur birtist á tindinum. Reyndu að HÖGNI HREKKVÍSI i------------1 Við hvað áttu iæknir — að þú finnir ekki tanngarð- ana. koma styggð að þeim. Þá hlaupa þær um brúnina, svo skálin veltur niður. En þú verður að vera fljótur til að grípa hana áður en hún hverfur í djúpið". Zyren réðst þegar til uppgöngu á klettinn. En það var vissulega enginn hægðarleikur. Hann vó sig upp brattann, náði handfestu við og við á runnum og snösum reif andlit sitt og hendur á hvössum brúnum svo blæddi úr. Þegar hann var næstum kominn alla leið, kom hann auga á skálina fögru, þar sem hún glóði uppi á snarbröttum klettatindinum. Zyren varð ljóst, að þangað kæmist hann aldrei. Hann bjóst því til að bíða eftir fjallageitunum eins og faðir hans hafði sagt fyrir. Ekki þurfti hann að bfða lengi. Nokkrar geitur birtust brátt á tindinum. Þarna stóðu þær allsendis óhræddar og horfðu fram af brúninni. Zyren rak upp ógurlegt öskur. Þá varð geitunum hverft við og fóru að stökkva til og frá og ýttu um leið skálinni fram af. Hérna kemur svo teikniþraut, ein af þessum, sem teikna á milli númera. — Þetta er létt mynd, höldum við, og þú byrjar auðvitað á að teikna strik frá númer 1 til númer tvö og síðan koll af kolli. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld „Þú hefir ekki skriftað langalengi," sagði hann fast og dimmt. „Ertu viss um það?“ sagði Anna og hló við. „Þú hefir ekki skriftað, — ekki fyrir mér, sem er hinn eini sanni þjónn guðs. Sú fyrirgefning syndanna, sem þú kannt að hafa fengið hjá villutrúarmönnum, er einskis virði.“ „Svo? Heldurðu það?“ Anna hló enn; en svipur hennar var þó nokkuð farinn að harðna. „Hvað er það, sem liggur á borðinu hjá þér?“ Munkurinn benti á samanvafinn skinnstranga. Þvengir voru dregnir í gegnum hann, og héngu á þeim nokkur vax- innsigli. „Það er jarðakaupabréf,“ mælti Anna. „Ha-ha! Þú kaupir jarðir og safnar að þér auði. En þú kaupir ekki sálu þína frá hreinsunareldinum með jarðakaup- um. Hvað varstu að sauma, þegar ég kom inn?“ „Má ég ekki sauma hvað sem ég vil?“ mælti Anna, og ertnin skein út úr henni. „Þú fleygðir því upp í rúm, þegar ég kom. Ég átti ekki að fá að sjá það. — Skriftaðu fyrir mér!“ Anna stóð á fætur. Það var gáski og glettni í svip hennar, en þó höfðingleg alvara og mikillæti á bak við. „Finnst þér nokkur þörf á, að ég skrifti?" mælti hún. Hún lét kápuna falla frá sér að framan, og skýldi henni þá ekkert nema kyrtillinn. Beltið náði ekki nándar nærri utan um hana. „Omnes santci monachi et eremitae/“*) sagði munkurinn og krossaði sig. Anna stóð kyrr og hafði skemmtun af því ofboði, sem kom á munkinn. „Sparaðu latinuna,“ mælti hún hlæjandi. „Segðu heldur eitthvað, sem ég skil.“ Munkurinn stóð lengi orðlaus. Loks stundi hann upp: „Einnig þú ert fallin! — Einnig þú hefir brugðizt mér.“ „Svo-o?“ Munkurinn brýndi röddina. „Hver er það, sem þú hefir leitt til syndar? — Hver er það, sem fallið hefir með þér?“ „Maðurinn minn!“ mælti Anna með mestu hógværð. 1) Allir heilagir munkar og einbúar. „Maðurinn minn, sem ég hefi valið mér sjálf. Rúmið þama er rúmið hans.“ Munkurinn stóð steinhissa. Aðra eins óskammfeilni hafði hann aldrei vitað. En Anna hélt áfram: „Hvernig við erum gift, — ja, um það ætla ég að kljást við vandamenn mína á sínum tíma. Það kemur ekki þér — Ég sé, að við ætlum að taka sprautuna okkar með brosi í dag... — Hugsaðu þér bara: enginn bifreiðaskattur, engar tryggingar, ekk- ert skoðunarvottorð, ekkert bensín og ekkert ökuskírteini... — Stofan er kannski ekki svo stór, en bíðið bara þangað til þið sjáið svefnherbergið uppi og hobbíherbergið niðri... — Forstjórinn sagði, að næst þegar ég kæmi of seint yrði ég rekinn — Viltu hafa mig svona, eða viltu hafa myndina barnalegri, t.d. þar sem ég sit í grasinu og týni blóm???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.