Morgunblaðið - 16.07.1976, Page 11

Morgunblaðið - 16.07.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1976 11 Carter á yngri árum ásamt sonum sínum, Jams Earl og Jeffrey. embætti var 116 milljón dollara tekjuafgangur í fylkissjóðnum FORSETAFRAMBOÐ UNDIRBÚIÐ Carter hóf undirbúning sinn að framboði til forsetakjörs árið 1972, skömmu eftir að demókratar höfðu haldið flokksþing sitt Á því þingi studdi hann Henry Jackson sem forsetaefni, en sem kunnugt er valdi þingið George McGovern. Ártð 1973 var hann kjörinn formaður kosningabaráttunefndar flokksins, sem kom honum i tengsl við fram- bjóðendur flokksins til ýmsa emb- ætta og starfsmenn þeirra og gaf honum einstakt tækifæri til að undir- búa sitt eigið framboð, sem hann tilkynnti 12 desember 1974, 14 mánuðum áður en fyrstu forkosn- ingarnar voru haldnar. Hann og samstarfsmenn hans byrjuðu barátt- una þegar af fullum krafti og var aldrei slakað á fyrr en útnefningin var Carters. Um tima kepptu 12—14 manns við hann en þeir heltust úr lestinni hægt og sigandi eftir þvi sem á leið. Carter byggði kosningabaráttu sina ekki á sérstök- um málaflokkum heldur á þvi að bandariska þjóðin ætti skilið jafn góða rikisstjórn i Washington og hún sjálf væri Þetta virtist höfða vel til þjóðarinnar, sem var þreytt og sár eftir Watergatehneykslið og blóðtök- una miklu I Vietnamstriðinu. Einn stærsti kosturinn við kosningabar- áttu Carters var það að hann var ferskur, utanaðkomandi maður, sem var algerlega óháður Washington og pólitiska kerfinu þar og hann hafði aðalkosningabækistöðvar sinar í At- lanta i kosningabaráttu sinni lagði Carter ekki mjög mikla áherzlu á að gagnrýna þá, sem nú stjórna i Washington, heldur að aðeins hann geti fært rikisstjórnina aftur i hendur fólksins og mótað hana til þess að geta mætt þörfum þess sem bezt. Hann lofaði þvi að gera stjórnina ábyrgari og viðbragðsfljótari Hann hefur alltaf sagt, að hann segi aldrei neitt nema sannleikann ,,Ég mun aldrei segja ósatt viti ég sannleikann og ef ég einhvern tíma bregzt trausti ykkar, þá skuluð þið hætta stuðningi við mig ." BIÐUR TIL GUÐS 25 SINNUM Á DAG Carter er ákaflega trúaður maður og hefur starfað mikið innan Baptistakirkjunnar og ferðast víða sem leikmannsprédikari. Hann hefur sagt, að hann biðji til Guðs að minnsta kosti 25 sinnum dag hvern, ekki til að biðja um velgengni heldur um leiðsögn til að gera það sem rétt er. Jimmy Carter, — hann krefst þess sjálfur að vera kallaður Jimmy —, sætti nokkurri gagnrýni fyrir það I forkosningunum, að forðast það að taka ákveðna afstöðu til mál- anna, og stjórnmálafréttaritarar segja að hann muni leggja á það mun meiri áherzlu á næstu mánuð- um að gera ítarlegri grein fyrir af- stöðu sinni. En hvernig hafa menn túlkað ummæli hans í kosningabar- áttunni: Almannatryggingar: Hvetur til að almannatryggingar verði lögleiddar og fjármagnaðar af sameiginlegum launaskatti atvinnurekenda og laun- þega og almennum skatttekjum rík- isins. Sjúklingar myndu eftir sem áður hafa fullkomið frelsi til að velja sér lækni og sjúkrahús. Atvinnuleysi: Lofar „jafnvægisfjár- lögum" með fullri atvinnu árið 1979, og hvetur til að einkafyrir- tæki verði með alríkisstyrkjum feng- inn til að ráða ófaglært fólk og þjálfa til starfa, einnig að hið opinbera ráði fólk í sína þjónustu, þar sem það sé nauðsynlegt til að tryggja fulla at- vinnu. ER Á MÓTI FÓSTUREYÐINGU Fóstureyðíng: „Fóstureyðing er röng, en það er mál, sem verður enn rætt eftir 50 ár, því það er óleysanleg deila milli siðferðis- kenndar og laga. Er á móti stjórnar- skrárbreytingum til að banna fóstur- eyðingar, en lofar að gera fóstureyð- ingar ónauðsynlegar, þar sem þær eru leyfðar, með stóraukinni fræðslu, leiðbeiningum um fjöl- skylduáætlanir, auðveldari aðgang að getnaðarvörnum og betri aðstæð- ur til ættleiðingar. Stjórnarbáknið i Washington. Lof- ar að endurskipuleggja það frá grunni, fækka stofnunum, en á sama tima auka þjónustu, sem gæti þýtt fleiri störf Vill gera upplýsingar um störf hins opinbera aðgengilegri fyrir almenning Hvetur til, að þing- kosningar verði kostaðar af al- mannafé. Varnarmál: Vill lækka útgjöld til varnarmála um nokkra milljarða dollara og stefna að einfaldari en betur skipulögðum, hæfari og sterk- ari her. Segir að auðvelt Sé að draga úr herkostnaði með einföldum og sjálfsögðum sparnaðaraðgerðum