Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER 1975 Fjérlagaræöa Matthiasar Á. Mathiegen, fjérméSaréðherra — Setnnl hluti: Hér fer i eftir síðari hluti fjárlaga- raeðu Matthíasar Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, sem flutt var á Alþingi I fyrradag: Við þriðju umræðu fjárlaga i fyrra var gerð grein fyrir þvi, hver væru helstu verkefni við endurskoðun á tekjuöflunarkerfi rlkisins ( sam- ræmi við það, sem þá var sagt var verkefnunum skipt I fimm meginþætti, er embættismenn og sérfræði'ngar skyldu vinna að, en sérstakri þing- mannanefnd var ætlað að fylgjast með þeim störfum, ecns og áður hafði tlðkast Mun stuttlega gerð grein fyrír störfum þess- um, breytingum sem orðið hafa svo og áformum og væntanlegri tillögugerð á þessu þingi Staögreiösla skatta 1 Á s.l vori skilaði rikisskattstjóri greinargerð og tillögum um, með hvaða hætti og á hvaða grundvelli staðgreiðslu opinberra gjalda yrði komið á Ríkisskattstjóri leggur til I greinargerð sinni. að tekin verði upp staðgreiðsla opinberra gjalda, bæði launþega og atvinnurekenda, einstaklinga og félaga Tillögur um staðgreiðslu skatta laun- þega byggjast á svipuðum reglum og gilda I Vestur-Þýzkalandi og Bandarfkjunum Stað- greiðslan tæki til tekjuskatts, útsvars, kirkju- garðs- og sóknargjalda, auk skyldusparnaðar og orlofsfjárgreiðslu að frádregnum barnabótum og ef til vill öðrum tryggingabótum Útsvör tekju- lágra launþega, sem nýtt geta persónuafslátt til greiðslu útsvars, yrðu jöfnuð án milligreiðslu og þeir sem ættu rétt til endurgreiðslu barnabóta fengju þær endurgreiddar með launum stnum frá vinnuveitanda Staðgreiðsla atvinnurekenda á öllum tegundum tekjuskatta byggðist hins vegar á fyrirframgerðri áætlun um tekjur þeirra, en staðgreiðsla atvinnurekendagjalda byggðist á stofnum gjaldanna eftir því sem þeir mynduðust á rekstrarárinu Staðgreiðslan yrði bráðabirgða- greiðsla á skattárinu Að loknu skattári færi álagning fram skv framtölum Stefnt verði í upphafi að einföldun skattalaganna á þann veg, að skattframtal launþega verði mjög einfalt I sniðum og framtiðarstefnan verði sú, að unnt verði að afnema með öllu framtalsskyldu laun- þega Tillögur rlkisskattstjóra voru afhentar þing- mönnum I lok slðasta þings Einnig sendi ráðu- neytið tillögur þessar til helstu samtaka laun- þega og atvinnurekenda, svo og nokkurra ann- arra aðila með ósk um ábendingar og álit á málinu Nokkrar umsagnir hafa þegar borist ráðuneytinu og sést af þeim, að menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti staðgreiðslufyrirkomulags Umsagnir fleiri aðila eru væntanlegar á næst- unm Stefnt er að þvi að taka ákvörðun um það fyrir árslok, hvort staðgreiðsla opinberra gjalda skuli upp tekin hér á landi að sinni Verði ákvörðun þessa efnis tekin yrði stefnt að fram- lagningu fumvarps á Alþingi vorið 1976 til kynningar, en til afgreiðslu fyrir árslok 1976 Gildistaka yrði þó ekki ráðgerð fyrr en frá 1 jan 1978. Árinu 1977 yrði varið til nauðsynlegs undirbúnings á framkvæmd og kynningu máls- ins meðal landsmanna allra. Virðisaukaskarttur 2. Þá hefur verið unnið að könnun á þvl, hvaða leiðir séu heppilegastar til að breyta núverandi formi almennra óbeinna skatta, eink- um söluskatts, þannig að I senn sé stuðlað að öryggi I innheimtu, einfaldri framkvæmd og sneytt verði hjá óæskilegri mismunun milli at- vinnugreina og skattaleg staða innlendra at- vinnuvega tryggð. Skilaði starfshópur ýtarlegri greinargerð um þetta efni en störf hans