Morgunblaðið - 16.07.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGOR 16. JULt 1976 Jimmy Carter ásamt Rosalynn eig- inkonu sinni og dótturinni Amy, sem ekki virðist hafa mikinn áhuga ð stjórnmálum. James Earl Carter yngri er talinn líklegastur sigurvegari í forseta- kosningunum. 2. nóv. nk. Carter eftir sigur í einum af for- kosningunum Forseti Bandaríkjaima í ár? „ H vaða Jimmy ? ’ ’ ásl. ái*i - ÞEGAR nafn Jimmy Carters var nefnt fyrir einu ári voru viðbrögð manna yfirleitt: „Hvaða Jimmy?" Skömmu eftir mið nætti sl. nótt var þessi Jimmy einróma út- nefndur forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna og ekki nóg með það, skoð- anakannanir sýna að færu forsetakosning- arnar fram í dag myndi hann bera öruggt sig- urorðum af báðum þeim mönnum, sem til greina koma sem for- setaefni repúblíkana, Gerald Ford forseta og Ronald Reagan fyrrum fylkisstjóra i Kali- forníu. James Earl Carter yngri, eins og hann heitir fullu nafni er 51 árs að aldri, og verður 52 ára 1. októ- ber nk. nokkrum vik- um fyrir kosningarnar, sem gætu gert hann að 39. forseta Bandaríkj- anna. Hann fæddlst 1 október 1 924 á litlum bóndabæ I Plains, sem er lítill bær í SV— hluta Georgíufylkis, með um 600 fbúum, og hann á rætur stnar að rekja til forfeðra í Skotlandi, Englandi og iriandi Faðir hans.var fhaldssamur bóndi og aðskilnaðar- sinni, en móðir hans, Lillian, af allt öðru bergi brotin Hún er nú 68 ára gömul og er menntuð hjúkrunar- kona, sem á efri árum tók upp á því að gerast sjálfboðaliði i Friðarsveit- unum og starfaði tvö ár við liknar- störf i Indlandi KJARNORKUVERK- FRÆÐINGUR OG JARÐHNETUBÓNDI Jimmy Carter var sá fyrsti í fjöl- skyldunni sem lauk menntaskóla- prófi Hann innritaðist siðan I há- skóla bandariska flotans, lauk þar foringjaprófi með gráðu i kjarnorku- verkfræði og var foringi I kjarnorku- kafbátaflota Bandarikjanna frá 1949—1953, er hann snéri heim eftir lát föður sins Faðir hans, James Cartereldri, rak jarðhnetubú- skap og litla heildsöluverzlun með áburð og jarðhnetur Var ársveltan þá um 20.000 dollarar, en þegar Jimmy kom heim og tók við, tókst honum á skömmum tima að byggja fyrirtækið og búgarðinn upp þannig að veltan nam 16 milljónum doll- ara Carter hefur einnig auðgazt nokkuð sjálfur og eru eignir hans metnar á hálfa milljón dollara, en búgarðurinn er um 3100 hektarar að stærð 9 árum eftir að Carter snéri heim hóf hann afskipti af stjórnmálum og var 1962 kjörinn til öldungadeildar fylkisþings Georgiu Áður en það kjörtímabil var á enda hóf hann baráttu fyrir að ná kjöri sem fylkis- stjóri, en varð þriðji I forkosningum demókrata 1966 Árið 1970 lagði hann á ný út i kosningabaráttuna og er talið að hann hafi þá flutt um 1800 ræður, tekíð I hendur 600 þúsund Georgiubúa, og náði kosn- ingu. Hann hengdi upp I skrifstofu sinni I Fylkisþinghúsinu mynd af hinum látna blökkumannaleiðtoga Martin Luther King yngri, sem þótti róttækt skref fyrir hvitan embættis- mann árið 1971, og hann var hyllt- ur sem leiðtogi hinna nýju Suður- ríkja Carter á miklu fylgi að fagna meðal blökkumanna og sýnir oft stoltur mynd þar sem Martin Luther King eldri, faðir látna blökkumanna- leiðtogans, er að faðma hann að sér King eldri er einn af dyggustu stuðningsmönnum Carters. SKILDI EFTIR 116 MILLJÓN DOLLARA TEKJUAFGANG Carter hlaut mikið lof fyrir störf sin i fylkisstjóraembættinu. Hann hreinsaði til i embættismannakerf- inu, kom á nýtizkulegri starfsaðferð- um og fyrirskipaði öllum stjórnar- deildum að gera nákvæma grein fyrir fjárveitingabeiðnum sinum, og ekki aðeins hækkunarbeiðnum, heldur einnig gefa nákvæma skýrslu um notkun fjárveitingarinnar i heild. Það sem vakti mesta ánægju meðal kjósenda var endurskipulagning ýmsa embætta fylkisstjórnarinnar, en alls voru um 300 mismunandi deildir er hann tók við Á 4 árum fækkaði hann þeim niður i 22, að þvi er hann sjálfur segir. Gagnrýn- endúr Carters segja hins vegar að hann hafi aðeins sameinað deildirn- ar undir færri embættisheiti og að opinberum starfsmönnum hafi I raun og ,veru fjölgað meðan hann var fylkisstjóri í kosningarbaráttu sinni nú sagði Carter, að hann myndi fækka alrfkisstofnunum úr 1900 i 200 ef hann yrði kjörinn forseti, og sagði í því sambandi að endurskipulagning hans hefði gert það að verkum að hægt hefði verið að lækka rekstrarútgjöld fylkisins um nær helming og stórauka þjón- ustu við borgarana án þess að hækka skatta Gagnrýnendur hans hafa haldið þvi fram, að útgjöldin hafi hækkað, en enginn.getur borið á móti þvi, að er Carter lét af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.