Morgunblaðið - 16.07.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JULI 1976 17 Allar horfur eru á því, að innan tíðar verði hætt smíði á brezk-frönsku farþegaþotunni hljóðfráu, Concorde, aðeins tveimur mánuðum eftir að hún hóf farþegaflug milli London, Parisar og Washington. Það var aðeins veitt leyfi til að smíða 16 Concorde-þotur. Þar af hafa aðeins níu verið seldar, fimm til British Air- ways og fjórar til Air France. Tvær voru eingöngu til til- raunaflugs og þvi eru fimm óseldar ennþá. Fyrir átján mánuðum var dregið verulega úr smíðahrað- anum til að halda sem lengst í flugvélasmiðina og til að halda flugvélaverksmiðjunum í Brist- ol og Toulouse sem lengst opn- um. Ráðgert er, að smíði síð- ustu þotunnar verði lokið um mitt ár 1978. Enn sem komið er hefur ekk- ert verið gert til að stöðva smíð- ina á þotunum fimm sem eng- inn kaupandi hefur fengizt að. Opinberlega gefur brezka ríkis- stjórnin þá skýringu, að vonast sé til að unnt verði að selja þær þegar áætlunarflug Concorde hefur sýnt fram á að hún geti borgað sig í rekstri. En i London hefur verið til- kynnt hljóðlega um aðgerðir sem kunna að vera fyrirboði um, að hætt verði við Concorde- áætlunina fyrr en búizt hefur verið við vegna þrýstings frá Alþjóðabankanum um niður- skurð á rikisútgjöldum. Það hefur sem sagt verið til- kynnt, að yfirmaður áætlunar- innar, Ken Binning, muni láta af störfum í þessum mánuði og enginn mun verða skipaður til að taka við af honum. Starfs- menn sem voru fluttir í iðnað- arráðuneytið til að hafa umsjón með Concorde-áætluninni eiga jafnframt að snúa aftur til fyrri starfa sinna í varnarmálaráðu- neytinu. Þá hefur einnig verið til- kynnt, að Konunglegi flugher- Hillir undir leikslokhiá Concorde-þotunum? Eftir Andrew Wilson inn eigi á ný að taka við rekstri Fairford flugvallar, sem er her- flugvöllur sem hefur verið not- aður fyrir tilraunaflug Concorde i Bretlandi. Flugvélaverksmiðjurnar sem smíða Concorde þoturnar í Bretlandi, British Aircraft Cor- poration, hafa skýrt frá þvi, að nauðsynlegt tilraunaflug hverr- ar nýrrar Concorde-þotu, sem tekur um það bil mánuð fyrir hverja þotu, muni framvegis fara fram frá flugvelli fyrir- tækisins í Filton, skammt frá Bristol. Verksmiðjurnar hafa jafnframt tilkynnt, að fram hafi farið könnunarviðræður við bandarísku flugvélaverk- smiðjurnar Mac Donnel- Douglas um möguleika á sam- vinnu um smíði hljóðfrárra þotna sem teknar yrðu í notkun eftir 1990. Sérfræðingar í flugvélaiðnað- inum líta á þessar viðræður sem eins konar frumathugun á framtíðarmöguleikum og þeir benda á, að ártalið 1990 sé við- urkenning af brezkri hálfu á því, að litlir möguleikar séu á smíði hljóðfrárrar þotu sem sé hagkvæm í rekstri nema því aðeins að miklar rannsóknir og tilraunir fari enn fram á flug- eiginleikum slikrar þotu og á hreyflum hennar. Umfram allt sé nauðsynlegt að þreifa sig áfram með smíði „fjölhæfs" hreyfils sem sé miklu minni mengunarvaldur en hreyflar Concorde þotunnar, hvort sem flogið er undir eða yfir hraða hljóðsins. Skoðun brezkra sérfræðinga á því, hversu langan tíma það taki að smíða slíkan hreyfil, er studd af verkfræðingum Boe- ing-flugvélaverksmiðjanna i Bandaríkjunum sem vinna að rannsóknum á smiði hljóð- frárra þotna, Þriðja bandariska fyrirtækið, sem einnig vinnur að slikum rannsóknum, Lock- heed-f lugvél averksmiðjurnar, var talið hafa átt í samningum