Utanrikismálastefna: Lofaraðvera harðari við Sovétmenn og reyna að ná meiru út úr þeim með samning- um. Hvetur til sterkari tengsla við Klnverska Alþýðulýðveldið og segist ekki munu taka upp samskipti við Kúbu fyrr en stjórnin þar hætti að flytja út kommúnisma til annarra landa i Miðausturlöndum segir hann að stuðningur Bandarikjanna við ísrael verði að vera alger, slikt muni færa öðrum þjóðum heim sanninn um að ísrael sé hér og verð'. og þannig leiða til varanlegs friðar Segir að hann myndi gera það öllum Ijóst, að israel geti fengið alla þá hernaðar og efnahagsaðstoð sem nauðsynleg sé, en myndi ekki senda þangað bandariska hermenn. Segir að draga eigi úr vopnasölu til Araba, þeir geti keypt vopn i Evr- ópu. MÁNAÐARFORSKOT KANN AÐ RÁÐA ÚRSLITUM Jimmy Carter er fyrir löngu byrj- aður að skipuleggja sjálfa kosninga- baráttuna til forsetakjörs á sama tlma og mótherjar hans tveir, Ford og Reagan, eiga I biturri baráttu um hvor hlýtur útnefninguna. Sú bar- átta hefst fyrir alvöru eftir 6. sept- ember nk , að loknum fridegi verka- fólks (Labor day). Carter hefur mán- aðarforskot fram yfir keppinauta slna, þvi að forsetaefni repúblíkana verður ekki valið fyrr en 13. ágúst. Hann mun nota þann tima til fulln- ustu og stjórnmálafréttaritarar segja að sá tími kunni að tryggja það að Carter verði kjörinn forseti. Carter hyggst hafa aðalkosninga- bækistöðvar sinar áfram I Suðurríkj- unum en jafnframt leggja áherzlu á að styrkja stöðu sina i Norðurrlkjun- um, þar sem hann stóð höllum fæti er leið á forkosningarnar. Er hér átt við New York, þar sem hann tapaði fyrir Henry Jackson, og New Jersey, þar sem hann tapaði fyrir Hubert Humphrey og Jerry Brown fylkis- stjóra Kaliforníu. Einnig mun hann leggja mikla áherzlu á Kaliforníu, þar sem Brown sigraði hann glæsi- lega Carter og stjórnendur kosn- ingabaráttu hans binda miklar vonir við að Carter sigri i öllum gömlu Suðurrlkjunum 1 1 og hinum svo- kölluðu landamærarlkjum, Tenn- essee, V-Virginiu, Kentuky og Miss- ouri Sá sigur myndi tryggja honum 199 atkvæði á kjörþinginu, sem endanlega velur forsetann en þar þarf 270 atkvæði til að sigra Ef hann sigrar í þessum 15 fylkjum þarf hann aðeins að sigra 11 d New York og New Jersey auk District of Columbia, þar sem demókratar ráða lögum og lofum, og þá verður hann næsti Ibúi hússins nr 1600 við Pennsylvania Avenue i Washington, öðru nafni Hvita húsið Jimmy Carter er kvæntur Rosa- lynn Smith, sem er fædd og uppalin rétt utan við Plains. Þau giftu sig árið 1946 og eiga því 30 ára brúð- kaupsafmæli Þau eiga 4 börn, John William 27 ára, James Earl 24 ára, Jeffrey 22 ára og svo dótturina Amy, sem er 7 ára og augasteinn föður síns Carter með Martin Luther King eldri. Vinningsnúmer í happdrætti Norðlenskra hestamanna Eftirtalin númer komu upp: 5802 — 7329 — 2935 — 2847 — 6262 — 8079 — 395 — 4324 — 8793 — 5409 — 261 — 782 — 6397 — 2116. Vinninga má vitja til Jóns Ó. Sigfússonar, sími 23435 eða Jóhannesar Mikaelssonar, sími 23608. F / A T sýningarsalur Tökum allar gerðir notaðra bifreiða í umboðssölu Fiat 850 Sport Coupe 1972 400 000 Fiat 126 1974 550 000. Fíat 126 1975 600.000 Fiat 125 1971 500.000 Flat 125 1972 580.000.- Fiat 125 P 1974 700 000 Flat 125 P station 1975 900.000. Flat 127 1972 450.000. Fíat 127 1973 550.000. Fiat 127 1974 650.00 Flat 127 1975 800.000 Fiat 127 Special 3ja dyra 1976 1.150.000. Fíat 128 1971 400 000 Flat 128 1973 570.000. Flat 128 1974 750.000,- Flat 128 1975 900.000.- Flat 128 Rally 1973 680.000,- Flat 128 Rally 1974 800.000. Flat 128 Rally 1975 950.000 Fiat 128 Rally 1976 1.150.000. Flat 132 Special 1973 950 000 Fiat 132 Special 1974 1 100.000 Flat 132 GLS 1975 1.400.000 Ford Corlna 1969 300.000 Ford Escort 1974 800.000. Toyota Carlna 1974 1.250 000 Datsun 180 B 1972 1.100.000 Skoda Pardus 1972 300 000. Lancia Beta 1800 1974 1 800.000 Buick GS 1968 750.000. Citroen DS 1975 2 100.000. Citroen GS 1220 CLUB 1974 1.350.000. FIAT EINKAUMBOO Á ISLANDI Davíð Sigurðsson hf. SÍÐUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888 litmyndir yöar á 3 dögum Þér notið Kodak filmu, við gerum myndir yðar á Kodak Ektacolor-pappír og myndgæðin verða frábær Umboðsmenn um land allt — avallt feti framar HANS PETERSEN HF Ranbactrsati — C. /?/-.„..'A™ C. QOCOn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.