Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER 1975 7 Of seint — og skammt Það sjónarmið kom fram I sjónvarpsþætti i fyrrakvöld, þar sem fjallað var um ógnvekjandi efna- hagsvanda þjóðarinnar, að tekizt hefði að halda verðbólguvexti innan þolanlegs ramma á áratugnum 1960—1970, þ.e. um og aðeins yfir 10% að meðaltali. Gripið hefði verið til róttækra og afgerandi áhrifa i verðfalli útflutningsafurða okkar siðla á þeim áratug, sem að visu hefðu leitt til skammtima atvinnuleysis, en hinsvegar nægt til að leysa aðsteðjandi efna- hagshnút á tiltölulega skömmum tima. Efnahagskreppan. sem reið yfir þjóðina um og upp úr 1973 hafi i raun verið djúpstæðari og erfiðari viðfangs. Þá hafi það sjónarmið hinsvegar rikt, að ganga aldrei það langt i mótaðgerðum, að leitt gæti til atvinnuleysis. Nauðsynlegar aðgerðir hefðu að auki komið of seint og náð of skammt, þann veg, að þær hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Þá hafi það einnig á skort, að þinglið stjórnmálaflokka fylgdi forystumönnum þeirra nægilega einarðlega eftir i nauðsynlegum aðhaldsað- gerðum, sem og að fjöl- miðlar gegndu þvi hlut- verki að upplýsa almenn- ing um nauðsyn og tilgang oft sársaukafullra efnahagsaðgerða Slik upplýsingamiðlun væri hinsvegar forsenda þess almannatrausts, sem réði úrslitum um. hvort slikar efnahagsaðgerðir bæru tilætlaðan árangur eða ekki. Gagnrýni á stjórnmálamenn Viðmælendur I þessum þætti töldu stjórnmála- menn (þingmenn) fremur hlusta eftir stað- og stétt- arbundnum kröfum hags- munahópa en að axla ábyrgð einarðrar forystu og leiðbeinandi stefnu- mörkunar. Ákefð þeirra i að dansa eftir hljómfatli kröfugerðarhópanna, I von um kjörfylgi, hefði hinsvegar valdið því, að þeir hefðu glatað al- mannatrausti og þeim trúnaði, sem rikja þyrfti milli þingmanna og þjóð- ar. Það virtist niðurstaða þessara manna. að ekkert lýðræðisþjóðfélag þyldi til lengdar þá óðaverð- bólgu, um og yfir 50%, sem hér hefði rikt i tvö ár. Innviðir þjóðfélagsins létu undan og upplausn segði til sin. Afleiðingarnar gætu orðið mjög alvarleg- ar, allra tjón en engra hagur. Almannasamtök, sem væru við eðlilegar kringumstæður hluti lýð- ræðisskipulagsins. og styrkur þess, ekki sizt á erfiðum timum, ef nauð- syniegur trúnaður og sam- heldni væri fyrir hendi, kynnu að snúast til fylgd- ar við öfgaöfl, með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Það, sem vant- aði í þáttinn Þáttur sem þessi erfyrir margra hluta sakir nauð- synlegur. Sérhæfðir aðilar fjalla á málefnalegan hátt um aðsteðjandi vanda og miðla upplýsingum, sem eykur skilning atmenn- ings á eðti hans og til- gangi aðhaldsaðgerða. Rétt er þvl að þakka bæði stjórnanda og þátttakend- um fróðleiksrika viðleitni. Það, sem skorti á þátt- inn, með hliðsjón af rikj- andi aðstæðum og þeim aðhaldsaðgerðum, sem i framlögðu fjárlagafrum- varpi felast, var að koma þeim atriðum nægilega til skita, sem einkum eru i brennidepli Itðandi stund- ar. Þeir fjórir sérhæfðu menn, sem fram komu i þættinum, mættu oftar glugga á