við franska embættismenn um smiði hljóðfrárrar þotu, sem á að vera arftaki Coneorde, og án þess að Bretar tækju þátt i þeirri smíði. Talsmaður Lock- heed hefur neitað slikum frétt- um brezkra blaða og kveður Lockheed ekki hafa átt neinar slíkar viðræður við Frakka. Aerospatiale, frönsku flug- vélaverksmiðjurnar, sem tóku þátt í smiði Concorde-þotunnar, hefur nýlega skýrt frá því, að tap á rekstri fyrirtækisins hafi numið 7.800 milljónum króna á sl. ári. Stjórnarformaðurinn, Mitterand hershöfðingi, hefur beðið frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við að endurskipu- leggja fjárhagsgrundvöll fyrir- tækisins og leggja fram nýtt hlutafé að upphæð 15 milljarða króna. Smíði Aerospatiale á þyrlum, eldflaugum og geimflaugum hefur verið ábatasöm og reynir fyrirtækið nú að endurskipu- leggja flugvélaverksmiðjurnar í því augnamiði að tryggja áfram reksturinn eftir lok Con- corde-áætlunarinnar. Það sjást þess ýmis merki nú, áð franska ríkisstjórnin sé ekki lengur reiðubúin að greiða þann mikla halla sem er á smíði Concorde- þotnanna, en fram til þessa hef- ur það verið hún sem hefur lagt mest kapp á áframhaldandi smíði Concorde. THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Eftir Kenneth Harris LONDON — Frjðlslyndi flokkur- inn, sem státað hefur af stór- mennum á borS viS Lloyd George, Asquith og Gladstone og má muna sinn fifil fegri. hefur nú fengið nýjan leiStoga, ungan Skota, er nefnist David Steel. LeiStogar tveggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands, jhaldsflokksins og Verkamanna- flokksins voru kosnir af þingflokk- um sinum, en kjöri David Steel var á annan veg háttaS. Hann var kosinn flokksleiStogi i kosningun- um, sem allir flokksbundnir sam- herjar hans, 20.000 talsins. gátu tekiS þátt I. Hann sigraSi keppi- naut sinn, John Pardo, meS yfir- burSum og hlaut tvöfalt fleiri at- kvæSi en hann. Nú velta menn þvi fyrir sér, hvernig Frjálslynda flokknum muni vegna undir for- ustu hans, en flokkurinn hefur aS undanförnu notiS vaxandi gengis, enda þótt hann hafi litinn þing- styrk. HeildartkvæSamagn flokks- ins i siSustu þingkosningum var 5,5 milljónir, en hann hefur þó ekki nema 13 þingmönnum á aS skipa Steel er 38 ára að aldri. Hann er hæglátur maður og hefur sig litt I frammi. en hefur getið sér orð fyrir einurð og einlægni. Þá hefur hann öðlast almenna aðdáun fyrir mikið uppbyggmgarstarf á sviði stjórn- mála og hefur unnið mjög ötullega að framgangi ýmissa málaflokka, svo sem heilbrigðismála, skilnaðar- löggjafar, fóstureyðingarlöggjafar og beitt sér fyrir endurbótum á refsi- löggjöfinni. Hann er maður skýr I hugsun og framsetningu, á auðvelt með að afla málstað sinum fylgis, og afstaða hans til hvers kyns við- fangsefna og vandamála markast mjög af skynsemi og hógværð Pardo, keppinautur Steel, er ger- ólíkur honum, enda þótt hann sé ekki slður hugrakkur, greindur og vel menntaður Hann er hins vegar hin mesta hvellibjalla og hávaða- seggur, og tekur viðfangsefni sln allt öðrum tökum en Steel. Hann er þeirrar skoðunarað Frjálslyndi flokk- urinn hafi feikilega þýðingarmiklu hlutverki að gegna, en að Steel, Thorpe og þar áður Grimond hafi ekki kunnað að fara með stjórnvöl- inn. Pardo vildi gerbreyta ásýnd David Steel — Myndin er tekin I salnum þar sem atkvæða- talning fórfram í kosningunni um flokksleiðtogann. ^ Frjálslyndir á Bret- landi fá nýjan