Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975 39 Færeyingahús í Reykjavík Oft er talað um, að norrænt samstarf sé meira í orði en á borði, meira hugsjón en veruleiki. En hugsjónir eru til þess að verða veruleiki, án þess þó að glata sínum ljóma. Norrænu þjóðirnar standa flest- um þjóðum framar að mennt og andlegum þroska, þar sem rétt- læti, friður og gleði eru sett í öndvegi af heilum hug og nokkr- um fórnum. Samstarf og samhugur er ávöxt- ur slíks hugarfars. Og þar er ekki farið eftir höfðatölu einni, heldur manngildi og dáðum. Engar norr- ænu þjóðanna eru skyldari en Is- lendingar og Færeyingar, ekki einungis að uppruna, heldur að sögu, umhverfi, mótun. Synir hafsins yrði sagt með fyllsta rétti um tvo einstaklinga þessara eylanda i Norður- Atlantshafi. Engir ættu því að skilja hvor annan betur, unna hvor öðrum meira, hjálpa hvor öðrum fúsleg- ar, láta fremur eitt yfir báða gana en þessir tviburar vaxnir upp úr djúpinu. Og þeir eiga sameiginlegt mark- mið, raunar á margvíslegan hátt, en eitt sem er bæði heilagt og hversdagslegt i senn: Það hefur verið nefnt Sjómannaheimili Færeyinga i Reykjavík Og það hefur verió sýnilegt sem svolitið fallegt hús við strandgötu borgar- innar. En nú á það að verða stórt og fallegt „heimili“ þeim sem að heiman eru á hafinu hér norður frá. Það er ekki vansalaust, að Reykjavík, með allan sinn stór- borgarblæ á ekkert sjómanna- heimili í venjulegri merkingu þess orðs, þótt nokkrir fórnfúsir einstaklingar sjái þörfina og reyni að úr að bæta. Hér er þvi sameiginlegt verk- efni Færeyinga og Reykvikinga að ekki sé sagt allra Islendinga. Nauðsynleg menningarstofnun. Og þetta hús ætti einnig að verða táknræn menningarstofnun fyrir samstarf þessara bræðraþjóða — tviburanna í Atlantshafi, sem eru i senn svo smáir — en samt svo stórir að hafa vaxið í sambýli við hafið, en ekki látið kúgast af þvi. Norræna húsið I Reykjavik er nú þegar stofnun, sem allar norr- ænu þjóðirnar eru stoltar af. Eignumst nú annað hliðstætt á öðrum vettvangi, ennþá nær starfsgrundvelli og hversdegi þessara tveggja þjóða- hafinu-smærra í sniðum en stór samt — þar sem bræðralagshug- sjón kristins dóms yrði sólskin innan dyra. Enn skal nú á þessu ári átak hafið til eflingar þessari hugsjón Færeyinga — og Islendinga: Bygging Færeyingahúss i Reykja- vik. Það ætti ekki að vera neinum íslendingi óviðkomandi. Samtaka bræður að settu marki. Reykjavik Sumardaginn fyrsta 1975 Arelíus Níelsson. — 8 leikir á dag Framhald af bls. 47 G-riðill — Austurland: Einherji, Vopnafirði; Austri, Eskifirði; Valur, Reyðarfirði og Höttur, Egilsstöðum. BIKARKEPPNIN Bikarkeppnin verður með svipuðu sniði í ár og var í fyrra og á úrslitaleikur hennar að fara fram á Laugardalsvellinum laugardaginn 13. september. Alls hafa 41 lið tilkynnt þátttöku i keppninni. Þá fer fram bikar- keppni 1. flokks með þátttöku átta liða og bikarkeppni 2. flokks sem 11 lið hafa boðað þátttöku sína i. Hlutavelta Glæsileg hlutavelta verður haldin að Hallveigar- stíg 1, Iðnaðarmannafélagshúsinu sunnudag- inn 1 1. maí kl. 2 e.h. 50 kr. miðinn. Engin núll — Engin núll Eyfirðir/gafélagið í Reykjavík. Frá Þroskaþjálfaskóla Islands Umsóknarfrestur um skólavist næsta haust er til 1 0. júní n.k. Þeir, sem þegar hafa skilað umsóknum eru beðnir að staðfesta þær fyrir þann tíma (Skólinn er ekki heimavistarskóli.) Kópavogshælið, 9. maí 1975. Skólastjóri. Spariklæðnaður áskilinn. Skuggar leika fyrir dansi til ki. 1. Borðapantanir frá kl. 15.00 í síma 19636 og28160 Kvöldverður framreiddur frá kl. 18.00 •// Suðupottur Óskum að kaupa stóran rafmagnssuðupott. Upplýsingar í síma 94-3266. IMámskeið í tréskurði . hefst 2. júní n.k. Innritun í síma 2391 1. Hannes Flosason. Góð bújörð óskast Óskaeftir að kaupa góða bújörð ásamt bústofni, ef mögulegt er. Æskilegur afhendingartími seint á næsta ári. Vinsamlegast sendið upplýs- ingar til Mbl. fyrir 1 1. júní merkt: „bújörð — 6891". Salirnir opnir í kvöld. Fjölbreyttur matseðill Fjölbreytt músik. HOTEL BORG Danshljómsveit Árna ísleifs. leikur til kl. 1. ymingar Sjálfþræddar myndavélar | M með tösku og 10 filmum kr. 4.000.00, Útrunnar filmur af öllum ! gerðum á hálfvirði. j til að skoða skuggamyndir kr. 250.00 Segulbandsspólur frá kr. 200.00 Tæki til að skoða kvikmyndir kr. 1.800.00 £ Leifturljósatæki kr. 600.00 Myndhlöður til C að geyma slides myndir kr. 100.00 lL | og siðast en ekki sízt: EæT r Kvikmyndasýningavélar fyrir super 8 og standard 8, sjálfþræddar Qmeð lágspenntum lampa kr.18.000.00^ á Margir fleiri hlutir V/U verða á rýmingarsölunni^/^9w Verið velkomin. Vegna skilnaöar # víö Týjí í ■ n Austurstrætí 20 þurfum við ,á auknu húsnæði að hpíla 1 Við höldum þ\J^^ JL rýmingarsölu Vl í dag og næstu daga W á eftirtöldum vörum: JYLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.