Morgunblaðið - 16.07.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.07.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGÚR 16. JULl 1976 Risastökk Bob Beamons. Met hans verður sennilega seint bætt. Leikir í Garðabæ Kl. 20.00 í kvöld fer fram í Garðabæ leikur í 3. deild íslands- mótsins i knattspyrnu milli UMF Stjörnunnar og Bolvíkinga og kl. 14.00 á laugardaginn fer fram á veliinum i Garðabæ bæjarkeppni í knattspyrnu milli Garðabæinga og Bolvíkinga. Albert og Ure leika á nýja grasvellinum 1 KVÖLD fer fram fyrsti knatt- spyrnuleikurinn á hinum nýja grasvelli FH-inga í Kaplakrika við Hafnarfjröð og verða það Valsmenn sem sækja FH-inga Iþróttahátíð ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ fyrir foreldra þeirra barna sem sótt hafa íþróttanámskeið I Hafnarfirði I sumar verður n.k. laugardag á tlmanum frá 9.30—12.00. Munu börnin sýna Iþróttir þær sem þau hafa numið á Iþróttanámskeiðunum i sumar og fer sýningin fram á Kaplakrikavellinum. Forráðamenn námskeiðsins hvetja foreldra til þess að fjölmenna á hátiðina. horfa á og taka þátt i leikj unum með börnum sinum. Að sýn- ingu lokinni verður svo afhending verðlauna og viðurkenningarskjala. heim. Með þessum leik verður veigamikið spor f iþróttavalla- rnálurn FH stigið, þar sem liðið mun framvegis leika á grasvellin- um, sem er hinn ágætasti að sjá og umhverfi hans allt hið skemmtilegasta. Fjarri fer að framkvæmdum við vallarsvæðið sé lokið, og er það einungis áhorfendaaðstaðan sem enn er ðfullgerð, en eins og Arni Ágústs- son, einn af forráðamönnum FH sagði i viðtali við Morgunblaðið i gær, þá vonast FH-ingar til þess að áhorfendur sýni ofurlitla biðlund og skilning á nauðsyn þess að FH-ingar fari að leika leiki sína á grasvellinum. FH-ingar hafa sýnt mikinn dugnað við að koma upp gras- vellinum í Kaplakrika og þar hefur t.d. verið unnið mikið sjálf- með FH boðaliðsstarf. Þótt grasvöllurinn verði nú tekinn í notkun hyggjast FH-ingar engan veginn láta staðar numið við framkvæmdir á svæðinu og er það t.d. ætlunin að gera áhorfendasvæði fyrir um 8000 manns við völlinn, auk áhorfendastúku. Albert og Ure leika með FH FH-ingar hafa tvær stórar skrautfjaðrir í hatti sinum er þeir mæta til leiks við Valsmenn í kvöld. Eru það Albert Guðmunds- son og Ian Ure, núverandi þjálfari FH-inga. Báðir þessir kappar voru á sinum tíma þekktir atvinnumenn og hafa leikið með sama félaginu — Arsenal. Er ekki að efa að marga fýsir að sjá þá leika listir sínar, þar sem fullvíst má telja að lengi lifi i gömlu glæð- um, það hefur a.m.k. Albert sýnt i þau fáu skipti sem hann hefur dregið skóna fram að. undan- förnu. ilfl Montreal Harka í Montreal KEPPENDUR jafnt sem áhorfend ur á Ólympfuleikunum í Montreal mega búast við hinu versta ef þeir fara ekki eftir settum regl um. Það fékk m.a. þýzki greifinn Henning von Platten að reyna i bænum Bromont sem er 75 kíló metra frá Montreal og mun verða vettvangur hestamennskunnar á Ólympíuleikunum. Von Platten þurfti að koma skilaboðum til argentínska liðsins, og lagði bif reið sinni á stað þar sem hún mátti ekki vera. Gekk hann síðan sem leið lá að búðum Argentínu mannanna, en var ekki kominn langt er tveir lögreglumenn svifu að honum, skelltu honum til jarð ar og létu kné fylgja kviði, svo hraustlega að greifinn varð að fara á sjúkrahús og mun ekk geta sinnt þvi starfi sem hann var búinn að taka að sér — að vera leiðsögumaður f Bromont. Blaðamenn kvarta FRANK Taylor, formaður alþjóða samtaka íþróttafréttamanna hefur nú lagt fram mótmæli við framkvæmdanefnd Ólympfuleik anna f Montreal, vegna afskipta öryggislögreglu leikanna af blaðamönnum. Segir Taylor, að blaðamenn megi tæpast um frjálst höfuð strjúka og hvað eftir annað hindri öryggislögreglan blaðamenn f störfum sfnum. Blaðafulltrúi leikanna, Louis Chartigny, sagði, að mjög erfitt væri að koma f veg fyrir að blaða menn yrðu fyrir óþægingum vegna löggæzlunnar á leikunum Það væri hlutverk öryggisgæzlu manna að hafa eftirlit með þeim, jafnt sem keppendum, þar sem engin trygging væri fyrir því, að hryðjuverkamenn létu þá í friði fremur en aðra. Alls væru um 10 þúsund blaðamenn á leikunum, og framkvæmdanefndin lokaði heldur ekki augunum fyrir þvf að einhverjir þeirra