leiðtoga flokksins og gera hann verulega spennandi Hann taldi það megin- viðfangsefni leiðtoganna að breyta um baráttuaðferðir og halda með flokkinn á vit ævintýra og spennu Þeir ættu að beita sér fyrir ærslum og mótmælum, vekja athygli á sér og flokknum og hrffa fólk með sér Hann lét þau orð falla I kosningabar- áttunni, að Frjálslyndi flokkurinn þyrfti að fá I formannssæti ámóta karl I krapinu og hann væri sjálfur. Tungutak Pardos og framkoma hans vakti furðu manna. En það sem vakti þó enn meirk/furðu var, að Steel tókst að kveða hann I kútinn. Af máli hans mátti skilja, að Pardo væri ekki þess virði, að menn léðu honum eyra, og hann sakaði hann um að vera of persónulegur I mál- flutningi sínum Hann bar andstæð- ingi sinum jafnvel á brýn að hann væri með hárkollu til að ganga betur I augun á almenningi Fólk hefur ef til vill ekki haft svo ýkja mikinn áhuga á mismunandi stefnumiðum þessara tveggja keppi- nauta, en persónugerð þeirra og framkoma vakti griðarlega mikið umtal og athygli. Þetta formannskjör með þeim hat- römmu baráttuaðferðum, sem við- hafðar voru, eru einsdæmi á Bret- landi, og hefur mælzt misjafnlega fyrir. Það hefur að minnsta kosti ekki átt upp á pallborðið hjá þeim, sem telja það vera I verkahring þing- manna einvörðungu að velja flokks- (eiðtoga Það er margt á huldu um framtið Frjálslynda flokksins I brezkum stjórnmálum og ástæðulaust að við- hafa mikla bjartsýni I þeim efnum eins og sakir standa Pardo hefur ekki viljað gleyma gömlum værmg- um eftir ósigur sinn eins og venja er til, og hefur skirrzt við að lýsa yfir stuðningi við sigurvegarann í kosn- ingunum Annar úr hinu fámenna þingliði Frjálslyndra hefur einnig lýst yfir óánægju með úrslit kosning- anna, en það er Cyril Smith, áhrifa- mikill og dugandi þingmaður Eftir að úrslit voru kunn sagði hann, að með ósigri Pardos væri það borin von að flokkurinn myndi njóta þeirr- ar forystu, sem hann þarfnaðist, og hann myndi eftir sem áður róa í kyrrum sjó Cyril Smith hefur ekki viljað taka að sér trúnaðarstörf fyrir hinn nýkjörna leiðtoga og þvi hefur verið fleygt, að hann hyggist ekki verða i kjöri fyrir flokkinn á nýjan leik Á hinn bóginn munu margir stuðningsmenn Frjálslynda flokksins um gervallt land hafa af því þungar áhyqgjur, að maður á borð við Pardo skyldi þrátt fyrir allt hljóta riflega þriðjung atkvæða við for- mannskjör og telja það mikið veik- leikamerki En þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það Steel, sem hlaut hnossið og mun fara með forustu Frjálslynda flokksins á næstunni Menn munu sjálfsagt fljótt gleyma málflutningi hans i kosningabaráttunni, sem æði oft bar keim af hótfyndi og ungæðis- hætti i hita dagsins En sem for- manni flokksins munu honum veit- ast tækifæri til að koma fram I þingi og i fjölmiðlum og sýna þar sinar sterku hliðar, einbeitni og skynsemi og aðra eðliskosti, sem hljóta að vera vatn á myllu Frjálslýnda flokks- ins, — en hann hefur allt að vinna En eftir er að vita, hvort sá ávinn- ingur verður nægur Brezkir kjós- endur hafa nú fyrir og eftir for- mannskjörið orðið vitni að svo mikl- um og margþættum ágreiningi i svo agnarlitlum þingflokki, sem Frjáls- lyndi flokkurinn er, að sú skoðun hlýtur að vera orðin býsna útbreidd, að flokkurinn geti litlu komið i fram- kvæmd, enda þótt honum væri gef- in tækifæri til þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.