Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975 13 Hermenn á leikvelli Miðbæjarskólans með skotfærakassa á vagni. (Ljósm. S.E. Vignir). Brezkur hermaður á íslenzkum reiðskjóta. (Mynd úr Imperial War Museum). Herdeild ágöngu upp Suðurgötu. (Ljósm. Sv. Hjaltesleð). Tjaldbúðirnar á lóðinni þar sem nú er Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Grátur og gnístran tanna Theodore White, sem hefur skrifað metsölu- bækur um bandarísku forsetana i hálfan annan áratug, segir frá næsta furðulegum senum", sem áttu sér stað í Hvita húsinu kvöldið sem Nixon sagði af sér og stefndi af því tilefni til sin og kvaddi með tárin i augun- um þá 46 meðlimi fulltrúa- og öldunga- deildarinnar, sem að hans dómi höfðu sýnt honum mesta hollustu. Öldungadeildar- maðurinn Barry Goldwater komst i svo mikla geðshræringu að hann féll að lokum utan um hálsinn á hinum fallna forseta. Hohn Tower, sem líka er i öldungadeildinni, grét eins og barn. Og Joe Waggoner, fulltrúadeildar- maður frá Louisiana, var orðinn svo miður sin undir lokin að hann lét hnefana ganga á veggnum i herberginu þar sem kveðjustundin fór fram. White lýsir þessum atburðum i nýjustu bók sinni, sem fjallar um aðdragandann að falli Nixons og siðustu daga hans i forsetastóli Milljón var minna en ekkert Þeir sem hafa áhyggjur af dýrtíðinni hér uppi á íslandi. ættu að verða sér úti um bók Williams Guttmann og Patriciu Meehan um óðaverðbólguna i Þýskalandi á árunum 1922—23. Guttmann, sem upplifði þetta sjálfur, segir meðal annars frá þvi, að þegar hann hafi látið það eftir sér að fá sér boila af kaffi, þá hafi prisinn næstum tvöfaldast — á meðan hann var að drekka sopann. Hann keypti sér eitt sinn ný föt fyrir átta milljónir marka og þegar hann kom aftur i verslunina, til þess að sækja þær tvær milljónir marka sem hann hafði átt að fá til baka. þá voru þær þegar orðnar einskis virði. I nóvemberlok '23 kostaði eitt egg í þýskalandi áttatiu þúsundir milljóna marka. Og í bækur Þjóðbankans er skráð, að kostnaður af prentun peningaseðla fyrir þetta sama ár hafi numið 32.776.899.763.490.41 7 mörkum og fimm pfenningum". Himnaríki og helvíti „Stundum þjást börnin svo mikið þegar menn eru að reyna að treina i þeim liftóruna, að það er meiri gustuk að láta það ógert og hiú eins vel að þeim og mögulegt er og leyfa þeim síðan að deyja sem skjótast." Þetta eru orð hollensku hjálpræðisherskonunnar Evu den Hartog, sem hefur að undanförnu verið á ferðalagi i Evrópu til | fS þess að reyna að lýsa þvi fyrir mönnum i alls- nægtalöndunum, hvernig hungrið leikur þá allslausu. Eva den Hartog hefur undanfarin sautján ár stundað líknarstörf sín þar sem neyðin hefur verið hvað mest: Congo, Calcutta. Vietnam og Bangladesh. Hún sagði í viðtali við breskan blaðamann I siðastliðinni viku: „Að koma frá Bangladesh til Englands er eins og að koma frá helviti til himnaríkis. Ég sé kát og hraustleg börn. Ég sé líka fólkið hérna fteygja mat. sem fólkið þar austurfrá mundi telja sannkallaðar veislukrásir. Ég hef þá trú að riku löndin ráði yfir nægum matarbirgðum til þess að metta menn um gervallan heim." (Gírónúmer Hjálp- arstofnunar kirkjunnar er: 20002.). Að svamla í peningum Borgarbúar í Liverpool uppgötvuðu sér til skelfingar nú fyrir skemmstu að borgarsjóðurinn þeirra hafði lagt út í sem samsvarar liðlega fimm milljónum króna á ári til þess að halda einum samborgara þeirra — og Kínverja i þokkabót — sæmilega snyrtilegum. Fjórir til fimm menn störfuðu að staðaldri við baðhúsið, sem Kinverjinn notaði, en sá var bara gallinn á, að hann var orðinn eini viðskiptavinurinn. Hálf sneypulegir borgarfulltrúar reiknuðu seinna út, að það hefði kostað borgina rúmar hundrað þúsundir i hvert skipti sem sá kinverski skolaði af sér! Dgrustu flugmenn í heimi? Það á ekki af Concordinum ganga. Nú er það nýjast i hrak farasögu þessa flugvélarbákns, að flugmennirnir, sem eiga að stjórn því, hafa gert kröfu til þess að fá tæpar 200.000 krónur fyrir sinn snúð — á viku! Flugmenn hjá British Airways neita meira a segja að hefja þjálfun sína á vél inni fyrr en gengið hefur verið a SSiBSSSg&p kaupkröfunni. Ef þeir hafa sitt fram, tvöfaldast laun þeirra þarmeð. Og eins og til þess að kóróna vitleysuna: Þeir verða þá komni með góðum fjórum milljónum meiri árstekjur en sjálfur stjórnarformaðu British Airways Sitt lítið af hverju Samkvæmt fregnum frá Eistlandi hefur leynilögreglan (KGB) gerst svo umsvifamikil á þeim slóðum upp á siðkastið, að hún hefur orðið að senda efti. liðsauka til Lettlands. Ofsóknirnar beinast gegn fólki, se.m grunað er um að vilja Eistland frjálst. Ef það er þunglyndi, sem amar að, þá eiga læknar framvegis að eiga tiltölulega auðvelt með að komast að því. Svo hermir rit um heilbrigðismál I Köln, sem segir frá nýrri aðferð til þess að finna þunglyndissjúka — með rannsóknum á blóðsýni þeirra.... Búða þjófar I London eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Dómstólarn ir virðast búnir að skera upp herör gegn þeim og taka sifellt harðar afbrotum þeirra. Þannig voru grisk mæðgin sem stálu varningi fyrir liðlega 26.000 krónur nú fyrir skemmstu dæmd til að greiða yfir 700.000 krónur í sekt ... Pompidou sagði: „Paris er ekkert safn," og hleypti háhýsa- og hraðbrautamönnum á frönsku höfuðborgina með býsna umdeildum afleið- ingum. En nú virðist d'Estaing eftirmaðut hans ætla að kúvenda i hina áttina. „Græna byltingin" er kjörorð dagsins og bíllinn og steinsteypan eru á hröðu undanhaldi fyrir opnu svæðunum ...... íbúum Vestur Þýska- lands fækkaði um 110.000 (0,2%) á siðast- liðnu ári miðað við '73. Þetta er i fyrsta skipti sem fólksfækkun verður á þessum slóðum siðan byrjað var að halda manntalsskýrslur þarna árið 1816.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.