hefðu getað orðið sér úti um skfrteini á fölsk um forsendum. Wilkins vann BANDARÍSKI heimsmethafinn I kringlukasti. Mac Wilkins, sigraði i kringlukasti á móti sem fram fór Nyköping I Sviþjóð i siðustu viku. Kastaði hann 66.20 metra. í öðru sæti varð Ólympiumeistar- inn frá Múnchen, Ludvik Danek frá Tékkóslóvakiu, sem kastaði 62,76 metra og þriðji varð Norð maðurinn Knut Hjeltnes sem kastaði 61.62 metra. Á sama móti sigraði Lasse Virén frá Finnlandi i 3000 metra hlaupí sem hann hljóp á 7:54,8 mín., en annar varð Anders Gárderud frá Sviþjóð á 7:55,6 min. Keppir í sjötta sinn VESTUR Þjóðverjinn Hans Gunt- er Winkel mun halda upp á fimmtugsafmæli sitt á leikunum i Montreal, og er þetta jafnframt i sjötta sinn sem hann keppir á Ólympíuleikunum. Winkel sem er knapi, vann gullverðlaun á Ólympiuleikunum i hesta mennsku er fram fóru i Sviþjóð 956 og æ siðan hefur hann verið i f remstu röð. i//tSírrArttAdP/i> '/ doo mfr' t d'/<//r /qs-l SAH tCMA - STO//P C~/*'J*/t/1/1 it///t/f/i/n/'t/tc/*/T OAA Á TTd /n /ct/ Tl/fCCTA OA//P4- n./éCJ’O/r/S/////* , P*//t/t/* W/t-L/A/*t CA/l/r. o o ZSrW BAST/nA/d. 'flToA/// /n/tc/ þe/AAA OYA.J-//PÚ Á Ot^oCA A/tJ/y/o~\ f/g’ffA/l. f*&//t y/CAATÚ (/</OA f/A/A S/WW //ÁSAÓCA . e^ASfAA/J P7T/ //e/Aos/A er/í> / t/do /Aaoa hca<‘A/ OO SA/t. rAc/A/H aezrt/n. i ÖllJ yf/A foo /M , ffW C.AAA , fí'ai t?A YAA. L./TT ÖeWATOA. ,YAWW j>tS/i.//TAW s/&ú/t baa. sact /' sáa. sast/t/aws, þeaAA. H4aw í/S'iapi A/'TJ't- / </'/eÁwue/’s>W/ OLT/np/c/ce/uA'T'/A. I'y 7ó£viH-ior/^AVAm Atn aupios | dt'Ao/np ts/teyrTi Ttkvr mA/Z'/n í Lfoo m , '~&etscA'J VAaP ; tsvatú'/aa. - oo ewz>Ass>fteTTd/t. e/wo/o/p a/ap',a4/aaaa/ 1 cos A/zseces / uasc/ta- «***' CAST/nA/J OAV/fHr/f'OA/r. fúLíA T/C/tAúU T/C A9 HCAÚ/7A CA/l/l Uai ' KOL.Í, , Gj Gull/s>'n //i .Zsex. r O tAVCTWOOK I */OK*</t t//vy /r>#rSJ* J/* SG/**/) C'/M/l OftOTr/A* / > &A-9 Uerx, / O/CSCTS/ OC- HCJ-OP *cPatS/ fT/IArv. Met Beamons verður seint bætt STÖKK inn I 21. öldina sögðu menn er Bob Beamon frá Bandarfkjunum stökk 8,90 metra I langstökki á Ólympíu- leikunum 1 Mexikó 1968. 1 hinu þunna lofti sem er í Mexikó, í 2400 metra hæð yfir sjávarmáli, er álitið að mögu- leiki geti skapazt fyrir slík risastökk og margir af beztu langstökkvurum heims hafa lagt leið sína til Mexíkó til þess að reyna sig við met Beamons, en aldrei haft árangur sem erfiði. Sjálfur hefur Beamon aldrei náð viðlíka afreki og er nú að mestu gleymdur sem íþróttamaður. Aðeins nafn hans stendur svart á hvítu á heimsafrekaskránni. Á Ólympíuleikunum i Miinchen stökk bezti lang- stökkvarinn um hálfum metra styttra en Beamon gerði í Mexikó og þegar heimsafreka- skrá síðustu ára er skoðuð kemur í ljós að enginn hefur komist með tærnar þar sem Beamon var með hælana. Beztu afrekin voru: 1972: Randy Williams, Bandaríkjun- um, 8,34 metrar, 1973: James McAlister, Bandaríkjunum, 8,24 metrar, 1974: Arnie Robinson, Bandaríkjunum, 8,30 metrar og 1975: Nenad Stekic, Júgóslaviu, 8,45 metrar. En heimsafrekaskráin leiðir einnig í ljós að breiddin í lang- stökki hefur aukizt mjög mik- ið. Árið 1968 var meðaltal 20 beztu manna 7,63 metrar en 1975 var sama meðaltal 7,75 metrar. Fyrir fjórum árum, sömmu eftir leikana í Miinchen, gerðu 150 sovézkir frjálsíþróttasér- fræðingar sér það til gamans að geta sér til um þá fram- þróun sem yrði í frjálsum íþróttum fram til leikana í Montreal, og nutu við það stuðnings frá tölvu, sem mötuð var á ýmsum upplýsingum. Spáði tölvan að miklar fram- farir yrðu í öllum greinum nema langstökki, en þar gat hún sér til um að bezta afrekið 1976 yrði 8,47 metrar, og flestir eru sammála um að tæp- ast megi vænta þess að mikið betra afrek vinnist á Ólympiu- leikunum í Montreal. Betri er krókur en kelda ÞESSA mynd tók Friðþjófur Helgason er (slenzku Olympfu- fararnir voru að ganga til flug- vélar sinnar á Keflavíkurflug- velli í gær, og má segja að þarna sannist rækiiega hið fornkveðna að betri sé krókur en kelda. Hægra megin við pollinn ganga Örn Eiðsson, Ágúst Ásgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Viðar Guðjohn- sen, en vinstra megin má sjá Lilju Guðmundsdóttur, Óskar Jakobsson, Hrein Halldórsson | og Þórdfsi Gfsladóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.