höfðu fyrst og fremst beinst að könnun virðisauka- skatts, er komið gæti i stað núverandi sölu- skatts í greinargerð þessari eru megineinkenni virð- isaukaskatts skýrð og helstu kostum óg göllum hans lýst I samanburði við önnur söluskattskerfi Þá er í skýrslunni fjallað um ýmsa þætti, er lúta að framkvæmd virðisaukaskatts hér á landi Ekki eru I greinargerðinni gerðar ákveðnar tillögur um upptöku virðisaukaskatts, enda var greinar- gerðinni ætlað að vera grundvöllur að skoðana- myndun og ákvarðanatöku. Skýrslu þessari var dreift til þingmanna fyrir þingslit I vor Jafnframt sendi fjármálaráðuneytið greinargerð þessa til á fjórða tugs samtaka og stofnana, þ á m helstu samtaka launþega og atvinnurekenda, bankanna og ýmissa rlkisstofnana Voru aðilar þessir beðn- ir að láta ráðuneytinu ! té athugasemdir og álit á málinu Hafa margir þessara aðila sýnt málinu mikinn áhuga og hafa fulltrúar fjármálaráðuneyt- isins setið fjölda funda með þeim, þar sem virðisaukaskatturinn hefur verið skýrður og rætt um ýmsa þætti hans og framkvæmd þeirra við íslenskar aðstæður Síðustu vikurnar hafa fyrstu umsagnir um virðisaukaskattinn borist ráðuneyt- inu og má búast við, að á næstunni láti flest þeirra samtaka og stofnana, er til var leitað, c Ijós álit sitt á málinu Að þv! búnu mun verða tekin afstaða til þess, hvort tímabært sé að taka upp virðisaukaskatt hér á landi En jafnvel þótt ákvörðun um upptöku virðisaukaskatts verði tekin á næstu mártuðum er ekki við þvl að búast, að virðisaukaskatturinn komi til framkvæmda fyrr en a m.k að tveim til þrem árum liðnum, þar eð kerfið krefst mikils undirbúnings Virðisaukaskattur hefur verið tekinn upp I flestum rlkjum Vestur-Evrópu. Efnahagsbanda- lagsrlkin hafa öll tekið upp virðisaukaskatt, en aðildarríkin hafa skuldbundið sig til að sam- ræma neysluskattakerfi sln I þeim tilgangi að jafna samkeppnisaðstöðuna á hinum stóra mark- aði Ýmis önnur rlki hafa einnig tekið upp þetta kerfi, svo sem Svlþjóð og Noregur Virðisauka- skatturinn er innheimtur á öllum viðskiptastig- um Hins vegar veldur hann ekki margsköttun vegna þeirrar grundvallarreglu kerfisins, að allur skattur, sem fyrirtæki greiða við kaup á aðföng- um, er dreginn frá innheimtum skatti þeirra af sölu. I þessu felst aðalemkenni virðisaukaskatts- ins, þ e. að skatturinn leggst aðeins einu sinni á sama verðmætið, hversu oft sem það gengur milli viðskiptastiga Hann verður þv! hlutlaus gagnvart hinu endanlega söluverði vöru og þjón- ustu og er það aðalkostur hans. Virðisaukaskatt- ur er ekki innheimtur af útflutningi og útflutn- ingsfyrirtæki bera ekki virðisaukaskatt af aðföng- um slnum eins og nú er um söluskatt Þetta ætti þvl að bæta samkeppnisaðstöðu útflutnings- greina Ef virðisaukaskattur yrði tekinn upp I stað söluskatts yrði skatturinn innheimtur hjá mun fleiri aðilum en söluskatturinn er nú Þetta hefur bæði kosti og galla I för með sér Kostirnir eru þeir, að áhætta rlkissjóðs af skattheimtunni dreifist á fleiri aðila en nú er, en hins vegar er það meginókostur virðisaukaskattkerfisins, að fjölmörg fyrirtæki, sem ekki innheimta söluskatt. yrðu að innheimta og gera skil á virðisauka- skatti Virðisaukaskatturinn hefur verið með ýmsu sniði i þeim löndum, er tekið hafa hann upp Hefur reynslan af honum og verið nokkuð mis- jöfn Þannig virðist vel hafa til tekist með skatt- ( þeirri tollskrárendurskoðun, sem hafist hefur verið handa um, munu sérstaklega koma til athugunar ýmis sérstök vandamál, sem ekki var