sjónvarpsskjá. Og i framhaldi af þessum þætti mætti gjarnan leiða fram menn eins og Jó- hannes Nordal. seðla- bankastjóra, Jón Sigurðs- son, forstöðumann Þjóð- hagsstofnunar, að ógleymdum talsmönnum núverandi rikisstjómar og aðila vinnumarkaðarins. Mergurinn málsins er. að nú virðist stefnt að raun hæfum aðhaldsaðgerð- um, sem miða að þvl fyrst og fremst að skapa nauð- synlegt jafnvægi i þjóðar- búskapnum og að ná tök- um á verðbólguvandan- um. Þessar aðhaldsað- gerðir og tilgang þeirra þarf frekar að kynna, bæði með viðræðu fjöl- miðla við sérfræðinga og stjórnmálamenn. Hrein- skilni, einlægni og ákveðni, en fyrst og fremst umbúðalaus sann- leikurinn, er lykillinn að trúnaði og trausti al- mennings. Dómgreind hins óbreytta alþýðu- manns og þjóðarheildar- innar er óbrengluð. Það, sem á skortir, kann að vera viðtækari upplýs- ingamiðlun. Fólk hefur fyrir löngu séð i gegnum leikbrögð og sýndar- mennsku gagnslitilla framapotara á þjóðmála- sviði. En gallinn er þvi miður sá, að þeir eru I of rikum mæli taldir dæmi- gert sýnishorn af stjórn- málamönnum I heild. En sem betur fer eigum við enn allnokkra stjórnmála- menn, sem eru trausts og trúnaðar verðir. Liberzon tekur forystuna, en Ribli stendur bezt að vígi Sjötta umferð svæðismótsins í skák bauð uppá mikla spennu og harða baráttu. Að þessu sinni tefldu engir stórmeistarar saman, og voru áhorfendur því lausir við hin hvimleiðu stór- meistarajafntefli. Parma gat þó ekki á sér setið að semja um jafntefli, hann hafði hvítt gegn Ostermayer, sem beitti Sikileyj- arvörn, og sömdu þeir eftir 28 leiki. Þá hafði Parma rýmri stöðu, og mun betri tíma. Svo virðist, sem júgóslavneski stór- meistarinn hafi lítinn áhuga á þvi að komast I millisvæðamót. Friðrik Ólafsson hafði svart gegn Poutiainen og tefldi sína beztu skák í mótinu til þessa. Fer hún hér á eftir. Hvftt: Poutiainen Svart: Friðrik Ólafsson Enskur leikur 1. Rf3 — Rf6, 2. g3 — g6, 3. Bg2 — Bg7, 4. c4 — d5, 5. cxd5 — Rxd5, 6. 0-0 — e5, 7. Rc3 — Re7, (Óvenjulegur leikur, en þó ekki með öllu óþekktur. Hug- myndin er að ná tangarhaldi á d4 reitnum með Rbc6 og Rf5. Algengast er hér 7. — Rb6). 8. d3 — h6, 9. Bd2 — Rbc6, 10. Dcl (?) (Hvítur vill reyna að hindra hrókun svarts. Þetta tekst ekki, en þessi leikur á eftir að reyn- ast leiktap, þar sem hvita drottningin stendur illa á cl. Betra var 10. Hbl). 10. — Be6, 11. b4 — a6, 12. a3 — g5, 13. Hbl — Dd7, 14. Hel — Hc8, 15. a4 — Rd4, (Nú hefur svartur náð frum- kvæðinu. Hann hefurtraust tök á miðborðinu og góð sóknarfæri á kóngsvæng. Sókn hvíta á drottningarvæng er hvorki fugl né fiskur). 16. Ddl (Þar kemur megingallinn við 10. leik hvíts í Ijós. Hann verð- Sur nú að hindra Rb3). 16. — 0-0, 17. b5 — axb5, 18. I axb5 — b6! (Stingur endanlega upp í I hvitu sóknina). eftir JÓN Þ. ÞÓR B 19. Be3 — f5, 20. Rd2 — f4, 21. Bxd4 — exd4, 22. Rce4 — Rd5, (Hvítur er gjörsamlega yfir- spilaður, hann getur ekkert að- hafzt). 23. Dc2 — Df7, 24. Hfl — Kh8, 25. Rc4 — Rc3!, 26. Rxc3 — dxc3, 27. Hb4 — Hcd8, 28. Dbl — Bd4! (Nú neyðist hvítur til að veikja stöðu sina enn meira). 