Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER 1975 3 í?" jPP Yfirlýsing frá stjórn Rithöfunda- r sambands Islands VEGNA ummæla sem höfö eru eftir Kristni Reyr og Jóhannesi Helga í Morgunblaðinu og Tfm- anum í dag, þess efnis að stjórn Rithöfundasambands Islands hafi einróma skorað á menntamálaráð- herra, að hann „láti úthlutun fjár- ins til viðbótarritlauna f ár ná aftur til ársins 1970, þannig að unnt sé að bæta fyrir misferli nefndarinnar í fyrri úthlutun“, vill stjórn Rithöfundasambands Islands taka fram eftirfarandi: 1) Vegna framkominnar tillögu ákvað stjórnin á fundi sfnum 6. okt. 1975 einungis að „athuga við ráðuneytið, hvort unnt mundi að breyta reglum úm viðbötarrit- laun, sem staðfestar voru í ráðu- neytinu 22. sept. 1975“, eins og segir i fundargerð, og var það gert. Stjórnin lagði engan dóm á störf úthlutunarnefndar. 2) Tveir nefndarmenn í úthlut- unarnefnd viðbótarritlauna gáfu ekki kost á því að starfa áfram f nefndinni. Annar þeirra, Þor- leifur Hauksson, var tilnefndur af kennurum í bókmenntum við Háskóla tslands. Reykjavík, 29. okt. 1975. Stjórn Rithöfundasambands Islands Tugmilljóna tjón í bruna í Reykjavík: Litlu munaði að stórslys yrði þegar þakið féll á rústirnar EKKI munaði nema hársbreidd að slys yrði I brunarústum teppa- verzlunarinnar Persfu hf. við Skeifuna I gærmorgun, þegar, hluti af þaki verzlunarhússins féll. Aðalvarðstjóri hjá slökkvi- liðinu hafði staðið þar sem þakið féll, aðeins nokkrum sekúndum áður en það gerðist og fjöldi manns var auk þess f húsinu. Eft- ir þetta var öllum bannað að vera á ferli f rústunum og hefur t.d. ekki ennþá reynst unnt að kanna rústirnar til að leita þar upptaka þessa mikla elds er orsakaði tjón sem nemur túgum milljóna króna hjá tveimur fyrirtækjum, Persfu hf. og Stillingu hf. Það var um klukkan 1.35 f fyrri- nótt að fyrst varð vart við eldinn f Persíu, sem er til húsa að Skeif- unni 11. Stúlkur, sem vinna hjá Brauð hf. þarna rétt hjá heyrðu mikla sprengingu og héldu í fyrstu að bíll hefði ekið af miklu afli á húsið. Þær kfktu út og sáu þá eldtungurnar standa út úr gluggum Persíu og gerðu strax viðvart. Slökkviliðið kom á stað- inn með allt sitt lið og allan sinn útbúnað og hóf slökkvistörf af fullum krafti. Eldurinn varð strax mjög magnaður, en slökkviliðinu tókst að mestu að ráða niðurlög- um hans á tveimur tfmum. Fyrir- tækin Persía og Stilling eru í sama húsinu og veggur á milli. Komst eldurinn í gegnum hann og yfir í Stillingu. Þar inni var verð- mætur lager sem brann allur og auk þess voru þar þrjár bifreiðir sem allar náðust úr eldinum, en skemmdust eitthvað. I Persíu brann allt sem brunnið gat, en þar var mikill teppalager, auk þess sem húsið sjálft má telja ónýtt. Að sögn forráðamanna fyr- irtækjanna tveggja er erfitt að meta tjón þeirra að svo stöddu, en Ijóst að það skipti tugum milljóna. Bæði fyrirtækin voru með vá- tryggingar. Þetta er næst mesti eldsvoði f Reykjavík á árinu, að- eins bruninn í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli i janúar s.l. var stærri. Sambyggð húsinu sem brann eru tvö samskoriar hús, en þau tókst bæði að verja, en í þeim báðum voru geysimikil verðmæti. Það var svo á tiunda tímanum í gærmorgun að þakið féll að hluta um miðbik hússins og var mesta mildi að ekki skyldi verða slys. Aðalvarðstjórinn stóð einmitt á þeim stað þar sem þakið hrundi, en var nýgenginn þaðan. Hafði hann gengið til Rúnars Bjarna- sonar slökkviliðsstjóra, en hann stóð f dyragættinni. Þá var fjöldi manns annars staðar í húsinu, og einhverjir stóðu á þeim stað þar sem þakið kom niður aðeins stuttri stund áður. Morgunblaðið hafði í gær samband við Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóra og innti hann eftir þessu atviki. Rún- ar sagði: „Þetta er einmitt það sem talið er það versta við svona strengjasteypubyggingar. Þegar BlL BJARGAÐ — Þremur bflum gömlum Benz. upp kemur magnaður eldur í svona húsum getur þetta bæði gerst á meðan slökkvistarf fer fram og eins á eftir. Það sem gerist er að þensla verður f steyp- unni, járnið í steypunni missir spennuna og steypubitarnir missa styrkleika sinn. Þessi þensla get- ur orðið til þess að steypubitarnir ýti frá sér stoðunum og þá annað hvort ryðji þeim um koll strax eða þá að bitarnir dragast saman og detta við kólnunina. Við höfum haft þannig fregnir af svona brunun er- lendis frá að okkur hefur þótt full ástæða til að vera á varð- bergi. Þar hafa orðið stórslys og jafnvel banaslys í svona brun- Um. Og ég verð að viðurkenna, “ sagði slökkviliðsstjóri „að í þessu tilfelli höfum við kannski farið heldur óvarlega og hefðum átt að vera búnir að loka þessu fyrr.“ Ljosmynd Sv. Þorm. var bjargað úr Stillingu hf. Hér er verið að ýta einum þeirra út, BRUNINN—Eldhafið var geysilegt eins og sjá má. Mvndataka hafnar AUÐVELT - ÞÆGILEGT. Látiö filmuna í pokann og stingið honum í næsta póstkassa. Við fullvinnum myndirnar á SILKI- pappír og endursendum ásamt nýrri litfilmu beint á heimili yðar. FÆST í NÆSTU BÚÐ. Æ mvndiðjan Æ ASTÞORf Pantanasími 82733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.