tekin endanleg afstaða til við slðustu tollskrár- endurskoðun Þessi mál geta bæði haft mikla þýðingu fyrir tekjur rlkissjóðs svo og fyrir iðn- fyrirtæki I vissum greinum. Er hér einkum um að ræða tolla af ýmsum vélum og vélahlutum almenns eðlis, svo og tolla af hráefnum, einkum timbri, sem bæði eru notuð I byggingastarfsemi og I húsgagana- og innréttingasmíði, sem á við vaxandi samkeppni að etja Þá verður að taka afstöðu til tolla á vörum frá löndum utan EFTA og EBE og ákveða til fram- búðar sanngjarnan og eðlilegan tollmun á inn- flutningi frá þessum löndum miðað við fríversl- unartolla Á vegum GATT (General Agreement on Tariffs and Trade) fara nú fram alþjóðlegar viðræður m a um lækkun tolla, og má búast við að við íslendingar þurfum að laga tollalöggjöf okkar að væntanlegu samkomulagi Mun fjár- málaráðuneytið I samvinnu við viðskiptaráðu- neytið leitast við að fylgjast með þessum viðræð- um eftir þvl sem efni standa til. Við endurskoðun tollskrárinnar verður einnig unnið að mótun ákveðinnar stefnu um fjáröflunartolla almennt Er við þvl að búast, að tolltekjur ríkissjóðs fari verulega þverrandi á næstu árum, en þær munu nema um 1 8,5% af tekjum ríkissjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 1976. Skattar og tryggingar 4 Tillögur um hagkvæmar leiðir til að sam- eina tekjuskatt helstu bótum almannatrygginga voru forgangsverkefni við breytingar á tekjuöfl- unarkerfi rlkissjóðs I þessu sambandi var i fjárlögum ársins 1975 gert ráð fyrir um 700 Víðtækt samstarf tryggja kaupmátt launa — þrátt fyrir fyrirsjáanlega erfiðleika á næsta ári inn I Danmörku og mun framkvæmd hans þar i góðu lagi að flestra dómi í Noregi á hinn bóginn heyrast fleiri óánægjuraddir, einkum vegna þess að margir telja auðveldara að svikja undan virðisaukaskattinum en söluskatti á siðasta stigi vegna aukins fjölda gjaldenda I Noregi vinnur nú stjórnskipuð nefnd að greinargerð um reynslu af skattinum þar I landi og mun hún skila áliti slnu fyrir jól. Verður náið fylgst með niðurstöðum hennar af hálfu fjármálaráðuneytis- ins Ég vil leggja á það áherslu, að virðisaukaskatt- ur hefur bæði kosti og galla Þvl þarf vandlegrar Ihugunar við, hvort i stað þess að taka upp virðisaukaskatt sé mögulegt að ná einhverjum kostum hans með þvl að sniða verstu agnúana af núverandi söluskattskerfi. Hitt verður einnig að vera Ijóst, að þær undanþágur frá skattskyld- unni, sem nú eru I söluskattskerfinu, er nánast óhugsandi I virðisaukaskatti Þegar afstaða er tekin til þess, hvort taka eigi upp virðisauka- skatt I stað söluskatts þarf þvi m a að svara þeirri grundvallarspurningu, hvort vilji sé til þess að hverfa að mestu frá þeim undanþágum, sem nú gilda I söluskattinum. Tollalækkanir 3 Öflun tekna I rikissjóð með aðflutnings- gjöldum hefur verið til sérstakrar athugunar. Reiknað er með að frumvarp að nýjum lögum um tollskrá verði fullbúið næsta haust. Frá og með næstu áramótum kemur til fram- kvæmda síðari hluti tollalækkana á hráefnum til iðnaðar, en tollar á þeim munu I þeim áfanga falla alveg niður Jafnframt koma til fram- kvæmda samningsbundnar tollalækkanir vegna aðildar íslands að EFTA og frlverslunarsamningi íslands við Efnahagsbandalag Evrópu, Eru þá 4 ár eftir af 10 ára aðlögunartíma islensks sam- keppnisiðnaðar áður en tollar af erlendum sam- keppnisvörum verða að fullu afnumdir mkr lækkun tekjuskatts. Endanlegar tillögur til breytinga á tekjuskatti einstaklinga og tekjuút- svari voru siðan samþykktar I aprll