30. e3 — Bg7, 31. exf4 — gxf4, 32. Be4 — Bh3, 33. Bg2 — Bxg2, 34. Kxg2 — Df5, 35. Ra3 — f3+, 36. Khl og hér fór hvítur yfir tfmamörkin, en staða hans er vonlaus. Liberzon beitti kóngsind- verskri vörn gegn Laine og náði fljótlega að jafna taflið. Um tima hélt Laine vel í horfinu en síðan urðu honum á mistök, sem stórmeistarinn var ekki seinn að notfæra sér. Van den Broeck beitti ein- hverskonar katalónskri eða Réti uppbyggingu gegn Timm- an og var skákin lengi vel i jafnvægi. 1 timahrakinu lék van den Broeck af sér skipta- mun og peði og varð að gefast upp. Björn Þorsteinsson hafði hvítt gegn Murray, sem beitti Aljekínsvörn. Irinn fórnaði skiptamun fyrir tvö peð, en þegar Björn vann annað peðið aftur virtist hann eiga sigur vísan. Murray fórnaði þá tveim- ur riddurum og tryggði sér þrá- skák. Hvftt: Björn Þorsteinsson Svart: J. Murray Aljekfnsvörn 1. e4 — Rf6, 2. e5 — Rd5, 3. c4 — Rb6, 4. d4 — d6, 5. f4 — dxe5, 6. fxe5 — Bf5, 7. Rc3 — e6, 8. Rf3 — Rc6, 9. Be3 — Bg4, 10. Be2 — Dd7, 11. Dd2 — 0-0-0, 12. 0-0-0 — Be7, 13. Rg5 — Bxe2, 14. Dxe2 — Bxg5, 15. Bxg5 — Rxd4, 16. De4 — Rxc4, 17. Bxd8 — Hxd8, 18. Hhel — c5, 19. b3 — Rb6, 20. Dxh7 — c4, 21. De4 — Dc7, 22. Kbl — Dc5, 23. Re2 — Ra4+, 24. bxa4 — Db4+, 25. Kal — Rb3+, 26. axb3 — Da3+, 27. Kbl — Dxb3+, 28. Kcl — Da3+ jafn- tefli. Ribli hafði hvítt gegn Zwaig og var tefld katalónsk byrjun. Ribli fékk rýmra tafl út úr byrj- uninni, vann peð og I biðstöð- unni hefur hann góðar vinn- ingslikur, þótt Zwaig geti senni- lega varizt lengi enn. Hamann hafði svart og tefldi Sikileyjarvörn gegn Hartston. Hinn síðarnefndi fórnaði snemma skiptamun fyr- ir peð og álitlega kóngssóknar- möguleika. Daninn varðist af öryggi og þegar skákin fór í bið hafði hann óneitanlega vinn- ingslíkur, þótt vinningurinn sé varla einfaldur. Staðan að loknum sex um- ferðum er þessi: 1. Liberzon 4,5 v. (6), 2. Zwaig 4 og bið (6), 3.—4. Friðrik og Timman 4 (6), 5. Ribli 3,5 og bið (5), 6. Ham- ann 3,5 og bið (6), 7. Parma 3 og bið (6), 8. Jansa 2,5 v, (5), 9. Hartston 2 v. og bið (5), 10. Poutiainen 2 (5), 11. Ostermay- er 2 v. (5), 12. Laine 1,5 v. (6), 13. Murray 1 v. og bið (5), 14. Björn 1 v. (6), 15. van den Broeck 0,5 v. (6). Við myndum alla fjölskylduna — Pantiö strax ■ Laugavegi 13 sími 17707. Toyota Til sölu eftirtaldar bifreiðar. Toyota Corolla 1971 Toyota Corolla 1 974 Toyota Corona Mark II 1 973 Toyota Crown 1974 Toyota-umboðið Nýbýlavegi 10, Kópavogi, sími 44144. Barnasokkabuxur Heildsölubirgðir Stperðir: 0 til 1 2 2 til 4 5 til 6 7'til 8 7. Litir: Hvítt Gult Rautt Blátt (Navy) Beis (Drapp) Brunt Bleikt Klemens Guðmundsson Guðmundsson Bankast. 14 S. 10485, 20695 Sundaborg S. 85955 & 38542 IHI i n n margumtalaði og vinsæli ■ ■ ■ a vekur athygli á Þaö koma ávallt nýjar vörur í hverrí viku á markaðinn Ótrúlegt vöruúrval á frábærlega veröi Látiö ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaðurinn stendur aöeins stuttan tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.