s I. og var þá gert ráð fyrir mun meiri lækkun beinna skatta en I fjárlögum, eða alls um 1 400 mkr í þessu sambandi er rétt að nefna nokkur mikilvæg atriði frá skattabreytingum s I vor Samhliða hinni almennu tekjuskattslækkun var þess gætt, að mikilvægar frádráttarheimildir nýttust betur tekjulágum framteljendum en áður Var þetta gert með þvi að breyta persónufrá- drætti o.fl. að fullu I persónuafslátt, sem nýta má til greiðslu útsvars, ef eftirstöðvar eru umfram tekjuskatt. Þess var þó gætt að takmarka heimild einstaklinga I atvinnurekstri og með sjálfstæða starfsemi til nýtingar persónuafsláttar til greiðslu útsvars og horfið var frá greiðslu skattafsláttar til gjaldenda, ef afslátturinn nýttist ekki til greiðslu útsvars Hætt er við, að viðar hefði gætt óánægjuradda um skattmeðferð einstaklinga I atvinnurekstri hefðu umræddar breytingar ekki verið gerðar á s I vori. Sú ákvörðun að breyta hinum ýmsu skattlviln- unum rlkisins vegna barna og fjölskyldubótum I barnabætur, varð tekjulágum barnafjölskyldum til hagsbóta Þá minnkaði fjárstreymi um ríkis- sjóð um nær einn milljarð og vinnusparnaður varð hjá riki og framteljendum. Hins vegar hefur komið I Ijós, að lagfæra þarf nokkur fram- kvæmdaatriði varðandi barnabætur, og er nú unnið að því. Til þess að bæta lifeyrisþegum upp þá breyt- ingu að hætt var við að greiða skattafslátt út voru tekjutryggíngarmörk almannatrygginga hækkuð verulega Ég tel tvimælalaust, að með framangreindum skattbreytingum hafi verið lagt út á rétta braut, enda þótt fram hafi komið, að nokkur atriði þarfnist leiðréttingar Ljóst er, að með lögum nr. 1 1 /1975 var aðeins stigið eitt skref að þvi marki að samræma og sameina skattkerfi og bótakerfi almannatrygginga, og er mikið verk óunnið á þvl sviði. Er unnið að áframhaldandi athugun á þessum málum og tillögugerð um næsta skref I átt til frekari sameiningar þessara tveggja tekjujöfnunarkerfa rikisins. Breytingar á skattalögum 5 Auk þess, sem nú hefur verið greint frá, hefur á vegum ráðuneytisins verið unnið að undirbúningi frumvarps um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt, sem lagt verður fram fyrir lok þessa árs. Veigamesta atriðið og það, sem flesta mun snerta, er tillaga um að hrinda I framkvæmd stefnuyfirlýsingu rikisstjórnarinnar um að tekin verði upp sérsköttun hjóna Er ráð fyrir þvi gert, að tekjum hjóna og eignum verði skipt milli hjóna til skattlagningar eftir föstum reglum, þótt séreign sé eða sératvinna, og siðan farið með hvort hjóna um sig sem sjálfstæðan gjaldþegn. Þetta mun hafa I för með sér, að gildandi reglur um frádrátt frá launatekjum eða atvinnutekjum giftra kvenna breytast Stefnt verður að þvi að auka samræmi i skattlagningu mismunandi fjölskyldueininga. Þar sem hér er um róttæka breytingu að ræða á skattmeðferð á tekjum hjóna, er óvist að unnt verði að láta þessa breytingu taka gildi þegar við álagningu skatta á næsta ári Við þessa breytingu yrði.að sjálfsögðu einnig að endurskoða skattstiga bæði tekju- og eignarskatta til þess að tryggja sem mesta sanngirni í skattlagningu fjölskyldna. án tillits til þess, hvort vinnan fer fram innan eða utan heimilis Þá hefur verið unnið að breytingu á íaga- ákvæðum um fyrningar eigna I atvinnurekstri og um skattmeðferð söluhagnaðar af eignum Gild andi lagaákvæði um þessi tvö atriði hafa sætt mikilli gagnrýni að undanförnu. Vandasamt er og timafrekt að leysa þetta mál svo viðunandi sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.